Mánudagur, 16. júní 2008
1-0 fyrir Hildi Helgu - og húsráð í bónus
Ég veit ekkert um þetta mál á milli Hildar Helgu og Útvarps Sögu.
En ég reikna með að þar hafi fólk ekki getað talað saman.
Hildur Helga vann í undirrétti og auðvitað eru henni sendar hamingjuóskir héðan.
En...
Af því Hildur Helga er ekki með bílpróf frekar en ég, og var með einhvern helling af leigubílakostnaði sem hún fær ekki greiddan, þá sting ég að henni því húsráði sem hefur gagnast mér hvað best hin seinni ár.
Ég giftist leigubílstjóra. No more problems.
Réttara sagt þá giftist ég þessum flotta tónlistarmanni og stakk síðan að honum hugmyndinni (þ.e. hefði gert ef hann hefði ekki fengið hana sjálfur), að það væri aldeilis gráupplagt að drýgja tekjurnar með leigubílaakstri tímabundið.
Það má svo segja að fjármál heimila í þessu landi kristallist í þeirri staðreynd að núna 8 árum seinna er hann enn á leigubílnum.
Later.
Útvarpi Sögu gert að greiða eftirstöðvar launa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hún fær það hjá honum frítt,
femínisti hún var þar útspýtt,
á bísanum ráfaði,
en bílstjórinn gáfaði,
hann tók hana upp til sín títt.
Þorsteinn Briem, 16.6.2008 kl. 17:51
Steini: Ég þakka kveðskapinn, þrátt fyrir að hann sé með vafasömu innihaldi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 17:53
Hm. Giftast leigubílstjóra. Ekki galin hugmynd. Ég giftist sjómanni og fékk ókeypis rosalega fína frystitogaraýsu í mörg ár. Það er líka ágætis búbót.
Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 17:56
ef þið vitið af huggulegri heimasætu, dóttur auðugs vínekrubónda....þá sendiði mér bara línu
Brjánn Guðjónsson, 16.6.2008 kl. 18:38
Ég giftist kafara,vélstjóra,bátsmanni,snillingi og sölumanni.Hann er með bílpróf venjulegt,meirapróf og mótorhjólapróf.Og allt þetta í einum frábærum manni.Er sjálf með einfallt bílpróf og reiðhjólaréttindi.Hlusta ekki á útvarp sögu,frekar en að lesa DV.Þar eru ritstjórar og útvarpseigandi vinir Byrgisperrans og þá ekki mínir vinir.Skemmtileg færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:04
Ég fékk eðalkokk og það er sko ekkert slor skal ég segja ykkur ja nema þegar ég vil elda sjálf þá er hann með nefið ofan í öllu. Arggg..
Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:17
Ætli það sé einhver á lausu á "stöðinni"?
Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:26
Best er að taka leigubíl ef viðkomandi er undir áfengisáhrifum.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.6.2008 kl. 20:46
Þú ert ágæt
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 20:49
Frábært húsráð! - Verst að þetta skuli verið komið á bloggið ætli sé þá ekki þegar búið að setja öngul í þá lausu. -
En segðu mér elskulega bloggvinkona ef ske kynni að það sé enginn laus á stöðinni. - Hvað gerðu allir þessir "fyrrum" hús....?., svona ef ske kynni !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:50
Takk fyrir innlegginn.
Guðrún Magnea: Ertu að beina þessu til mín? Ef svo er þá er ég á leigubíl edrú og líka þegar ég var alltaf full. Jájá. En ef þú ert að gefa eitthvað í skyn um drykkju málsaðila hérna, þá vil ég ekki hafa svoleiðis inni á mínu bloggi. Það kemur engum við nema viðkomandi sjálfum. Þorrí.
Lilja Guðrún: Sko einn var sprengisérfræðingur nei þú hefur ekkert við hann að gera. Og hinir, æi ég hef ekki tíma til að telja það upp. Var að linka á ísbjörninn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:01
Segi og skrifa þetta gildir EKKI um iðnaðarmenn, ég giftist múrara, hemm, það er alltaf tími fyrir alla aðra, en heima.... nei þá á maður frí frá múrverki. Þekki líka til rafvirkja, vélaviðgerðamanns, málara viljið fleiri ? Ég þurfti að fá einhvern annan til að leggja flísar heima hjá mér og leggja stétt. En ég elska hann samt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 21:51
Aha sprengisérfræðingur! - Uhumm, gæti gengið, ef hann einbeitti sér að því að sprengja borgarstjórnir, ríkisstjórnir, Seðlabankastjórnir, fiskveiðistjórnir. - svo eitthvað sé nefnt. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:29
Ásthildur þú ættir að prufa að fá þér Frí-múrara, þeir ku vera ansi séðir, við að sjá um sína. Heyrðu þetta er nú bara ansi góð hugmynd hjá mér, ég ætti nú að spá í það líka. humm
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:32
Heil og sæl Jenný Anna,
Það rignir yfir mig hamingjuóskum v.þ.a. ég vann þetta prófmál gegn vinnuveitanda, sem er alræmdur fyrir að hlunnfara og hýrudraga starfsfólk. T.D. frá fyrrv. starfsfólki Útvarps Sögu, sem hefur sérstaka ástæðu til að samfagna. Einnig hef ég fengið heillaóskir frá formanni Blaðamannafélags Íslands, enda hér um mikilvægt mál að ræða, sem sýnir að það eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að fara með fólk í þessum bransa.
Ástæður þess hve fáir hafa farið með sín mál alla leið gagnvart Arnþrúði Karlsdóttur má sjá í þeim ótrúlegu ærumeiðingum sem ég mátti sitja undir meðan á málaferlum stóð -og sumir sjá nú sóma sinn í að halda á lofti, eftir að málið er unnið. (Varla væri það skárra hefði ég tapað...)
Þar eru svo miklar lygar og rangfærslur við völd að ég treysti á dómgreind þeirra sem hafa fylgst með mínum 28 ára ferli í fjölmiðlum, frekar en að standa í langvarandi leiðréttingum.
Vil þó aðeins koma að einu atriði, þessu með leigubílana -áður en það verður aðeinhvers konar falskri goðsögn:
Þar sem kaupið, sem um var samið í upphafi, var afar lágt -og ég "aumingjagóð", með talsverða biðlund, var einmitt fyrsta samningsatriði okkar A.K. að ég tæki leigubíl til vinnu á hennar kostnað. Enda sagðist A.K. vera með sérstakan afsláttarsamning við Hreyfil-Bæjarleiði. Alltaf fyllti ég út nótu samviskusamlega -og aldrei tók ég bíl á kostnað Ú.S. nema til og -reyndar sjaldan- frá vinnu.
Á sama tíma var ég -og er- í prívat reikningi hjá annarri leigubílastöð, BSR og nota þá þjónustu í mínum einkaútréttingum. Þetta kom skýrt fram í réttarhöldunum, staðfest af framkvæmdastjóra BSR. Ég tók semsagt bíl í vinnuna á kostnað A.K. -og aðeins þá. Þetta var A.K.auðv. kunnugt um, þó að hún haldi öðru fram síðar, enda hafa hún og sannleikurinn nú aldrei átt mikla samleið.
Nenni því ekki að sitja undir því að ég hafi verið "rúntandi um á leigubílum á kostnað Arnþrúðar Karlsdóttur". Það hefur nú sennilega frekar verið öfugt; að þessi manneskja hafi getað leyft sér ýmislegt fyrir launin sem hún var ekki að borga starfsfólki.
Svo finnst mér að þeir/þær, sem hlakka yfir þeim viðbjóði sem ég er að fá yfir mig vegna eðlilegrar og réttlátrar launadeilu, ættu að skammast sín.
Í þessu geta allir lent og ég er stolt af því að hafa tekið slaginn -og unnið.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 20:21
p.s. Hvers vegna "reiknar þú með að þar hafi fólk ekki getað talað saman" ?
Er það algengasta ástæðan fyrir því að fólk fær ekki launin sín ?
Reyndar er nokkuð algengt að greiðandi launa hlaupi í felur og tali lítið við skuldunauta sína þegar í óefni er komið. En hvað átt þú annars við með þessu ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.