Þriðjudagur, 24. júní 2008
..og pabbi minn er lögga
Nú er farið með nágrannaerjur fyrir dóm. Hann sagði þetta og hinn sagði þetta. Búhú. Pabbi minn er lögga. Ésús.
Sumar gerðir af fólki eiga ekki að búa í sambýli við annað fólk. Það er sama þótt það búi með englum í mannsmynd, það getur ekki látið sér lynda.
Ég hef sem betur fer verið heppin, en einu sinni lét ég mig hafa það að flytja vegna óþolandi nágranna. Konan var það sem ég kalla húsvarðartýpan. Hún var auðvitað ekki húsvörður nema í eðli sínu.
Í hvert skipti sem börnin mín fóru út að leika, stökk hún niður í kjallara og læsti bakdyrunum sem lágu að leiksvæðinu.
Ef maður opnaði hurð í húsinu eftir kl. 22 á kvöldin þá kvartaði hún.
Og ég gæti haldið áfram. En ég flutti án þess að standa í miklum illdeilum. Aldrei séð eftir því, ónei.
Nú er konan hjá guði. Verði honum að því.
En..
Það er sagt að það sé ein svona týpa í hverju fjölbýlishúsi. Amk. einhver með húsvarðartendensa. Ég veit það ekki, bý með frábæru fólki. Rétt þekki það í sjón flesta hverja, öðrum heilsa ég og spjalla smá við, en þar stoppar það. Allir hamingjusamir og aðallega ég. Djók.
Og ég ætti ekki annað eftir en að fara að þjarka fyrir dómstólum um nene og nana, búhú og baba.
Æ dónt þeink só.
Í staðinn pakkar maður niður.
Nú eða ef maður er tæpur í höfðinu þá býður maður hina kinnina.
Úje.
Fór með rifrildið fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Get svarið það! Hélt fyrst að þú værir að tala um fyrra hjónaband mitt! Þessi lýsing átti svo vel við mína fyrrverandi!
Himmalingur, 24.6.2008 kl. 17:10
thú ert megaflottur penni Jenný eins og thú hafir ekki heyrt thennan ádur...nei ónei,ég erso mikill frumkvødull..en bara sammála,madur breytir ekki fólki og getur ropad og ræft thangad til madur er blár i framan, svona fólk breytist aldrei
María Guðmundsdóttir, 24.6.2008 kl. 17:18
Það er einn svona þumbari í blokkinni minni. Þolir ekki börn og hávaða. Hvað er svona fólk að búa í blokk. Og n.b. hann þykist eiga eitt bílastæði og ef maður vogaði sér að leggja í það þá færir hann bílinn eftir að við förum. Við erum auðv. svo miklir púkar og leggjum í stæðið eins oft og kostur er
M, 24.6.2008 kl. 17:21
Hahaha, þetta er bara fyndið! Uppáhaldið mitt er samt: "en einnig 110 þúsund krónur svo hann gæti prentað dómsorð í 110 eintökum til að dreifa til þeirra sem ætla mætti að hafi fengið að heyra ummælin"
Berglind Inga, 24.6.2008 kl. 17:23
hahaha konan hjá Guði verði honum að því...
ég bjó einu sinni í blogg þar sem var sjálfskipaður húsvörður, hann kom og kvartaði ef bílnum var ekki lagt akkúrat á milli lína...svo var það hans mesta ástríða og fullnægja í lífinu að hafa skínandi og glansandi ruslarennu, allt varð að vera marg innpakkað,
nágrannakona mín var sein fyrir einn daginn og nennti ekki að skola niður gamalli súrmjólk svo hún lét hana bara gossa niður rennuna, stuttu seinna er dinglað og frammi á gangi stendur þessi sjálfskipaði húsvörður þakinn súrmjólk frá toppi til táar, hann hafði auðvitað verið að bisa við að skipta um ruslapoka og fernan lenti á kantinum á tunnunni og sprakk yfir hann allan... það besta var að konan hans hló að þessu árum saman, fannst þetta svo gott á kallinn..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.6.2008 kl. 17:36
Ég get ekki hugsað m ér að búa aftur í blokk.
Mér kemur vel saman við aðra, þó að ég fari eflaust í taugarnar á ýmsum og ýmsir í mínar.
Það að vakna við að kallinn uppi pissi (í miðjuna á vatninu) getur gert mig brjálaða. Heyra í unglingnum uppi æfa sig á trommusett þegar hann nennir ekki í skólann pirrar mig. Að heyra ruslapoka renna niður ruslarennurnar getur ger mig óða.
Og að geta ekki gert neitt eftir klukkan 22 nema að vera með áhyggju af að fara í taugarnar á öðrum veldur því að ég fæ blæðandi magasár á no time.
Þó að ég sé þægileg á allan hátt, er ég samt einbýlishúsa týpa... upp í sveit.
Hulla Dan, 24.6.2008 kl. 17:53
Húsvarðartýpur eru frekar óþolandi.
Góðir grannar eru gulls ígildi.
Laufey B Waage, 24.6.2008 kl. 18:26
Oh ég þoli ekki svona fólk sem er svona.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 19:22
tíhí já verði honum að því.......
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 19:51
Það er frægt með blokkina á Birkimelnum nr. 8 - sú blokk var byggð af mikilli snilli og vandvirkni - garðurinn var verðlaunagarður og efnið var sér innflutt frá Þýskalandi sem notað var í innvolsið. Í þessari blokk bjó systir mín, keypti þar í kringum 1985 og bjó í mörg ár, hafði forgöngu um að koma garðinum í þokkalegt horf af því að hann var komin í vanrækslu og ein af upphaflegu íbúunum var svona húsvörður og það máttu engin börn fara inn á grasið á bak við hús! Þessi kona átti heilmikið í hugmyndafræðinni á bak við bygginguna og búsetuformið, það var t.d. sér frystiklefi fyrir hverja í búð í kjallaranum og er enn!
Edda Agnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 20:47
Ég bjó í sama húsi og gamall kall sem átti geðbilaða dóttur, það er eina skýringin sem mér dettur í hug. Hún stökk einu sinni á mig og sagði: Ef eitthvað dularfullt kemur fyrir föður minn verður þú fyrst grunuð.
Helga gamalmennamorðingi
Helga Magnúsdóttir, 24.6.2008 kl. 21:39
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:37
Sæl Jenný.
Þar sem ég er sá sýknaði í þessu máli, held ég að ég haldi bara kjafti svo mér verði ekki stefnt aftur (og aftur)
En gott innlegg hjá þér
Snowman, 24.6.2008 kl. 23:04
Hef nokkrum sinnum búið með svona hryllilegum "húsvarðar" wannabíum í fjölbýli, einu sinni á Laugaveginum, kerlingin var svona herptur handavinnupoki sem ég var dauðhrædd við og fleiri ... svona karlar sem áttu húsið og fóru með hvítum hanska yfir stigana eftir skúringar okkar hinna íbúanna ..., settu skrýtnar reglur, djisús! En í himnaríkishúsinu mínu býr bara gott fólk, sjúkkitt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.6.2008 kl. 01:33
Einu sinni og bara einu sinni, bjó ég í blokk. Í stigaganginum voru 6 íbúðir og í 2 þeirra sjálfskipaðir húsverðir.... Skil ekki að báðar skyldu ekki kæra mig bara, man ég kallaði aðra þeirra afskiptasama frekju og hina skammaði ég fyrir að vera með nefið þar sem það ætti alls ekki að vera
Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 07:06
Ég held svei að allir kunni svona nágrannasögu. Ég man t.d þegar ég bjó í blokk og það var gömul kona sem bjó í íbúð á ská á hæðinni fyrir neðan mig. Sú bankaði hjá mér í hvert sinn sem ég gekk um íbúðina mína á skónum (sem var reyndar ekki ávallt raunin) og bað mig vinsamlegast að fara úr þeim!! Mig grunar að hún hafi verið einmana þessi elska.
Knús í daginn þinn Jenný mín
Tína, 25.6.2008 kl. 08:39
Úff, reglugerðafrík með áráttuhegðun eiga ekki að fá að búa með öðrum og heldur ekki fólk sem hegðar sér eins og það sé eitt í heiminum.
Ég hló mikið einhvern tíman þegar fyrrverandi nágranni gerði sér sérferð til mín upp margar hæðir til að tilkynna mér að þvottur mætti aðeins hanga á snúrunum í þvottahúsinu í sólarhring. Ég kannaðist reyndar ekki við að eiga neinn þvott í þvottahúsinu en fór nú samt niður með konunni til öryggis (híhí). Fannst mér ákaflega gaman að geta tilkynnt konunni að þvotturinn sem hún benti mér á tilheyrði mér alls ekki, enda hafði ég tekið allan minn þvott daginn áður Hún varð frekar skömmustuleg.
Í dag á ég mjög indæla nágranna og finnst það frábært. Hef sko upplifað ýmislegt í þessu samhengi, úff! Skrítin þessi frétt! Vá! Að dómstólar skuli almennt taka inn svona rugl. Er þessi málslyktun ekki álíka og dómur í kynferðisafbrotamáli? Mér sýnist það nú bara.
Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2008 kl. 09:31
Hahaha einmitt óþolandi nágrannar.....Ég hankaði eina reglugerðarfrík um daginn.
Hann var að ryksuga hjá sér löngu eftir miðnætti, með opið inn til sín svo ryksuguhljóðið ómaði um gangana.
Auðvitað fór ég og bað hann vinsamlegast um að geyma þetta til morguns.
Lilja Kjerúlf, 25.6.2008 kl. 12:06
Ég því miður bý í blokk, ég skrifa "því miður" ekki mín vegna heldur nágrannana vegna, ég nefninlega hef þann ósið að vera á fótum þegar flestir aðrir sofa og alltaf já ALLTAF skal mér takast að labba á eitthvað, henda einhverju í gólfið, fljúga á hausinn eða skella hurð svo dæmi séu nefnd, ég er alveg ótrúleg brussa og hávaðaseggur og ég ber mikla vorkun til nágranna minna, og aldrei hafa þessar elskur kvartað.
Bjó samt í Árbæ fyrir ofann doldið einmanna karl, hann t.d. reiknaði það einu sinni út að við systurnar yrðum ekki heima og þar af leiðandi yrði frænka mín ein í íbúðinni, þegar við komum heim þá fengum við að vita að karlgreyjið hafði þurft að flytja út vegna partý hávaða frá frænku minni, hann gleymdi að fylgjast með því að frænka mín var ekki heima þessa viku.
Einhverntíma hélt ég upp á afmælið mitt, og þar var löggan komin klukkan hálf 11, vegna partýstands, þeir sneru samt snarlega við þegar þeir áttuðu sig á því að það var ekki einu sinni tónlist í gangi, meira svona matarboðsstemning.
Ég á sko hundruði sagna af þessum manni og leigusalinn okkar líka þar sem hann fékk oft hringingar um miðjar nætur þar sem karlgreyjið var að kvarta yfir okkur.
Ylfa Lind Gylfadóttir, 25.6.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.