Sunnudagur, 29. júní 2008
Helvítis hámark hamingjunnar
Nú ríða þeir yfir hver af öðrum íslensku fyllerísdagarnir víða um landið.
Hamingjudagar, Bíladagar, Humardagar (hátíð), Þjóðhátíðardagar, og hvað þetta heitir allt saman.
Fyrir utan Fiskidaginn mikla á Dalvík, þar sem fólk borðar aðallega sér til skemmtunar þá eru þetta martraðardagar og sviðsetningar fyrir fyllerí.
Það hlýtur að vera séríslenskt fyrirbrigði, án þess að ég viti það, að fullorðnir og börn safnist saman til að höndla hamingjuna sem oftast er keypt í ríkinu og kemur í fljótandi formi.
Ég efast ekki um að stór hluti fólks, vonandi fjölskyldufólk, fer með því hugarfari að eiga góðar stundir úti í náttúrunni og ladídadída.
En hvernig væri að fullorðnast? Maður fer ekki í afneituninni með börnin sín í tjald á svona samkomur. Það er ekki raunhæft að búast við eðlilegum samverustundum fólks við þær aðstæður. Það hefur reyndar aldrei verið þannig nema að það sé hátíð á vegum bindindismanna eða SÁÁ.
Þegar ég ferðist um landið með stelpurnar mínar litlar, og ég gerði töluvert af því, þá forðaðist ég svona uppákomur eins og heitan eldinn. Mig langaði ekki baun að kynna þær fyrir íslenskri fylleríis tjaldmenningu og ræna þær í leiðinni gleðinni sem felst í því að ferðast um landið.
Það er lágmarks sjarmerandi að horfa á fólk á öllum aldri vaðandi um í sumarnóttunni, röflandi, dettandi, ælandi og berjandi. En fyrir marga er þetta fjandans hámark hamingjunnar.
Ég held að fjölskyldufólk ætti að forðast alla "dagana" sem eru framundan á þessu sumri. Þ.e. ef það vill ekki taka þátt í ruglinu og bjóða börnunum sínum upp á þá andlegu vanlíðan sem fest í því að horfa á fullorðið fólk á öllum aldri í annarlegu ástandi gera sig að fíflum.
„Óhamingja“ á Hólmavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2986833
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Eins og talað út úr mínu hjarta....
Íslendingar eru snillingar að búa sér til ástæður til að "gleðjast" og geta svallað undir einhverjum formerkjum....ábyrgðarlaust....
Skil ekki þessa endalausu "svona og hinsegin" daga.....
Bergljót Hreinsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:30
Og enn og aftur er ég fullkomlega sammála þér.
Svo margt skemmtilegt hægt að gera með börnunum sínum.
Tel það ekki skemmtun að fara með ungana sína á fylleríssamkomur. Eigðu góðan dag.
Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 11:36
100% rétt hjá þér. Allar þessar ,,fjölskylduferðir" Lions og Kiwanis og Oddfelló og hvað þetta heitir eru ekki við hæfi barna og hananú! Tók sjálf þátt í þessari vitleysu í den, en sem betur fer sá ég ,,ljósið" eða börnin mín bentu mér eiginlega á það.
Hef oft hugsað hvað fólkið ætlar að gera ef eitthvað barnið (eða fullorðinn slasar sig) og allur mannskapurinn er fullur eða rallhálfur.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 11:44
Vá hvað ég er sammála þér og þeim sem kvitta hér að ofan. Íslendingar halda alltaf að þeir séu að missa af einhverju þess vegna mætir fjöldinn allur á þessar hátíðir sem eru haldnar um landið.
Gunna, Dagný og Erna, 29.6.2008 kl. 11:50
Þegar ég var ca. 16 ára fór ég í Húsafell um Verslunarmannahelgi með einhverjum vinum mínum. Mér ofbauð svo það sem ég sá þar að ég fór ein heim á puttanum daginn eftir og hét því að fara aldrei framar á svona samkomur. Ég hef staðið við það og forðast alla "daga" eða hvað þetta er nú allt kallað.
Eflaust eru ótalmargir sem haga sér skikkanlega á þessum "dögum", en það ber því miður meira á hinum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 12:31
Íþróttahreyfingin hefur haft á sér gott orð fyrir að vera besta og umfangsmesta forvarnastarfið á landinu. Elstu og mestu fylleríssamkomurnar hafa ætíð verið sponseraðar af þeim. Nærtækasta dæmið er Þjóðhátíðin í eyjum. Hvar væri íþróttahreyfingin þar stödd ef hún missti þá spón úr sínum aski?
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2008 kl. 12:54
Sammála !
Kveðja af hinu bláa hafi.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:59
Svanur: Hún væri með mun heilbrigðari lífsýn og það skilar asskoti miklu til æskunnar.
Hallgerður: Oj.
Keli: Þú mátt náðarsamlegast segja skoðun þína. Híhí.
Lára Hanna: Ég hef sagt það áður en við erum andlega skyldar. Fór 16 ára í Þórsmörk og fór heim á puttanum daginn eftir af sömu ástæðu og þú.
Jóhanna: Það er kominn tími til að tala um það sem ekki má, en það er sú auma staðreynd að líf margra barna á Íslandi er eitt helvíti vegna drykkjuskapar foreldranna og aldrei verður þetta sýnilegra en á sumrin í grillæðinu.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 13:01
Ég er ein af þeim sem fór einu sinni á útihátíð 16 ára og á puttanum heim daginn eftir, ég var bara hrædd við þetta allt saman..... Fór aldrei aftur og börnin mín hafa aldrei farið heldur. Góður og þarfur pistill
Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 13:26
Gæti ekki verið meira sammála - Ég held að ég hafi farið á þrjár eða fjórar svona útihátíðir og það var eitthvað allt annað en mannbætandi andrúmsloft á þeim öllum. Maður þurfti að hafa sig allan við að sleppa óskaddaður frá alls kyns útúrdrukknu liði sem engan veginn gat leyft manni að njóta t.d. skemmtiaðtriða í friði.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:48
Ég bý á Hólmavík og tók þátt í Hamingjudögunum og það sem skrifað er um Hamingjudaga er bara rugl. Þetta var ekkert slæmt. Fólk var ekki ráfandi ofurölvi og berja mann og annan. Auðvitað eru alltaf einhverjir svartir sauðir sem láta þannig og koma óorði á alla hina. En hamingjudagar eru sko engin fylleríshátíð.
Það er satt um margar svona hátíðir að þær breytast í eitt allsherjar fyllerí. Það er líka sorglegt að fólk skuli fara með börnin sín þangað. Sem betur fer er ég 18 ára dóttir bindindisfólks og ég þakka guði fyrir það. En ég skal segja ykkur það að hamingjudagar eru ekki ein af "þessum hátíðum".
Þorbjörg Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:48
Svadalega sammála thessu. Flestar thessara hátída eru eitt helv..svínarí og stranglega bannad innan átján. Fór nú fordum sem unglingur og sumar minningar eru ansi ógedfelldar madur var sjálfsagt litid betri sauddrukkin og allt thad..en ad ég tæki børn/fjølskyldu á svona hátidir,ónei pass betra ad fara á samkomur á vegum SÁÁ eda thviumlikt.
eigdu gódan sunnudag
María Guðmundsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:57
því miður eru sumir ekki lagnir við að höndla svona hátíðir og það er hópurinn sem er sauðdrukkinn og hugsar illa um börnin sín. Annars sæki ég ekki svona hátiðir og hef aldrei gert svo ég má kannski ekki dæma eingöngu af fréttum, en held þó að þetta sé eins og margir segja hér að framan. Góðan sunnudag Jennslan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 14:03
Ég var á svona "útihátíð" um helgina og það sást ekki vín á nokkrum manni! En það voru flestir í sælu"vímu", því það var svo gaman að hitta æskuvinina
Sigrún Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:05
Ölið er bölið ef það er svolgrað of mikið kringum krakkakvölið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.6.2008 kl. 14:19
Sammála.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 14:24
Frábær færsla,gæti ekki verið meiri sammála með þessar endalausu "hátíðir" Jæja annars ætlar hún Frk.Kata.....náttla skagapía,að skella sér á Írska daga (ástæða skagamanna og fl.fólks til að liggja í því hí,hí),ég fór á Írska daga líka í fyrra en ég dvel bara úti yfir daginn,hitti gamlan skólafélaga síðast sem reyndi að reyna að fá mig á ball með sauðdrukknu fólki,en nei ég læt mér nægja minninguna um sjálfan mig á ömurlega lífskeiðinu mínu.Sko mér er alls ekkert illa við fólk sem drekkur, en mér finnst það bara humm leiðinlegt á meðan + vond vínlyktin
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:37
Katrín: Takk fyrir þetta.
Helga Guðrún: Góð
Sigrún: Sæluvíman rúlar.
Ásdís: Þessi hópur sem eyðileggur er alveg nógu stór.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 15:01
Þorbjörg: Gott að heyra.
Anna: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 15:01
Langar bara að undirstrika orð Þorbjargar hér á undan, þeir fjölmörgu sem ég þekki sem eru á Hólmavík núna hafa ekki orðið varir við neitt af því sem sagt er í fréttinni.
Valur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 16:19
Ég vil bara benda á það að þessi frétt er kjaftæði !! ég var nú sjálf í flestum partýunum og var nú ekkert af okkur "under age" krökkunum að drekka ekki einu sinni aðkomu krakkarnir nema aðal partýdýrin og þá rákum við þau úr partýunum!
Íbúi á Hólmavík (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.