Sunnudagur, 13. júlí 2008
Plebbalisti Jennýjar Önnu - varúð - ekki fyrir viðkvæma!
Ég hef haft nógan tíma í dag til að hugsa. Já, ég verð stundum lostin sterkri löngun til að nota heilabúið, þess á milli liggur það í algjörum dvala.
Og ég var að pæla í plebbisma. Hvað mér finnst plebbalegt og að öðrum finnist ekki það sama og mér um málið. Sumum finnst kannski eitthvað sem mér finnst hipp og kúl, algjörlega glatað.
Og hvað er plebbi, art.plebius(), plebbaskapur?
Ég get nefnt dæmi um rakinn plebbisma.
Ef þú færð raðfullnægingar yfir lágu verði á grænum baunum og keyrir bæinn á enda til að nálgast baunadósina ertu sennilega plebbi.
Ef þú hrósar kjólnum vinkonunnar og hún segir; "takk bara 2000 kall í Hagkaup" eða þú dáist að garðsláttuvél nágrannans og hann svarar sömuleiðis; "takk bara 3000 karl í Ellingsen" þá ertu að tala við verðlagsplebba sem geta aldrei látið hjá líða að romsa upp úr sér góðum dílum. Þeir setja merkimiða á lífið og þeir leita jafnvel tilboða í útfarir þegar þeir missa náinn ástvin og deila útkomunni glaðir með erfisdrykkjusyrgendunum.
Og ef þú ferð á Þorrablót, þá ertu kannski í plebbahættu, þ.e. ef þú úðar í þig hákarli og sviðnum augum og heldur því fram að hvorutveggja kitli bragðlaukana og þig langi sífellt í meira.
Ef þú ert fyrstur í röðinni á öll svona endurkomusjó. Ef þinn æðsti draumur er að Herman Hermit´s komi saman aftur og ef þú neitar að trúa að Presley sé dáinn eða þá Jim Morrison, þá erum við sennilega að tala um tónlistarplebba.
Ef þú ert karlmaður með líkhvíta loðna leggi í svörtum dralonsokkum, og þér finnst ekkert að því að ganga um á nærbuxunum og sokkunum fyrir framan elskuna þína, þá ertu vonlaus og veikur plebbi á lokastigi sjúkdómsins.
og að lokum, amk. að þessu sinni, ef þú grætur af söknuði eftir eitístískunni, bæði herðapúðum og hárgreiðslu, þá ertu sennilega staðnaður plebbi og mættir alveg fara að henda úr fataskápnum og sonna.
Meira seinna.
Bara góð sko.
Lögst í rannsóknir á snobbhæsnum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hélt að plebbismi væri fyrst og fremst eitthvað í átt við merkjaföt og að þekkja rétta fólkið.
Eða eru þetta ekki plebbar..
Jakob frímann
Einar Bárðarson
Geir Ólafsson
Sigurður Kári kristjánsson
Guðlaugur Þ Þórðarson.
Brynjar Jóhannsson, 13.7.2008 kl. 21:24
Brylli minn, þú ert úti að keyra með plebbismann.
Allir þessir menn gætu verið plebbar, plebism is in the eye of the beholder
En mitt mat er að þú ert nokkuð nálægt þessu með þessa karla, en það hefur ekkert með fataskápinn þeirra að gera.
Úje.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 21:27
LOL
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:38
Dónaskapur!! What???
Sko... hámark plebbismans fyrir mér þessa dagana er liðið sem lullar áfram um vegi landsins á húsbílum!!! Ojjjjjjj
Eru virkilega til konur sem raka ekki á sér leggina?
Heiða B. Heiðars, 13.7.2008 kl. 21:41
HAHAHA.....loðnir í dralon...þú drepur mig.....annars tek ég undir með Heiðu plebbarnir eru í húsbílum landsins þar sem annar hver bílstjóri er í köflóttri skyrtu sem í óformlegri rannsókn minni virðist vera einkennisklæðnaður þeirra...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:28
Arg! Já Hrafnhildur!! Og með "comb-over" eða yfirvaraskegg....eða jafnvel bæði!!
Heiða B. Heiðars, 13.7.2008 kl. 22:32
Heiða og Krumma: GARG.
Hallgerður: Hvaða dónaskap ertu að tala um? Og ég minnist ekki orði á órakaða kvenmannsleggi. Ekki orði. Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 23:08
líkhvítir loðnir leggir i dralon sokkum... á alveg að ganga frá manni hérna kona...
múhahahahahhahahahahahahahahha
þú ERT ALGJÖLEGA SVAKALEGA FYNDIN.. og átt þvílíkan orðaforða... sem vantar í málfar okkar í dag... djö það sem ég hló... woman
Valdí (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:50
Þorramatur, nammi,namm...
en takk fyrir að koma plebbanum mér í gott skap
Margrét Hrönn Þrastardóttir, 13.7.2008 kl. 23:58
Ég var þegar viðbúinn að móðgast yfir því að vera ekki á listanum fyrir 'plebbizmann', eða ná ekki að samsvarast einhverstaðar, en þú bjargaðir þér með þorrablótsblætið þitt, við erum dúz.
Steingrímur Helgason, 14.7.2008 kl. 00:09
Mér fannst nú Brylli vera næstum því meððetta! þangað til ég kom að Þorrblótskaflanum þá fannst mér e-ð vanta á listann (sbr. komment Zteingríms nokkurs)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 00:44
Bestu kveðjur til þín elsku Jenný mín og bið ég góða nóttina og megi allir góðir Guðsenglar yfir þér vaka og vernda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:19
Úff...ég hef verið sýktur á öllum nefndum stigum plús að hafa verið með yfirvaraskegg. Ég er samt að verða hitalaus aftur og gæti kallast recovering plebbi. Það er nokkuð ljóst að þessi krankleiki getur endað með geðveiki eða dauða.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 01:31
versti altæki plebbasjúkdómurinn er hjarðhegðun, eða hjarðmennska, sem er landlæg hér. Fólk sem stendur í röð á útsölum eða mætir nakið í búð til að fá frían síma t.d. Ömurlegast finnst mér samt Jesúliðið, sem lætur eins og fábjánar á samkomum, babblar og lætur hrinda sér í gólfið og tekur þarn "orminn" eins og breikararnir. Þar erum við að tala um geðveikis og dauðastigið.
Ég er einnig sammála með húsbílana. Ég fæ svakalegan kjánahroll að sjá fólk keyra um í þessu algerlega ómeðvitað um plebbasýkinguna og euphorískt á svip.
Geir Haarde er líka skelfilega plebbalegur og er alger trendsetter fyrir flokkinn sinn. Plebeísmi er því líka smitsjúkdómur. Ég kem ekki nálægt Geir nema með rykgrímu.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 01:38
Þá er ég sem sagt ekki plebbi... það er ágætis nesti inn í daginn
Eigðu ljúfan dag mín kæra
Jónína Dúadóttir, 14.7.2008 kl. 06:41
Sjúkkett......ég er ekki plebbi.....samkvæmt ofangreindu
Wów....lucky me....
Bergljót Hreinsdóttir, 14.7.2008 kl. 08:02
ekki ég heldur....ÍHAH!!! gott vegnanesti fyrir útileguna,nú fer ég af stad med bros á vør...en samt ekki í húsbíl
María Guðmundsdóttir, 14.7.2008 kl. 08:41
Stefni einbeitt að því að verða húsbílaplebbi í framtíðinni, vona að vegirnir batni svolítið áður en markinu er náð.
Dagný (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 08:54
að líma Bylgju-límmiða í afturrúðuna. elta síðan Bylgju-lestina um landið þvert og endilangt, í þeirri von að komast í einhvern pott, eða vera dreginn úr einhverjum potti til að fá 5000 Kr. inneignarnótu í Bónus!
það er plebbismi.
Brjánn Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 09:55
Það er svolítið plebbalegt að drekka latte úr glasi (þá er ég ekki að tala um teikavei). Fyndin færsla, takkkkk!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.7.2008 kl. 10:08
Hahahaha þetta er brilliant
Djöfull er ég sammála með Crocs, flíspeysurnar og Bylgjuna!!
Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 10:15
Ég heiti Hr. Matthildur og ég er plebbi. Plebbaskapur minn birtist til dæmis þegar ég blogga, það er mjög plebbalegt að blogga, sérstaklega þegar ég blogga um mál sem eru mikið í fréttum.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.7.2008 kl. 10:40
.Húsbílaeigendur eru plebbar.Köflóttarskyrtur,gallabuxur girtar upp að brjóstum,utanyfir,reyrt fast með belti.Gráir strigaskór-líki með frönskum rennilás,Konan í 80´krumpugalla með perm og hálf-hælaskóm.Sigurvegarar plebbamennskunnarOg markmiðið að vera king of the road og allir á 40.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:54
Birna Dís: Góð.
Matthildur: Hver hefur sinn djöfsa að draga.
Hvaða lúseraskór eru Crocs.
Gurrí: Hahahaha
Brjánn: Brilljant plebbismi þarna.
Dagný: Góða ferð.
Dúa: Bíð spennt eftir heimkomu þinni aulinn þinn.
Jón Steinar: Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 11:05
crocs flís og bylgjulest....hahaha hámark plebbismans...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:10
Þórdís Guðmundsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:46
ooo, mig laangar svo í húsbíl..og svo er ég ekki í Crocks...verra, ég er í eftirlíkingu af Crocks...úr Rúmfatalagernum og flíspeysan er þaðan líka... - allt of stór á mig , svört, karlmannaflíspeysa...
Bestu kveðjur A.K.Æ yfirplebbi...og er stolt af því hahahahaha...
alva (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:13
plebbalegt að mínu mati er:
Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 13:21
Gerir einver slíkt,???þ.e að versla í Bónus og setja í Hagkaupspoka ,ertu ekki að grínast?. En þetta með þorrablótið bjargaði mínum plebbaskap:)
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:06
jájá ég hef séð það. En auðvitað gæti verið að hann hafi verið að spara sér pokakaupin, en málið er að gaurinn var svo skömmustulegur að ég gat ekki annað en dæmt gjörðir hans á þessa leið.
Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 16:18
ég er greinilega ekki plebbi en ég er hrikalega mikið snobb!
halkatla, 14.7.2008 kl. 19:14
Ég held að það sé nú kannski full gróft í árina tekið að kalla þennan eða hinn plebba enda hljóta landflestir að teljast plebbar enda er orðið komið úr latínu og þýðir almenningur.
Aron Ingi Ólason, 14.7.2008 kl. 20:01
Var parið í "matching" jogging göllum eða ,,matching" norsku peysunum komið á plebbalistann ? ... afsakið ,,frönskuna" mína ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.7.2008 kl. 22:08
Jón Gnarr gaf út Plebbabókina fyrir nokkrum árum.
Nokkrir molar úr henni, byrja allir á "þú ert plebbi"
ef þú ferð með börnin þín á bílakynningar í bifreiðaumboðum.
ef þér finnst Svíþjóð áhugavert og skemmtilegt land.
ef þú drekkur Coke en ekki pepsi eða öfugt.
ef þú blikkar ljóslausa bíla um hábjartan dag.
ef þú leiðréttir afgreiðslufólk í stórmörkuðum sem bjóða góðan dag eftir klukkan 6.
ef þér finnst Bubbi Morthens hafa svikið þig
Barði Barðason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:09
Að horfa á innlit útlit og henda öllu út og fá sér nýtt af því að allir sem koma í innlit útlit þættina eru með sama stílistann.
Að fara í þáttinn allt í drasli og vona að þú fáir stílistana í innlit útlit til að gera heimilið þitt eins og hjá öllum hinum plebbunum, og þá ertu líka búin að hlusta á Möggu og hennar fylgisveina,konur bölva skítnum og ógeðinu heima hjá þér og allir hinir eru búnir að horfa á viðbjóðinn í tannburstaglasinu þínu.
Að sakna þáttana Landsins snjallasti og Santa Barbara.
Að smakka á öllum kynningarvörunum í Hagkaup,líka þeim sem bragðast ekki vel og kaupa svo helling af draslinu.
og margt margt fleira..................
Frábær pistill hjá þér Jenný mín. Meira af þessu takk, það er svo gott að hlægja
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 15.7.2008 kl. 00:04
Allt í drasli var nú fyrst og fremst vafasamt eins og það var gert hérna á Íslandi - það sem ég sá af þessu var fólk í aðstæðum sem.... já átti ekki að nota til að gera sjónvarpsefni.
Barði Barðason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:14
Takk fyrir frábær innlegg öll.
Barði: Þú hefur sem sagt áttað þig á að mér er full alvara með þessari færslu?
Aöl. er ég sammála þér í seinni kommentinu. Allt í drasli var afskaplega vondur þáttur og til skammar fyrir Skjá I
Ég er annars í kasti yfir plebbadæmunum ykkar. Þið eruð Brilljant.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 00:42
Jenný já fyrirgefðu að ég fór aðeins útí leiðinlega kommenterann, þetta er bara eitthvað sem ég tók eftir á sínum tíma og hef ekki fengið útrás fyrir hingað til :)
Snilldarþráður
Barði Barðason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:05
Þegar ég sá myndina af Duran Duran þá ældi ég yfir vaskinn hjá mér. Og þreif ekki eftir mig (smá pönk stemmning). Þess í stað fékk ég flogakast og skreið upp í rúm aðframkominn.
Jens Guð, 15.7.2008 kl. 01:50
Barði: Takk.
Jens: Þú drepur mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 08:03
Ađ velta ser upp ur svona hlutum er vođalega eitthvaš vinstri graent
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2008 kl. 20:52
Ég er auðsjáanlega vonabý plebbi Mig nefnilega langar í húsbíl og keyra um náttúruna áhugalaus um svefnstað eða að þurfa að tjalda í rigningu.
Annars virðist ég bara hafa sloppið nokkuð vel frá þessum stimpli
Sporðdrekinn, 16.7.2008 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.