Leita í fréttum mbl.is

Flughræddur?

Ég var að lesa viðtal við Hönnu Birnu um oddvitaskiptinn og fleira.

Ætli Borgarstjórinn sé enn í hæfilegri fjarlægð í Færeyjum, því Hanna Birna er á því að ræða þurfi nýja staðsetningu á innanlandsflugvelli.

Mér skilst að Ólafur Borgó sé ekki bara flughræddur heldur sé hann með bjargfastar skoðanir á að flugvöllurinn fari ekki fet, hvorki í lengd né bráð.

En svo má vel vera að allar kjaftasögunnar um flughræðslu Ólafs séu gripnar úr lausu lofti.

Fólk er svo illgjarnt, alltaf að segja hluti um fólk og svona.

En ég dáist að Hönnu Birnu fyrir að segja skoðanir sínar upphátt um staðsetningu flugvallar.

Ég er svo hrædd um að Borgarstjóri verði alveg ær.

Og svo má það fylgja með sú skoðun mín að flugvöllurinn á ekkert að vera inni í miðri borg.  Tvisvar sinnum með stuttu millibili lá við stórslysi þegar vélum hlekktist á í lendingu.

Setjum hann á Miðnesheiðina, okkur er ekki vandara um en öðrum þjóðum að þurfa að keyra í smá stund til að komast í loftið.

Og ég meina það.

Viðtalið við verðandi borgarstjóraWhistling má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hanna Birna er góður kostur.Hvort Óli borgó er flughræddur eða ekki veit ég ekki.Ódýrara fyrir borgina ef hann er ekki á fartinni útum allan heim eins og hinir borgarfulltrúarnir.Nóg kosta ferðalaugin samt.Ég vil hafa flugvöllin þar sem hann er.Nenni ekki suðureftir til að sækja fólk eða koma mér þangað í flug.Eingöngu af eigingjörnum hvötum sem ég vil hafa völlinn þar sem hann er

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er eins og Birna, eigingjarnar hvatir sem valda því að ég vil hafa hann áfram þar sem hann er, sérstaklega núna því í framtíðinni þarf ég að fara einu sinni í mánuði til Rvíkur á vegum nýju vinnunnar

En ég skil líka afstöðu þeirra sem eru á því að hann eigi að flytja, bjó sjálf í mörg ár með vélarnar fljúgandi yfir hausnum. 

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst að flugvöllurin eigi vera þar sem hann er.

Ertu búin að sjá DV í dag það er verið að tala um þig Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband