Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Fokkmerkjasendingar þyrlufólksins
Stundum þakka ég mínum sæla fyrir gúrkutíð. Þá eru sagðar fréttir sem undir venjulegum kringumstæðum myndu ekki rata á miðlana.
Auðvitað eru margar þeirra gjörsamlega fáránlegar en þær segja samt sína sögu.
Pylsukaupin á þyrlunni t.d. hefði hún verið sögð ef nóg af öðru stöffi væri í fréttum? Ég er að vona það án þess að ég ég hafi um það minnstu hugmynd.
Nútíminn er dásamlegur með öllu sínu upplýsingaflæði.
Ég vil fá fréttir af uppskafningunum sem lifa á sérkjörum þegar almenningur er hvattur til að spara.
Ég vil fá að vita af nýríku aulunum sem nota þyrlur við byggingu á sumarhúsum.
Og mér finnst flott að almenningur geti lesi um aulana í laxveiðinni sem bregða sér í sjoppuna á þyrlunni til að kaupa sér pylsu.
Ég hef ekki átt þátt í að búa til þessa kreppu með óábyrgri eyðslu, kaupum á hlutabréfum, lántöku og kaupum á lúxusvörum.
Ég er ekki ábyrg fyrir ömurlegu ástandi íslensks efnahagslífs og þess vegna er ég eiginlega ekki í stuði til að taka það á mínar herðar, meira en nauðsynlegt er.
Ég fór aldrei í græðisvæðinguna, fór ekki á þyrlupallahátíðir, í pakkhúsafmæli né hef ég keypt mér einn einasta skýjakljúf.
Þannig að nú mælist ég til að þessir peningafurstar taki á sig fórnarkostnaðinn sem nú er verið að leggja á okkur venjulegt fólk á meðan Þyrluþjóðin í landinu heldur uppteknum hætti og sendir okkur fokkmerki með aumkunarverðri hegðun sinni.
Og ég vil fleiri svona fréttir. Þær halda mér við efnið þangað til að ég fæ næsta tækifæri til að hafa áhrif, með atkvæðinu mínu auðvitað, sem ég vona að verði sem allra fyrst. Mér er nóg boðið oft á dag og ríkisstjórnin er ekki málssvari venjulegs fólks þessa dagana.
Að undanskilinni henni Jóhönnu ofkors.
Arg.
Þyrlan nýtt í pylsukaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 2987161
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góðan og blessaðan daginn,
enn og aftur, einsog talað úr mínu eigin hjarta, ég þarf ekkert að blogga sjálf, þú gerir þetta svo vel,
Rut
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:50
Veruleikafyrrt þetta fólk.
Langar þig annars ennþá í sumarbústaðalóð með elitunni ? Vakna við þyrluna á hverjum morgni þegar bossarnir skreppa aðeins til vinnu eða í sjoppuna.
M, 10.7.2008 kl. 12:59
Rosalegt röfl er þetta, bara gaman af þessum fréttum, gæti verið að það sé aðeins öfund í gangi???
Ef að menn eiga efni á að kaupa sér pulsu meðp því að fara með þyrlu er það þá bara ekki í lagi?
Arnbjörn (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:10
Arnbjörn: Engin öfund, finnst þetta ekki eftirsóknarvert, bara halló, en takk fyrir að spyrja.
M: Nebb langaði aldrei í bústað í þjóðgarði. Finnst að hann eigi að vera laus við svoleiðis ófögnuð. Ríkisstjórnin má eiga athvarf þarna, kaffihús og veitingastaður og búið bless.
Og auðvitað tjaldstæðin.
Rut: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 13:21
Sammála þér, Jenný. Mér finnst þetta hallærisleg yfirborðsmennska hjá þessu liði. Þetta á að kalla fram lotningu og virðingu til handa sér hjá þessu liði - (hinn almenni borgari á að segja; vá hvað þetta er flott hjá þeim, ég vil vera svona!) - en þess í stað kalla þeir bara yfir sig fyrirlitningu og andúð hins almenna borgara með þessari sýndarmennsku sinni.
Egill M. Þórlindsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:25
Skrapp á þyrlunni til að kaupa pullu.Ég er enn að hlæja að þessu.Ég hjóla reyklaus og kaupi hollt og gott.Pullur eru ekki hollar .Fáránleiki lífsins
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:31
knus i daginn thinn Jenný
María Guðmundsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:05
Ef það er langt í næstu sjoppu og þeir komu á þyrlunni og hafa engann annan ferðamáta þá verða þeir auðvitað að fara á þyrlunni ef þeir ætla að kaupa sér pylsu. Annars hélt ég að svona kónar væru alltaf með kokk með sér en kannski ætluðu þeir að reyna að hafa þetta svolítið sveitó og slepptu kokknum, kannski þeirra tilraun til að spara ;)
Marilyn, 10.7.2008 kl. 14:18
Mér finnst þetta frekar sniðug frétt og nauðsynlegt að deila svona töffurum td á svona þyrlu og kaupa sér pylsu..
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.7.2008 kl. 14:37
Ertu þú eitthvað bættari með þínum skrifum, þar sem þú talar um uppskafninga, aula osfrv. um fólk sem þú hvorki þekkir eða þekkir til? Líður þér betur?
Það vill þannig til að enn er til fólk sem fyrir dugnað, elju og myndarskap getur leyft sér ýmislegt án þess að eiga inni álíka skrif og þín að ofan. Skrifin segja e.t.v meira um þig sjálfa í þessu tilfelli en svanga þyrluflugmenn!
K.Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 14:54
Segi eins og fleiri hér á undan mér.- "Eins og talað út úr mínu hjarta". -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:54
Eins og talað útúr mínu hjarta.
Birna M, 10.7.2008 kl. 15:13
Þu ert náttlega bara yndisleg, pirruð eður ei.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:53
K. Jónsdóttir: Þessi færsla segir ýmislegt um sjálfa mig, það er rétt. Hún segir beint út hvernig ég er innréttuð gagnvart bruðli, snobbi, yforboðrsmennsku og öðru slíku. Svo finnst mér veiðimenninnir segja marg um sjálfa sig með þessu athæfi, en þeir segja mér ekkert um elju og dugnað. Setur þú samasem merki á mill elju og dugnaðar og að fljúga í sjoppuna úr veiðikofanum?
Takk fyrir öll sem hafið kommentað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 15:59
Hvaða hvaða
Ég á þyrlu og tel mig ekki verri mann fyrir það. En ég er ekkert að nota hana í augnablikinu, vegna smá bilunar í fjarstýringunni. Tómstundahúsið er ekki búið að fá varahlutinn, annars gæti ég sent hana eftir pulsu, það er að segja ef ég sé til hennar á meðan.
Hún er það stór að hún ber alveg þrjár pulsur
Leifur Ugluspegill
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:02
Er ekki allt í lagi með þig, kona? Hvernig dettur þér í hug að aðallinn taki eitthvað á sig þegar upplagt er að varpa því á okkur sauðsvartan almúgann sem getum sko vel hert sultarólina.
Helga Magnúsdóttir, 10.7.2008 kl. 16:24
Alltaf kalla einhverjir "öfund, öfund" þegar verið er að gagnrýna eitthvað. Góður pistill hjá þér.
Tek sérstaklega algjörlega heilshugar undir: "Ég hef ekki átt þátt í að búa til þessa kreppu með óábyrgri eyðslu, kaupum á hlutabréfum, lántöku og kaupum á lúxusvörum."
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.7.2008 kl. 17:06
Helga: Segðu.
Leifur: Hahahaha, þú drepur mig einhvern daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 17:06
Gurrí: Það er eins víst og að það kemur nýr dagur á morgun að einhver snillinn kemur og hrópar nákvæmlega þetta, öfund, öfund.
Money in the bank.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 17:07
Öfund! Öfund!
Krakkar mínir, auðvitað er þetta öfund í ykkur. Þetta fólk á meiri pening en við. So? Það er margfalt fleira fólk sem á miklu minni pening en við. Hjálpum þeim!
Við þurfum ekkert langt til að sjá virkilega hjálparþörf fyrir verðug hjálparstörf. Ekki einusinni upp í flugvél, elskurnar!
Með von um glaðlegt og gefandi bankaskopp í fyrramálið, þetta var nú nokkuð fyrirsjáanlega safe bet. -Challence me pleace!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.7.2008 kl. 19:47
Helga Guðrún: Merkilegt nokk þá elska ég þig líka villingurinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 21:23
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.7.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.