Leita í fréttum mbl.is

Vælukjóarnir í 101

angry_woman 

Í hvert skipti sem íbúar í miðbænum fara að gráta yfir hávaða þá get ég ekki stillt mig um að blogga um það og láta hvína í mér aðeins.

Af því ég má það, ég er fyrrverandi Laugavegsbúi.

Og ég skil hvað fólk er að tala um þegar það veinar yfir hávaða. "Been there, seen that, done it".

En..

Við hverju býst fólk sem býr í hringiðunni þegar það búsetur sig á djamminu? 

Býst það við órofnum nætursvefni, fuglasöng og dirrindí um helgar?  Hljóðlátum náttúruskoðurum á besta djammtíma?

Ef svo er þá er kominn tími á að horfast í augu við raunveruleikann og það á stundinni.  Vakna!!

Ég er orðin svo þreytt á vælinu, undirskriftasöfnunum og mótmælunum að ég verð græn í framan.

Það er ákveðinn lífsstíll að búa í miðbænum.  Það hefur bæði gott og slæmt í för með sér.

Ég ætti að vita það og þegar mér fór að leiðast blönduðu kórarnir undir glugganum mínum á næturnar, nú þá hringdi ég ekki búhúandi í lögguna, ónei, ég flutti.  Fór upp fyrir snjólínu og líður alveg ágætlega með það takk fyrir.

Við viljum líf í miðbæinn, það er að vísu aðeins of mikið oft á tíðum bæði fyrir minn og annarra smekk en þetta er þó sá staður á landinu sem þú getur verið nokkuð viss um að fólk sé á stjái eftir tíu á kvöldin og fram á morgun.

Og að því sögðu þá liggur málið ljóst fyrir.

Flytjið eða hættið að kvarta og kveina.  Rífa höfuð úr nafla.  Komasho.

Get a friggings live.


mbl.is Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hef búið í 101 og þótti ágætt, aldrei svefnfriður um helgar...en mér hefði aldrei dottið í hug að búa í miðbænum með börn

Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jamm þetta er val - Reykjavík er stórborg!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég hef búið í 101 á árum áður og ekki hef ég borið neinn skaða af því.

En núna búum við við mikla umferðagötu og ég upplifi að svefnherbergið mitt sé við hvatmílubraut. 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.6.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nákvæmlega þetta er stórborg og þá er bara að flytja í rólegra hverfi ef fólk þolir illa við.

Ía Jóhannsdóttir, 21.6.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Eyrnatappar?

Vinkonur mínar, par, búa niðrí miðbæ, önnur alin upp við stórborgarhávaðann og finnur ekkert fyrir því, hin alin upp í Þorlákshöfn og ekki vön svona látum, hún fann ódýra lausn og treður bara í sig eyrnatöppum um nætur.... sé ekki vandamálið.

Einhverntíma var ég að djamma niðrí bæ, einhver treður hausnum út um gluggann hjá sér og öskrar "Það er enginn helvítis svefnfriður hérna" ég kalla á móti "Hjúkket að þú býrð í miðbænum" honum fannst ég hvorki sniðug né skemmtileg, muldraði bara eitthvað niður í bringuna á sér og fór aftur inn.

Aldrei og þá meina ég ALDREI skal ég leggja leið mína niður í bæ um helgar til að fara að sofa í friði og ró, veit betur, og er ég þrátt fyrir allt ekki einu sinni bjartasta ljósið í bænum

Ylfa Lind Gylfadóttir, 21.6.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Vá hvað ég er sammála þér Jenný. En þeir sem eru alltaf vælandi munu líka væla í úthverfunum bara finna eitthvað annað til að væla yfir!!! Ég hef búið í 101 og elskaði það alveg í botn og ef ég myndi flytja aftur til Íslands kæmi fátt annað til greina en að búa mjög miðsvæðis í öllum látunum  

Sigríður G. Malmquist, 21.6.2008 kl. 14:53

7 identicon

Þetta er ótrúlega kjánaleg færsla hjá þér, ósanngjarnir sleggjudómar um eitthvað sem þú hefur ekki sett þig inn í.

Um íbúa í 101 gilda sömu lög og reglugerðir og aðra landsmenn. Íbúar í 101 hafa aldrei farið fram á að betri lög og reglugerðir gildi um þá en aðra.

Þetta snýst einfaldlega um hvort íbúar í 101 eigi ekki rétt á sömu lagavernd og aðrir Íslendingar.

Í reglugerð um mengunarvarnir er tiltekið hver hávaðamörk skuli vera í mannabyggð.

Íbúar í 101 fara fram á að þeim reglum sé framfylgt á Íslandi eins og í öðrum löndum.

Það er enginn í miðbænum að kvarta undan eðlilegu áreiti sem skapast af því að umferð í miðborg er með öðrum hætti en í úthverfum. Það er einvörðungu verið að fara fram á að stöðug og síendurtekin brot á reglugerð um mengunarvarnir - sem nóta bene er nauðsynleg fyrir mannlega heilsu - séu stöðvuð, eins og er í verkahring lögreglu, dómsmálayfirvalda og heilbrigðisyfirvalda.

Flókið? Nei, ekki hefði maður haldið það. En illgjarnt fólk getur skemmt sér við að misskilja hvað sem er.

Við í 101 tökum ys og þys miðbæjarins og skrautlegu mannlífi fagnandi, en við erum á móti því að nauðsynleg lög séu brotin.

Með lögum skal land byggja!

Súmétúþebón! Óje! Gaggalagú!

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Já sammála síðasta ræðumanni.  Að sjálfsögðu er þetta samt allt spurning um hvað fólk velur sér. Ég er alveg viss um það að þeir sem að ákveða að flytja í 101 rvk megi ekki búast við ró og næði.  Og ef að fólk þolir illa háfaða að þá held ég að  fólk ætti að velja sér annan stað til að búa á

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:06

9 identicon

 "Illgjarnt fólk getur skemmt sér við að misskilja hvað sem er", segir Þráinn hér að ofan. VÁ - hvað mér finnst þessi orð lýsa bloggheimum almennt vel.

Kannski maður ætti að segja skilið við þá og fara og lifa lífinu dálítið!

Örn Klói (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 15:09

10 identicon

Ég by sjálf mjög nálægt miðbænum  en er alin upp í sveit svo ég hef bæði ;)  Mér hefur alltaf skilist að miðbæjaríbúar séu aðallega að tala um að fá mögulegt svefnæði eftir kl 03 á nóttunni - ekki að það eigi bara að loka öllu á miðnætti og rýma miðbæinn!!  Hugsa að allir séu meðvitaðir um að fylgir því ónæði að búa þar sem hlutirnir gerast en kannski ekki til klukkan 06 að morgni!

Sonja (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 15:19

11 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Sammála síðasta ræðumanni. Það gera sér allir grein fyrir því sem búa þarna að hávaðinn er meiri en annarsstaðar en það er ekki þar með sagt að íbúarnir eigi að taka því þegjandi þegar umhverfi þeirra er breytt án samþykkis. Þetta er "mengun" sem hægt er að hafa stjórn á af borgaryfirvöldum, öfugt við fuglasöng !!!

p.s. Það er ekki alveg hægt ennþá að líkja Rvk við stórborgirnar erlendis......kannski sem betur fer.

Íris Ásdísardóttir, 21.6.2008 kl. 15:30

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

getur verid erfitt ad flytja thegar fólk hefur búid kannski lengi tharna nidurfrá. Umhverfid hefur jú breyst med árunum og bæst vid fjølda kráa,skemmtistada og th. Einhverjar reglur hljóta ad gilda i 101 eins og annarsstadar svo ég skil fólkid vel ad verda pirrad ef allt er vitlaust hvad eftir annad

María Guðmundsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:51

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er fjör hjá þér Jenný mín eins og oft - og ekki er verra að fá komment frá spéfuglinum  Þráni Bertelsyni, ég gargaði úr hlátri þegar ég sá niðurlagið hans!

En hann er einn af þeim sem eldaði grátt silfur við borgaryfirvöld vegna ónæðis í miðbænum fyrir nokkrum árum og þekkir greinilega vel til reglna sem eru í gildi.

Það er rétt að ekki veitir af að halda niðri hávaða á nóttunni, greinilega ekki nóg að hafa lögguna . Mér datt í hug hvort það ættu ekki að vera næturstarfsmenn á vegum borgarinnar á vappi um miðborgina til að leiðbeina fólki hvar það getur talað saman , grátið og hlegið á leiðinni heim frá næturgöltinu, það mætti t.d. búa til lítil kort eða bæklinga fyrir viðskiptavini ölstofa með teikningu af nágrenni til að vísa á opin svæði. Það gæti líka komið nýtt starfsheiti út úr þessu, samfélagsþjálfi!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:51

14 Smámynd: Bergur Thorberg

Bendi bara á bloggið mitt.

Bergur Thorberg, 21.6.2008 kl. 16:06

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig vantaði að láta skamma mig aðeins, Ælofitt.  Þráinn, vertu hipp og kúl, anda inn anda út.

Auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta, horfumst í augu við þetta.  Íslendingar kunna ekki með brennivín að fara (ekki dóp heldur) og þeir haga sér eins og vörtusvín á sveppum þegar þeir gera sér glaðan dag.  Það er ekki útlit fyrir að það breytist á næstu 2000 árum eða svo.

Æmsúingnóboddí gúdd pípúl.

Látið mig heyra það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 16:27

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er í kasti yfir "gaggalagúinu" hjá Hr. Bertelsyni.  Maðurinn er krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 16:29

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það má eiginlega segja það, hann er bara krútt!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 16:51

18 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef maður býr við hliðina á Golfvelli má maður búast við að rúða brotni endrum og eins.

Ef maður býr í miðbænum, ofan á bar, þá má búast við hávaða um hverja helgi. 

Ásgrímur Hartmannsson, 21.6.2008 kl. 17:43

19 identicon

Þú ert lika krútt, Jenný - en þú hlýtur að geta fundið þér eitthvað þarfara til að fá grænar bólur yfir en því að sömu mengunarreglur skuli gilda í 101 og 111.

Sjúbídújúhú!

Þráinn Bertelssonn (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 18:49

20 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Veit ég er frekar sein að kommenta hér en ég er svaaaakalega sammála þér Jenný.

Hef aldrei skilið fólk sem flytur í miðbæinn og reynir svo að stjórna öllu í kringum sig. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan skemmtistaðirnir hættu að loka kl. 3. Reykingabannið hefur reyndar valdið því að nú er meira ónæði á götunum, svo ekki sé talað um óþrifnaðinn. Staðirnir hafa hinsvegar undanfarin 10 ár eða svo verið opnir til 5 eða 6 og er almennt viðurkennt að það bætti ástandið þegar þeir sem vilja djamma frameftir öllu hafa stað til að vera á.

Þeir sem ekki þola hávaða á nóttunni hafa fullt af stöðum að búa á, jafnvel á 101, bara ekki í sömu götu og skemmtistaður. Það má heldur ekki gleyma því að göturnar eru mun öruggari þegar fleira er opið. 

Laufey Ólafsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:18

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Dúddírú... þessi færsla var víst síðan í dag ég er þá ekkert sein... það sló aðeins saman hjá mér

Er samt alveg bláedrú heima með börnum á laugardagskvöldi sko.

Laufey Ólafsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:22

22 identicon

Það sem við höfum lært er að ekki skiptir máli á hvaða tímum staðir loka,

heldur er vandamálið að þeir loki allir á sama tíma.

Það sem þarf er að dreifa álaginu yfir morguninn, daginn, kvöldið og nóttina.

Það er engin lausn að stytta eða lengja opnunartímann á veitingastöðum ef það gildir eins fyrir alla.

Lausnin liggur í fjölbreytileikanum.

Það ætti ekki að vera hægt að kalla allt næturklúbb sem hefur veitingaleyfi. Þar liggur okkar helsta vandamál.

Áheyrslubreyting ætti að vera í skilgreiningum á veitingarekstri, með skýrri reglugerð.

Veitingarekstur er fjölbreytt rekstrarform, dæmi:

- Næturklúbbur er staður sem ætti einungis að vera opinn um helgar, hann opnar seint og lokar seint (t.d 23-07.00) Hann selur einungis áfengi og fengi ekki leyfi til að selja mat. Næturklúbbar eru nauðsyn en það þarf mun færri næturklúbba í miðborg Reykjavíkur. Það eru vinsælir klúbbar til og nóg af þeim, Tunglið, Organ, Apótek, NASA.

Það er óþarfi að hafa krár og veitingastaði nálægt íbúabyggð sem vilja vera studio 54.

- Krár eru kaffihús á daginn sem selja áfengi á kvöldin alla daga vikunnar. Krár eru ekki næturklúbbar og ættu einungis að vera með leyfi t.d til 01.00

- Veitingastaðir selja morgun, hádegis og kvöldmat alla daga, eru með starfsmenn í eldhúsi og þjóna. Fráleitt er að þeir staðir sem selji mat, áfengi og Te breytist í næturklúbba.

Veitingastaðir ættu allir að loka t.d 01.00

-Kaffihús selja ekki áfengi og mættu vera með opið allan sólarhringinn ef þeim fýsir.

-Bar sem ekki selur kaffi á daginn og opnar einungis á kvöldin alla daga, ætti að vera með leyfi t.d til 02.00

Þarna myndast val, það dreifir fólki um bæinn á misjöfnum tíma.

Þetta eru gróf dæmi en með þessum breytingum í þessa átt er verið að dreifa álaginu, það er ekki lengur verið að neyða miðbæ Reykjavíkur að leggja undir sig íbúasvæði nálægt veitingastöðum, í einn stóran tíu þúsund manna skemmtistað á sama tíma þar sem öll skúmaskotin breytast í almenningssalerni.

Vælukjóarnir sem þú nefnir hafa búið þarna í marga ættliði, þeir eru fólkið sem stunda veitingastaðina í miðborginni mest af öllum, þrífa lóðirnar eftir fylleríið, sópa gangstéttirnar, reka ýmisskonar sérverslanir á laugaveginum, halda uppi kaupmanninum á horninu meðan aðrir fara á Holtagarða. Þeir eru með gistiheimili í miðbænum, taka á móti 300.000 ferðamönnum sem leggja leið sína í hjarta borgarinnar. Þetta fólk elskar að búa í miðborginni og hefur gert alla tíð, þau munu aldrei flytja annað.

Við biðjum um sanngirni og að réttur okkar sé virtur. Heilbrigðiseftirlitið og lögreglan munu sjá til þess.

Ég vona að þessi hugmynd um fjölbreyttann opnunartíma leggist vel í ykkur. Svona er þetta eins og þið eflaust vitið nú þegar, í flestum, ef ekki öllum nágrannalöndum.

Virðingafyllst,

Jóhann Meunier

Miðborgarbúi

Jóhann Meunier (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.