Þriðjudagur, 10. júní 2008
Prestastefnan stefnir heilsu minni í voða
Prestastefnan einu sinn enn. Rosalega líður tíminn.
Prestastefnan hjá þjóðkirkjunni er stórhættuleg heilsu minni, nærri því jafn hættuleg og brennivín og pillur. Svei mér þá.
Ég er búin að skrifa æðruleysisbænina inn í lófann á mér til að grípa til þegar þeir fara að messa yfir landsmönnum.
Svo segir biskup að eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags undanfarinna ára hefi verið til lykta leitt á Alþingi nú í vor með samþykkt breytinga á lögum um staðfesta samvist.
Rólegur biskupinn yfir Íslandi. Til lykta leitt? Síðast þegar ég vissi þá sáuð þið ykkur ekki fært að gifta samkynhneigð pör í ykkar heilögu alltumvefjandi og kærleiksríku kirkju. Aumt er það.
Sáttin sem biskup er að rappa um hlýtur þá að finnast í prestahópnum. Ekki á meðal almennings.
En það er ekki nýtt að þjóðkirkjan endurspegli ekki vilja almennings í þessu landi.
Og fjandinn sjálfur að þessu sinni get ég ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni ef mér misbýður ruglið, ég gerði það í fyrra.
En ég gæti skrifað mig inn aftur til að geta gengið úr henni með stæl.
Ég er farin að biðja kvöldbænirnar, enda eins gott, kona er með nærri 30 stiga hita.
Það er af því að trúarhitinn hefur náð á mér tangarhaldi.
Amen í boðinu.
Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Fy for fanden, bölvuð hræsnin í þessu liði. Sonur minn fermdist borgaralega í fyrra, ég er borgaralega gift og ætla að láta jarða mig borgaralega. Punktur og basta.
Helga Magnúsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:39
Halelúja Jenný, eru þeir ekki þarna rétt hjá þér ?? Í guðanna bænum farðu með æðruleysisbænina. Takk.
Linda litla, 10.6.2008 kl. 22:44
Linda: Ég þyl og ég þyl eftir að hafa séð mærðina í 10 fréttunum.
Helga: Því miður þá hefur þú rétt fyrir þér varðandi þjóðkirkjuna, það er hræsni og yfirborðsmennska í gangi, sem ég get ekki samsamað mig með.
Samt held ég að ég sé trúuð. Á minn einka hátt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 22:50
Ég læt það endalaust fara í taugarnar á mér að stórum hluta fólks sé mismunað í kirkjunni fyrir nákvæmlega engar sakir. Ég sætti mig aldrei við það. Og hananú.
Jenný on a rapage.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 22:58
Hallelúja
Sigrún Jónsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:03
Ég tek algjörlega undir þín skrif Jenný. Flott hjá þér!
Biskupsins verður minnst í sögunni, sem boðbera misskiptingar og að standa í vegi fyrir sjálfsögðum mannréttindum.
Hrikalega þreytandi þessi forræðishyggja kirkjunnar. Eins og við séum ekki fær um það sjálf að ákveða hvað gengur og hvað ekki.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:05
Ætli prestum finnist svona yfirleitt að þeirra skoðun á lífinu og tilverunni eigi að líta á sem lög?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:07
Jenný Anna, augljós ástæða fyrir skoðun þinni er skortur á þekkingu á kenningu kirkjunnar og sögu hennar. Ég er ekki að segja að þú megir ekki hafa þessa sterku skoðun, en þú ættir að lesa þér til. Málið er of flókið til þess að maður geti komist að niðurstöðu heima í svefnherbergi með sannfæringakraftinn einan að vopni, ekki frekar en maður verður læknir á því að lesa "Bókina um Manninn". Því miður er þetta svona.
Guðmundur Pálsson, 10.6.2008 kl. 23:08
Ólafur: Mér finnst alveg jafn mikilvægt að hafa skoðanir á kirkju eins og annarri pólitík. Því auðvitað er kirkjan ekkert annað en pólitísk stofnun. Afturhald og innsnjóað íhald, ekkert annað.
Margrét: Takk, svo rétt hjá þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 23:08
Guðmundur: Með þetta viðhorf yrðu engar breytingar. Og málið getur ekki verið flókið. Það stendur að guð elski alla menn skilyrðislaust og að við séum sköpuð í hans mynd. Ég hef ekki lesið neina fyrirvara á þeim kærleik á gluggferðum mína um Bibbu.
Ég er alveg viss um að Guð er ekki að fíla þessa mannfyrirlitningu kirkjunnar. Handviss sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 23:10
Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni
Siti guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni.
Ég elska þig kona ekki spurning
Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 23:22
Amen
Huld S. Ringsted, 10.6.2008 kl. 23:45
Svakalega ertu með stóra lófa kona ! Amen á eftir efninu ..
Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 23:48
Það slær greinilega út á þér köldum svita ef 30 stiga hiti er að drepa þig!
Ekki vera andvaka yfir þessu, það er svo margt annað þess virði að æsa sig yfir
Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.6.2008 kl. 23:56
Ragga: Ég skammstafa bænina.
Ragnhildur: Ég æsi mig, ég lifi fyrir að æsa mig og nú er prestastefna. Ókeypis æsingsatriði á færibandi. Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 23:59
Ég er með 39 stiga hita. Þorrí
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 23:59
æi, ertu veik eina ferðina enn? Það gengur ekki kona!
Láttu þér nú batna!
og ekki hugsa um presta. Hugsa bara eitthvað fallegt.
Ég man eftir orðinu pokaprestur úr orðaforða afa míns. Það hljómar skemmtilega ég segikkimeir!
Laufey Ólafsdóttir, 11.6.2008 kl. 00:23
Hehe, Laufey, ég er að fara að sofa - sko bráðum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 00:24
Ég segi það enn og aftur. Lestu þér betur til og þú munt sá að málið er flóknara en þig órar. Lykillinn að skilningi er ekki biblían sjálf lesin með augum leikmannsins sem togar og teygir merkingu hennar að eigin geðþótta. Þetta er álíka að leikmaður læsi læknatímarit og teldi sig eftir það dómbær á öll heimsins mein.
Hitt er svo kapituli út af fyrir sig, lágkúran að atast út í eina stétt - presta og starfsfólk kirkjunnar hér á Íslandi, bara af því að það liggur vel við höggi.
Þú nefndir breytingar hér að ofan. Það þarf engar breytingar og það munu ekki verða neinar breytingar. Stærstu kirkjudeildir veraldarinnar hafa hugsað þetta mál út í hörgul. Með trúarlegum, sögulegum og félagslegum rökum. Það eru bara þið ómenntaðir útkjálkamenn sem atast með persónulegu aur- og leðjukasti á kirkjunnar fólk. Það myndi eyðileggja kirkjunna á augabragði ef tekið yrði mark á lobbíistum samkynhneigðara og grunnhygginna fylgismanna þeirra. En það er rétt hjá þér að Guð elskar alla menn - en vitaskuld ekki allar athafnir mannanna.
Guðmundur Pálsson, 11.6.2008 kl. 00:26
Guðmundur: Ég bæði sé og skil að þú ert víðsýnn maður. Og svo ertu með Guð á hreinu. Einusinni hélt ég að það þyrfti ekki embættisbróf til að teljast skilja trú. Ég hef alltaf haldið að trú hvers manns byggðist á kærleika í hjarta hans.
En svona er að vera ómenntaður leikmaður með attitjúd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 00:28
ég veit ég er að opna ormadós...
en...
excuse moi...
fer ekkert fram í kirkjum nútímans sem stranglega tiltekið er ekki gefið samþykki fyrir í biblíunni?
Laufey Ólafsdóttir, 11.6.2008 kl. 00:35
...af hverju er gifting samkynhneigðra það EINA sem ekki er gefinn sveigjanleiki á?
Laufey Ólafsdóttir, 11.6.2008 kl. 00:37
Laufey: Við megum ekki spyrja, við ómenntaðar og einfaldar sálir, skiljum ekki Guð. Og skammastín svo.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 01:00
Kæra Jenný. Það ER engin skilyrði fyrir kærleika Guðs á mönnunum. En það ER skilyrði fyrir því að við getum þegið þann kærleika: Við verðum að gangast við syndum okkar. Við getum ekki bara sagtað hvaðeina sem við gerum og feels good, sé gott og rétt í augum Guðs. Ma þess vegna höfum við hemil á hinum ýmsu vafasömu tilhneigingum okkar, en leggjum rækt við hinar.
Guð komst td illa að mér á meðan ég var á kafi í áfenginu. Hann vildi það, en áfengið sullaðist alltaf fyrir (enda er ofdrykkja kennd við annan guð - Bakkus - og Guð lífsins kærir sig ekkert um að aðrir guðir séu að flækjast fyrir honum. -- Þegar ég hætti að drekka, tók Guð hins vegar strax á móti mér eins og glataða syninum.
Semsagt: Hættum að framkvæma allt sem okkur dettur í hug og reynum í staðinn að komast að því hver vilji Guðs sé.
Gangi þér rosalega vel!
ÆvarAndi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 01:49
Guðmundur Pálsson er læknastéttinni til háborinnar skammar. Eitthvað virðist vanta uppá almenna menntun í læknadeildinni og ljóst að inntökuprófin eru illa hönnuð fyrst að þau ná ekki að sigta út andlega vanhæfa fábjána.
Læknir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 03:06
Mér þykir vænt um kirkjuna vegna þess að frá því sjónarhorni sem ég horfi, sé ég svo mikla og sterka baráttu fyrir bættari og sterkari kirkju, það eru ekki allir eins og prestar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er stór hópur innan íslensku þjóðkirkjunnar í dag að berjast til dæmis fyrir giftingu samkynhneigðra! Breytingarnar koma...þó það gerist hægt! Ég styð ein hjúskaparlög fyrir alla og það mun gerast! Það er alveg kristaltært!! Baráttan er til staðar innan kirkju, þó að hún sé ekki alltaf sýnileg !
Mér þykir vænt um þig líka Jenný, varð bara aðeins að koma þessu sjónarhorni mínu !
Sunna Dóra Möller, 11.6.2008 kl. 09:32
Sunna: Ég efast ekki um að innan kirkjunnar má finna margt ágætra manna og kvenna. Það er stofnunin sem slík sem ég set stórt spurningarmerki við. Og svo á að aðskilja ríki og kirkju. Strax á morgun.
Læknir: Er maðurinn læknir?? Ekki líst mér á.
Ævar: Til hamingju með breyttan lífsstíl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 09:51
Ef Guðmundur endurspeglar kirkjunnar menn,þá skal mig ekki undra að staða sé eins og hún er.Þvíumlíkur hroki
Rannveig H, 11.6.2008 kl. 10:15
Ég er alveg sammála þér Jenný með aðskilnaðinn, mér finnst að ríki og kirkja eigi ekki að vera í einni sæng. Held að báðum aðilum yrði betur borgið sitt í hvorri sænginni !
Sunna Dóra Möller, 11.6.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.