Leita í fréttum mbl.is

Holland - löglegt dóp og ólöglegt. Er ég geðklofi? Nei, nei, örugglega ekki, en ferlega biluð samt. Æi þið skiljið mig langaði í eina langa fyrirsögn. Úje.

Ég veit að maður á ekki að grínast með geðsjúkdóma, né alkahólisma eða krabbamein, kransæðastífur og allan þann heljarballett.

En ég geri það nú samt.  Hvernig á maður að lifa af ef húmorinn er ekki með í för?

Hah?

Og í þessu máli sem ég ætla að blogga um áður en ég hendist í sólbað þá er afstaða mín nokkuð klofin svo ekki sé meira sagt.

N.k. þriðjudag skellur á reykingabann í Hollandi.  Þá má ekki reykja á almennum stöðum.  Þar fór það.  Nú, hassbúllurnar eru í vanda staddar.  Grasið eða hassið (veit ekki muninn, slétt sama) er reykt með tóbaki.

Ég hef nefnilega samúð með öllum reykpúandi nikótínfíklum sem úthýst er úr samfélagi manna og dæmdir til einangrunar með sinn félagslega löst.

En ég hef enga samúð með dópistum.  Mín vegna má banna fíkniefni af öllum toga til sjávar og sveita, lands og miða.

Ok, ok,ok, þið getið drukkið addna.

En mínus Holland þá telur heimurinn að hass sé fíkniefni.  D -ó - p. 

Af hverju í fjáranum byrja þeir ekki á að banna ólöglega vímuefnið?

Og snúa sér síðan að því löglega?

Það meikar fullkominn sens fyrir mér.

Ég er sem algjörlega klofin í málinu.  Hef samúð með einni tegund er á móti annarri.

Nei, ég ætla ekki að leita mér hjálpar, mér finnst gott að vera ekki fullkomin.

Farin út að reykja.


mbl.is „Öfugsnúið“ reykingabann í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

According to a study published this month in The Lancet, alcohol and tobacco rank among the ten most dangerous substances used by humans. Both alcohol and tobacco have been assessed to be more dangerous than illegal drugs like marijuana or ecstasy.

Ranked from most to least dangerous, the ten most dangerous substances were deemed to be:

  1. Heroin - popular street names include smack, skag, and junk.
  2. Cocaine - often referred to as snow, flake, coke, and blow.
  3. Barbiturates - popular slang names include yellow jackets, reds, blues, Amy's, and rainbows.
  4. Street Methadone
  5. Alcohol
  6. Ketamine - a powerful hallucinogen, often referred to as Special K.
  7. Benzodiazepines - a family of sedative drugs.
  8. Amphetamines - known as greenies among baseball players.
  9. Tobacco
  10. Buprenorphine - also called bupe or subbies.


Mér finnst að hass hætti að vera löglegt ef að alkóhól fær að vera það. Það er fátt sem eyðileggur líf jafn margra og alkóhól, bæði þeirra sem neita og þeirra sem ekki neita.

Svo verður leyfilegt að reykja hass á hassbúllunum í hollandi, það verður bara bannað að blanda því í tóbak. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:22

2 identicon

er ekki aspirín og bara allur andskotinn sem er verid ad daela í fólk í apótekunum dóp líka,   thad sem thú ert ad fara út ad reykja er mesti skadvaldur sögunnar á eftir ´moskítuflugunum, gakktu varlega um gledinnar dyr

halli (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:24

3 identicon

Ég viðurkenni að þegar ég las um þetta fyrst (man ekki í hvaða fréttamiðli) fékk ég hláturskast.Það hlýtur að þurfa að vera á einhverju til að hugkvæmast það yfirhöfuð að setja svona reglur.  Fyrir utan það hvað regluverkið sjálft er fáránleg miðað við þessa frétt þá hefur það komið í ljós að hassreykur geymir þvílíkan fjölda af stórhættulegum efnum að það er varla hægt að koma tölu á þau.

Knús suður yfir heiðar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Himmalingur

Jenný mín: einhver geðklofi er hlaupinn í þig eða kalla mætti þríklofi því ég hélt að pistillinn endaði á: ég ætla að hlaupa á næsta vegg eða ég ætla að hlaupa fyrir björg! Ónei mín ætlar bara út að reykja! Þroskamerki eða merki um að andleg heilsa er orðin tæp eða kannski er allt bara í gúddý hjá minni?!

Himmalingur, 28.6.2008 kl. 14:34

5 identicon

Af hverju í fjandanum að reykja hass? Hass er viðbjóður.

Gras er hinsvegar allt annað mál, það er eðall. Það er hægt að reykja það án tóbaks....

Árni (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

   

eigdu góda helgi og hafdu thad gott. kvedja hédan frá dk.

María Guðmundsdóttir, 28.6.2008 kl. 14:44

7 identicon

Indælt að vera svona fáfróð og þröngsýn, er það ekki?

hs (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:51

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sólbað hvað? ertu með yfirbyggðar svalir með sólgleri?

Annars ég vona að þú byrjir ekki í hassinu þrátt fyrir allt tóbaksbannið!

Knús á þíg í sólina þína - hér er skítkalt!

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 14:53

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er einhver framsóknarmennska í þér núna?

Brjánn Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 15:01

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Ég stefni að því að verða algjörlega vímuefnalaus (á bara smókinn eftir sko).

Hs: Ignorance is a bliss.  Ég lifi sæl í þeirri vissu.

María: Sömuleiðis.

 Árni: Veit ekkert um hass.  Prufaði það fyrir margt löngu og varð óglatt.  Það nægði mér.

Hilmar: Auðvitað henti ég mér í vegg.  Ég vildi hlífa ykkur við blóðugum smáatriðunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 15:03

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Þér að segja þá er mér nákvæmlega sama þó þeir reyki dóp í Hollandi.  Yfirleitt meina ég ekki helminginn þegar ég fí

flafærslast.

Hallgerður: Mér er slétt sama nema um mínar eigin reykingavenjur.  Vill fá að praktísera þær frá haga í maga, eða frá eldhúsi að kirkju.  Allsstaðar.

Anna: Góð.  Ég er í kasti.

Halli: Sum efni munu vera nauðsynleg til lækninga.  Meira veit ég ekki um það og mér er eins og ég segi slétt sama.

Bjöggi: Ég græt ekki skort á alkahóli.  En ég reikna með að það yrði ekki vinsæl ákvörðun yrði það bannað.  En þú komst með fyrirlesturinn sem ég var að bíða eftir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 15:08

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Þarna á að standa fíflafærsla. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 15:08

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég var aðallega að vísa til þessarrar setningar hjá þér.

„Ég er sem algjörlega klofin í málinu. Hef samúð með einni tegund er á móti annarri.„

Brjánn Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 15:11

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Nú hló ég upphátt.  Ég yrði sett í bönd væru vittni að því að ég sit við tölvuna hlægjandi eins og fífl.  Alein, fyrir utna Bördí Jennýjarson sem húkir á Kommúnistaávarpinu auðvitað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 15:15

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vitni.  Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 15:15

16 Smámynd: Hulla Dan

Búlshit!!! Þú ert ekkert á leiðinni í sólbað... er það nokkuð?

Hass, gras. Skil ekki muninn, en reykingar eru reykingar. Er þá einhver munur á hvað er verið að reykja??

Blahh

Góða helgi mín kæra.

Hulla Dan, 28.6.2008 kl. 15:26

17 identicon

Ég hló líka þegar ég sá fréttina um reykingabannið í Amsterdam. Góða helgi mín kæra

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 15:44

18 identicon

You´ve got mail

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:09

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég labbaði nú inn í einhverja ,,sælgætisbúð" í Amsterdam í fyrra og var næstum búin að kaupa sleikjóa handa barnabarninu og skásyninum þegar ég sá hasslaufið sem var til að merkja að þetta voru hass-sleikjóar. Svo er víst hægt að fara á ,,kökubar" þar sem hassið er innbyrgt í kökuformi en ekki reykt..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.6.2008 kl. 16:15

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Ertu að meina þetta?  Nammi?  Það hefði ég ekki fattað.  Þokkalegt að gefa barnabörnunum svoleiðis.

En kökurnar hef ég heyrt um.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 17:56

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef ekki farið á pöbb í marga mánuði, ég get nefnilega alveg keðjureykt án þess að snerta áfengi... en ég get ekki með nokkru móti drukkið áfengi án þess að keðjureykja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 20:12

22 identicon

"Hass, gras. Skil ekki muninn, en reykingar eru reykingar. Er þá einhver munur á hvað er verið að reykja??"

Að brenna Bensín, Metan, Kol eða Vetni sé ekki munin á því heldur.  Svartur, gulur, rauður og brúnn eru þetta ekki allt saman útlendingar, sé engan mun heldur.

Stebbi (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband