Leita í fréttum mbl.is

Condi segir "ekki satt"

Hvað er Mannréttindavaktin, "Human Rights Watch" að ibba sig vegna mögulegra andlegra veikinda fanganna í Guantanamó flóa?

Af hverju tala þeir ekki við Condi Rice og láta hana segja sér það sama og hún sagði Sollu og okkur í leiðinni þegar hún kíkti í kaffi hérna um daginn?

Ég meina konunni var stórlega misboðið yfir fordæmingu Alþingis Íslendinga á aðbúnaði fanganna á Kúbu.

Þar eru engar pyntingar af neinu tagi, sagði Condi og var þung á brún og brá.  Bush myndi aldrei líða illa meðferð á fólki, sagði hún og sló hnefa í ræðupúltið.  Eða nærri því.

"Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindavaktinni búa um 185 föngum af 270 við hámarks öryggisgæslu þar sem þeim er haldið í klefum sínum 22 tíma á sólarhring. Þeir fá að fara úr klefum sínum til þess að fara í sturtu og undir bert loft í tvo tíma."

En þessi stórkostlega vinaþjóð okkar og bandamenn í Íraksstríðinu, og jafnframt sú vænisjúkasta og bardagaglaðasta, telur sig ekki þurfa að fara eftir alþjóðasamningum um mannréttindi fanga. 

Þeir eru í heilögu stríði, hefur einhver eitthvað við það að athuga?

Æ dónt þink só.

Eigum við ekki að segja þetta gott bara?

Farin að lyfta.

Private Jenný


mbl.is Óttast um andlegt heilbrigði fanga við Guantanamó flóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að skrifa vina mín, sástu ekki Bush í fréttum í Evrópuheimsókn sinni, mitt úti í náttúrunni og þar að auki við hliðina á stóru tré, haldandi ræðu um ógn Íran, þar sem að Íran annaðhvort sæti einangrun eða vinni saman með öðrum. Svona möguleika sem hann gefur öðrum þjóðum er einstaklega sérstakt; ég meina annaðhvort, eða........!

Ímyndaðu þér hvílíka frábæra möguleika þessir fangar hafa, fara í sturtu og út undir bert loft. Meiri heimtufrekjan að þeir vilji verða frjálsir ferða sinna, ætli þetta séu ekki voðaleg vandræði; hugsaðu þér ef einhverjir vilja bara ekki fara í sturtu, svona eftir að hafa verið í "vatnspyntingaræfingum" í nokkra tíma? Þeir virðast ekki spara vatnið í Bandaríkjunum, enda rík þjóð á margan hátt, sérstaklega hvernig fangar og fjölskyldur þeirra eiga að hafa það.

veistu nokkuð hvaða kaffi var boðið upp á? Heldurðu að henni hafi svelgst á?

ee (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 07:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

EE: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband