Leita í fréttum mbl.is

Heima hjá Hamlet

hippie-girl

Ég finn til samkenndar með þessum aldraða Svenson sem fannst svo stutt á milli Helsingör og Helsingborg að hann stal litlum árabát og ætlaði að róa yfir þessa 5 km. sem eru þarna á milli.

Ég var nefnilega einu sinni að flippa í Helsingör - þegar ég var hippi.  Reyndar svona helgarhippi í flottum hippafötum sem ég keypti á Strikinu og þegar ég gekk um þá hringlaði í mér vegna allra bjallnanna og hins glingursins sem ég hafði hengt utan á mig.  Ég var bæði hipp og kúl.

Og ég sagði við vinkonur mínar að við ættum að reyna synda yfir til Svíþjóðar, þetta væri svo stuttur spölur.  Mér fannst það ekki vitlaus hugmynd enda var ég 17 og hélt að ég gæti nánast flogið og það án þess að vera á hugbreytandi efnum.

En eitthvað voru undirtektirnar dræmar þannig að við fórum í sólinni upp í Krónborgarkastala, þar sem Hamlet átti að eiga heima og lágum þar og hlustuðum á "Here Comes the Sun" með Bítlunum.

4937-2

Ég man eftir tilfinningunni þar sem ég lá í sólinni og allt var svo nýtt og rétt að byrja.  Skrýtið að sum augnablik sem eru ekkert sérstakt í hinu stóra samhengi sitja samt eftir í minningunni, svo sterk og lifandi að maður getur nánast teyg sig í þau.

En hvað um það.

Það er svo önnur saga að seinna átti ég eftir að koma til Helsingjaborgar, frá Gautaborg og þá var ískuldi og snjór. 

Og mig langaði ekkert að synda yfir til Danmerkur.

Jafnvel þó Hamlet ætti heima þar.

Ég var í dragt og háum hælum, það hringlaði ekki í mér og ég var löngu hætt að vera hipp og kúl.

Sjitt hvað ég er orðin gömul.


mbl.is Reyndi að róa Eyrarsundið eftir sumbl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér þykir vænt um það eitt að stundum þegar ég les þitt blogg, þá finnst mér ég eiginlega vera únglamb ennþá.  Þú ert að ná því að stjakazt sem dona blogg-amma mín...

Steingrímur Helgason, 1.7.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Frussssssss ég er bráðung.  Ég ætlaðist ekki til að allir tækju undir með mér um að ég sé á grafarbakkanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ávallt hress Ólafur minn.  Takk fyrir og þú?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Elska hippatímabilið.  Ef ég hefði mátt velja þá hefði ég viljað vera á mínu flipptímabili akkúrat þá.  En nei nei, ég fékk hallærislegasta tíma veraldar, the aighties.  Ég er ennþá í sjokki yfir þessu.

Þú ert ennþá kúl kona

Elísabet Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 00:05

5 Smámynd: Linda litla

Það er ekki alltaf hægt að vera hipp og kúl. Mér datt í hug forðum þegar að ég ætlaði sko að synda yfir Krossána í Þórsmörk hér um árið... eða/og gerði það, mér var bjargað sem betur fer, annars hefði ég drukknað 

Linda litla, 2.7.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Einn þekkti ég sem synti yfir fljót á Indlandi fullt af krókódílum! Hann vissi ekkert um það, hann var bara hippi og að drepast úr hita, það þótti með eindæmum að hann komst heilu og höldnu hinumegin upp á bakkann! Kallar mar ekki það hipp og kúl?

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var yndislegur tími en við erum ennþá hip og kúl, sennilega af því að við upplifðum þessa spennandi tíma.

Sigrún Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:32

8 Smámynd: M

Upplifði því miður ekki hippatímabilið. Diskógella með öllu því cool-i sem því fylgdi

M, 2.7.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Að vera eða ekki .... !!!!!!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:42

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvað við vorum heppnað að fá að upplifa þessa tíma, pældu í því!

Kveðja inn í hipp og cool dag Jenný mín

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:01

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Those were the days my friend .. we thought they´d never end ..

Datt þetta í hug þegar ég las bloggið þitt, sjá nánar hér.. þar sem Mary Hopkins syngur ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.7.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég elska svona augnablik. Ég man eftir mér ellefu ára sitjandi á girðingu í sólinni fyrir utan húsið heima að velta fyrir mér hvort ég ætti eftir að sitja þarna enn eftir tíu ár. Tíu árum síðar var girðingin horfin í runnastóð.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur fyrir kommentin.

Jóhanna: Takk fyrir linkin á Maríu, já svona var það in old days.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:04

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var líka sautján ára þegar ég heimsótti Hamlet! Sigldi að vísu yfir frá Svíþjóð - enda hvorki hipp né kúl

Skoðaði pyntingarklefana í kjallaranum og þurfti að segja mig úr þeirri skoðunarferð! Er soddan jurt.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 11:26

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En sólin skein líka þá og við hlustuðum á sænska rokkmúsik sem ég gæti sönglað fyrir þig þegar ég hitti þig.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 11:30

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Bíð spennt eftir tónleikum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband