Leita í fréttum mbl.is

Má ekki brosa? Ha?

Ég hef rosalega gaman af Mike Mayers.  Hann er frábær gamanleikari.

Og þá er það frá.

Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla  vegna nýjustu myndarinnar hans "Love Guru" sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um allan heim.

Ég er eiginlega komin með upp í kok af húmorsleysi trúaðra manna (kvenna).

Kristnir, múslímar, hindúar og allur pakkinn verður að fara að geta hlegið svolítið að sjálfum sér og guði.

Þeir eru allir orðnir eins og hertir handavinnupokar..

Það má ekki æmta né skræmta, grínast eða hlægja nálægt biblíum og bænahúsum heimsins áður en væluskjóðurnar fara á kreik.  Ég er særður, ég er reiður, mér er misboðið, ég drep þig, lem þig og dæmi þig til eilífarar helvítisvistar. Kommon.

Ef guð hefur skapað manninn í sinni mynd, þá á það væntanlega líka við um geðslagið í okkur.  Allan tilfinningaskalann.

Ég hef ekki nokkra trú á að Gussi sé að fara á límingunum yfir smá fíflagangi.

Ég held að honum finnist það meira að segja hipp og kúl.

Akkúrat núna er ég m.a. að hugsa um ákveðinn Moggabloggara, strangtrúaðan, sem var fastur í óbyggðum þegar guð útdeildi húmornum.

Djöfuls leiðindi.

Farin aftur að lúlla, er með sléttan 38, 780730 í hita.

Úje.


mbl.is Hindúar mótmæla Hollywoodmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Spurning hvort þetta fólk muni ekki bara deyja úr leiðindum? Málið leyst!!!!

Himmalingur, 18.6.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert óborganleg Jenný.  Hvernig var þinn handavinnupoki á litinn?

Minn var hvítur með rauðum köflun, svona næstum því eins og spari/hálsslæðan hans Dr. Sveins Rúnars.

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún: Þekkirðu Svenna, það gerum við hér.  Já hann var rauðköflóttur með litlum rúðum og úr sama efni var svuntan í 12 ára bekk.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Himmi: Ég vil ekki óska neinum svo ills að deyja úr leiðindum.

Fólk á að læra að brosa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, aðeins.  Hjúkraði mömmu hans um langt skeið

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Himmalingur

En ef fólkið óskar sér það sjálft? Ekki ferðu að neyða húmor í húmorslausa. Það væri nú meiri húmorinn!

Himmalingur, 18.6.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef víst húmör, þó ég búi þar sem þú kallar óbyggð!

*hendíjennýjónsbók*

Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 17:05

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Var ekki að tala um þig.  Nananabúbú.  Fyrsti stafurinn er að mig minnir Jónvalur.

Hilmar: Jú, við neyðum það í liðið með ofbeldi ef ekki vill betur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Híndúúúú, búúúhúú ..  ...  Hertur handavinnupoki!  - brilljant samsetning -  ég þarf að stela þessu einhverntímann!!!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.6.2008 kl. 17:16

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Hann er gamall þessi með handavinnupokann.  7tíuogeitthvað byrjaði systir mín á að lýsa fólki svona.  Jájá.  Ég hef heyrt þetta reglulega úr öllum áttum síðan.

Vessogúdd use it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 17:19

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tók líka eftir þessu með handavinnupokann sem ég hef aldrei klárað!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 17:38

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Handavinnupokarnir voru ekki við lýði þegar ég var í skóla. Systur mínar áttu svona poka og svuntur. Hertur handavinnupoki er alveg brilljant lýsing á fúlu fólki.

Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 17:55

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég klárað minn ekki heldur.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 20:05

14 Smámynd: M

Á einmitt einn svona rauðköflóttan þar sem ég saumaði fallega skútu framan á hann. Valdi auðveldustu myndina + upphafsstafina mína MP :-)

Voandi fer hitinn að lækka fjótlega.

M, 18.6.2008 kl. 20:17

15 identicon

Góðan bata.Flott myndband

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:55

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

M: Arg, ég man eftir skútumyndina.

Mínir JAB voru þarna, bæði á svuntu og poka.

Takk öll fyrir skemmtilegar athugasemdir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 21:16

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég held bara að heimurinn yrði svo miklu betri ef ekki væri fyrir trúarbrögð :(

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:37

18 identicon

Já heimurinn yrði svo sannarlega betri ef ekki væru öll þessi trúarbrögð. Svo finnst mér að trúarbrögð eigi ekki að vera hafin yfir gagnrýni eða grín frekar en stjórnmálaskoðanir eða eitthvað annað. Við eigum ekki að kokgleypa alla vitleysu sem haldið er að okkur og alls ekki að sætta okkur við að börnunum okkar sé kennt hvaða della sem er. Við vitum það öll að trú hefur verið troðið upp í kokið á okkur sérstaklega á meðan við vorum börn. Þetta er gert í þeim tilgangi að viðhalda velvilja til kirkjunnar inn í framtíðina því gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 140 prestar skipta á milli sín 77 miljónum í hverjum mánuði allt árið, fyrir utan það að taka svo sér fyrir allar athafnir sem þeir framkvæma. Já trú og trúarbrögð eiga ekki að vera yfir gagnrýni hafin. Ég sem trúlaus manneskja krefst þess að trúaðir snúi ekki út úr orðum eða athöfnum trúlausra eins og prestur nokkur úr Hafnafirði gerði í blaðagrein fyrir skömmu, þar sem hann sagði að trúlausir væri að gera aðsúg að trúuðum og að sunnudagaskólabörn væru mögulegur hópur sem trúlausir myndu ráðast að. Hann er sem sagt að gera því skóna að trúlausir séu svo vont fólk að það svífist einskis og sé tilbúið að ráðast á börn til að þjóna tilgangi sínum. Þetta er ógeðfeldur málflutningur. Þetta sagði guðsmaðurinn í kjölfar þess að einstaklingur klæddist svarthöfðabúning við hátíðlega athöfn presta íslensku þjóðkirkjunnar. Þetta er svipað og þegar biskup kom því inn hjá foreldrum grunnskólabarna að trúlausir vildu banna litlu jólin sem er auðvitað fjarstæða. Vona að þetta litla innlegg fái að fylgja hérna með í þessari umræðu um umburðarlyndi trúarbragða gagnvart gríni og þá ekki síður gagnrýni.

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987289

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.