Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Heimskringla felldi mig
Suma daga ætti að meitla í stein. Hreinlega vegna þess að þeir eru ógleymanlegir fyrir margra hluta sakir.
Dagurinn í dag er svoleiðis dagur. Ekki í almanakískum skilningi, engin afmæli eða stórviðburðir, ónei, heldur lagði kvikindið sig svona.
Ég fékk tiltektarkast upp úr hádeginu og þegar ég fer af stað þá gerast hlutir.
Ég þvoði og skúraði og þvoði meira, blóðbunan stóð beinlínis aftan úr mér.
Og ég geng hraustlega til verks. Ég missti bók ofan á stóran glervasa sem stendur á gólfinu (Gusla systir mín gaf mér hann og mér þykir því vænt um þennan fyrrverandi skrautmun). Vasi fór í þúsund mola.
Og ég ryksjó, eins og beygingarsnillingurinn á einu dagblaðanna myndi orða það. Hún er ein af þeim sem drekkur mörg köff á dag og úðar í sig hóp af súkkulöðum. Sjitt hvað ég erfiðaði.
Svo tók ég stóru mottuna sem þekur góðan hluta stofugólfsins og snéri henni við. Til þess þurfti ég að færa þungt stofuborðið og ryksuga undir mottunni. Ég snéri svo mottuhelvítinu, bisaði borðinu á sinn stað til þess eins að komast að því að fíflið ég hafði snúið þessum risableðli í heilan hring. Ergo: Allt á sama stað. Ég endurtók aðgerð og var ekki að segja mjög fallega hluti á meðan.
Annars þarf ég að fara í bókahillurnar. Þori því tæpast því ég fékk Heimskringlu í hausinn þarna fyrir jólin sem endaði í því að ég féll í bindindinu. Löppin lagaðist ekki og ég fékk vöðvaslakandi og það endaði á 12 daga pillufylleríi. Ég gæti sagt að Heimskringla hafi fellt mig í edrúmennskunni (hún felldi mig í gólfið svo mikið er víst), en það væri ekki satt. Ég féll af því ég var ekki í nógu góðum málum.
En af því ég er svo frábær alki þá húrraðist ég strax inn á Vog.
Hvað er það með mig og bækur?
Úje og upp með húmorinn börnin góð. Það verður ekki á allt kosið alltaf.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Farðu vel með mig og ef þú átt nýju stóru kortabókin um Ísland, sett hana þá niður á gólf, hún drepur. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 17:36
Af hverju ekki að snúa mottunni við með borðinu á hugsaði ég á meðan ég las.Bækur geta verið hættulegar.Ég á mottu sem er 10 fermetrar ef þig vantar nýja.Ca 50-70 ára handofið flykki.Bleik
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:39
Þú hefur skrambi góðan bókmenntasmekk ... að öllu leyti. Hehehehhe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 18:02
Er ekki fullmikið vesen að snúa mottunni? Dugar ekki bara að ryksuga.....?
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 18:19
Hafðu Heimskringlu aðeins neðan í hillunni og hættessu brasi kona..hvar er húsband ? Á hann ekki að hjálpa til við stórframkvæmdir ?
Ragnheiður , 22.7.2008 kl. 19:00
Aldrei að blóta Mottum.
Annars prýðileg grein. Er upptekinn og hlæ bara um miðnættið í staðin.
Þröstur Unnar, 22.7.2008 kl. 19:18
Sjitt ... eins gott að Atlasinn var ekki einhverstaðar .. þú at lasin og sitthvað fleira gæti hæglega komð upp um yfirborðið.. !
Vá hvað það er erfitt að tala vitlaust. En þar sem ég bý í Færeyjum þá get ég sagt með sanni.. það er agalegt hvernig Færeyjingar hafa farið með Islenskuna.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:42
Það er nú ekkert slor að vera felldur af sjálfri Heimskringlu! Flottara verður það varla.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:11
Gat nú verið að vinir mínir myndu bjóða mér þyngri bækur til að henda í hausinn á mér. Kvikindi.
Lára Hanna: Ég er upp með mér af því að Kringlan færi í hausinn á mér í staðinn fyrir innbundnu sunnudagsblöð Alþýðublaðsins frá 193tíuog eitthvað. Heví bækur sko.
Mottur, auðvitað er ég með mottur. Þetta er menningarheimili.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 21:00
Svakalegur dugnaður er þetta í þér .
Sigríður Þórarinsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:02
Ég hef alltaf sagt að húsverk séu algjört skaðræði sem enginn ætti að leggja á sig nema fyrir borgun. Þá getum við antihúsverkistar nefnilega borgað fyrir þennan fjanda og þurfum ekki að standa í þessu sjálf.
Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:10
Kringlan færi ekki á hausin ef að þið kerlurnar gætuð keypt svona: [url="http://www.linktrotter.com/?do=showLink&linkNr=939"]Góður stóll[/url]
Hammari (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:55
Hjúkk, gott að þetta var ekki eitthvað sorprit sem felldi þig, auðvitað ekki, það mundi ekki sæma konu eins og þér!! Og satt sem þú segir, þú ert frábær alkialger töffari!!!
alva (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:58
Sumir fá ofnæmi fyrir gróðri, aðrir fyrir köttum, ég er með ofnæmi fyrir húsverkum .. Guð hvað ég verð abbó að heyra um svona myndarskap.. Gott að Heimskringla náði ekki að fella þig með öllu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 22:01
Svona ástar-haturs samband við bókmenntirnar, ekki satt?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2008 kl. 22:58
Hef ég sagt þér frá konunni sem átti hundinn sem var með eilífa standpínu?
Hún hringdi í dýralækninn og spurði hvað hún ætti eiginlega að gera..... hún gæti ekki haft hundinn svona.
Dýralæknirinn sagði: Vefðu Alþýðublaðinu utan um hann. Það stendur aldrei neitt í því blaði............
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 23:22
Mórall sögunnar? Ég er hreint ekki viss en mér finnst hún alltaf jafn fyndin
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 23:24
Þessar bækur kenna manni ýmislegt er óhætt að segja . Svo eru þær bestar sem enda vel.
Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 23:31
Hrönn: Ég pissa á mig.
Anna: Jú ansi tættar tilfinningar í báðar átti.
Takk fyrir innlegg.
Hammari : Linkur er ekki virkur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 23:43
Hehehe Hrönn góð...spurning Jennsla um að selja nokkra árganga af þessu blaði sem getnaðarvörn ?
Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 00:09
Jenný hvern andsk... ertu að gera með því að snúa við mottum? Farðu bara í hillurnar, áttu ekki Kiljan hann kemur til með að hrista ærlega upp í þér vinkona. Knús inn í nóttina og sofðu vel.
Ía Jóhannsdóttir, 23.7.2008 kl. 01:04
Ertu sofnuð kona?
Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 01:16
Hvernig væri að renna á finmmtudaginn?
Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 01:16
Ragga: Ég myndi gera það ef mér þætti ekki svona undurvænt um sneplana.
Ía: Ég á Kiljan, jújú en stundum verður maður að snúast.
Edda: Búin að meila.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 09:12
http://www.linktrotter.com/?do=showLink&linkNr=939
Hammari (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.