Sunnudagur, 13. júlí 2008
"Jú sko, ég tala líka tungumál"
Mér þykir vænt um rigninguna. Mér finnst svo notalegt að liggja og lesa þegar regnið lemur gluggana og ég sef aldrei betur.
En..
Ég kærði mig ekkert um rigningu í gær þegar við vorum á Leifsgötunni. Ég og húsband ætluðum að dvelja í garðinum með börnin, fylla plastlaugina hennar Jennýjar og gera okkur lífið auðvelt og gleðilegt. Lífið varð auðvitað gleðilegt en ekki úti í garði.
Jenný Una sem er vön því að gista hjá okkur en ekki við hjá henni, var snögg að sjá út ástandið. Mamman ekki á staðnum, ekki pabbinn heldur og með sinni þriggja ára útsjónarsemi sá hún í hendi sinni að nú gæti hún gert flest það sem hana langaði til.
Hún byrjaði á því að ganga að skápnum í gærmorgun til að ná sér í prinsessukjól (hún er nefnilega alltaf prinsessa þessa dagana). Hún tók einn af jólakjólunum út úr skápnum, rautt flauelsdæmi með silkiborðum og ásaumuðum rósum og ákvað að í hann skyldi hún fara. Amman sagði að hún ætti svo marga fallega sumarkjóla, hvort hún vildi ekki frekar fara í þá.
Jenný Una: Nei amma, mamma mín sagði í gær að ég átti að fara í þennan kjól (forstokkuð).
Amman: Þú ert ekki að skrökva að mér Jenný mín?
Jenný: Nebb, mamma mín sagði það og það er alleg satt. Alleg pottþétt. (Aldrei heyrt hana nota pottþétt, krúttkastið var upp á mikið á krúttmælinum).
Og svo fór hún í jóladressinu með Einari að kaupa "laufardagsnammi" og söng fyrir hann sænskar barnavísur og sagði honum allt sem hún gerði í gær, þegar hún var stór og að mamma hennar segði ALLTAF nei við öllu.
Löngu seinna sama dag eftir miklar krúttsenur hjá þeim systkinum, þar sem köttur kom líka við sögu, vorum við að spjalla saman.
Jenný: Einu sinni þegar ég var lítil í gær, þá var ég stór og mamma mín var lítil og hún hét bara pínulitla Sara. Þá var hún að krota á veggina og ég skammaði hana mjög mikið.
Ég: Er það? Var mamma þín óþekk?
Jenný: Já hún var mjög óþekk og krítaði stóran vegg. Og þá sagði ég í gær við mömmu; "elskan mín, þetta gengur ekki upp, þú færð aldrei meira nammi, það er alls ekki í boði barn".
Stundum veit ég ekki hvaðan þessi skotta kemur. Hún talar eins og gömul kona, sogar að sér orð og frasa og endurtekur þá og notar þegar hún sviðsetur lífið.
Ég sagði mömmu hennar í gær áður en við héldum heim að Jenný hefði skammað dúkkurnar með því að segja reiðilegri röddu;
"Eeelskan mín érbúin að segja þetta FJÓRUM sinnum. Hlýddu núna skrass".
Mamman sagðist ætla að breyta orðavali, svo barnið fengi meiru úr að moða næst þegar hún skammar hana.
Allt fyrir málþroskann.
P.s. Og ett svo ég gleymi því ekki, af því þroskinn er svo ör að ég hef varla við að skrá það.
Jenný: Amma ég tala íslensku, sænsku og ensku (veit ekki með enskuna hehe, en hitt er mikið rétt) og meira.
Amman: Hvað meira Jenný mín?
Jenný (hugsi): Jú sko ég tala líka tungumál.
Need I say more?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Meiri dúllan þessi stelpa,alveg frábær
Guðrún (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 08:49
Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 08:54
Dúllan
Huld S. Ringsted, 13.7.2008 kl. 10:07
Þetta eru yndisleg barnabörn sem þú átt, Jenný Una er hrikalega sniðug í tilsvörum. Mér líst líka einstaklega vel á ömmuköttinn þinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 10:19
Þau eru svo fyndin þessi börn í tilsvörum. Ég sé mest eftir því að hafa ekki skrifað niður það sem stundum valt upp úr börnunum mínum
Knús á þig skemmtilega kona.
Tína, 13.7.2008 kl. 10:30
krúttkat
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:40
ótrúlega mikill krúttulingur thessi litla skvísa, á svosem ekki langt ad sækja thad ad geta notad munninn rétt er thad
María Guðmundsdóttir, 13.7.2008 kl. 10:43
Ég fer nú bara í krúttkast með þér
Dísa Dóra, 13.7.2008 kl. 10:48
M, 13.7.2008 kl. 11:04
Ekki amalegt að byrja á svona lestri. Ég held að hin forstokkaða Jenný sé mitt uppáhald. Elska forstokkuðu hliðina á barninu
Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 11:23
Yndislegt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:57
Svaka krútt þessi skvísa!
Valgerður Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 12:00
það er náttúrulega algjör bömmer að eiga svona óþekka mömmu sem krotar út um allt:)
Andrea, 13.7.2008 kl. 13:08
Krúttlegar helgarfærslur, takk fyrir það
Ía Jóhannsdóttir, 13.7.2008 kl. 14:22
Endalausir gullmolar þarna á ferð. Eins gott að þú skrifar þetta niður, má bara alls ekkki týnast.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 14:38
Krúttkast....
Bjarndís Helena Mitchell, 13.7.2008 kl. 14:47
Takk fyrir innleggin. Ég skemmti mér aldrei betur en í kringum börn, þau eru svo skemmtileg.
Hallgerður: Það kemur sterklega til greina að Jenný verði lögfræðingur, enda mikið af löffum í kringum hana. Frumburður, systir mín, dóttir hennar and on and on.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 15:16
Krúsídúllan.
Greinilega mjög klár stelpa.
Elísabet Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.