Leita í fréttum mbl.is

Úti eða inni - dauðir eða lifandi

Mig minnir að það hafi verið í janúar sem Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingu, kom í fréttir og tilkynnti um smáhýsin fyrir útigangsmenn og að það væri verið að finna þeim stað.

Svo varð valdaránið margfræga í borginni og íhaldið fer nú með formennsku í velferðarráði.

Þar hefur hvert klúðrið rekið annað og ekkert bólar á smáhýsunum fyrir þá verst settu á meðal okkar.

Mér finnst nógu slæmt að vita til þess að á Íslandi með 300.000 þús íbúa, sé fólk sem hvergi á heima en fær að hýrast í gistiskýlum fyrir náð og miskunn yfir blánóttina, þ.e. ef það er þá ekki orðið fullt þegar fólk ber að.

En við dásamlega fólkið, Íslendingarnir, ofurfólkið og undrabörnin, í viðskiptum, ríkust, best, fallegust, klárust af öllum getum ekki boðið upp á varanlega lausn fyrir þá sem ekki geta það sjálfir.

Það er svo andskoti leim. 

Getur kannski verið að áhuginn á þessum sérstaka hóp sé lítill sem enginn og það sé ekki að halda vöku fyrir þeim sem valdið hafa hvort þeir séu úti eða inni, dauðir eða lifandi?

En skv. þessari frétt er komin lausn í málið, tvö hús munu verða tilbúin í septemberlok, og tvö til viðbótar fyrir jól.  Var einhver að tala um hraða snigilsins?

Nú þegar hafa húsin verið tilbúin í að minnsta kosti ár.

I rest my case.

 


mbl.is Smáhýsi götufólksins bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Fáranlegt þessi langi tími og sorgleg sú staðreynd hversu margir búa á götunni.  Líka ungt fólk.  Þetta þarf nefnilega ekkert að vera svona.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Unnar Geirdal

Það liggur við að það sé hægt að kenna fjölmiðlum um þetta, við virðumst ekki hreyfa á okkur bossakinnarnar nema um það sé ítarlega deilt fyrst í fjölmiðlum.

 En svo á móti að um leið og málið nær að hneyksla nóg í miðlum þá verður umræðan allsvaðaleg og endar með að allir virðast sættast á að núverandi ástand sé eina rétta.

Virkar samfélagið?

Unnar Geirdal, 14.7.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er ömurlegt. Það væri sko örugglega búið að taka Farsóttarhúsið undir eitthvað annað ef konan sem gaf borginni það hefði ekki gert það með þeirri kvöð að húsið yrði notað fyrir heimilislaust fólk. Það væri örugglega ekki splæst í heimilislausa þetta fína hús á besta stað í bænum. Gott hjá konunni og það mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar.

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 15:13

4 identicon

Björk og félagar hjá borginni neituðu Eyjaslóðinni um styrk. .Jórunn er dofinn og Björk eins og hún er.Aðrir gera ekki neitt heldur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:23

5 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna, og aðrir skrifarar !

Jenný Anna ! Núh;; þér að segja,................ er þetta ein birtinga mynda skaðræðisskelfingar Sjálfstæðisflokksins, enda, ......... meðlimir hans, að uppistöðu, sjálfhælin og sérdræg fúlmenni, hver ekkert vilja hirða um þá, sem lakar standa, hér á Fróni.

Kann ekki góðri lukku að stýra; þá frændur Mugabe´s gamla, þeir Davíð Oddsson - Geir H. Haarde og Björn Bjarnason, fá öllu lengur leikið lausum hala, hér heimafyrir.

Nýjasta útspil þeirra, með hjálp helvítis kratanna, er að gera landsmenn flesta, að beiningafólki og vesalingum, með þjófa verðtryggingunni og okurvöxtunum.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Samt þeir eru eins og móttmælendur alla daga.  Á götunni sýnilegri en nokkru sinni fyrr.  Kannski ríkisstjórnin okkar sé hætt að fara í bæinn eða of upptekin við að endurbyggja gömul hús.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er ekki langt síðan þú bloggaðir aftur og spurðir um stöðun, og hvað liði með þessi einmenningshús,  ég man svo vel eftir því,  það hefur kannski haft þau áhrif að þetta er þó komið af stað aftur. - Þökk sé þér Jenný. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.7.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.