Laugardagur, 5. júlí 2008
"Face up to wake up"
Vöggudauði er óútskýrt fyrirbrigði.
Dóttir mín missti dreng sem sofnaði og vaknaði ekki aftur þegnr hann var rétt þriggja mánaða gamall.
Þannig að mér er málið skylt og auðvitað þráir maður að vísindin komist að því hvað í ósköpunum veldur því að fullkomlega heilbrigð börn deyja og það er enga skýringu að finna.
Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Aron Örn dó hef ég lesið hverja fréttina á fætur annarri um mögulegar skýringar á vöggudauða.
Móðir reykir á meðgöngu.
Móðir drekkur á meðgöngu.
Barn sefur á maganum.
Börn "gleyma" að anda.
Þegar mamma Arons fór til Bretlands í vinnuferð ári eftir þennan hörmulega missi var herferð í gangi gegn vöggudauða þar með slagorðinu "Face up to wake up". Þá var gengið út frá því sem stóra sannleika að vöggudauði ætti sér stað af því að börn svæfu á maganum. Dóttur minni leið hörmulega. Hennar barn svaf stundum á maganum.
Og nú kemur ný rannsókn, ný sönnunargögn sem sögð er styðja þá kenningu að efnaójafnvægi í heila sé meginorsök vöggudauða. Að það sé of lítið af serótóníni sem orsaki vöggudauða.
Gott og vel, kannski er það hin rétta skýring. En á meðan verið að þreifa sig áfram með orsakir væri sniðugt að slá þeim ekki fram nánast eins og um staðreyndir sé að ræða.
Það er nógu slæmt að missa barnið sitt og hafa ekki skýringu á því heldur þurfa að geta sér til hvað mögulega hafi valdið eða hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.
ARG
Of lítið af serótóníni orsök vöggudauða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já, aðgát skal höfð í nærveru sálar eins og ég segi svo oft. Menn verða að gæta orða sinna og særa ekki foreldra barna sem deyja á þenna hátt. Man alltaf eftir því að þegar ég var barn heima á Húsavík að þá lést lítill drengur á þenna hátt á þeim degi sem átti að skíra hann, mamma hans lagði hann eftir hádegið og svo átti að ná í hann og klæða í skírnarkjólinn, prestur kominn og gestir en þá var litli drengurinn dáinn. Enginn nær sér fullkomlega eftir slíkan atburð.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 00:15
Enginn veit orsök vöggudauða...og kannski margskonar orsakir en alltaf jafnsárt. En í þessu eins og öðru er kenningum slegið fram og þannig verður það..en eins og alltaf: aðgát skal höfð í nærveru sálar
Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 00:16
sumt er einfaldlega óútskýranlegt. og annað er stundum betra að vita ekki.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 00:30
ÆÆ en skelfilega sorglegt!! Ég er alveg miður mín yfir þessu, ég finn svo til með dóttur þinni og ykkur. Ég votta mína innilegurstu samúð.
alva (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 00:56
Óútskýranlegt,vont, hef lent í þessu fyrir mörgum árum en þá var þetta ekki rætt eins og gert er í dag. Framför finnst mér.
Kveðja til ykkar.
Elsa (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 01:20
Satt segirðu. Við höfum enga þörf fyrir ábót á sektarkennd. Hún er nóg fyrir, og það einmitt þótt enginn fótur sér fyrir efni sjálfsásökunarinnar
Beturvitringur, 5.7.2008 kl. 01:56
Æ þetta er alveg hræðilega sorglegt ég samhryggist ykkur.
Eyrún Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 02:23
Tína, 5.7.2008 kl. 08:33
Stórt knús til þín
Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 08:39
Ósjálfrátt fylgist maður með öllu sem maður getur tengt beint inn í sinn reynsluheim, það er áreiðanlega eðlilegt. Tek undir með þér að það er óþarfi að sjá upp fyrirsögnum með þeim hætti sem þú fjallar um.
Kær kveðja elskuleg
Ragnheiður , 5.7.2008 kl. 08:56
Hulla Dan, 5.7.2008 kl. 09:04
Ég finn tár trilla þegar ég les þetta, veit ekki hvort það eru mín tár eða þín ... öll ef-in sem upp koma í hugann eru næstum óbærileg..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 09:45
Að missa barn setur djúp spor í sálina.Ég er svo lánsöm að þekkja ekki vöggudauða af eigin reynslu.En kannast við fólk með þá reynslu.Það hlýtur að vera erfitt að lifa með því að engin svör eru til.Svörin og ástæðurnar skipta miklu máli.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:20
samhryggist þér og þínum, Hróar fyrsta barnabarnið mitt dó einmitt eins og þinn ömmustrákur, þriggja mánaða alheilbrigður en vaknaði ekki einn morguninn. Engin svör en hef eins og þú lesið allt sem ég hef komið höndum yfir en engin afdráttarlaus skýring. Dóttir mín var 17 ára þegar hann dó, 16 ára ófrísk. Um það bil 6 mánuðum eftir að Hróar dó gat ég "sætt" mig við að hann væri farinn með því að geta verið þakklát fyrir hverja einustu mínútu sem við áttum saman. Allur sársaukinn og tárin voru þess virði að fá að hafa hann hjá okkur þessa 78 daga. En þetta voru þyngstu spor sem ég hef stigið. Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur.
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:52
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 14:33
Elska þig snúllan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 21:07
Vöggudauði er skelfilegt fyrirbrigði og vonandi finnst einhverntíma almennileg skýring á orsökum hans. Ég samhryggist innilega vegna barnabarnsins.
Kenningar um orsök vöggudauða eru auðvitað ekki settar fram í þeim tilgangi að skapa samviskubit hjá þolendum heldur vegna þess að rannsóknir hafa sýnt fram á einhvers konar tengsl. Mér finnst ekki rétt að halda þeim tengslum leyndum þótt þau kunni að koma illa við einhverja. Það er ýmislegt vitað nú sem ekki var vitað áður og við megum ekki berja á okkur sjálfum fyrir að hafa ekki vitað betur. Vonum heldur að nýjar kenningar færi okkur nær sannleikanum um orsök vöggudauða þannig að færri þurfi að upplifa þá erfiðu lífsreynslu.
Dísa (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.