Föstudagur, 18. júlí 2008
Marínering dauðans
Það er ekki launungarmál að mér finnst gaman að versla. Fæ nærri því óeðlilega út úr því fyrirkomulagi. Já, ég leita mér hjálpa - seinna.
Og ég hélt í verslunarferð áðan með mínum heittelskaða sem sér um að skipta sér af ef honum finnst ég vera komin í annarlegt ástand. Ekki að það breyti neinu, ég sendi honum fokkmerki í huganum ef hann er eitthvað að tauta og veð einbeitt áfram með vagninn. Úje!
Ég veit ekki með ykkur en á sumrin er álíka erfitt og að ná í rjúpu fyrir jólin að ná sér í almennilegt kjöt sem ekki er búið að marínera í hallærislegum almúga grillvökva. Hunangs, barbíkjú, þurrkryddað og hvað þetta heitir allt saman, en liturinn á því er eins, sama hvað.
Ég æddi að kjötborðinu. Þar glitti ekki í eitt einasta heiðarlegt kótelettukvikindi sem ekki var búið að meðferða í helvítis maríneringu dauðans. Ég ætlaði að kaupa lærisneiðar í minn rétt og það lá við að það væri stofnaður leitarflokkur þarna í kjötborðinu til að finna naktar sneiðarnar undir öllu grillkjötsfjallinu. Starfsmaður í kjötborði dýfði sér hugrakkur undir fjallið og sjá; eftir mikinn barning bjargaði hann 4 eðlilegum lærisneiðum frá ógeðisfyrirkomulaginu.
Svo vantaði mig kúmen, mirjam og estragon. Halló Pottagaldrar lokið kofanum ef þið hafið ekki efni á glerbaukunum sem þið montuðuð ykkur með í upphafi. Þessar plastlufsur sem eru komnar í staðinn eru billegar í útliti og ég þori að hengja mig upp á að krydd geymist ekki vel í plasti. Eru allir á leið í meðalmennskuna bara? Pottagaldrar líka? Eins og þeir voru lengi promisssing. Jasvei.
Ef einhver kjötkaupmaður dettur hér inn plís muna að við erum ekki öll með sama meðaltalssmekkinn. Ef ég á annað borð grilla og marinera þá er það ég sem útbý það. Þetta nær ekki nokkurri átt að vera seldur undir grillsumarið mikla, sem btw verður stærra og stærra með hverju sumrinu sem líður og kjötfjallið ógurlega stækkar í fullu samræmi við það.
Oh það er svo erfitt að vera svona sérstakur eins og ég, but what can a woman do?
Þetta er friggings neytendahorn Jennýjar Önnu
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert sko ekki ein um að hata þessa marineringu á öllum fjandans kjötafurðum. Þetta er alveg út úr kú. En ég er nú svo heppinn að geta tekið með mér blessuð lömbin úr sveitinni nánast á fæti, hingað í ómenninguna.
Annars er hægt að fá svona ekta kjet í Einarsbúð.
Þröstur Unnar, 18.7.2008 kl. 17:53
Guð hvað ég er innilega sammála þér!... Ég þoooooooli ekki þetta maríneríngardrasl allt saman.
Og pottagaldrar eru bara drasl! ógeðslega fúl útí þetta plastdrasl... En það er aðallega af því að það lúkkar ekki eins vel í kryddhyllunni minni
Ég er svo skelfilega plebbísk á sumum sviðum... ok á nokkuð mörgum sviðum
Signý, 18.7.2008 kl. 17:54
Hef alltaf á tilfinnungunni að það sé verið að fela eitthvað í öllu þessu jukki.Geri mína marineringu sjálf.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 18:19
Ef ég á annað borð grilla og marinera þá er það ég sem útbý það. Reit konan. Minnir mig á sögu úr eyjum á tímum vandskortsins þegar þurfti að spara allt vatn. Ungur maður ofan af landi trúlofaðist ungri eyja-snótt og kom í fyrsta sinn á heimili hennar og foreldra hennar í mat. Allt gekk vel uns máltíðinni lauk; Þá bað tilvonandi tengdasonurinn um að fá að bregða sér á salernið Stúlkan vísaði honum þangað þar sem hann svo gerði það sem gera þurfti. Eftir smá stund sturtaði hann niður og gekk út úr salerninu. Honum brá heldur betur í brún því öll fjölskyldan stóð fyrir utan og starði á hann. Húsbóndinn hóf upp raustina og mælti. Í þessu húsi er sturtað niður úr klósettinu einu sinni á dag og .....ÞAÐ GERI ÉG.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 18:25
þótt það sé ágætt að eiga þess kost að fá kjötið tilbúið á grillið, þ.e. marinerað, þá má nú fyrr rota en dauðrota.
þjóðfélagið er gegnsýrt af andskotans meðalmennskufasismanum
Brjánn Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 18:55
Kaupi aldrei svona for marineraðar lufsur, allt eins og ekkert gott fyrir mallakút. Hafðu það gott vóman
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:59
Skil þig, vil sjálf krydda mitt eigið kjöt. með því kryddi sem ég vil nota. Samt keypti ég marinerað hrefnukjöt um daginn og það var óguðlega gott, safaríkt og mjúkt. En sem betur fer er auðvelt að ná sér í kinda, svína og nautakjöt hér beint af kúnni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:59
Þyrfti að taka bæði þig og Þröst garminn í íslenskutíma, en nenni því auðvitað ekki, föstudagskvöldið komið og kátínan við völd.
fólk á bara að borða fisk á sumrin, einföld lausn fyrir grillhatara, málið dautt!
En ef endilega þarf að liggja og tyggja kjét líka yfir sumarið og bara eftir eigin geðþótta, ekki kaupmannsins, þá er góð frystikista eða íshólf málið, kaupa bara góðan slatta í mars t.d. eða apríl og frysta til sumarátsins!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2008 kl. 18:59
MG: Nei takk, ég er fullkomin.
Brjánn: Segðu.
Ásdís: Takk sömuleiðis.
Ásthildur: Ég myndi deyja úr hungri áður en ég bragðaði Hrefnu eða annað hvalkjöt. Ég æli.
Svanur: Ég dey.
Takk öll fyrir innlegg.
Signý: Við erum samplebbískar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 19:04
Aldrei má maður andskotann ekki neitt. Hvað gerðum við vitlaust Magnússi minn.
Þröstur Unnar, 18.7.2008 kl. 19:05
Read my lips woman...Einarsbúð.
Þröstur Unnar, 18.7.2008 kl. 19:06
krydda sjálf takk fyrir og á ekki einu sinni gasgrill og langar ekki í slíkt, nota gamla góða kolagrillið.....
ég varð líka spæld þegar pottagaldrar skiptu yfir í plastið....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.7.2008 kl. 20:10
Maldon salt, pepper-blend-oliviuolia-sítrónupipar-mapel síróp, hræra saman og leggja kjötið oní... ekki flókið fyrirbæri og hrikalega gott.. nammi ég er farin að elda.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:37
Heheheh var að tala við dóttur mína í símann í gær og allt í einu fer hún að blaðra í annan síma, viti menn þar var ,,hitt barnið" sem var sendur út í búð til að kaupa tvöfaldar kótelettur á grillið enda von á gestum. Ég heyrði bara eitthvað frussss: Hvað er að þér maður þú veist að allt sem er marenerað, kryddað og blalblalbal er óætt, reyndu að finna almennilegt kjöt sem ég get kryddað sjálf.
Hehehhehe..... svo þú ert ekki ein í þessu baksi með að finna almennilegt kjöt.
En að heyra svona fruss í símann yfir hafið og það á milli hjóna er stundum pínu þú veist.... mér kemur þetta ekki við hehehhehhe
Ía Jóhannsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:05
Einarsbúð á Akranesi er með almennilegt "kjét" og líka marinerað fyrir skussana!
Edda Agnarsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:31
Mikið er ég sammála þér Jenný! Ég vil ekki sjá köt sem búið er að marenera eða bara kjöt/fisk sem búið er að puðra einhverju yfir sem ég veit ekkert hvað er, og afgreiðslufólkið getur heldur ekki frætt mig um hvað er. - Þá er eitthvað dularfullt við hráefnið ef afgreiðslufólkið veit ekki hvað það er að selja.
Þetta er eins og með tilbúnu fiskréttina, sem fást í fiskborðum Stórmarkaða það getur enginn sagt manni hvað í þeim er, nema nafnið á fiskinum sem "á" að vera í réttinum, því þetta er allt búið til út í Póllandi, og svo flutt inn í gámum. - Þið getið ímyndað ykkur hvað þarf mikið af rotvarnarefni og svoleiðis ógeði, til þess að hráefnið þoli svona meðhöndlun.
Nei takk eingöngu hreint hráefni fyrir mig takk, því ég krydda sjálf.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:03
Það ætti að vera ólöglegt að selja fyrirframmarinerað kjöt! Yfirleitt brimsalt og ógeðslegt! Jakk!!! Ég segi eins og Lilja Guðrún; ég krydda sjálf, þeink jú verrí næs mæ dírs.
Hugarfluga, 18.7.2008 kl. 22:37
Venjulega ofsaltað - allt sem er marienað. Vil helst marinera sjálf, þá veit maður allavega hvað er sett í það.
Marta B Helgadóttir, 18.7.2008 kl. 23:08
Eins og Mikki nokkur sagði; "hvaða eiturbras er þetta"....það voru reyndar viðbrenndar smákökur sem hann var að smakka á...en það kemur upp í huga minn þegar ég smakka á svona tilbúnu...jakk...því að þetta sull er svo sannarlega eiturbras sem gefur manni magapínu dauðans.....
" sendi honum fokkmerki í huganum" ...hnegg, hnegg, hvað ég kannaðist við þetta..hahahahha....
alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:18
Hjartanlega sammála þér, allt eins þetta kjöt. Oft á tíðum lélegt kjöt dulbúið í vondu kryddi.....
Sædís Ósk Harðardóttir, 18.7.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.