Leita í fréttum mbl.is

Elskugaferilskráin

 index_05

Hvað er grúppía?

Er það kona sem safnar nóttum með tónlistarmönnum eins og prinsessan sem safnar gimsteinum á perlubandið sitt?

Þ.e. kona með ákveðinn metnað og markmið að leiðarljósi.  Alveg: Í kvöld ætla ég að vera í bassaleikurunum, flett, flett og á laugardaginn tek ég alla söngvara sem á vegi mínum verða?

Eða er það kona sem verður svo heppin (ó) að verða ástfangin að tónlistarmanni og svo aftur öðrum og öðrum?

Stundum er fólk nefnilega með vinarkreðsa í ákveðnum starfsgreinum.  Eins og læknar t.d.  Það er ekki lygi sem sagt er, að hjúkkur giftist oft læknum og öfugt.  Eru þá hjúkkurnar læknagrúppíur og læknarnir hjúkkugrúppíur?  Kannski í annað og þriðja hjónaband, alltaf sama starfssviðið? Við erum að tala um heví endurtekningar hérna.

Ég veit lítið um hana Bebe Bluell annað en það sem ég hef lesið í ævisögum rokktónlistarmanna.  En ég les þær kröftuglega af og til, af því ég er auðvitað grúppía. Maður heldur sér við í greininni.

Ég er viss um að orðsporið "slæma" sem af henni fer í rokksögubransanum er bæði ósanngjarnt og stórlega ýkt. 

En ég hef ekki lesið margar svona rokkævisögur ákveðinnar kynslóðar án þess að nafnið hennar hafi borið þar á góma, sem kærasta þessa eða hins.

Og þessi kona kom upp flottri dóttur og hélt geðheilsunni alveg þokkalega get ég sagt ykkur.

Og að hafa gert það með þetta lovera CV er afrek út af fyrir sig.

Cry me a river!


mbl.is Ekki grúppíubarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nákvæmlega! Ef hún hefði átt í ástarsambandi við lækni, götusópara, lögfræðing, söngvara og lögreglumann þá hefði enginn haft neitt við það að athuga. Við erum svo fljót að dæma og það er svo gaman að slúðra á illkvittinn hátt um annað fólk því það gæti mögulega látið okkur líta betur út og dregið athyglina frá okkar löstum og mistökum.

Takk fyrir spjallið í dag og ekki síst suðusúkkulaðið, óþekktaranginn þinn addna 

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Sammála þér og takk fyrir að lýsa upp tilveru mína, sem þú gerir alltaf af því þú ert svo helvíti skemmtileg.  Knús og góða ferð.

Alveg ótrúlegt hvernig skrifað og skrafað er um margar konur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, þetta á ekkert skilt við ástir í samstarfstéttum elskurnar mínar og hjónabönd lækna og hjúkka eru bara ekkert svo algeng núorðið. Fjórir læknar til dæmis í minni nánaustu fjölskyldu, engin kvæntur/giftur hjúkrunarfræðingi eða tengdri starfsstétt annari.

og við skulum ekkert vera að skafa utan af þessu, grúppíur voru og eru oftar en ekki bara einfaldlega ungar og graðar stelpur sem upplifa vilja kynlíf með einhverjum ákveðnum tónlistarmönnum sem þær eltast við!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 02:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Þar sviptirðu rómansinum af grúppíustandinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband