Leita í fréttum mbl.is

Blogg um blogg

Ég les dálítið mikið af bloggum.

Það væri nú annað hvort.  Ég les mikið á Moggabloggi en ekkert minna annars staðar.  Jú reyndar ekki mikið á vísi.

Mér datt þetta í hug af því ég hef reglulega séð blogg um önnur blogg.  Eins og til dæmis um helvítis Moggabloggarana.  Þessa fávísu hálfvita sem eru vart læsir eða skrifandi.  Þeir sem svona skrifa eru auðvitað ekki á Mogganum að blogga og geta látið pöbulinn sem vogar sér að blogga á Mogganum fara endalaust í taugarnar á sér.  Það mætti halda að það stæði einhver yfir þeim með byssu og segði: Lestu eða ég skýt.

Og svo er það hin dásamlegi vinsældarlisti á Mogganum sem allir hafa skoðun á.  Sumum er svo mikið í mun að sanna að ekkert sé að marka þann lista að þeir leggja á sig að blogga við hverja einustu frétt í Mogganum til að skríða upp listann og sanna að þar geti hver hálfviti bloggað sig ofarlega á hann.  Hver nennir þessu?  Hehe, mér finnst það svo krúttlegt.

Annars er ég á því að bestu bloggin séu ekkert endilega ofarlega á einhverjum vinsældarlista, amk. eru mörg mín uppáhaldsblogg ekki neitt sérstaklega ofarlega á honum.  Fyrir mér er þetta spurnig um smekk og ætti ekki að vera tilefni til endalausra pirringsblogga yfir þessum eða hinum.

Ég hef sagt það áður að kynlíf selur, eymd og volæði líka.  Það er gömul saga.  Só?  Er eitthvað að því?

En ég les lika eyjuna, nánast alla sem þar blogga, margir góðir þar með lyklaborðið á lofti.

Sá sem mér finnst allra skemmtilegastur, þó ég sé ekki alltaf sammála honum, er Jónas fyrrum ritstjóri.  Hann er svo skemmtilega ósvífinn og honum virðist vera nákvæmlega saman hvort hann móðgar mann og annan með skrifum sínum.  Eins og í morgun. Sjá.

Ég blogga yfirleitt ekki um blogg.  Ég les þau sem ég hef áhuga á, sleppi hinum.

Ég nenni heldur ekki að lesa predikarana sem leyfa ekki athugasemdir.  Þeirr pirra mig hins vegar ekkert, ég les frekar blöðin. Hér er þó undantekningin hún Sóley Tómasar, hún hafði fulla ástæðu til að loka fyrir sínar athugasemdir.

Og nú er ég á leiðinni út í góða veðrið.  Megi bloggheimur vera í góðu stuði í sumrinu.

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þetta er bara alveg rétt hjá manninum, og hann segir það sem að honum finnst. Við eigum að gera það, það er bara svo mikið af fólki sem er ekki að höndla það. Við virðumst ekki mega hafa sjálfstæða skoðun í bloggheiminum án þess að einhver verði snælduvitlaus.

Hafðu það gott úti í góða veðrinu, ég held mig inni í dag með syninum.

Linda litla, 12.6.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég nenni ekki út - komdu bara hingað í sólbað!

Edda Agnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ester: Kommon, ég er löngu læs og með meirapróf á lyklaborð.  Ég er ekki lengi að athafna mig við það sem ég geri.  Súrefni, yyyyessss.

Hallgerður: Ég veit ekkert um öfund en þetta er svona eins og þú býrð í vesturbænum, ég í austur og þess vegna getum við ekki umgengsist, hehe.

Edda: Er á leiðinni í sólbað.  Jájá.

Linda: Jónas verður seint sakaður um að hafa áhyggjur af skoðunum fólks.  Mér finnst það flott hjá honum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mér finnst thetta bara svo fyndid..sérstaklega med vinsældarlistann.."keppast um ad blogga vid hverja frétt til ad skrída ofar.."  ætli fólk taki sér thá frí úr vinnu bara lika til ad ná tilætludum árangri...?  ég er ad verda dáldid sár sko....næ vist aldrei inná top tíu en ég ætla ad reyna ad ná mér...eda henda mér i vegg

María Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:57

5 identicon

Ég er sammála þér um Jónas, hann er góður penni.

Sérstaklega eru "Reglur Jónasar um stíl" eitthvað sem allir bloggarar ættu að taka til sín.

Karma (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er aldrei á listanum! Samt er ég uppáhalds...........

Hvað segir það þér um þennan lista?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 13:08

7 identicon

Af hverju hefur Sóley Tómasdóttir fulla ástæðu til að loka fyrir athugasemdir á sínu bloggi?

GÓ (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:28

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín þú ert bara flott.
             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 13:59

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott úti Jenný mín

Góð grein.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 15:17

10 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Manneskjan kann ekki að rökræða og er óvönn einhverju öðru en já kórinum sem hún hefur í kringum sig.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.6.2008 kl. 18:40

11 Smámynd: Dísa Dóra

isss er nú bara stolt af því að vera kolrugluð og skrítinn moggabloggari   Annars er ég nú sammála þér að bestu bloggin eru yfirleitt ekkert bundin neinum vinsældarlistum eða því að vera efst á einhverjum listum.

Dísa Dóra, 12.6.2008 kl. 19:12

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dísa Dóra: Rétt.

Alexander: Þú ert ekki sanngjarn gagnvart Sóleyju, ég hef sjaldan séð ógeðslegri athugasemdir nema stundum í mínu eigin kerfi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 19:14

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Þú ert uppáhalds og hlýtur að vera á f....... listanum.

Karma: Blogg er talmál, eða réttara sagt þá er blogg skrif eftir höfði og smekk hvers og eins.

En Jónas er afskaplega skemmtilegur penni.

María: Allir listar eru klikkuð fyrirbæri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband