Leita í fréttum mbl.is

Dansandi fram á rauða morgun

Mogginn er að velta því fyrir sér hvort gamla fólkið borði sushi, fari í vax og hlusti á Sálina eftir nokkra áratugi.

Hm...

Eftir nokkra áratugi ætla ég að vonast eftir því að það verði engin elliheimili og engin örvasa gamalmenni til.

Ég ætla að vona að lífsgæðin aukist svo mikið á þessum tíma að fólk lifi með reisn á eigin heimili, á eigin vegum og sé sjálft sér ráðandi.  A.m.k. að miklum meirihluta.

Ég veit ekkert ömurlegra en það viðhorf sem nú ríkir til eldri fólks.

Það er komið fram við það eins og börn.

Það er gengið út frá því að allir sem komnir eru á löglegan eldriborgaraaldur hafi sama matarsmekk, tónlistarsmekk og skemmtanasmekk.  Engin frávik.  Sjómaður dáðadrengur á línuna.

Svo sér maður reglulega hvernig gamla fólkið er látið taka þátt í uppákomum eins og kvennahalupinu um daginn, í hjólastól.  Voða gaman.

Ég held að ég gangi í sjóinn frekar en að verða agúuð og gússígússíuð af fólki á launum og að það verði gert ráð fyrir að ég sé sammála síðasta ræðumanni um alla hluti að ég sé hluti af hópsál sem búin hefur verið til í öldrunarlækningum 101.

Hornkerling skal ég aldrei verða.

Ég ætla að verða geðveikur töffari í leðurátfitti, rífandi kjaft og dansandi fram á rauða morgun.

Sushi hvað?


mbl.is Húðflúr, sushi og bikinivax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég segi nú alltaf að þegar ég verð ellikerling verði gósentíð því þá verði viagra til í spreyformi.  Því mun ég geta farið í hjólastólarallý og sreyjað viagra á flottu karlana

Dísa Dóra, 21.6.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hornkerling skal ég aldrei vera og ég er svo sammála þér í þessum pistli þínum.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er skemmtileg pæling samt. En auðvitað væri draumurinn eins og þú lýsir honum. knús frá enska landinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2008 kl. 20:34

4 identicon

Jamm!

http://bjorgvin.eyjan.is/

Aðalheiður (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Tína

Sammála þér að illa er farið með gamla fólkið, en verst finnst mér þegar hjón eru aðskilin gegn þeirra vilja. Það eru sem betur fer mörg gamalmenni sem eru ánægð og líður vel á þessum elliheimilum, en betur má ef duga skal.

Annars knús á þig Jenný mín.

Tína, 21.6.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Himmalingur

Sem sagt ekkert skárri en þú ert í dag elsku Jenný mín!

Himmalingur, 21.6.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Jenný...Það er HORKERLING ekki hornkerling, kannski það breyti afstöðu þinni eitthvað.

Einhvernvegin sé ég það ekki fyrir mér að 16 ára stúlka komi að borðinu þínu og bjóði þér stappaða banana í kvöldmat. Vona að það gerist allavega ekki, stúlkunnar vegna. 

S. Lúther Gestsson, 22.6.2008 kl. 00:29

8 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Æ ég er svo hrikalega 'gamaldags' að ég held ég ætti að fara á elliheimili núna frekar en eftir 50 ár þegar ég verð fullorðin.  Siginn fiskur og rúllur í hárið takk!

Aðalheiður Ámundadóttir, 22.6.2008 kl. 03:24

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan og blessaðan daginn Jenný mín.

Já vonandi verðum við öll svo kát og hress að við getum haft það eins og hentar best.  En engin veit sína ævi fyrr en öll er......

Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2008 kl. 07:32

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn, mér líst vel á þessa framtíðarsýn hjá þér

Jónína Dúadóttir, 22.6.2008 kl. 08:56

11 identicon

Enginn fer að gamni sínu og heill heilsu inn á elli-/hjúkrunarheimili.  Fólk sem dvelur á slíkum heimilum í dag er ófært að sjá um sig sjálft hvað svo sem líður stolti og reisn. 

Sigrún Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:04

12 identicon

Ég er svo sammála þér.Við "gamla settið"verðum á motorhjóli (með eða á mótors).Ég ætla að hafa það skemmtilegt þegar ég kem á "aldur".Koma svo í tónlistarveislu í Hafnarfirði

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:06

13 identicon

Já já.  Þið skuluð bara halda þessari hugsjón til streitu eins lengi og ykkur endist líkamleg og andleg heilsa til.  Ég bara vona ykkar vegna að draumur ykkar rætist og þið veslist ekki upp sem einmana sál sem ekki fær inni á stofnun.

Og finnist ekki fyrr en nágrannar kvarta vegna nályktarinnar sem berst um stigaganginn.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:42

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björgvin Valur: Rólegur, það er ekki verið að ræða um veikt fólk.  Með auknum lífsgæðum hefur fólk betri heilsu.  Það er bara gleðilegt.

Sigrún: Auðvitað fer enginn á stofnanir að gamni sínu.  Ég er að tala um fólk sem er við góða heilsu og það á ekki að enda á stofnunum.  Amik. kæri ég mig ekki um svoleiðis örlög.

Lúther: HORNKERLING er það sem ég er að tala um.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.