Þriðjudagur, 10. júní 2008
Klígjulistinn
Ég er hræðilega klígjugjörn og stundum blogga ég um það.
Vá hvað það getur farið í taugarnar á fólki að mig klígi við tilhugsunina um lýsi. Fólk flippar út, lýsi er svo hollt. Ég geri gott betur en að láta lýsi framkalla grænar bólur á húðinni, ég neita að hafa það í mínum ísskáp. Gæti smitað frá sér. Og húsband sem tekur selalýsi verður að gera það svo ég sjái ekki til. Magnaður andskoti.
Segðu mér við hverju þér klígjar og ég skal segja þér hver þú ert.
Mig klígjar við lýsi, lifur, hrognum, soðinni ýsu og öðru linu og druslulegu sjávarfangi.
Ekki má gleyma hnoðmör, hamsatólg og annarri fljótandi fitu. Eruðekkiaðdjókaímér?
Tóm glös með mjólkurleyfum kalla á ælukast.
Fita sem myndast ofan á vatni fær mig til að óska mér yfir móðuna miklu.
Hrossakjöt, ég einfaldlega gubba.
Innmatur, allur, án undantekninga snýr við í mér maganum og heilanum. Ég verð óhuggandi finni ég lyktina af þeim andskotans viðbjóði.
Og borðtuskur, sem hafa verið notaðar til að þurrka upp mjólk og fleira smátt og gott, eru svo látnar liggja við herbergishita og mynda lífríki innan um mat og eldhúsgræjur. Löggan, hvar er löggan. Hafið þið fundið lyktina?????
Og það sem er hvað ógeðslegast er smjör sem er fólk gleymir á eldhúsborðinu og er orðið heiðgult og fallegt. Hvar er aftökusveitin, þetta kallar á að ég fremji eitthvað.
Listinn er lengri, mun lengri en ég legg ekki meira á mig að sinni.
Farin að kasta einhverju (upp).
Súmí.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
ég get elli borðað fiskilifur og einu sinni gat ég borðað hrossakjöt en ekki lengur, fékk klígju fyrir því 1998.......
Ég fæ klígju þegar ég sé tyggjóklessur undir borðum og bara út um allt......var á kaffihúsi í gær með 3 yngstu dæturnar og ein þeirra segir ; Oj! mamma...það er tyggjó undir borðinu, sjáðu bara; Ég kíkti ekki undir borð, þorði ekki og þetta var nóg til að ég missti matarlystina og hætti að borða Ég kúgast líka þegar menn og konur nota munntóbak og eru svo hrækjandi brúnu gumsi út úr sér. Ég kúgast meira að segja við að skrifa þetta.....Eigðu góðan dag í dag
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 10.6.2008 kl. 12:04
Nokkuð sammála þér varðandi klígjuna nema hvað varðar soðninguna.Rækjur,humar og allt sem er kekkjótt og slímugt .Mér finnst smjör og lýsi hinsvegar gott.Sérstaklega smjörið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:10
Átti að vera ekki en ekki elli.......Ég fer bara að vera eins og Leonsie eða hvernig sem það er nú skrifað......Í nýja laginu sínu syngur hún, Ég er ellileg kona með ellilegar þarfir..........en meinar, Ég er eðlileg kona með eðlilegar þarfir........svo fylgir þetta flotta myndband með sem er örugglega tekið upp í eldhúsinu hjá henni......Viktor maðurinn hennar skríðandi um og sleikjandi skóna hjá henni og eldhúsgólfin.....Veit ekki, en teljast þetta eðlilegar þarfir???? Úff !!! Ef hún les bloggið þitt þá má ég búast við kæru.......Eitt enn. Lagið heitir: Enginn þríkantur hér......he he he Sjón er sögu ríkari.....lagið er inn á youtube.....þarf reyndar að vera skráður inn á youtube til að skoða......Fær mig að minnsta kosti til að hlægja.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 10.6.2008 kl. 12:13
Vá, ég er hreinlega ein klígja. Lýsi, ég gubba við tilhugsunina, veistu að einu sinni þurfti ég að laxera..... ó mæ god, ég gubbaði yfir allt, smt fékk ég mér bara dropa til að prófa og tók svo ekki meira af því. Ég er mjög klígjugjörn og er með klígju fyrir svo mörgun, nenni ekki að telja það upp. Hringið í dóttur mín og hún segir ykkur allt um það og skellihlær á meðan.
Linda litla, 10.6.2008 kl. 12:26
Ég á ekki gott með lýsi heldur, það bara fer ekki neðar en í hálsinn...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 12:31
Ég get hérmeð sagt, mín kæra;
Við getum ekki áttst, matarvenjur yrðu OF frábrugðnar.
ÞVí er nú miður, ég VERÐ á fá mér Lýs, hrogn og lifur, vel orðinn hnoðmör með fiskmeti feitu og ekki, raun er er Lúða (stór vel) það eina sem ég et ekki með vænum slurk af hnoðmör, það er soðning, steikt fiskmeti passar ekki við mör og ber þar að bera fram smér hugsanlega drýgt með ögn af magaríni.
Innmaturinn af slátrinu er ekki bara herramannsmatur, heldur lífsins elexír.
Semsé þetta með rýjuna sem ekki hefur verið skoluð, fitubrákað vatn, mjólkurleyfar í glösum og hugsanlega líka kaplakjöt offeiitt af fullorðnu, gætu vakið ólgu en ekki mikla.
Slóg í kjölvatni sem hefur staðið og náð að fúlna er viðbjóður.
Illa varðveitt hráefni til bræðslu, er ekki gott að hafa of nálægt se´r.
Aðalega býðpur ér illilega við kommum og öðru því fólki, sem segir eitt en meinar allt annað.
Lofar gæðum og afslöppun en reynist svo allra helst skara að sinni köku þeim gólðum sem bjóðast. (helvíti margir .annig í ESB sinna hópnum)
Svo hefu sí og æ verið að versna álit mitt á þjónum réttvísinnar, sem lært hafa langan aldur við HÍ og víðar og nefnast í daglegu tali Lögfræðingar.
Furðulega samsettur hópur. Einn og einn sem geta talist valinkunnir gæðamenn, með fínstillta vitund um, hvað er rétt og hvað rangt. Of mergir sem kíkja fyrst á hvað er í boði af aurum og aðstæðum, áður en ,,samviskunni" er leyft að tala.
Semsagt, býður við fleiru sem er gangandi á tveimur fótum en matvöru.
SVona er það bara mín kæra.
Annars er millileikur í stöðunni:
Við höfum bara Nauta-file og mínútusteikur í mat og etum grænmeti með, allt er mögulegt..
Kærar kveðjur af hinum kantinum
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 10.6.2008 kl. 13:06
Hahaha skil betur klígju þína yfir heimilisstörfum og umgengni hjá finnskum húsráðanda mínum....
mín stærsta og versta klígja eru ánamaðkar ( er nú þegar komi með ælu í háls) og þar á eftir smjör...auðvitað er margt sem veldur ógeði en ég missi ekki stjórn á mér þó ég rekist á eitthvað ógó..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.6.2008 kl. 13:17
Mér klígjar hafragrautur hrossakjöt lýsi selspik og margt meira.
Kær kveðja jenny mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2008 kl. 13:37
Ónýtur súr grjónagrautur. Súr mjólk og margt fleira
M, 10.6.2008 kl. 13:49
Ég vil hér með bjóða þér elsku Jenný mín og ykkur hinum hér fyrir ofan og þeim sem verða fyrir neðan í sveitaferð. Komið hingað í æluna nei afsakið sæluna hér í Þorlákshöfn og um nasir ykkar mun leika ilmur sem á engan sinn líka á Íslandi eða þó víðar væri leitað. Ilmurinn er í boði Lýsis og þessi dásamlegi ilmur er verri en anganin af rotnu líki. Bíð öllum í kaffi og kleinur á eftir því ég veit að það sem þið hafið látið niður í ykkar maga mun upp koma og ekkert mun niður fara næstu dagana, enda eru allir hér í höfninni að deyja úr hor. ÞÖKK SÉ LÝSI HF.
Himmalingur, 10.6.2008 kl. 13:52
Lýsi er náttúrulega bara ógeð.
Annars borða ég svo til allt og hef alltaf gert.
Það sem veldur mér hinsvegar mestu ógleði ever, er þegar ég neyðist til að þrífa niðurföll og losa hárbursta, sem er ekki okkar.
OJjj og þegar fólk er með augna brandara... þykist pota í augað á sér.
Og ef ég pota óvart í augað á mér... þá fæ ég ósvikna ógleði.
Fyrir allt ógeðið sem gerist í þessum heimi er þetta svona það helsta.
Hulla Dan, 10.6.2008 kl. 14:00
Kókópöffzkeddlíng ...
Steingrímur Helgason, 10.6.2008 kl. 14:25
Allt sem þú nefnir og flugumaðkar, ojj ojj ojj ojjjbarasta - (ætlaði að nefna Cliff Richard en er hætt við)
Kolgrima, 10.6.2008 kl. 14:58
Vá, ég hef alltaf haldið að ég væri bara svona eðlilega klíjugjörn en sé núna að svo er ekki. Ég er algjörlega sammála öllu upptöldu, nema hrossakjötinu (mmmm hrossalundir, folalda snitzel, hrossafíle *slef*) og lýsinu, mér fannst það samt ógeðslegt en ég vandist á það og finnst það bara alveg hreint ágætt í dag.
En sko, það er til eitthvað sem heitir lýsi með ávaxtabragði og það my friend toppar allt í viðbjóði! lýsi með lýsis og bananabragði???? skil ekki hvað er í höfðinu á fólki sem dettur svona rugl í hug...
Hangikjöt er síðan annað sem fær mig til að kúgast og pulsur... þetta einfaldlega fer ekki ofan í mig, ever... ógeðslegt.
Og ostur sem er búinn að sitja í stofuhita í marga klst og er orðinn svona skorpinn á hliðunum það toppar næstum því smjörið...
Signý, 10.6.2008 kl. 15:10
hor fær mig til ad kasta upp á stadnum en matarkyns...get ekki tekid lýsid..kasta thvi bara upp....hrogn,lifur,hjørtu og th..bara klígja daudans...og sammála med bordtuskur sem eru látnar úldna vid eldhúsvaskinn: tíu ár i jeilinu bara! annars thokkalega laus vid klígju svona almennt...
María Guðmundsdóttir, 10.6.2008 kl. 15:17
þú hefðir átt að sjá skonsuna sem ég sá í gær. Þegar hún var brotin í sundur var einhver vefur sem hélt henni saman. Eins og köngulóarvefur eða eitthvað. Byrjun á myglu sagði húsfaðirinn á bænum sem ég var stödd á. Hann er sko bakari sjáðu til. Bakaði samt ekki þessar skonsur.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2008 kl. 15:45
Klígjulistinn minn er ekkert ósvipaður þínum en það sem fær allt til að rjúka upp í háls er ónýtur mjólkurmatur t.d. mjólk sem er komin í kekki
Huld S. Ringsted, 10.6.2008 kl. 15:47
Mig er farið að klígja við færslunni.
Geturðu byrjað á annarri ?
M, 10.6.2008 kl. 15:51
M: Einhendi mér í að skrifa nýja um leið og ég er búin að svara ykkur addna. Fáðu þér grjónagraut á meðan þú bíður.
Huld: Æl.
Jóna: Hættu, hættu, ég æli.
María: Hor, ekki ganga frá mér.
Signý: Lýsi með ávaxtabragði, það hlýtur að toppa viðbjóðinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 15:57
Kolgríma: Flugumaðkar og Cliff, toppar allt.
Steingrímur: Borða ekki kókópöffs, bara grænmeti og kjöt. Jájá.
Dúa: Maður styður vini sína þegar að þeim er gerð aðför, hvar voru allar mínar kæru vinkonur í gær? Hehe. Þú verður meisuð næst þegar við hittumst.
Krumma: Gleymi aldrei þeirri ógeðiskerlingu sem jafnframt var töluvert krútt.
Hulla: Hárburstar, oj.
Himmi: Takk fyrir gott boð en ég kemst ekki, er svo bissí á blogginu.
Dúa: Hár í mat, hvernig gat ég gleymt því ógeði.
Bjarni: Ég sættist á nautakjötið en of margir lögfræðingar tengjast mér til að ég geti verið sammála þar. Þám hún Dúa Dásó, vinkona mín. Híhí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 16:01
Svo þakka ég ykkur öllum fyrir þessi myndrænu innlegg (ekki síst þér Hallgerður með selspikið), arg, er í kasti og kasta upp í leiðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 16:03
Var að hugsa um að bjóða ykkur vinnu við heimilishjálp! Það er víst borin von. Nema boðnar verða millur fyrir verkið kannski ? Svakalega eruð þið klíugjarnar. Ein saga sem kemur mallanum af stað: Þegar ég byrjaði á sjónum 15 ára gamall var ég ávallt sjóveikur. Gömlu jaxlarnir höfðu gott ráð handa mér. Þeir sögðu mér að æla í sjóvettlingana og gleypa svo æluna, þannig yrði ég aldrei sjóveikur aftur. Verði ykkur að góðu elskurnar mínar!
Himmalingur, 10.6.2008 kl. 16:42
Dúa: Auli, þú gast samt stutt mig, skoðanir eru aukaatriði.
Himmi: Ég lem þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 16:45
Love you too!
Himmalingur, 10.6.2008 kl. 16:52
Í sveitinni í gamla daga var hafragrautur eldaður klukkan sjö og skammtað á diskana. Klukkan níu var barnfóstran (ég) vakin og niðri í eldhúsi beið límkenndur ískaldur grautur sem ég varð að borða. Eftir þetta hata ég hafragraut. Sótti reglulega næstum ársgamalt súrt slátur í tunnu í annarri sveit næsta sumar á eftir og hef viðbjóð á því. Kenni illri meðferð og matarpyntingum um þetta. Svo eru rúsínur, hnetur, möndlur og döðlur ekki mannamatur í mínum huga.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2008 kl. 17:49
Ég mæli með að allir prófi að vinna á sambýli. Það losar mann fljótt og örugglega við allar klýgjur og er auk þess mjög mannbætandi:)
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.