Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki bjarnarblogg

 bag-over-head

Þetta er alls ekki blogg um björn.  Alls ekki.  En ég verð að játa að hann blandast svolítið inn í málið.

Það má segja að þessi færsla sé mótvægisaðgerð við öll milljón blogginn á Mogganum um björn II.

Ef ég rekst á eitt blogg enn, með "Ég vona að hann lifi", "Ég vona svo sannarlega að hann deyi ekki" og allt þar á milli, þá hreinlega æli ég.

Og veruleikinn er absúrd.  Eins og ég skrifaði inn í athugasemdakerfið hjá Lilju Guðrúnunúna áðan.  Hún skrifað brilljant færslu um erindið.  Ein af fáum.

Svo hefur allt kommósjónið í kringum Bjössa sett mig í svo undarlegt hugarástand að ég hef fengið hvert hláturskastið á fætur öðru - á röngum stöðum.

Í fréttunum var verið að tala við BÓNDANN á bjarnarsvæðinu og mynd af viðkomandi birtist á skjánum.  Maðurinn var þreytulegur á myndinni,  hún örugglega tekin í einhverjum atganginum í sveitinni, allt vitlaust þar í sumarverkunum og þá gerðist það að ég hló hátt og lengi. 

Húsband horfði á mig með fyrirlitningu.

Ertu að hlægja að manninum, spurði hann.

Ég: Nei ekki sko að manninum þannig (hahahahaha), heldur sitúasjóninni.  Maðurinn er grándaður heima hjá sér um hábjargræðistímann á meðan Þórunn reddar búri fyrir innrásaraðilann.

Húsband algjörlega búin að segja sig úr lögum við mig: Þú ert ekki í lagi.  Frusssssssss

Og ég hélt áfram að reyna berja niður þennan smekklausa og ótímabæra hlátur þegar fréttaritarinn úr Náttúrufræðistofnun sem fræddi okkur um björgunaraðgerðirnar sendi boltann á RÚV og fréttaþulurinn svaraði snöfurmannlega að bragði:  "Þakka þér fyrir þetta BJÖRN!"

Og þá missti ég mig gjörsamlega.

Ef þið trúið mér ekki þá má sjá þetta í lok fréttarinnar.

Og síðan þá hef ég ekki getað hætt.

Ég er örugglega á einhverri post-gelgju.

Ég veit að þetta er alvarlegt, hvítabirnir eru hættulegir, í útrýmingarhættu og alles.  En þetta er komískt.  Öll þessi læti.  OMG

Og nú vill örgla enginn stjórnmálaflokkur atkvæðið mitt einu sinni. 

Ég verð rekin úr mínum stjórnmálasamtökum, ég finn það á mér.

Ég er ekki húsum hæf og ég hlæ að björgunaraðgerðum hvítabjarnar.

Kannski Frjálslyndir vilji...DJÓKW00t

Ég mun næstu daga læðast með veggjum og með hauspoka.

ARG

 


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jenný.

Birta heiti ég, og er þér ókunnug.

Við erum báðar tvær þær undarlegustu, því ég hef hagað mér eins og þú, í allan dag, við einmitt mikla undrun eiginmannsins.

Þvílíka sjónar/heyrnar spilið.

Kveðja og takk fyrir mig.

B

Birta (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birta: Takk fyrir þetta, ég hélt að ég væri að tapa mér.   Við erum systur í andanum.  Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha er ekki algjörlega yndislegt að fá hlátursköst þegar síst er von á þeim. Þú ert svo skemmtilega biluð. Björn fréttamaður hefur örugglega verið ansi meðvitaður um nafnið sitt á þessari stundu.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

-  Ef þú skoðar myndina, með greininni,  þá sérðu að Björnin hefur stungið niður "RAUÐUM FÁNA" á lítinn hól. -

Nákvæmlega eins og Bandaríkjamenn gerðu " Í beinni útsendingu frá Tunglinu" þegar þeir fyrstir manna stigu fæti, á tunglið,  og stungu niður Bandaríska fánanum ofaní lítinn hól. -  Allt gert í beinni útsendingu sem m.a.s. ég horfði á,  - life.

 Rússar héldu því fram að þeir hefðu verið fyrstir til tunglsins,  - og að þeir hefðu sett niður "RAUÐAN FÁNA" því til staðfestingar, á lítinn hól á tunglinu.  - Og að BNA - menn hefðu stolið Rauðafánanum þeirra, - allavega látið hann hverfa. - Og sett sinn fána í staðinn.

 Svo ég spyr. - Er þetta Rússneski Björnin sem týndist með Rússneska Geimfarinu, og rauða fánanum á litla hólnum?,   -  Hann hefur þá lent hér greyið,  þegar hann hélt að hann væri á tunglinu, og stakk niður rauða fánanum sínum, fyrstur geimfara. - Ekki í beinni útsendingu. -

Aumingja Björninn, sá held ég að sé svekktur núna, ef hann er búinn að fatta að hann er bara í "Litlu Ameríku" eins og kanarnir segja, og búin að vera að dóla hér í 40 ár. - Þetta kallar á nýtt "KALT STRÍÐ".

Nema að við finnum þriðja Björnin, þann með Bandaríska fánan, áður en þessi vaknar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Andrea

Hahaha snilld

Andrea, 16.6.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: Andrea

Er ekki fyrirsögnin á einni fréttinni líka soldið undarleg? "Ísbjörn í æðarvarpi"
Soldið eins og ísbjörnin sé að verpa.....

Andrea, 16.6.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar: Hann bjargast á morgun

Andrea: Vildi ekki æra Björn bónda (garg) og hafa orð á þessu með varpið, en mér fannst þetta frábær fyrirsögn.  Það eru allir að missa það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Satan: Hvern andskotann ertu að meina? Fjandinn hafi það maður, þetta er gelgjufærsla, þar fyrir utan get ég slangrað á mörgum tungumálum, ég er svo helvíti mögnuð.  Farðu svo til fjandans.  Ég meina heim krúttið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún: Sá bandaríski er þegar fundinn.  Hann er í dómsmálaráðuneytinu

Jóna: Ég elska þig líka villingurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hljómar eins og auglýsingarnar hennar Rósu í denn, þetter ekki augýsing um æðarvarp dudurudu, þetta er ekki auglýsing um ..... hahahahaha.  Ég hef lítið fylgst með þessu í dag, og sá það fyrst hér á blogginu að annar bjössi væri komin, og jafnvel sá þriðji

En ég skal alveg hlæja með þér, ég veit satt að segja ekki hvað mér finnst einu sinni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 21:48

11 identicon

Svo heitir bóndinn Leó! Hvað skyldi lögreglustjórinn þarna heita?

örn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:12

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

haldið þið ekki að einhver sé farin að prjóna lopapeysu á hann fyrir brottförina á morgun? Oh ég er svo spennt, kannski deyr hann í svæfingu og þá er eins gott að hann verði búin að fá líkklæðin sín!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 22:29

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Arnar: Ég hef nóg af efni til að blogga um, hehe, ekki vandræði með það.

Edda: Vonandi kemst Bjössi klakklaust heim í hungrið

Örn: Nú dey ég.  Bóndinn heitir sem sagt Örn, löggan heitir örugglega HÚNI.  OMG.

Ásthildur: Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 22:45

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Auðvitað, það er svo augljóst um leið og þú segir það. -  Nú verður hann að vakna og ræða við HVÍTRÚSSABJÖRNINN,  og bjóða honum í "thji gong" og skerpa á friðarpípunni. -

Svo þarf að athuga þessar hleranir upp á nýtt. - Skildi Björn hafa verið að hlera Björn, á meðan Björn hleraði Björn. - Og þeir "allirbáðir" leituðu að þessum með friðarfánann. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 22:45

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LG: ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 22:46

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið eru þið furðuleg það verð ég að segja veslings björninn kom hér í sakleysu sínu, mér finnst ekki neitt  fyndið við það, en auðvíta mun það vera stoppað ef hann geri  innkvað af sér.Hvað er rangt við það.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2008 kl. 22:49

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gáta:  Jenný, veistu, að það er maður sem dreymdi fyrir komu þriggja bjarna og nú eru komnir tveir, hvert ætli þessi þriðji fari?

Og Jenný, veistu, að það voru tvær litlar stúlkur  sem báðar heita "Karen" sem sáu birnina fyrst, nú getum við leitað eða öllu heldur beðið þjóðskrá að leita eftir hinum Karenunum sem búa ekki langt frá sjó, líklega á Norðurlandi til að undirbúa betur komu næsta bangsa.

Þetta er svo spennandi, það fer örugglega að koma eitthvað meira fram bráðum, svo verður þetta þjóðsaga Íslendinga árið 3333!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 22:56

18 Smámynd: Andrea

Æji já Jenný, reyndu að hunskast til að tala almennilega íslensku á blogginu þínu en ekki eins og einhver gelgja! Veistu ekki að bloggin þín eru geymd á Landsbókasafninu!

Andrea, 16.6.2008 kl. 23:53

19 Smámynd: Andrea

ps. er Katla að grínast eða...innhvað?

Andrea, 16.6.2008 kl. 23:55

20 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

GAman að lesa hjá þér er alveg búin að hlæja líka en ekki af Bjössanum hendur af ykkur þið eruð krútt.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 23:58

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nei ég er ekki að grínast........... En en hvað heldur þú.???

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2008 kl. 00:01

22 identicon

drepa bangsann.  EKKI hlusta a móðursjukar feminista.  Skál....

bjarni (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:03

23 Smámynd: Andrea

ehm, hvernig á ég að orða þetta? Ég veit það ekki, þess vegna spurði ég? Sleppur það? :)

Andrea, 17.6.2008 kl. 00:05

24 identicon

Satan: Ég sé nú ekkert gelgjulegt við þetta blogg þar sem að ég hef aldrei heyrt gelgjur nota þessi orð sem þú nefndir, nema kannski brilliant en þá bara í djóki:! Þú þekkir greinilega ekki mikið af gelgjum....ég þekki nú nokkuð margar(enda rétt svo nýskriðin yfir gelgjuna sjálf:P) og þær tala ekki svona

hrefna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:15

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea: Ég flippa hérna, bloggin mín eru geymd á safninu með hinum handritunum

Katla: Við erum bara að grínast svona almennt um lætin í kringum þetta allt saman. 

Takk krakkar, þið gerir lífið þúsund sinnum betra ef eitthvað er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 00:16

26 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Góða nótt Andreg,

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2008 kl. 00:18

27 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Er ekki örugglega búið að redda ísbjarnarbúning fyrir næsta áramótaskaup?

Björg K. Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 00:22

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert góð í kvöld dúllan mín ég tók þessu ekki alvarlega Jenný mín

Ég var bara að grínast

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.