Leita í fréttum mbl.is

Nokkur góð kjörtímabil án jakkafatanna?

Skemmtilegt að lesa um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að gossa svona krúttlega niðurávið.

Ef fylgisleysið skilar sér í kjörklefana sem er auðvitað alls ekki víst sökum þrælsótta íslenskra kjósenda, kæmi kannski kjörtímabil eða tvö án íhalds í stjórn.  Það væri gaman að lifa það.

Ég er alltaf að furða mig á öllum því vandarkeeríi sem við kjósendur ástundum á kjördegi og svo förum við heim og röflum, tautum og tuðum.  Algjörlega ómeðvituð um, að því er virðist, að við kjósum sama ballettinn yfir okkur aftur og aftur.

En..

Samfylkingin húrrast upp um 5%.  What? Er lögmálið ekki að sá sem fer í rúmið með íhaldinu hverfi nánast af yfirborði jarðar?  Þeir hljóta að vera að gera eitthvað rétt.

Vg minn eðalflokkur minnkar smá í fylgi.  Ekki gott mál.  Einhver misskilningur á ferðinni. Hehemm.

Annars er svo langt til kosninga. 

Það getur heill hópur af ísbjörnum stigið á land, fleirhundurð einkaflugvélar teknar á leigu og eitt eða tvö álver gætu átt eftir að rísa.  Fjandinn fjarri mér.

Spyrjum að leikslokum.

Mynduð þið kjósa sama flokk nú og þið gerðuð síðast?

Hugs.

Annars góð.

Úje.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já segi það með þér, munið bara að kjósa sama flokk og síðast  - eða bara það sem þig lystir!

Tek ekki þátt í svona vitleysu með þér kéddling!

Edda Agnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 12:10

2 identicon

Samfylkingin er það gera það rétt að hafa ágreininginn alltaf uppi á borðinu - sem Sjöllunum þykir reyndar alveg hroðalega vont - sbr. opinbera kvörtun Sigurðar Kára í fjölmiðlum um daginn. Annars er þetta tímabundið fylgistap, Sjallarnir ná alltaf fylginu til baka aftur, þeir sem kjósa Flokkinn, kjósa Flokkinn sama hvað!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég skyldi ekki árásir þínar á blogginu mínu á mig varðandi það að við eigum ömurlegan umhverfisráðherra fyrst og síðast...Ég setti inn komment á bloggið þitt um að sjálfsagt væri að fólk tæki sér leigubíl ef það hefði neytt áfengis, ég sagði ekkert nema það sem ég vildi sagt hafa og var ekk ivísað til eins eða neins.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þrælsótti Íslenskra kjósenda, vel mælt, hef haldið þessu oft fram.
Við erum furðulegt fólk þorum ekki að breyta til, en röflum svo út í eitt.

En það er ekkert að marka þó sjálfstæðisflokkurinn hrinji hann kemur ætíð upp aftur því fólk er svo fljótt að gleyma, skiptir engu þó það sé drullað yfir fólkið í landinu, skiptir ekki máli, hefur bara verið í vondu skapi.

Nei takk aldrei meir lætur maður hafa sig að ljósku.
Mun ekki kjósa aftur það sem ég kaus síðast.
verð bara heimaekki í fýlu, er endanlega frjáls.

                         Knús til þín Jenný mín
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlegg gott fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband