Leita í fréttum mbl.is

Solla búin að svara

Utanríkisráðherra var fljót að svara meili frá mér og fleirum.

Hið sama verður ekki sagt um Skuggaráðherrann Björn Bjarnason sem hefur lögsögu í máli mannsins frá Kenía.

Höldum áfram að senda honum póst.  Krefjumst þess að Paul Ramses fái að koma hingað aftur og að umsókn hans um pólitískt hæli á Íslandi verði afgreidd af stjórnvöldum.

Hér er viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á eyjunni.is

Lesið fréttina í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög nr. 96/2002 um útlendinga, sem Útlendingastofnun ber að fara eftir í einu og öllu:

Flóttamaður, sem er hér á landi eða kemur hér að landi, á samkvæmt umsókn rétt á að fá hér hæli. Þetta gildir þó ekki um flóttamann sem komið hefur til landsins að eigin frumkvæði eftir að hafa hlotið vernd í öðru ríki eða eftir að hafa dvalist í ríki eða á svæði þar sem hann þurfti ekki að sæta ofsóknum. (Í þessu tilfelli Ítalíu.)

Lögin banna hins vegar, þrátt fyrir ofangreint ákvæði, að senda héðan flóttamann til annars ríkis (í þessu tilfelli Ítalíu), ef hann hefur sérstök tengsl við Ísland, sem viðkomandi flóttamaður hefur að sjálfsögðu, þar sem hann á hér eiginkonu og barn. Því bar Útlendingastofnun skylda, samkvæmt íslenskum lögum, að veita viðkomandi flóttamanni hér hæli.

Dómsmálaráðherra ber ábyrgð á öllum ákvörðunum Útlendingastofnunar. Og hérlendis gildir í sjálfu sér einu hvað Dyflinnarsamningurinn segir, því hér gilda íslensk lög um útlendinga, sem eru rétthærri en þessi samningur, og nú þegar hefur verið tekið tillit til samningsins í þeim lögum:

http://www.althingi.is/altext/130/s/1120.html

Dyflinnarsamningurinn var undirritaður í Dublin 15. júní 1990, endurnýjaður með samningi milli Íslands, Noregs og ráðs Evrópusambandsins 19. janúar 2001 og staðfestur af Alþingi í mars 2001. (Sjá Auglýsingu nr. 3, 14. mars 2001 í C-deild Stjórnartíðinda.)

Samningurinn fjallar um það hvaða Schengen-ríki skuli bera ábyrgð á umfjöllun um beiðni um hæli sem lögð er fram í einhverju aðildarríkjanna, en Dyflinnarsamningurinn upphefur hins vegar EKKI íslensk lög um útlendinga.

Markmið Dyflinnarsamningsins er að  tryggja umsækjanda um hæli að umsókn hans hljóti meðferð í einu aðildarríkjanna, auk þess að fyrirbyggja að umsækjandi verði sendur frá einu aðildarríki til annars, án þess að nokkurt þeirra viðurkenni ábyrgð sína á meðferð umsóknarinnar. Þannig eiga efnisatriði samningsins að vera til þess fallin að styrkja réttarstöðu þeirra sem sækja um hæli á samningssvæðinu.

http://brunnur.stjr.is/servlet/stjrtid/C/2001/3.pdf

Dómsmálaráðherra hefur því brotið íslensk lög á viðkomandi flóttamanni.

Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Steini.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 15:38

3 identicon

Æ Jenny, þú ert krúttmoli.  Love jú honný.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:43

4 identicon

Mér þykja útskýringar ISG fátæklegar,hún seigist hafa ekki vitað af þessu máli fyrr eftir fréttir í gækvöldi,halló hvar er hún búinn að vera síðan um áramót.Það hefði nú verið minsta mál að taka upp símann og kippa í réttan spotta og það í gærkvöldi.Vonandi fær hún skýringar en ég er hrædd um að þær verið ekki aðrar en BB hefur tjáð í blöðum í dag.Það virðast vera nokkrar ríkistjórnir í þessu landi ein gerir þetta og hin hitt,engin samskipti.ARG:::::::::

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 16:07

5 identicon

Því meira sem maður les í fjölmiðlum, því minna skilur maður í málinu.

Er kona Ramses með dvalarleyfi í Svíþjóð og þ.a.l. í heimsókn á Íslandi?   Veit einhver eitthvað meira um fjölskyldubakgrunn?

Þetta skiptir sköpum, hefði ég talið, varðandi lagabókstafi sem Steini bendir svo ágætlega á.

Það breytir engu um siðleysið í sjálfu sér, en skiptir þó máli.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 16:09

6 identicon

Ótrúlegt mál.  Maðurinn á að fá hér hæli.  En Jenný ertu bara sátt ef stjórnmálamenn svara þér??  Hvað gerir ISG í málinu?  Ekkert.  Ekki frekar en Björn.  Þarna kemur hún fram og þykist ekkert vita sem er ómerkilegra en að segja ekki neitt!

Pétur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur: Auðvitað er ég ekki sátt bara ef mér er svarað.  Konan ætlar í málið og mér finnst í lagi að gefa henni tíma til þess.

Baldur: Ég veit ekkert um aðstlður fjölskyldunnar annað en það sem komið hefur fram í fréttum.

Og svo var ég að lesa viðtal við BB á visi.is og ég er viss um að ósýmpatískrari stjórnmálamaður en Björn hefur ekki verið til á Íslandi.  Þetta hreyfir ekki við manninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Björn er nú líka búin að svara á visir.is honum finnst þetta ekkert athugavert.

Ég velti fyrir mér hvort hann sé í svipaðri samkeppni og Bush vinur hans, óvinsælasti maður í landinu?  mögulega eitthvað inn í dag. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 16:37

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að lesa þetta núna strax !!

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 16:54

10 identicon

Frábært hjá þér að akta í málinu. Auðvitað á maðurinn að fá leiðréttingu á þessum gjörningi, ég trúi ekki öðru en þetta verði endurskoðað og maðurinn þurfi ekki að fara úr landi.

PS: Fyrirgefðu hvað ég hef verið mikið fjarverandi, það á sér skýringar (bloggaði um það). Knús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 16:54

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einhver er með kúk í brók

Brjánn Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 16:55

12 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Utanríkisráðherra er nú á ansi hálum ís í sínu staðlaða svari.

G. Valdimar Valdemarsson, 3.7.2008 kl. 17:36

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

G.Valdimar: Var að lesa hjá þér, sorglegt ef hún er búin að vita af þessu síðan í mars en segir núna að hún kannist ekki við málið. Ég ætla að láta konuna njóta vafans þar til annað kemur í ljós.

Takk öll fyrir innlegg.

Hallgerður: Það er ekkert að því að vera ósammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 17:50

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Paul Ramses kom til Íslands frá Ítalíu á löglegan hátt um síðustu áramót og sótti þá hér um hæli sem pólitískur flóttamaður, þar sem hann dvaldi hér um tíma fyrir nokkrum árum og starfaði fyrir ABC-barnahjálp. Vegabréfsáritun hans hér rann út 20. febrúar síðastliðinn.

Eiginkona hans kom hingað frá Svíþjóð, einnig á löglegan hátt, með ferðamannaáritun, og ef Paul Ramses hefði fengið hér hæli hefðu eiginkona hans og nú þriggja vikna gamalt barn þeirra einnig fengið hér hæli, samkvæmt íslenskum lögum.

Lög um útlendinga nr. 96/2002:

46. gr. Réttur til hælis.

Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd.

Maki flóttamanns, sambúðarmaki eða samvistarmaki og börn undir 18 ára aldri án maka, sambúðarmaka eða samvistarmaka eiga rétt á hæli nema sérstakar ástæður mæli því í mót."

Það skiptir því ekki máli hvað Dyflinnarsamningurinn segir um þessi mál, því hér eru ofangreind Lög um útlendinga nr. 96/2002 rétthærri en sá samningur.

Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.