Leita í fréttum mbl.is

Að bresta í söng, faðmlög og sleik

Ég sat með margfalda gæsahúð og horfði á Björk.  Gæsahúðin var tilkomin af hrifningu.  Stundum var ég beinlínis hrærð.  Hún er svo töfrandi listamaður þessi kona.

Og Sigur Rós voru líka flottir.

Ég persónulega er afskaplega þakklát þessu fólki fyrir að bjóða þjóðinni og öllum öðrum ef út í það er farið, á fríkonsert.  Ekki margir í því.  Og þá ekki listamenn af stærri gráðunni.

Og svo eru það bloggin.  Nú ætla ég að leyfa mér að röfla.

Einhverjum snillingi fannst Björk ekki flytja þau lög sem hann hefði kosið. Þar af leiðandi var hún ekkert minna en léleg, fannst manninum.  Búhú.  Hún átti að taka eitthvað af gömlum lögum.  Þetta er hið hryllilega Bláhiminsheilkenni sem ég kalla, eða "spilaðueitthvaðíslensktheilkennið" og þýðir einfaldlega að fólk vill heyra sama gamla stöffið aftur og aftur.  Guði sé lof fyrir listamenn sem þróa sig áfram. 

Merkilegt annars með ást íslendinga á Hawai-laginu "Bláhiminn".  Það fara allir í trans og fár þegar það er spilað.  Bresta í fjöldasöng, faðmlög og sleik.  Ég skiletteggi.  Ég hins vegar garga mig hása, inni í mér sko.   En það má einu gilda.  Þetta var útúrdúr.

Og þeir sem blogga um að það hafi verið áll í sviðinu.  Og hversu mörgum wöttum var verið að eyða á tónleikunum.  Halló, er einhver að berjast á móti notkun á rafmagni og áli?  Áll er fínn í pönnur og potta er mér sagt.

Hefur ekkert með álver í samlede verker hér uppi á Íslandi að gera.

Andskotans tuð um ekki neitt.

Ég er að minnsta kosti afskaplega þakklát þeim listamönnum sem buðu öllum upp á frábæra tónleika og vöktu í leiðinni athygli á málstað sem snertir okkur öll.

Við þurfum að rífa okkur upp á rassinum gott fólk áður en hver lækjarspræna verður virkjuð í þessum vægast sagt vafasama tilgangi.

Újebbogladídei.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 29.6.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég ætla að virkja kaldavatnskranann.

framleiða síðan eigin álpappír.

Brjánn Guðjónsson, 29.6.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fórstu á tónleikana? Eða horfðir þú á netinu?

Flott skrif elskan!

Horfðu svo á boltann kéddling!

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Var að horfa en er orðin svo stressuð að ég get ekki meir.

Spánverjar verða að taka þetta.

Brjánn: Ekki vitlaust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að þú gast notið Jenný mín.  Ég held ég sé með svipað  tóneyra og Dúa, en ég hef aldrei farið í sleik "undir bláhimni", sko laginu.

Sigrún Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er ekkert hrifin af Björk.  Sigurrós skil ég einfaldlega ekki, nenni ekki einu sinni að pæla í þeirri hljómsveit.  En þau eru örugglega flott ég hef bara svona einkennilegan tónlistarsmekk.

En er sammála þér með Undir bláhimni ég fæ alltaf smá hroll þegar ég heyri lagið og færi aldrei að fara í sleik undir þannig væli.

Takk fyrir allar færslurnar undanfarna daga vinkona. 

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:42

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér Jenný !  Björk er ein af bestu listamönnum heimsins í dag. -  Hún á fáa sína líka. -  SigurRós eru líka á heimsmælikvarða en ég hef hlustað minna á þá,  - en mér finnst þeir mjög góðir. - 

Ég segi eins og þú Jenný,  ég er mjög þakklát þeim fyrir að vekja athygli heimsins á sinnuleysi landsmanna allra að meðtöldum stjórnvöldum, fyrir varðveitslu hreinnar náttúru landsins. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:59

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Fáráðurinn þinn, ég fer ekki í sleik fíbblið þitt, pöbullinn gerir það

Takk stelpur fyrir að vera svona sætar alltaf.

LG: Gott að hafa einhvern með sér hérna.  Innan um þessa menningarsnauðu vini mína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 21:03

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Áll, alúmíníum, segir maður ekki áll?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 21:04

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jamm Jenný. Ég fór inn á bloggið hjá Birni Bjarnasyni (held að hann sé ráðherra eða eitthvað) og þar var hann að bera saman skoðanir á tilgangi þessa tónleika. Hann var eitthvað óhress fannst mér og greinin löng og leiðinleg. En þetta blogg hjá honum er allt öðruvísi en maður á að venjast. Hann leyfir enga commemnta og svo á blessaður kallinn enga bloggvini.  En þetta átti jú að vera um virkjanamálin og tónleikana. Hvað vorum við aftur að tala um:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2008 kl. 21:17

12 identicon

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:18

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Ók, point taken.

Svanur: Ég tek þín orð fyrir að færslan hjá BB hafi verið leiðinleg.  Gott að heyra að það er allt við það sama hjá karli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 21:22

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Bláhiminn kemur líka út á mér tárunum.  Ég verð harmi lostin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 21:23

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fólk er í coma þegar það byrjar á BLÁHIMNI það er mín reynsla!

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:30

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

er Dúa í tuð-stuði?

hahaha ég er ógisslega feginn að hafa ekki dottið inn á færslur um tónleikana. Röfl um notkun á rafmagni... jeremías. Það sem fólki dettur í hug.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 21:39

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég gleymdi að segja þér að allir nærstaddir eiga fótum fjör að launa þegar brestur á með bláhimni í minni nærveru. Ég verð bæði grátgjörn og tungu-löng

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 21:40

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hlustaði á Netinu og fannst tónleikarnir æði! Björk er náttúrlega bara stórkostleg og ég fell í hrifningardá þegar ég hlusta á SigurRós. Flott hjá þeim að bjóða upp á þessa æðislegu tónleika.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:55

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bláhiminn er nú svona fyllerís/jarðarfararlag að mínu mati. Sleikur hefur aldrei hvarflað að mér við þá hlustun, en kannski sleikjó.  Þú ert eitt af undrum veraldar og ég hugsa að ég hefði fyrir löng hætt að blogga og lesa blogg ef þú hefðir ekki laðað mig svona vel að í byrjun og gerir enn.  Ég sleppti því að lesa bloggið hans BB eins og venjulega, finnst alveg nóg að hlusta á leiðindin í honum þegar hann birtist óvænt í fréttum og maður þarf að skipta um rás.  Hvernig á annars að halda tónleika á sviði ef enginn er állinn og ekkert rafmagn, öllu má nú röfla yfir og þó svo ég fíli ekki þetta unga fólk, þá er það ekkert verra fyrir vikið, segir meira um mig en þau, hver hefur sinn smekk og já Smekkleysa var líka merkilegt fyrirbæri á sínum tíma.

 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 21:59

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúa..........

Var þetta ekki sjávarréttahlaðborð?

Mér finnst Sigurrós ekkert góð og Björk ekki heldur - en ég segi eins og vinur minn, og taktu eftir að ég tala um vin í eintölu Ég er ósköp fegin að þau eru til og í þessum bransa. Þau útvíkka orðið tónlist!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 22:37

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

.. .. allt í lagi með bláhiminn á meðan Bubbi fer ekki að jarma það!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.6.2008 kl. 00:04

22 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ojjj, sem betur fer þurfum við mjög sjaldan að syngja Undir bláhimni við jarðarfarir.  Svona svipað og vibbinn Ísland er land þitt

En Björk er æði, það er bara svo einfalt.  Og það hef ég sagt síðan löngu áður en hún varð heimsfræg...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:04

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, Björk og Sigur rós hafa greinilega eitthvað sem fólk út um allar jarðir kann að meta. Ekki er ég neinn stóraðdáandi margs sem bæði reiða fram, en veit nú að björk er svo einstök að fáir standast henni samanburð.

En látið nú ekki svona varðandi Undir bláhimni, lagið mjög fallegt og íslenski textin mjög vel ortur, bara ekki sama hver syngur nei.

karlakórinn Heimir ætti bara að hafa einkarétt á því hérlendis finst nú blúsaranum fyrst og fremst og gamla þungarokkaranum mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 00:54

24 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fint mál ad bjóda uppá fría tónleika og vekja athygli á gódu málefni, burtséd frá álum eda kolkrøbbum á svidinu 

eigdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 30.6.2008 kl. 04:40

25 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér fannst nú líka Garðar Hólm alltaf góður enda var hann líka spes Björk og Sigurrós hef ég aldrei talið til okkar merkustu afurða.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.6.2008 kl. 08:49

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Aðalsteinn: Garðar Hólm var dásamlegur saungvari en hafði eins og við vitum ekki fundið hinn eina sanna tón.

Framtakið er frábært án tillits til hvaða tónlistarsmekk fólk hefur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 08:53

27 identicon

Ef það er eitthvað lag sem má missa sig þá er það Undir Bláhimni.  Það er svona svipað hjakk og Kötukvæði algjörlega ofnotað og til að fá klígju af.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 10:23

28 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er nú svolítill munur að lesa þetta blog og svo bloggið hans Gisla.

Þar eru menn sem trúa því statt og stöðugt að eini tilgangur Bjarkar hafi verið að gera íslendingum mein.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:58

29 Smámynd: Himmalingur

Friður á jörðu! Þá helst grænni takk fyrir!

Himmalingur, 1.7.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.