Leita í fréttum mbl.is

Mansal - klám - vændi

Starfshópur á vegum Félagsmálaráðuneytisins vinnur nú að fyrstu aðgerðaráætluninni gegn mansali.

Um málið var fjallað í 10 fréttunum á RÚV í gær.  Það er svo löngu tímabært að taka þessi mál föstum tökum.  Mansal er orðið að útbreiddu vandamáli víða um heim.

Sérfræðingur norsku lögreglunnar í málefninu var staddur hér í gær og hann sagði að við þyrftum að svara tveimur spurningum.

1. Er markaður fyrir kynlífsþjónustu á Íslandi?

2. Er skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi?

Ef svo er þá eru líkur á að hér sé stundað mansal.

Margir Íslendingar eru þeirrar trúar að mansal fyrirfinnist ekki hér.

Halló, vöknum.

Við höfum horft upp á að brotin hafa verið mannréttindi á erlendum verkamönnum, aftur og aftur.  Og auðvitað er það bara brot af þeim málum sem komið hafa í fréttir.

Svo má nefna konurnar sem koma hingað til að vinna sem "dansmeyjar" frá fátækum löndum þar sem neyðin er mikil.  Hefur engum dottið í hug að þær séu ekki að uppfylla drauma sína, að þær hafi lagt upp með annað en það sem svo hefur beðið þeirra þegar þær eru komnar í djobbið.

Ef við tökum klámið þá er öflug afneitun á þeirri staðreynd að þar veður uppi mansal í stórum stíl.

Fólk vill greina á milli fullorðinna þátttakenda í klámi og hins vegar barna.

Staðreyndin er hins vegar sú að í klámiðnaðinum grasserar mansal hvað mest og þar er erfiðast að taka á því.

En Ísland er komið á kortið sem eitt af þeim löndum sem leyfir vændi, svo dæmi sé tekið.

Það býður upp á alls kyns æfingar með sölu á fólki.

Það er nú einfaldlega þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég gleðst yfir að það sé komin vinna að aðgerðaáætlun í gang gegn þessum viðbjóði sem mansal er og auðvitað fyrirfinnst þetta hér, að ímynda sér annað er bara að stinga hausnum í sandinn !

Sunna Dóra Möller, 11.6.2008 kl. 09:46

2 identicon

Þó fyrr hefði verið.Ömurlegt að þetta skuli vera til .Mannsal,vændi og allur sá pakki.Segi ekki meira því á færi einhver í mál við mig vegna ljóts orðbragðs.Gott að loksins eru þeir sem ráða að fá örlitla meðvindund.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég hef oft sagt og segi enn;

Þegar við afsöluðum okkur landamæraeftirliti og settum það í höndurnar á útlendum tollurum, sem eru svosem ekkert að vanda sig við að tékka fólk inn á Shengen, missum við afar mikilvægt tæki úr höndunum um, að stjórna og/eða hafa eftirlit með, hverjir komast inn í landið.

Svo er það alkunna, að allir ósiðið sem fylgja mannlegri art, eru hér til staðar, líkt og í útlandinu.

Hér eru til skítseiði og illa innréttaðir menn af báðum kynjum.

Ef ,,markaur" er fyrir einhverju, munu einhverjir verða til, að uppfylla óskir ,,kúnna" um hvaðeina.

Sænska leiðin virðist einungis hafa það í för með sér, að viðbjóðurinn fer undir yfirborðið --dýpra,-- og hrottarnir, -af báðum kynjum,- þurfa að beita enn svakalegri meðulum til að halda leynd á illskuverkum sínum.

Miðbæjaríhaldið

faðir stúlkna og afi stúlkna.

Bjarni Kjartansson, 11.6.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já kominn tími til. Það er sorglegt til þess að hugsa að við höfum alla burði til að halda niðri alls konar ''ósiðum'' eins og Bjarni segir, þar sem landið er svo lítið og fámennt, en við höfum ekki nýtt okkur þessa sérstöðu. Leggja meiri peninga í t.d. fíkniefnaleit við skip og flugvöll (fleiri hunda og meiri mannskap), sem og rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og mannsali. Mikið fjármagn í þessa málaflokka myndi borga sig margfalt til baka.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.6.2008 kl. 10:43

5 identicon

Niður með allan ósóma og ósiði. Það er nú græðgi að koma með hundrað kíló af hassi í húsbíl til landsins og segja að það sé til einkanota! Annars áttu það á hættu að góldfingergeirarnir súi þig fyrir svona siðferðishörku... en við söfnum millu fyrir þig...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni: Við getum varla leyft frjálsa sölu með eiturlyf, né heldur eigum við að leyfa klám og vændi.  Því það mun aldrei skila neinu nema eymd og volæði.

Gísli: Góður.

Jóna: Sammála.

Sunna og Birna: Mikið rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jenný, hvernig dettur þér í  hug, að ég, faðir og afi, vilji að sala á þessu hvorutveggja sé bara leyfð sísvona??

Ég er að benda á hversu netið sem við höfum utanum okkur er gisið og möskvar skelfilega stórir, þannig að það þarf fyrirfram tilkynningar um ferðir hættulegra manna, til að hægt se´að stöðva för þeirra, sbr. Hell Angels frá Noregi.

Hef gegniðum götu í Amsterdam, með félögum m´num nokkrum, það var afar sorgleg upplifun fyrir fulltíða mann.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.6.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrirgefðu Bjarni minn, misskildi þig, hélt að við værum að tala um ólíkar leiðir að sama marki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.