Mánudagur, 21. júlí 2008
Hlandkoppur á elliheimili
Þegar ég var að alast upp og langt fram á þrítugsaldur skilgreindi ég íslenska karlmenn og raðaði þeim í fimm kategóríur.
Ruddarnir, sem hættu í skóla 12 ára, lásu aldrei neitt annað en bankabókina sína, fóru á lúðu og steinbít, migu og kúkuðu í saltan sjó, snýttu sér á gólfið, hræktu á konur, klóruðu sér í pung og ráku við í fjölmenni. Þeir þóttu vera karlmenni hin mestu þessir ógeðismenn. Ég var aldrei sammála og þeir hrundu úr móð.
Menntamennirnir, sem nú eru flestir komnir í yfirvigt, voru grannir, fölir og pervisnir, reyktu franskar sígarettur, héngu á Tröð, ortu ljóð og voru með axlarsítt hár. Svona tæringartýpur, alltaf með trefil og hóstandi ofan í bringuna á sér. Mér fannst þeir törnoff með örfáum undantekningum. Þeir áttu ekki upp á pallborðið nema hjá kvenkyns tvíburum sínum.
Hipparnir, með hárið niður í mitti, sem bökuðu vöfflur og brauð, eða opnuðu leðurverkstæði, reyktu hass og sögðu vávává í tíma og ótíma, gengu í afganpelsum með 3 m. langa trefla, bjöllur og keðjur, leðurarmbönd og fleira glingur. Þeir voru undantekningarlítið berfættir í skónum, áttu aldrei krónu og fóru sjaldan í bað. Ég baðaði nokkur stykki og fannst þeir sætir, nýbaðaðir og nýpúðraðir.
Mestu plebbarnir, voru MR-náungarnir, litlu karlarnir, svona 17 ára gamalmenni í hvítum nælonskyrtum með lakkrísbindi, "innvíðum" terlínbuxum og menntóúlpu. Þessir hoppuðu yfir unglingsárin og lentu beint á "háttíþrítugsaldrinum". Þeir gerðu álíka mikið fyrir kynhvötina og hlandkoppur á elliheimili.
Svo voru það perlurnar á fjóshaug lífsins sem er ekki hægt að setja í kategóríur. Það voru mínir menn og ykkur kemur ekki afturenda við hverjir þeir voru.
En nú óttast ég að maðurinn í lið eitt sé að hefja sig til vegs og virðingar.
Sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Mæómæ.
Guðjón hættur með ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Pepsi-deildin | Aukaflokkar: Íþróttir, Menning og listir, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Dásamlegar lýsingar! Ég lít um öxl og sé fyrir mér nokkra í hverjum flokki!
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:36
Þú ert óborganleg Jenný, eins gott að blog.is er frítt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 12:39
Sko mína! Það er að rofa til, það rofar alltaf til..Nú erum við farnar að tala saman. Frábær lýsing sem ég tek undir að öllu leiti... Þú ert ótrúleg manneskja sagt og skrifað...
GOLA RE 945, 21.7.2008 kl. 12:41
Þvílík snilldar grein hjá þér. Enginn af þeim sem þú lýsir voru mínir menn, svo ég spyr mig hvort við höfuma hugsanlega svipaðan smekk? Njótti dagsins og lífsins, takk fyrir að gleðja hvern dag með sýn þinni á lífið "Hlandkoppur á elliheimili" þennan ætla ég að nota ef ég má?? knús
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 12:44
Jónína Dúadóttir, 21.7.2008 kl. 12:50
Hvernig ferðu að þessu, ÓMG ég held ég sé búin að pissa í buxurnaræ
Þetta minnir mig á það að ég heyrði einu sinni sagt frá því að þú værir að hugsa um að skrifa bók um hina íslensku Karen Blixen sem gæti verið ein kvenlýsingin á móti menntamanninum og plebbanum.
Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:51
Hmmm hvað hefur þetta með Guðjón Þórðarson að gera og brottrekstur hans??
Þorsteinn Þormóðsson, 21.7.2008 kl. 13:05
"Enginn af þeim sem þú lýsir voru mínir menn" Það er líklegast vegna þess að það var engin "jákvæður" flokkur, eða þeir sem eftir voru voru ekki skilgreindir í flokk.
Jenný, ég skora á þig að flokka kynsysturnar þínar!
Ég nota aðeins einn flokk til þess að flokka fólk: Fólk er fífl og þeir sem eru það ekki :)
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:17
Davíð: Þá eru það tveir flokkar.
Af hverju ætti ég að flokka þær? Það er í þínum verkahring.
Þorsteinn: Segðu.
Edda: Hver sagði þér þetta með bókina og Karen?
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 13:21
Davíð: Gleymdi einu, hefurðu heyrt talað um fíflaskap, gamanmál, skrítlur (guð forði mér frá þeim), kaldhæðni, og önnur mál sem koma inn á gleðigenin? Hélt ekki.
Ásdís: Það er eins gott að við erum ekki á markaði, með sama smekk.
Svanur: Takk, sömuleiðis.
Lára Hanna: Við vorum ekki nágrannar fyrir ekki neitt.
Hallgerður: Enn á golunni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 13:23
Þú er snillingur og skemmtileg
Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2008 kl. 13:38
Knús á þig elskulegust
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:57
Sæl,
"hefurðu heyrt talað um fíflaskap, gamanmál, skrítlur (guð forði mér frá þeim), kaldhæðni, og önnur mál sem koma inn á gleðigenin?"
Eg man ekki eftir skrítlum eða freka óljóst, amk hef ég ekki heyrt góða skrítlu lengi. Ég ákvað þess vegna að leita af skrítlum og því miður fundust bara tvær niðurstöður á is.wikipedia.org. Fyrri niðurstaðan var tilvísun um grein sem var birt um H.C Andersen í Mogganum þann 1966.
Þetta var skemmtileg lesning og í raun var athugasemdin mín frekar kaldhæðnisleg og í raun undirstrikaði það sem þú varst að segja hvað varðar flokkunina. Þatta var í raun yfirflokkur á undirflokkana þína.
Það er víst ekki í tízku fyrir karlmenn að gera grín af konum, sértaklega hér á blogginu. Maður er nánast dreginn niður og á torg og hýddur fyrir slíkar atlögur :)
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:02
Davíð: Það má gera grín að flestu, þar með töldum þjóðsöngnum. Því ekki konum?
Mér líst ágætlega á yfirflokkinn, hehemmm.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 14:14
muuhaaa
Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2008 kl. 14:37
súperflottir flokkar...verd ad vidurkenna ad flokkur eitt var i dotlu uppáhaldi á vissu aldursskeidi fannst flokkur tvø alltaf soldid hómó,kynntist aldrei flokki thrjú...en flokkur fjøgur er eilífur amen...setti aldrei fót í thann flokk fann eina perlu i fjóshaugnum og batt mitt trúss vid hann og held thvi rammføstu
Frábær pistill as usual hjá thér. Eigdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 21.7.2008 kl. 14:40
Mikið langar mig í lýsingu þína á perlum á lífsins fjóshaug, þó mér komi hún ekki hringvöðva við.
Laufey B Waage, 21.7.2008 kl. 14:57
Jenný mín. Þessi lýsing á konu er í hávegum höfð á heimili vinkonu okkar í Reykjavíkurborg, þegar viss kona birtist, þá er alltaf talað um Karen Blixen og það skemmtilega er að hún hefur líka numið land í henni Afríku. En það gerðist ekki fyrr en löngu eftir að þú ætlaðir að skrifa um þína Blixen.
Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 15:43
Edda: Takk, nú skil égur. Ég er með svo langa fattara stundum. Blixen í garðinum. OMG.
Laufey: Þú mátt vera viss um að ég get ekki stillt mig um að blogga um perlurnar.
María: Góð.
Jóna: Ertu að reyna að hræða mig?
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 15:46
Æ, hvað þeir eru sætir, ég skellihlæ yfir því hvað þeir eru mikil krútt! Gaman að það skuli fleiri en ég muna eftir Tröð.
Kolgrima, 21.7.2008 kl. 16:03
Arg! Þú ert klikkuð Shit hvað þetta er fyndið
Heiða B. Heiðars, 21.7.2008 kl. 16:22
ég sverða ég þekki allar týpurnar......ég syrgði það í mörg ár að hafa rétt misst af hippatímabilinu, fannst þeir svo svalir þegar ég var unglingur....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.7.2008 kl. 17:10
takk fyrir þetta Jenný. ég get með engu móti sett mig í neinn fjóra fyrstu flokkanna. því hlýt ég að falla í síðasta flokkinn, perlurnar á fjóshaug lífsins.
ekki amalegt að fá bevís upp á það
Brjánn Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 17:58
Linda litla, 21.7.2008 kl. 18:12
Minn hippi var með hár niður í mitti(skítugt),berfættur(með skítugar tær),en hann átti hann og róró svo hann dugði,já og friðarsinni sem gekk í fötum af hermönnum af vellinum.MR ingurinn var í brúnum flauelsbuxum,gulri peysu með v-hálsmáli og gul-brúnni skyrtu og brúnum lokuðum skóm(með svona peningi á ofan á ristinni), hann átti aur og fór til útlanda í langtíma nám.Er bæði ríkur og frægur á Íslandi í dag.Á perlu í dag ,og hef átt í 18 ár.Já og x er enn með möllet
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:39
Hef ekki fallið fyrir neinum af þessum flokkum. Hitt mína týpu fyrir 27 árum og fæ ennþá hjartslátt og skjálfta í hnén. Held að hann sé einn af þessari týpu, hef engan séð sem jafnast á við hann.
Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 19:32
Snilld!
Bjarndís Helena Mitchell, 21.7.2008 kl. 19:39
Ligga ligga lá, ég fann eina svona perlu, eða hún fann mig, og ég ætla aldrei að sleppa henni. Takk fyrir þessar frábæru lýsingar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 20:22
þú ert snilli .
Gunnar Gunnarsson, 21.7.2008 kl. 20:39
Miðað við að ég finn mig ekki í fyrstu flokkunum, þá hlýt ég (miðað við þessa skiptingu) að vera "perla á fjóshaugnum".
Einar Indriðason, 21.7.2008 kl. 21:37
Stórkostlegar lýsingar og þér einni lagið!!
Huld S. Ringsted, 21.7.2008 kl. 23:24
Ég er ostra sem að hef af únggæðíngzhátt mínum ekki enn tekið út nægilegann þrozka til að 'perlazt'.
Steingrímur Helgason, 22.7.2008 kl. 00:03
Þið eruð pjúra skemmtiatrið gott fólk.
Og hér eru margar perlur á hauginn. Hann fer að skína fyrr en ég hélt.
Steingrímur: Þetta kemur. Þú ferð á hauginn eins og allir hinir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 00:32
Hehe,
þekkti þá alla, frábær útlistun:D
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.