Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama Jónína og séra Jónína?

Fyrir einhverjum árum var gerð tilraun til að poppa upp Útlendingaeftirlitið og kalla það Útlendingastofnun. 

Þar innan dyra hefur viðhorf gagnvart fólki sem ekki er svo "heppið" að vera íslenskt ekki mikið breyst.

Ég legg til að við leggjum þessa stofnananefnu niður og rekum Hauk Guðmundsson sem segir að óbreyttu verði konu Paul Ramses vísað úr landinu ásamt barni þeirra af því hún sé ólögleg í landinu.  Og af því hún er það þá gátu þeir ekki tekið tillit til fjölskylduaðstæðna Pauls.

Mér sýnist af lestri fréttarinnar að það krimti í Hauki.

Alveg: Nananabúbú.  Hí á ykkur fíflin.

Ég vil ekki að stjórnvöld í landinu mínu hagi sér svona.

Ég legg einnig til að allsherjarnefndin verði kölluð saman og hún afgreiði ríkisborgararétt eða það sem til þarf fyrir þessi hjón á á sama hraða og ríkisborgaraumsókn tengdadóttur Jónínu Bjartmarz fyrrverandi ráðherra.  Þá er vandinn leystur.  Hér er að minnsta kosti líf í húfi.

Það er varla verið að gera mannamun hérna er það?

Mótmæli út af þessari ljótu meðferð Útlendingastofnunar, sem n.b. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er fullkomlega sáttur við, á máli Paus Ramses, verða við Dómsmálaráðuneytið á morgun milli kl.12,00 - 13,00.

Mætum almenningur og sýnum þessu liði að okkur er nóg boðið.

 


mbl.is Eiginkona Ramses ólöglega í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Meðferðin á þeim er hreint hræðileg, mannúð hvað ? flóttamenn hvað ? Best í heimi hvern andskotann ?

Ég segi það satt Jenný Anna Baldursdóttir að nú skammast ég mín fyrir að tilheyra þessari harðbrjósta þjóð. Ég skal hýsa þau öll, fyrir ekkert ! Andskotinn eigi það, ég er sárreið.

Ragnheiður , 3.7.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég skammast mín ofan í tær

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og svo situr konan með ungabarnið og veit ekkert hvernig er hægt að snúa sér.  Ég gæti gubbað.

Er til í að bjóða þeim hérna heim til mín, ekki málið.

Hómdís: Ég skammast mín líka bæði endalaust og botnlaust.

En ég hugga mig við þá vitneskju að við venjulegt fólk í þessu landi erum ekki svona köld og andstyggileg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vonandi verður vel mætt í  mótmælin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er sorglegt mál, greyið fólkið að lenda í Íslendingum.. sem eru svo ekkert skárri en Ameríkanarnir sem við erum alltaf að skammast útí.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Bíðum aðeins með dómana. Ef eitthvað var gert rangt, þá mótmælum vér.

kv

Nefndin.

Þröstur Unnar, 3.7.2008 kl. 20:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Paul Ramses kemur hingað löglega frá Ítalíu, sækir hér um hæli sem pólitískur flóttamaður um áramótin og konan hans kemur hingað löglega frá Svíþjóð til að vera með honum og ala barn þeirra. En þegar Útlendingastofnun dregur á langinn mánuðum saman að afgreiða umsókn hans eru vegabréfsáritanir þeirra beggja hér að sjálfsögðu löngu útrunnar.

Og þá segir Útlendingastofnun að konan búi hér ólöglega og Paul geti ekki fengið hér hæli á grundvelli fjölskyldusameiningar!!! Hann gat að sjálfsögðu fengið hér hæli á grundvelli tengsla sinna við Ísland, samkvæmt þeim lögum sem Útlendingastofnun ber að fara eftir, þar sem hann hafði búið hér áður, og hann hafði hér vinnu.

Útlendingastofnun heldur greinilega að Íslendingar séu hálfvitar!

http://www.visir.is/article/20080216/FRETTIR02/80216040

Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 21:00

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta eru náttúrulega forkastanleg vinnubrögð af hálfu þeirra sem með málið hafa farið.  Þetta mál hefur farið ótrúlega hljótt og mér skilst að utanríkisráðherra hafi ekki vitað um málið fyrr en í fréttum í gær.  Vonandi tekst henni að snúa þessu við.

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:26

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur:  Enn að bíða eftir að fá úr því skorið hvort þetta hafi verið lögmæt gjörð eða ekki?  Ég held að flestum sé sama.  Það er til elemnt sem hefur með mannúð að gera og það er ljóst að hún var ekki með í ákvörðun um örlög þessa mans.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 21:45

10 identicon

Ég er innilega sammála þér Jenný þetta er svo innilega ómannúðleg aðferð gerð að manni sem hefur unnið hér m.a. í sjálfboðavinnu í nokkra mánuði vegna ABC þorpsins!

Nei það þarf að vinna svona mál, hraðar og betur en hefur verið gert.

kv

EDS

EDS (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er þjáning.

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 00:24

12 Smámynd: Hulla Dan

Ég vona að verði góð mæting á mótmælin í dag.
Ég get lítið gert nema hanga hérna í sólinni og vona að allt takist vel.
Kveikir maður á kertum fyrir mótmæli???

Góðan dag á ykkur og gúd góing í dag

Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 05:54

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vildi að ég gæti verið með ykkur í dag en sendi þess í stað góðar baráttukeðjur yfir hafið til ykkar allra og styð ykkur í huganum! 

Ía Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 2987157

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.