Leita í fréttum mbl.is

Góðir, vondir strákar

 hjúkka

Það er alltaf verið að rannsaka "bad boy heilkennið" og hversu mikið aðdráttarafl vondu strákarnir hafa á konur.

Hérna er verið að rugla saman tveimur óskyldum fyrirbærum. Það ættu rannsakendur að vita og taka mark á þegar þeim eru réttar upplýsingarnar frá fyrstu hendi.

"Vondir strákar" sem margar okkar höfum verið skotnar í, í gegnum árin og á öllum aldri eru að mínu mati blásaklausir töffarar sem ganga ekki með grunngerðina utan á sér, að minnsta kosti sumir hverjir.

Það eru ekki slæmir náungar.  Hver fellur ekki fyrir klárum manni, sem svarar vel fyrir sig, þrátt fyrir að hann virki svolítið hrjúfur og kunni ekki á rauða dregla lífsins? 

Ég hef löngum verið svag fyrir svoleiðis mönnum.  Ekki lengur enda 10 ár síðan ég gifti mig síðast og er bara  sátt við minn hlut svona hjónabandswise. 

 Ég hef aldrei séð neitt sjarmerandi við menn sem eru eins og kínverskir húsþjónar með framhaldsmenntun í hjúkrunafræðum og vaða um allt þurrkandi af og síspyrjandi hvort manni vanti eitthvað, eru sífellt sammála ruglinu sem vellur upp úr manni (mér) og kóa með manni í vitleysunni þar til kona læðist að viðkomandi í skjóli nætur, myrðir hann og nýtur þessDevil.

Svíar kalla þessa tegund "Velúrpabba" eða "Töffluhetjur" þetta eru mennirnir sem sitja fyrir þér með teketil og heimabakað þegar þú vilt helst fara á djammið.  Þeir eru með plástur í töskunni, ef þú skyldir hrasa.  Þeir kunna fyrstu hjálp og beita henni á þig þegar þú hóstar kurteisislega.  Þeir eru með verkfæratösku í bílnum, þannig að ef hái hællinn gefur sig t.d. þá er skóvinnustofa í skottinu hjá mannhelvítinu og málið dautt.  Þú getur ekki upphugsað neina þá ósk sem maðurinn er ekki fær um að láta rætast á andskotans nóinu.

Ég vil ekki sjá svona hjúkrunarmenn nema á spítölum og öðrum umönnunarstofnum og verkstæðum.

Og svo eru það "slæmu strákarnir" sem eru helvítis merðir og kvikindi.  Það er allt annað mál, ég myndi ekki einu sinni taka í spaðann á svoleiðis aula.

Robbie Williams er t.d. enginn "bad boy" eins og ég sé þá.  Hann er hrokafullur sjálfsdýrkandi og hann er útblásinn á eigin egói.  Ég held ekki að nokkrum kjafti þyki það sjarmerandi, nema kannski mömmu hans, sem ég er þó alls ekkert viss um.

Það er fullt af svona mönnum, ef eitthvað þá eru þeir verri en karlkyns útgáfan af Florence Nightingale.

Og hana nú og habbðu það sagði kerlingin.

Ég var rétt að byrja að hita mig upp og þá nennti ég ekki lengur út í karlafræðin sem ég hef stúderað frá unga aldri vegna óslökkvandi áhuga á tegundinni.

Ég kem bara með framhald.

Nú er ég að hugsa um að legga mig.

Adjö og Úje.

Engan friggings æsing í kommentakerfinu.  Þá sendi ég á ykkur vondan mann.


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Vá hvað velúrpabbar og töffluhetjur hljóma lítið spennandi.

Laufey B Waage, 13.7.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

enginn getur analíserað eins og þú mín kæra

Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega varð þessi kínverski húsþjónn ósjarmerandi við lesturinn...gubb...

Frábær færsla hehe

Ragnheiður , 13.7.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð færsla og þú kemst sko beint að kjarnanum. Þarf ekkert að ræða þetta meira svona er þetta bara og Robbí ræfillinn 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábærar lýsingar!!! Segi eins og Ásdís, þú kemst beint að kjarnanum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 16:30

6 identicon

Það er nú alveg morgunljóst að með tilkomu feministana að þá eiga velúrpöbbum eftir að fjölga all rosalega.  Ekki skrítið að orðið "velúrpabbi" sé notað í Svíþjóð, þessu landi feministanna.  Þekki af eigin reynslu að meira en nóg er af velúrpöbbum í Svíþjóð.  Óttalegir eitthvað.....ja ég veit ekki hvað eiginlega.  Voðalega illa karlmannaðir.  Margir af þeim eru svona einhvernvegin öryggismenn sem aka um á öryggisbílnum Volvo.  Taka aldrei áhættu.  Allt er skipulagt.  Fyrirfram ákveðið og fyriséð.  Ekkert í lífi þeirra er random.  Óvissuferð með vinnunni eða vinum, guð hjálpi þeim, nei takk.  Það er of mikil áhætta.  Sjálfsbjargarviðleitni með raunverulegri þekkingu er voðalega takmörkuð hjá þeim.  Geta ekki klórað sig fram úr viðgerðum ýmiskonar.  Þeir fletta bara í catalognum og leita að the warning tips.  Þeir gætu nefninlega fengið straum.

Logi (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flottur pistinn Jenný og flott velúrpabbalýsing hjá Loga

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 17:24

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Bö!!!  Þessir verlúrpabbar hljóma ekki vel í mínum eyrum.  Bara ekkert spennandi við þá.

Elísabet Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 17:26

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að margar konur falli frekar fyrir sjarmerandi köllum sem lemja þær heldur en þessum sem baka kökur og vilja passa börn.  Afhverju?  Jú, það er vegna þess að það er þeirra hlutverk að standa bakvið eldavélina og baka kökur.  Kvennfólk á að baka kökur og passa börn.  Kallar eiga að veiða og skaffa mat handa kerlu sinni og börnum.

Karlar sem ljúga, stela og lemja eru betri skaffarar en þessir velúrpabbar.  Ágætt dæmi um svona "bad boy" er Jón Ásgeir.  Hann valtar yfir gesti og gangandi ef þeir eru fyrir.  Hann stelur af gömlum konum síðustu aurunum og lýgur því síðan hann sé að gera þeim greiða með Bónus, Hagkaup, 10-11 o.s.fr.

Vinkona mömmu eltir t.d. bara karla sem lemja hana.  Auðvitað vill hún ekki láta lemja sig.  En hún virðist bara hitta kalla sem lemja hana.  Tilviljun? 

Björn Heiðdal, 13.7.2008 kl. 18:55

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björn: Engin kona vill láta lemja sig, auðmýkja, nauðga eða kúga.  Það er jafn gáfulegt að halda því fram og að rauðhærðir hafi ekki stjórn á skapi sínu ljóskur séu heimskar.

Ég tel mig þekkja ansi margar konur ágætlega og ég skrifa ekki upp á að þjófar, ofbeldismenn og aumingjar séu spennandi í þeirra augum.

Get a grip maður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 19:39

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Ég á í vandræðum með Loga, hann er eins og trúarnöttararnir hann setur allt í samband við feminísma, sama hvað er, eins og nöttararnir sem sjá guð í hverju horni.

Annars brosti ég út í annað, hefði jafnvel hlegið ef hann hefði ekki dregið kvennabaráttudæmið með sér í druslum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 19:40

12 identicon

whamm bamm þeikjú mamm.. !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:57

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að þú misskiljir síðustu færslu mína.  Ég er ekki að segja að konur vilji láti gera þetta eða hitt við sig.  Ég er bara að segja að aggresífir kallar eru betri skaffarar en lötu sófakartöflunar.  Konur vilja skaffara eða vildu a.m.k. hér á öldum áður.  Kjöt en ekki kartöflur.

Björn Heiðdal, 13.7.2008 kl. 21:11

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jenný, ég held að þú sért að skilgreina þetta nokkuð skynsamlega og hef engu við það að bæta en að ég vona að fleiri lesti þetta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.7.2008 kl. 21:15

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björn: Er þetta ekki dálítið steríótýpisk uppsetning hjá þér?

Anna: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 21:21

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ferlega flottur og smellinn pistill Jenný!  Hnittinn og skemmtilegur, eins og þín er von og vísa.  Alveg dásamlegar, og magnaðar mannlýsingar. Takk fyrir þennan 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:23

17 Smámynd: Kolgrima

Ahhhh, lykilorðið er sjarmi :D vondir strákar geta haft sjarma, góðir strákar geta haft sjarma, velúreitthvaðrifflaflauelsjakkavinstrifélagsdæmi geta haft sjarma, siðblindingjar geta haft sjarma, síðustu karlmennin hafa sjarma, ég veit það því ég þekki þá báða!

Meira að segja nýkomin heim úr hestaferð með þeim  og bráðsjarmerandi blaðamanni, bankastjóra, náttúrubarni, falanginsta, séra, útvegsbónda, körfuboltastrák, jarðfræðingum og lögfræðingum, og síðast en ekki síst megasjarmerandi minnipokamanni (þetta orð er i tísku í sveitinni). Og stelpunum mínum.

En hvað hefurðu eiginlega á móti kínverskum húsþjónum með framhaldsmenntun í hjúkrun? Viss um að sumir þeirra hafa þennan skemmtilega heillandi hugsjónaglampa í augum

Bestu kveðjur frá landsbyggðinnni Alltaf gaman að lesa pistlana þína

Kolgrima, 14.7.2008 kl. 02:13

18 identicon

Velúrpabbar, er það ekki nákvæmlega sem femínistar vildu?? - mann sem gerir allt heima og er ekki með neitt múður.  Kóar með konunni þegar hún kvartar eða er eithvað súr og illa upplögð.  Tekur feðraorlof, þvær þvotta og gengur frá, eldar mat, fer með börnunum á íþróttamót og danssýningar svo að konan geti stundað sína sjálfs-realiseringu í málstofum, kvennaráðstefnum og kvenna hitt og þetta?

Hver man ekki eftir hugtakinu "mjúki maðurinn" sem skilgreindur var út frá hugsjónum og hugtökum janfréttisstefnunar?   Hann átti að vera draumamaður sérhverrar meðvitaðrar konu um jafnrétti.   Maður sem tók þátt í öllum húsverkum og kóaði með konunni í einu og öllu.  Að auki var þetta maður sem var sjúklega lýðræðislegur og var aldrei með neitt múður, hafði enga stefnu né sjálfstæða hugsun og fór aldrei út með sínum vinum nema í góðu samráði við konuna sína.   Hann hafði engan annan metnað en að vera mjúkur maður og forðaðist hugtakið "frami" og framapot af því að þá var hann hugsanlega  að taka góð störf frá konum sem hugsanlega hefðu átt skilið að fá þessi störf, og því lét hann sér nægja illa launaða vinnu hjá hinu opinbera til að troða engum um tær með einhverju framapoti.  Í sannleika sagt hötuðu konur þessa manngerð og fannst hún ömurleg og þeim varð flökurt að hafa svona manngerðir kringum sig.  Stuttlega sagt; konum fannst mjúkir menn ömurlega ó-sexý og lítt spennandi fyrirbæri sem voru gjörsamlega "turn-off".  Ætli þessir kínversku umhyggjuþjónar séu ekki svona týpur.

En hvernig manngerðir vilja þá konur? 

Sumar konur falla alltaf fyrir "bad-guy" týpunum, og enn aðrar konur "lenda" alltaf á gaurum sem fara illa með þær og það eitt virðist bara gera þær ákafari í þessa manngerðir. 

Hver man ekki eftir sambandi ofurfyrirsætunnar Kate Moss og eiturlyfjafíkilsins Pete Doherty?  Allir (flestir) sáu og hér var ósamstíga par og sambandið var vonlaust.  Samt sem áður virtist hún vera yfir sig ástfangin af honum - (hann hefur líklega ekki gert sér grein fyrir því hvað um var að vera eða hver hún var) og lét mynda sig með honum hvar sem var og hvenær sem var.

Ég helda að konur vilji hafa karlmenn eins og þæga hunda.  Þeir eiga að vera svolítið kjúkk, haga sér eins og þær vilja og hlýða þeim í einu og öllu, mega ekki láta í sér heyra nema þær gefi leyfi til.  Getur þetta verið svona eins og ég lýsi?

Sagt hefur verið um konur að þær nái sér í mann og giftist honum og eyða svon næstu árunum í að breyta honum eftir sínu höfðu.  Þegar breytingunum er lokið uppgötvi þær svo að þetta er alls ekki maðurinn sem þær féllu fyrir.

Innst inni held ég að lang-flestar konur vilji góða skaffara og karla í krapinu.  Jafnvel "hard-core" femínstar og hörku framakonur vilja svoleiðis menn. 

Hafþór Örn Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 09:41

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hafþó Örn: Tekið úr svari þínu "Ég helda að konur vilji hafa karlmenn eins og þæga hunda.  Þeir eiga að vera svolítið kjúkk, haga sér eins og þær vilja og hlýða þeim í einu og öllu, mega ekki láta í sér heyra nema þær gefi leyfi til.  Getur þetta verið svona eins og ég lýsi?"

Þú ert með viðhorf gagnvart konum sem er byggt á klisjum og fordómum.  Úr hvaða sveit ertu eiginlega?  Hoppaðu inn í raunveruleikann maður minn.

Takk Kolgríma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 09:52

20 identicon

Jenný Anna, ég er ekki úr sveit, ég er úr borg og veit um margar konur sem vilja hafa karlmenn eins og þæga hunda.  Þetta á sérstaklega við um konur sem kalla sig femínista.  Þú hefur kannski sjálf svona viðhorf til karlmanna án þess að þú gerir þér grein fyrir því??

Gott væri ef þú gætir svarað öllu hinu sem ég skrifaði t.d. hvernig karlmannsgerðir konur vildu í raun fá ef þessir svokölluðu velúr-karlar eru svona óaðlaðandi.

Kv.

Haffi.

Hafþór Örn Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 14:58

21 identicon

Já Hafþór þetta er nefninlega akkúrat málið.  Vel mælt hjá þér.

Logi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:07

22 identicon

Takk, Logi....

... og afsakið femínistar ef ég hef pirrað ykkur með skoðunum mínum, en fyrirgefið, ég er líka til og ég tilheyrir þeirri dýrategund er kallast hvítur karlmaður á miðjum aldri sem er á hraðri leið með að verða undirokaður minnihlutahópur vegna allra hinna sérhagsmunahópannar sem eru að láta vita af sér með háværum hætti....

... og Jenný, ég bíð enn eftir svari frá þér varðandi hugrenningar mínar hér fyrr í dag.  Ekki snúa útúr eins og svo margt vinstra-fólk gerir þegar það getur ekki tekið gagnrýni eða svarað mótrökum, og svarar því með skætingi að; "þetta sé ekki svara vert" eða "að um ómálefnalega kommenta sé að ræða".  Það er askaplega ódýrt að afgreiða fólk með þessu móti þegar viðkomandi eru rökþrota.

Hafþór Örn Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband