Leita í fréttum mbl.is

Örmagna af hamingju

 ucsi018648

Enn ein fíflarannsóknin hefur litið dagsins ljós.  Þessi heimur rannsókna, þar sem hver "selvfölgeligheten" á fætur öðrum er skoðaður er næstum því brjálæðislega fyndinn.

Konur sem eru hamingjusamlega giftar sofa betur og meira en konur í óhamingjusömum hjónaböndum. 

En karlmenn?  Sofa þeir betur ef allt er í fokkings óláni í hjónabandinu?  ARG.

Ég sef þokkalega, takk fyrir og ég er nokkuð happý í mínu hjónabandi. Ég hef aldrei þurft mikinn svefn til að vera glöð og ánægð.  6 tímar er ærið fyrir mig.

Húsband sefur eins og mófó og héðan í frá lít ég á það sem rós í mitt hnappagat.  Hann er greinilega örmagna af hamingju.  Að vera giftur mér gerir fólki hluti.  Spyrjið þolendurna!

Það hefur auðvitað ekkert að gera með það að maðurinn vinnur mikið og óreglulega og hefur meiri svefnþörf þess vegna. 

Hvort kemur á undan eggið eða hænan?

Það má líka rannsaka að hvort að sá sem borðar mikið af gulrótum sofi betur en sá sem úðar í sig spínati.

Eða hvort sá sem notar helvítis klósetthreinsirinn frá Cilit Bang nái betri djúpsvefni en plebbinn sem þrífur allt með Ajax. 

Ég meina, er ekki hægt að nota rannsóknarfjármuni í viturlegri hluti?  Eins og til að finna lausnir á hungurvandanum og öllum þeim hörmungum sem þjá stóran hluta af íbúum jarðarinnar.

Nú er ég farin að verða pirruð, út af engu.  Ég get ekki verið þekkt fyrir það. 

Nei, nei, nei, ég held að ég fari og veki Rósa - Þyrnirósa.

Újeeeee


mbl.is Nærir svefninn hamingjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Það er þetta með hænuna og eggið. Rannsakendur telja að þú sofir betur ef þú ert hamingjusamlega gift, en ég held að það virki ekkert síður í hina áttina. Ég verð óhamingjusöm og full vanlíðunar ef ég sef lítið og illa.

En þetta með karlana. Ég held að ótrúlega margir karlar séu árum eða áratugum saman ómeðvitaðir um hamingju eða óhamingju síns eigin hjónabands (hér er ég að sjálfsögðu að kalla eftir harkalegum viðbrögðum).

Laufey B Waage, 10.6.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

æi elskan mín hvað þú gladdir mig núna. Ekki minna en 3 köst við þennan lestur.. hlátursköst alltso... Þyrnirósi barasta örmagna af hamingju

Jóna Á. Gísladóttir, 10.6.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

dísöss! ég notaði Cif seinast, á minn tojara

ekki nema von ég sé svefnvana

Brjánn Guðjónsson, 10.6.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Linda litla

Sofðu rótt sofðu rótt....... ég sef ekki vel, ég hlýt að vera óhamingjusöm. :o/

Linda litla, 10.6.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var að velta einhverju fyrir mér þegar ég las þessa grein um velsofandi hamingjusamlega giftar konur! Man bara ekki aaaaalveg hvað það var Jú - man það núna......

.....sofa þær betur vegna þess að þær eru hamingjusamar eða þrátt fyrir það? Getur einhver kannað það? Og ef þær eru svona farging hamingjusamar af hverju sofa þær þá svona mikið? Er ekki um að gera að vera vakandi og njóta sín og hamingjunnar?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Hulla Dan

Héddna... Þegar ég er ógó hamingjusöm, þá sef ég bara mest lítið. Eins og t.d þegar ég gifti mig ( núna síðast altså) þá var ég gríðalega hamingjusöm, fór seint í rúmið, mjög seint, en síðar að sofa og var vöknuð 4 tímum seinna... Algjörlega úthvíld!
Lifi ég kannski í afneitun???
Er ekki rökréttara að ef maður er vansæll og á bágt í sálinni, að þá geti verið efitt að sofa??'

Hvað er annars málið með þessar rannsóknir???
Hverjum er ekki sama???
Ég er sammála þér... nota rannsóknarpenge i eitthvað gáfulegra.

Hulla Dan, 10.6.2008 kl. 11:05

7 identicon

Það er alveg rétt , maður sefur betur ef manni líður vel og er í andlegu jafnvægi.

..einhvernveginn grunar mig að Jenný sofi ekkert alltof vel þessa daganna.

Nonni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:05

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vésteinn (Nonni): Sko netfangið þitt er skráð, þannig að ég kalla þig þínu rétta nafni.  Hugsaðu þér ef ég væri nú í mikilli vanlíðan, gæti ekki sofið, jafnvel á barmi taugaáfalls og í mikilli fallhættu sem alki, hvað þetta væri afskaplega smekklaus athugasemd sem þú læðir hérna inn.  En til að "gleðja" þig Vésteinn minn þá er því sem betur fer ekki þannig farið.

Svo óska ég þér og þínum alls hins besta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 11:13

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

hmmm ég þarf að fara að endurskoða eitthvað, taldi mig vera í hamingjusömu hjónabandi en hef sofið eitthvað illa undanfarið

Huld S. Ringsted, 10.6.2008 kl. 11:15

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hulla: Góð.

Hrönn: Sjáðu hvað þetta kallar á mörg rannsóknartækifæri.  Vó.

Hallgerður: Ég get lifað með sameiginlegum vafa.

Þið þarna konur sem kjósið að hafa mig pirraða, hehe, þá er ég ekkert pirruð, ég var pirruð út af fargings piparúðanum, núna er ég fljótandi um á sæluskýi.

Jóna: Love you 2

Laufey: Ég er nokkuð sammála þér með mat þitt á körlunum.  En það er enginn að reisa ágreining, sennilega vegna þess að þeir eru búnir á því eftir úðafærsluna.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband