Leita í fréttum mbl.is

Ekki menga út fyrir 200 mílur

Ég er þakklát fólkinu í Saving Iceland fyrir að koma og mótmæla álversframkvæmdum og annarri eyðileggingu á náttúru Íslands.

Ég er þakklát fyrir að það sé fólk utan Íslands sem gerir sér grein fyrir alvöru málsins.

Mér finnst ömurlegt að sjá fólk blogga um "skemmdarverkamenn" og að það eigi að henda þessu liði úr landi. 

Ég hélt í einfeldni minni að allir Íslendingar væru með það á hreinu að það er langt í frá okkar einkamál hvernig farið er með náttúruna.  Mengun af völdum stóriðju er vandamál heimsins og þar af leiðandi kemur fólki í öðrum löndum við hvað við erum að hafast að.

Það er ekki eins og mengunin sé með það á hreinu að hún megi ekki fokka upp andrúmsloftinu lengra en nemur 200 mílum!  Meiri fíflagangurinn.

Ég legg til að við fylgjumst grannt með hvernig löggan tekur á þessu fólki sem ekki er að stöðva almenningssamgöngur (eins og trukkararnir) heldur beina mótmælum sínum í þessu tilfelli að framkvæmdunum í Helguvík.

Áfram Saving Iceland.

Takk enn og aftur fyrir mig.


mbl.is Mótmæli í Helguvík friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau minna mig á manninn sem skammaðist út í ruslið hjá nágranna sínum en var með fullan bakgarðinn af drasli sjálfur.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:05

2 identicon

Björn, hvernig veist þú hvað þetta fólk hefur gert og hverju það hefur barist fyrir á sínum heimaslóðum? Og viltu meina að þau séu ábyrg fyrir því hvernig farið hefur verið með náttúruna þar? Mér sýnist þau einmitt sjá hlutina í hinu stóra samhengi, annað en margur þröngsýnn stóriðjusinninn. Þetta dugmikla unga fólk á hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna starf.

vera (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:23

3 identicon

Hmm. Ég var að senda athugasemd hjá Evu Hauksdóttur en hún birtist ekki og því skrifa ég hér. Mér finnst gott að mótmælendurnir séu komnir af stað enda er komið gott veður. Starfsmennirnir sem áttu að fara vinna í morgun örugglega guðslifandi fegnir að fá frí. Mér finnst samt sprenghlægilegt að mótmælin sem áttu að standa endalaust? hætta kl. 15.00 og þess vegna dettur mér í hug að lögreglan sé búin að taka upp nýja taktík þ.e. leyfa þeim að vera þarna þangað til þeim verður mál.

Hlandsprengurinn lifi

sif (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Heyr heyr Jenný...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.7.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta, ég er þakklát þessu fólki fyrir að gefa sér tíma og orku til að finna til með íslenskri náttúru.  Og það er svo sannarlega í okkar þágu, og hana nú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2008 kl. 15:42

6 identicon

Mér finnst dapurlegt hvað margir tala niður til fólksins í Saving Iceland hópnum. Þetta fólk hefur einfaldlega valið að beita aðferð sem það hefur sjálft trú á að virki til að berjast gegn einhverju sem það telur skipta máli fyrir framtíðarlífsgæði okkar sem byggjum þessa kúlu.

Við eigum einfaldlega að virða rétt þeirra til þess - punktur! Það eru þau sjálf sem taka afleiðingunum ef þau gera eitthvað sem stríðir gegn lögum. Ef einhver Jón eða Páll kemst ekki í vinnuna sína hefur hann vissulega rétt á að vera fúll  yfir því ef hann missir úr vinnu og verður af kaupi en hinir Jónarnir og Pálarnir sem eru áhorfendur og verða ekki fyrir neinum skaða af þessum aðgerðum finnst mér að ættu að endurskoða afstöðu sína frekar en að hella sér yfir þetta fólk með fúkyrðum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 15:45

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Væri kannski ráð að þau byrjuðu á að taka til í búinunum sínum og hættu autanvega akstri svona áður en þau mótmæla sóðaskap í öðrum.

Einar Þór Strand, 19.7.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég er alltaf hálf hræddur við fólk sem tjáir sig um skoðun sína án þess að hafa skoðað málið niður í kjölinn og trúir síðan á orð sín sem staðreynd.

Jarðarbúar standa frammi fyrir að virkja allt sem gefur orku mjög fljótlega og framleiða hráefni fyrir framleiðslu okkar sem eru minnst orkueyðandi.

Við þurfum að finna leið til að framkvæma þetta án þess að skemma alla okkar náttúru. Ég hef ekki enn séð svokallaða mótmælendur koma með lausnir í þá átt heldur þvert á móti hafa mótmælendur aukið á mengun með áróðri sínum eins og dæmin sanna.

Ég hinsvegar eins og allir sannir umhverfissinnar erum að leita að lausn og hún kemur.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.7.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband