Leita í fréttum mbl.is

Fasismi á Patró

Ég var að misbjóða sjálfri mér með því að horfa á myndbandið frá Patreksfirði þegar lögreglan gasaði mann sem hafði verið með ólæti.  Hann neitar að leggjast á jörðina og gengur frá lögreglumönnunum.  Þá sprauta þeir á hann.

Ég á ekki eitt einasta orð.  Hvers lags þjóðfélag er þetta að verða?  Það er ekki nýtt að drukkið fólk sé með ólæti en hingað til hefur ekki þurft að sprauta eitri í augu þess til að ná að handtaka það.

Ég sé enga ofbeldistilburði í garð lögreglunnar frá þessum manni.  Það er enginn yfirvofandi árás í gangi og maðurinn gengur frá löggunni. 

Svo þjösnast þeir á honum þrír þar sem hann liggur hjálparvana á jörðinni.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.

Og á eftir fylgdu 20 tímar í fangelsi.

Ekkert réttlætir svona aðgerðir.  Fjandinn hafi það.

Og lögreglustjórinn á Patreksfirði réttlætir ofbeldið og sér ekkert athugavert við þennan gjörning valdstjórnarinnar.

Þetta er pjúra fasismi og ekkert annað.


mbl.is Barði og ógnaði fólki fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslands-Bersi

Efast um það þeir sem hann barði séu sammála ykkur ,og öruggleg ef hann hafði barið ykkur hvað þá,flott að sitja inni í stofu og dæma lögregluna

Íslands-Bersi, 9.6.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Linda litla

Löggan þykist orðin svo kúl, þeir þora ekkert að gera orðið nema hafa þennan úðabrúsa sinn.

Er það ekki bara ágætt að krakkarnir eru greinilega orðnir á varðbergi og tilbúnir að taka ýmislegt upp á símann hjá sér ?

Linda litla, 9.6.2008 kl. 12:46

3 identicon

Nú er ég aldeilis ekki sammála þér Jenný.  Ég var á staðnum og sá þetta atvik frá upphafi til enda.  Löggan var búin að reyna að ræða við drenginn sem var mjög ógnandi og sýndi af sér fáránlega hegðun og búinn að ráðast á allt og alla þarna.

Löggan kom og þegar þeir ætluðu að handtaka hann þá brjálaðist hann og síðan drógu þeir upp þetta pipargas á svipuðum tíma og þetta myndband er tekið upp.  Löggan marg sagði honum að leggjast niður en hann hlýddi því ekki og svo lamdi hann í hendina á lögguni sem var að reyna að fá hann til þess að hlýða.  Þá fyrst var piparúðinn notaður.

Svo þegar lögreglumaðurinn ætlaði að nálgast þennan vitleysing þá réðist hann á lögguna og læsti höndunum utan um löppina á lögreglumanninum og sleppti ekki fyrr en þeim tókst með einhverjum lögreglubrögðum að losa þær. 

Það er óskiljanlegt að þú segir manninn hjálparvana þegar hann lá þarna.  Þrír lögreglumenn áttu í mesta basli við að halda honum og koma á hann handjárnum.

Ég skil ekki af hverju sum ykkar eru á móti öllu sem lögreglan gerir þegar handtaka þarf ofbeldismenn.  Mér þótti lögreglan standa sig mjög vel þarna og voru sallarólegir allan tímann og losuðu okkur við einstakling sem var búinn að haga sér eins og fífl allt kvöldið og m.a. búinn að berja frænda minn í klessu.

Praktískur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Þarfagreinir

Gott að fá þetta sjónarhorn sjónarvottar. Lexían er sú að myndskeiðum sem sýna bara hluta atburðarásarinnar er ekki alltaf hægt að treysta.

Þarfagreinir, 9.6.2008 kl. 12:51

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Er ekki málið að láta þá fá tazer-byssur til að þurfa ekki að óttast svona ofbeldisseggi sem ráðast á lögguna að fyrra bragði.

Steinn Hafliðason, 9.6.2008 kl. 12:53

6 identicon

Maðurinn átti þessa meðferð fyllilega skilið. Hann hafði gert sig sekan um líkamsárásir og neitaði að hlýðast lögreglu. Þá eiga menn ekki von á góðu. Það hefur hann væntanlega vitað. En hann valdi svo að leika fórnarlamb á myndbandinu, sem ég er viss um að vinur hans hefur tekið upp.

Stebbi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:56

7 identicon

Hvað veist þú um að ekki hafi þurft piparúða áður fyrr. Eini munurinn er að áður voru ekki myndavélar til staðar til að mynda þegar piparúðanum var breytt.

Jón (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:56

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

Var ekki búinn að sjá athugasemdirnar hér að ofan þegar ég skrifaði þá fyrri og það er rétt sem Praktískur segir að myndbönd gefa ekki alltaf alla söguna.

Steinn Hafliðason, 9.6.2008 kl. 12:56

9 identicon

En það gleymdist allvega að sýna þér þegar hann labbaði um og skallaði og barði fólk áður en lögreglan kom á vettvang.
Hefði það misboðið þér??

Þarna var löggan bara að sinna vinnunni sinni, þeir báðu hann um að leggjast niður því hann hefði verði með brútal ofbeldi og það var algjörlega klárt að þeir áttu að fjarlægja manninn.

Hann varð ekki við því sem þeir sögðu og því fór þetta svona. Þessi marður var í greinilegum árásarhug og í annarlegu ástandi og þetta hefði alltaf endað með slagsmálum.

Löggann á að taka hart á þeim sem eru búnir að vera með ofbeldi og neita svo að fylgja fyrirmælum.
Það er ekkert að þessari handtöku, maðurinn streitist á móti allann tímann, hann "liggur ekki hjálparvana á jörðinni" heldur berst á móti og þeir fara eins vel með hann og hægt er miðað við aðstæður.

Við lifum því miður í samfélagi þar sem svona vesalingum er sýnt allt of mikil samúð og umburðarlindi.

Siggi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:57

10 Smámynd: Johnny Bravo

Ertu eitthvað rugluð, maðurinn er viti sínu fjær og neitar að láta þá fá hendurnar til að járna, það er hans mál.

Löggan stóð sig vel.is 

Vona að mamma svona manna sé stolt 

Johnny Bravo, 9.6.2008 kl. 12:58

11 identicon

Mér finnst að fólk hérna á Mbl blogginu ætti að fara að hægja á sér að blogga um eitthvað sem það hefur ekki vit á.. Að dæma lögregluna fyrir hlut sem þú sást ekki, veist ekki hvernig aðstæður voru er hreinlega út í hött.. Það þurfti að yfirbuga þennan mann og svona menn eiga ekki að ganga um okkar götur í þessu samfélagi! eða finnst þér það ?

Ívar Örn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:59

12 identicon

Nei hættu nú alveg Jenný, kallar þetta fasisma!!!   Þú hefur greinilega lítið vit á hvað fasismi er kona góð.

Lögreglan stóð sig í alla staði mjög vel þarna og fór eins vel með þennan ofbeldismann og hægt var í stöðunni.

Linda Litla segir lögguna vera orðna svo kúl að þeir þora ekki að gera neitt nema með þessa brúsa sína.  Mér þykir þetta asnalega orðað hjá þér og veit ekki alveg merkinguna en það kæmi mér sko ekkert á óvart að lögreglan vilji hafa þessa brúsa við höndina í störfum sínum.  Agaleysið, dónaskapurinn og yfirgangur margra hér á landi kallar á að lögreglan þarf að geta varið sig fyrir ofbeldisfullum gúmmítöffurum eins og þessum.

Ég styð lögregluna 100% í þessu máli og finnst málflutningur hennar Jenny fyrir neðan allar hellur.  Svei þér kona!

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:04

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég verð nú að segja að mér fannst lögreglan standa sig vel. Það var ekki að sjá neinn æsing í henni heldur voru þau öll mjög róleg og yfirvegurð. Svo ég gat ekki betur séð en að lögreglumennirnir ættu í mestu vandræðum með að losa tak mannsins á fæti lögreglunnar. Þarna yfirveguðu þeir manninn án þess að kæmi til barsmíða.

Sporðdrekinn, 9.6.2008 kl. 13:12

14 identicon

Það var frábært að sjá hversu mikla stillingu OKKAR menn sýndu þegar þeir tóku á þessum rudda.  Í mörgum löndum hefðu þeir leyft sér að sveifla kylfum og merja.  Þarna dunduðu þeir sér við að losa tak mannsins af OKKAR manni og koma honum í járn.

Held að þú hafir skitið upp á bak með blogginu í dag Jenný!

ragnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:14

15 identicon

Jenny þú segir að engin yfirvofandi árás í gangi - Það var handtaka í gangi sem viðkomandi ætlaði sér ekki að láta ganga eftir.

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:20

16 identicon

þetta er strákur frá patró og er buin að vera hættulegur samfélaginu þar i nokkur ár var komin timi til að löggan hætti að vera hrædd við hann og tók á honum ......

superinn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:23

17 identicon

Ég vil sjá svar við spurningum allavega fimm manns hér að ofan frá þér Jenný. Ég sjálfur er búinn að fá mig full saddann af öllu þessu fasista lögregluríkis tali. Lögreglan á bara heiður skilið og þeir sem innan þessa starfs eru eiga skilið hrós fyrir það að þurfa að standa í hárinu á fullum ofbeldismönnum og dópistum. Ef ég ætti son sem starfaði sem lögregla þá svæfi ég ekki rólegur eina mínútu á næturna, þar sem ég veit bæði úr minni fortíð og af því sem maður hefur séð í kringum sig að það eru til menn þarna úti, fullir, dópaðir eða edrú, sem myndu ekki hika við að berja lögregluna. Frábært starf, að reyna að segja manni sem barið hefur mann og annann í heila kvöldstund, að leggjast í jörðina og hann hlýðir ekki.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:26

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gerði mér grein fyrir að þetta væri ekki vinsæl skoðun sem ég væri að halda fram hér.

Ég dreg ekki í efa að það átti að handtaka þennan mann.

Ég er hinsvegar algjörlega á móti því að það eitri sé sprautað framan í fólk.

Þarna voru fjórir lögregluþjónar.  Þeir höfðu alla burði til að handtaka manninn án þess að nota úða.

Einu sinni enn: Ég er ekki að draga í efa að manninn átti að handtaka og já mér finnst svona vinnubröðgð algjör fasismi.

Ragnar: Vinsamlega vertu kurteis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 13:27

19 identicon

Þú dæmir sjálf vinnuaðferðir lögreglu sem mér finnst svolítið magnað ég efast um að þú gerir þér grein fyrir hverjar þær eru, annars verð ég að segja að þú kemur með góðan punkt í færslunni og það er að fyrir einhverjum árum þá hefði ekki verið þörf á að nota úða og hvert þjóðfélagið sé að fara. Þarna hittirðu naglann á höfuðið og ættir kannski að fygljast með þróun í þjóðfélaginu og hveru mikið ofbeldi hefur aukist sem hlýtur að leiða til þess að lögreglan þurfi að beita meira valdi. Og svo bara til þess að benda þér á það á þá er það líklegt að með því að nota úðan hafi lögreglumenn ekki eingöngu komið í veg fyrir meiðsli á sjálfum sér heldur líka þeim handtekna og er það vel. Í lokin ætla ég að benda þér á að kynna þér hvað er fasismi. 

Jói (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:35

20 identicon

Vertu nú ekki svona dramatísk Jenný.  Piparúðinn er ekki eitur, hann er búinn til úr chilipipar og vatni og er notaður þar sem það skapar minni hættu á meiðslum á lögreglumönnum og þeim sem handtaka á.

Að ætla sér að handtaka ofbeldisfullan mann með því að beita einungis handafli er miklu hættulegra fyrir alla aðila.  Þó svo að lögreglumenn kunni handtökuaðferðir þá er það ekkert auðvelt að yfirbuga hraustan einstakling sem lemur frá sér þegar menn nálgast hann.

Brjóttu odd af oflæti þínu Jenný og reyndu frekar að setja þig í spor þeirra aðila sem við köllum til þegar við sjálf ráðum ekki við aðstæður.

Mér þykir þessi bloggfærsla því miður bera vott af lítilmennsku hjá þér sem ég hélt að þú ættir ekki til.  Ég varð fyrir vonbrigðum með þig eftir þennan illa athugaða reiðilestur þinn.

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:35

21 Smámynd: Júlíus Valsson

Það má ekki gleyma því, að almennir borgarar eiga skilyrðislaust að hlýða fyrirmælum Lögreglunnar. Svo einfalt er það.

Júlíus Valsson, 9.6.2008 kl. 13:38

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilly: Ef fólk út í bæ verður fyrir vonbrigðum með mig þá er það bara í fínu lagi.  Hef aldrei ætlað mér að verða hvers manns hugljúfi.

Ég veit að ofbeldi hefur aukist og það ekki lítið.  En mér hefur verið sagt að piparúða og rafbyssur (god forbid) eigi að nota í nauðvörn.  Þetta er ekki nauðvörn í mínum huga.

Og svo það sé á hreinu þá hef ég ágætis trú á lögreglunni en að það megi ekki gagnrýna hana er auðvitað út úr kú.

Fjórir gegn einum segir allt sem segja þarf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 13:40

23 identicon

Þetta er ekki eitur!! Þetta er pipar-úði sem skolast úr augum fólks með vatni!!

Algjörlega út í hött að kalla þetta eitur. Þessi maður átti að hlýða lögreglumönnunum strax, einfalt mál.

Styð lögregluna 100%, sérstaklega eftir að hafa lesið kommentið frá sjónarvotti..

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:40

24 Smámynd: gummih

Persónulega er ég á móti notkun piparúða við handtökur sem þessar, það er réttlætanlegt að lögreglan noti piparúða ef þeir hafa ekki valdsmun eins og ef þarf að brjóta upp hópslagsmál. En við skulum samt ekki gleyma okkur og reyna að kalla þetta fasisma. Í fasisma hefði maðurinn verið barinn til hlýðni eða óbóta. Ef hann hefði verið barinn til óbóta hefði hann síðan horfið. Öllum sem tóku atburðinn upp á videó hefði verið stungið inn, sætt harðri yfirheyrslu og settir á lista yfir andfélagslega þegna.

gummih, 9.6.2008 kl. 13:41

25 Smámynd: Hin Hliðin

Það hefði verið gaman að sjá færsluna hjá þér Jenný ef þessir fjórir lögreglumenn hefðu ráðist á hann og snúið hann niður til að handjárna hann. Það hefði litið mun verr út á videói en það sem var sýnt hér.

Þar fyrir utan þá eru miklar líkur á að maðurinn hefði slasast með fjóra á sér að reyna að snúa upp á hendur á meðan barist er um.

Hættu svo að bulla um fasisma, lögregluríki og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er orðið býsna þreitt.

Hin Hliðin, 9.6.2008 kl. 13:41

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búin að lesa kommentin hérna tvisvar sinnum og það sem mér óar við er hversu samhljóma allir eru í skoðunum sínum um réttmæti þess að nota þessa aðferð við handtöku.

Er ekkert athugavert við það viðhorf?  Ég meina að það skuli vera svona útbreitt?

Það á ekki að vera alvarlegt mál að gagnrýna aðferðir lögreglu í lýðræðisríki.

Hvað mig varðar þá er valdbeiting og ofbeldi valdstjórnarinnar ekkert annað en fasismi.  Hvað annað viljið þið kalla það?

Og hvað með 20 tíma fangavistina sem á eftir kom?  Allir voða sáttir við það líka?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 13:46

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og fyrst við erum byrjuð og ég er greinilega ein á móti öllum hérna (vó, eins og það sé nýtt) hvað um rafbyssur, hefði verið réttlætanlegt að nota hana þarna í "nauðvörn" löggunnar?

Komasvo.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 13:48

28 identicon

Jenný farðu nú að staldra við kona.

Hvers vegna er það athugavert að það hafi verið 4 á einum???  hefur þú lent í því að yfirbuga ofbeldisfullan einstakling og þurfa á meðan að passa að slasa hann ekki eða meiða meira en nauðsynlegt er??? Því fleiri sem þeir eru því minna valdi þarf að beita...

Og að lokum, piparúðinn er notaður til þess að knýja fram hlýðni við löglega skipun og er fullkomlega löglegt í þessu tilviki.

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:49

29 identicon

20 tíma í fangaklefa, lögreglan hefur heimild til að halda fólki í 24 tíma án úrskurðar dómara. Kannski hefur maðurinn verið óviðræðuhæfur eða í annarlegu ástandi.

Það er ekki tekin skýrsa af fólki/fólk yfirheyrt nema að það sé almennilega runnið af því og hægt að ræða við það..

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:58

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilly: Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun þinni á málinu og ég ætlast til þess sama af þér.

Ég þarf ekkert að staldra við.  Ég upplifi það inn að beini sem ógeðslega valdbeitingu að fara að með þessum hætti.

Ég er reyndar alfarið á móti því að nota þennan helvítis úða yfirhöfuð.

Því verður ekki breytt.

Og Lilly hvað finnst þér um notkun rafbyssa?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 13:58

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara allir í stuði ??  ætla ekki að vera með, er að berjast við jákvæðni   sýnist samt á öllu að drengurinn hafi átt skilið að sitja inni og sofa af sér geðvonskuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 13:59

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður og Ásdís: Vó hvað það er gaman að sjá einhvern sem er ekki tilbúinn að rífa mig á hol en auðvitað dreg ég ekki í efa að srákfjandann átti að handtaka, ég er bara algjörlega á móti aðferðinni við það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 14:06

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bjarni: Ég hugsa að ég viti ámóta vel og aðrir leikmenn hversu erfitt er að handtaka menn sem vilja það ekki.  Rosa erfitt ímynda ég mér, en það hefur verið gert í gegnum árin án dásamlegra "hjálpartæka" lögreglunnar.

Sússa: Veit allt um 24 tíma regluna.  Veit líka að það er óvanlegt að halda fólki svona lengi.  Þessi maður er varla drukknari en menn almennt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 14:08

34 Smámynd: Signý

Afhverju er það orðið þreytt að tala um lögregluríki? Við búum í slíku þjóðfélagi, það að fólk vilji ekki opna augun fyrir því er það sem er orðið þreytt.

Ég get ekki dæmt um það sem gerist áður en þessi piparúði er notaður, en það er ekkert sem réttlætir notkun piparúðans í þessu tilviki, og ef hann hefur verið að lemja til lögreglunar fyrir upptöku þessa myndbands, afhverju notuðu þeir þá ekki úðan þá? þá höfðu þeir í það minnsta réttlætinguna. Drengurinn stóð í X fjarlægð frá þeim 4 kumpánum þarna og var ekki að ógna þeim á neinn hátt. 

Og þó að piparúði sé ekki eitur í þeim skilningi þá er ekkert jafn vont og að fá þetta helvíti í augun. Og þó svo að þetta sé skolað úr augunum á manni þá er maður mjög lengi að jafna sig eftir þetta, þar fyrir utan fer þetta líka ofan í öndunarfæri hjá manni þegar maður andar þessu að sér og getur maður kennt sér meins í lungum og hálsi í nokkurn tíma á eftir, jafnvel daga. Það er heldur ekkert smá helvítis magn sem hetjan okkar spreðar þarna út í loftið. Og hvað er svo gert? Maðurinn er keyrður niður í jörðina þar sem snúið upp á útlimi og 4 fullvaxta karlmenn liggja ofan á honum og alltaf er hann með piparúða í augunum á sér. Það er nefnilega þannig að því lengur sem úðinn er í augum og andliti því verri verður sviðinn og óbærilegri það er ekkert skrítið við það að drengurinn sé órólegur og að öllum líkindum brjálaður þarna undir þessum bakkabræðrum þarna... já ég myndi vilja sjá ykkur vera róleg í þessum aðstæðum. 

Það að reyna réttlæta þessar aðferðir með einhverju sem þessi drengur á að hafa gert FYRIR tíma lögreglumannanna á staðnum er síðan í hæstalagi hlægilegt. Það að einhver lemji einhvern Nonna gefur lögreglunni ekki tilefnið til þess að fylla augun á þeim af piparúða. Væri fólk svona rólegt yfir þessu ef þetta hefði verið teiser byssa? Ég efa það. Þetta heitir á góðri íslensku, Misbeiting á valdi, endilega flettið þessu upp í orðabók.

Þó svo að maður eigi að hlýða lögreglu í einu og öllu, þá er ekkert sem gefur lögreglunni rétt til notkunar þessara vopna sinna nema í nauðvörn. Það að fólk segi "nei" ef lögregla segir því að snúa sér við gefur ekki tilefnið. Og þetta var svo sannarlega ekki nauðvörn.

Eru þetta í alvörunni aðferðir sem almenningur ætlar bara að sætta sig við?

Þá myndi ég ætla að við séum í slæmum málum...  

Signý, 9.6.2008 kl. 14:11

35 identicon

Ég veit ekkert hvernig ölvunarástandi maðurinn var nákvæmlega í þannig að ég get ekki dæmt um það.

Það er væntanlega ástæða fyrir því að honum var haldið í 20 tíma.

Ég dreg þá ályktun að hann hafi verið verulega ölvaður miðað við háttarlag..

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:13

36 Smámynd: kiza

Jenný ég er sammála þér varðandi það hvað það er óhuggulegt hversu mörgum finnst bara eðlilegt að úða þessu á manninn.  Áður en við vitum verður þetta bara orðið eðlilegt praktis og helmingur þjóðarinnar mun þjást af krónísku 'pink-eye'...

...Hélt að lögreglan væri þjálfuð í að snúa menn niður með sem minnstu ofbeldi?  Svona 'move' sem læsir einstaklinginn niður þannig að hann getur ekki hreyft ákveðna líkamsparta? Maður myndi nú ætla að 4 lögregluþjónar gætu í sameiningu snúið einn klikkhaus niður...

-Jóna.

kiza, 9.6.2008 kl. 14:21

37 identicon

Ég vona bara Jenný að þú verðir lamin og þér misþirmt af svona manni einn daginn. OG ÞÁ SKALTU EKKI TALA VIÐ LÖGREGLUNA. Reyndu bara að tala við hann og leiðrétta svolítið. Það sem þú ert veruleikafryrt fíflið þitt

óli (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:22

38 Smámynd: Signý

Jón Bjarni; Ég veit ekki til þess að það sé í starfsreglum lögreglunar að "skjóta fyrst og spyrja svo", allavega ekki enn sem komið er, bara tímaspursmál hvenær það verður. Og því hafa lögreglumenn öll önnur ráð til þess að handtaka fólk, t.d samskiptatækni sem þeir er eyða nú ekki neitt litlum tíma í að læra, og hefur hingað til gefist nokkuð vel... Hvað er öðruvísi núna í dag veit ég ekki.

Ég hugsa að þegar lögreglan getur ekki einu sinni talað til ölvaðan einstakling sem greinilega veit ekkert um ekkert í því ástandi sem hann er í að þá séum við í slæmum málum löggæslulega séð...

Það skiptir bara engu máli hversu lengi lögreglan er að tala fólk til, það getur tekið mis langan tíma og ekki er lögreglan með deadline á því hversu lengi fólk má vera þrjóskt og stupid í hausnum. 

Signý, 9.6.2008 kl. 14:26

39 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Kommon, ég veit að þú ert að drepast úr stjórnarandstöðu-mótþróa-unglingaveiki, en þessi færsla fór alveg yfir strikið.

Það má s.s. ekki meisa mann sem gengur berserksgangi og neitar að láta handtaka sig... þá er það 'fasismi' .. já sæll!! Aumingjadýrkun vinstri manna í sinni verstu mynd. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 9.6.2008 kl. 14:31

40 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Jenný nú er ég ósammála þér mér finnst þetta vel unnið af lögreglu maðurinn búnað misþyrma fullt af fólki ekki öll sagan á þessu myndbandi,er ekki nóg komið af fylleríisrugli stoppa menn af ekki að tala við útúrdrukkið og illa þenkjandi fólk strappa það og láta sofa úr sér....

Gunnar Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 14:31

41 identicon

Það sést svo greinilega á myndbandinu þegar maðurinn kýlir lögreglumanninn í andlitið..það er ekkert talað um það

Það er náttúrulega "bara" aukaatriði

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:33

42 identicon

Jenný af því að þú beinir spurningu til mín um rafbyssurnar þá er ég svo sannarlega á því að lögreglan eigi að fá slík tæki til afnota.  Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á tækinu sýna að það er hættuminna en önnur valdbeitingartæki sem lögreglan hefur kost á og já ég tel að rafbyssuna hefði mátt nota við þetta tækifæri.

Notkun rafbyssu hefði í þessu tilviki orðið til þess að maðurinn hefði verið yfirbugaður á skemmri tíma og lögreglumaðurinn hefði ekki slasast við handtökuna.  Þá hefði þessi einstaklingur aðeins þjáðst í ca 10 sekúndur í stað 2 klukkustunda en mér skilst að áhrif af úðanum vari í 1-2 klstundir.

Það er rangt hjá ykkur sem segið að lögreglan megi aðeins nota þennan úða í nauðvörn.  Lögreglu er heimilt að nota þessi tæki sín til þess að knýja fram skipun við handtökur.

Signý segir að það hefði bara átt að tala þennan einstakling til, ok eftir því sem að ofan er skrifað þá sýninst mér hafa verið fullreynt með það þar sem nokkrir liggja slasaðir eftir manninn og hann álitinn hættulegur og hvers vegna áttu lögreglumennirnir að hætta á að fá högg frá honum??? 

Einhver skrifar að þessi einstaklingur sé þekktur ofbeldismaður í plássinu og álitinn hættulegur.  Er þá eitthvað skrítið að lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig og draga úr hættunni áður en þeir þurfa að glíma við hann?

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:37

43 identicon

Hefur þú Jenný, séð mann yfirbugaðan sem ekki vill láta yfirbuga sig ?

Ég get fullvissað þig um það að það eru gríðarlegar líkur á meiðslum hjá lögreglu en þó aðalega hjá þeim sem verið er að yfirbuga.

Piparúði í augu er óþægilegt já, en auðvelt að skola úr og eftir verða svolítið sár augu en það er mun smávægilegra en líkamstjón eins og brot eða þaðan af verra ef þarf að slást með hörku við vitstola mann.

Eitur segir þú?? Spurning um að kinna sér málið betur.

Siggi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:38

44 Smámynd: Ragnheiður

Til að geta fylgst með kommentum hér þarf ég greinilega að kommenta til að haka í valið.

Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 14:45

45 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Úff þó svo að ég sé ekki alveg sammála þér í einu og öllu sem þú ert að seigja hérna Jenný þá ætla ég nú ekki að fara að fussa og sveija þér!! Djöfulsins endalaus dónaskapur í fólki alltaf.

Nú er ég búin að rífa mig mikið yfir lögreglunni upp á síðkastið, þarf að passa mig að fara ekki út í öfgar, eins og ég held að sé að gerast svolítið núna, það á að taka allt og negla lögguna með því held ég, vona samt ekki.

20 tímana má útskýra með ýmsum hætti, m.a. því að kanski þurfti maðurinn góðann tíma til að sofa úr sér.

Eftir að ég las komment frá Jóni Bjarna þá er ég svona pinku sammála því að það hefði getað verið betra að fá á sig piparúða heldur en að vera snúinn niður með valdi, þeas þegar kemur að því að halda líkamanum góðum eftir þetta allt saman.

Aftur á móti finnst mér að það eigi að gilda strangar reglur um notkun piparúða við hinar ýmsu aðstæður, en ég er bara ekki viss um að mér finnist vera brotið á manninum í þessu tilfelli. Ég á frænda sem hefur slasað þó nokkra löggæslumenn í sínu ölæði, enda stór maður og óþarflega sterkur, og auðvita verður löggæslufólk líka að fá að vernda sig.

Og nú held ég að ég sé búin að tala í svona fjóra hringi, hefði kanski átt að seigja no comment

Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.6.2008 kl. 14:45

46 identicon

Hef ekki lesið neina athugasemd hér þar sem hugsanlega gæti verið að viðkomandi væri undir öðrum áhrifum en áfengi, ég er ekki að segja það en ef svo væri þá er hann híber og það er svo sem ekkert nýtt að 4 einstaklingar geta kannski EKKI ráðið við hann.

það fólk sem er undir áhrifum fíkniefna getur verið 10 sinnum sterkara en það er í hinu daglega lífi. Við verðum að geta treyst lögreglunni að meta aðstæður Jenný, bæði er varðar hans heilsu og sinnar eigin.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:46

47 Smámynd: Signý

Lilly; Ég legg til að þú farir og lesir þig til um teiser byssur, það eru engar rannsóknir sem sýna fram á það að notkun slíkra vopna sé hættulaus eða hættuminna en önnur vopn.

Það er nefnilega þannig að það er fjöldinn, hundruðir manna sem látist hafa af völdum rafstuðs frá teiser. Bendi þér á að skoða skýrslur Amnisty International um það t.d, en þar kemur fram t.d að um 150 manns í bandaríkjunum hafa látist af völdum teiser svo sannað þyki og þá eigum við eftir að telja saman alla þá sem hljóta varanlega eða tímabundna örorku. Hvergi í heiminum þar sem þessar byssur eru notaðar er einhver samstaða um það.

Það er einnig stórhættulegt að skjóta einhvern með 50.000volta stuði (en það er stuðið sem byssan gefur frá sér) sem er í annarlegu ástandi, æstur eða undir áhrifum örvandi efna, það segir meira að segja í leiðbeiningum sem fylgja byssunni að varast skuli að nota byssuna á fólk í slíku ástandi afhverju skildi það vera? Líkaminn einfaldlega höndlar ekki slíkt aukaálag sem stuðið frá byssunni er ofan á allt annað. Þessar byssur eru líka stórhættulegar fólki með hjartagalla, æðasjúkdóma og alskyns frávikum sem fólk er með. 

Hættulausara en felst önnur "valdbeitingatæki"? Don't think so...

Það er líka rangt hjá þér að lögreglan megi beita vopnum sínum til að þvinga fram handtökur, hún má það ekki nema að sá sem á að handtaka ógni lögreglu eða ráðist á hana. Hann ógnaði ekki lögreglunni, það var lögreglan sem ógnaði honum. En ég hef aldrei vitað til þess að það sé sérstaklega gáfuleg leið að ógna fólki í annarlegu ástandi, hefði haldið að það væri það fyrsta sem maður væri látinn læra þegar maður verður lögga... 

Signý, 9.6.2008 kl. 14:54

48 identicon

Sússa, það sést því miður ekki nógu vel, þó svo að höfuðið á lögreglumanninum svegist aftur og ofbeldismaðurinn keyrir á eftir í magan á honum og grípur um hné lögreglumannsins sem hann sleppir ekki, þetta kýs Jenný ekki að sjá og furðar sig á að maðurinn þurfi að dúsa í fangaklefa í 20 tíma.

Sveinn H. Þ (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:58

49 identicon

Hvað vitum við um það hvort að maðurinn hafi ógnað lögreglunni??

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:58

50 identicon

Alveg ótrúlegt að sjá þig streitast við að halda þínum málflutningi uppi.

Bloggið var augljóslega skrifað áður en þú fékkst að vita staðreyndir málsins og að þú sjáir það ekki er ótrúlegt. Þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér. Fullkomlega réttlætanleg vinnubrögð lögreglunnar.

 Gæinn náði nú að kýla löggu og ná henni niður, þrátt fyrir að hafa verið meisaður. Hvað hefði hann gert hefði löggan bara reynt að "taka hann" 4 á móti einum. Þá hefðu fleiri slasast.

Doddi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:59

51 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó, það er aldeilis að fólk hefur skoðanir á málinu.  Það er gott.

Með örfáum undantekningum virðast það vera karlmenn sem samsama sig algjörlega með lögreglunni.

Mér eru ekki vandaðar kveðjurnar nú frekar en oft áður þegar ég leyfi mér að hafa skoðun á valdinu.

Mér vitanlega þjáist ég ekki af unglingaveiki en ef svo er þá er það hið besta mál.

Ég þjáist hins vegar af mikilli óbeit á ofbeldi og ég vil að þeir sem við eigum að treysta, í þessu tilfelli lögreglan fari ákaflega varlega og vel með það vald.

Enginn er hafinn yfir gagnrýni, lögreglan ekki heldur.  Ég mun ekki hika við að hafa skoðun á henni, hvað sem fólki kann að finnast um það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:09

52 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bjarni: Ég er búin að skoða myndbandið, það breytir ekki skoðun minni á að löggann átti ekki að nota úðann á mannandskotann.

Jurgen: Hvern andskotann hefur sá stjórnmálaflokkur sem ég fylgi að málum með málið að gera?  Þú kannski tilheyrir einni rödd, einum leiðtoga og öllum þeim ballet, ég tala bara fyrir sjálfa mig og tékka ekki stefnuskrána áður en ég segi eitthvað.

Og svo er eitt alveg dásamlegt.

"Sússa, það sést því miður ekki nógu vel, þó svo að höfuðið á lögreglumanninum svegist aftur og ofbeldismaðurinn keyrir á eftir í magan á honum og grípur um hné lögreglumannsins sem hann sleppir ekki, þetta kýs Jenný ekki að sjá og furðar sig á að maðurinn þurfi að dúsa í fangaklefa í 20 tíma."

Þarna hló ég uphátt.  Sveinn er leiður yfir að eitthvað sjáist ekki nógu vel, en ég KýS að sjá ekki það sem ekki sést nógu vel.

Fyrirgefið en þetta er dásamlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:13

53 identicon

Ég er sammála flestum sem hafa tjáð sig hér, þetta var fagmannlega að verki staðið hjá lögreglunni. Piparúði er ekki eitur og er skömminni skárra (og mannúðlegra) tæki til þess að yfirbuga menn en að beita "gömlu aðferðinni" með því að yfirbuga menn líkamlega sem er stórhættulegt fyrir bæði lögreglumenn og hinn handtekna eins og Jón Bjarni hefur bent á.

Ég spyr þá sem kalla núna "fasismi!" (sem er nú yfirleitt ávísun á að dæma sig úr leik í upplýstri umræðu), sérstaklega þær Jenný og Signý: Hvað finnst ykkur að hefði verið eðlileg nálgun á verkefnið sem lögreglan stóð frammi fyrir þarna? Hvernig á að handtaka æstan og ósamvinnuþýðan ofbeldismann? Það er voða auðvelt að sitja fyrir framan tölvuskjá langt í burtu og fella dóma yfir starfsaðferðum lögreglu.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:16

54 identicon

Það sést kannski ekki nógu vel en hefur komið fram á fréttamiðlum að maðurinn kýldi lögreglumann

Af www.visir.is

"Þessu til viðbótar á hann að líkindum yfi höfði sér ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni vegna árásar á lögregluþjóninn með úðann. Aðspurður segir Önundur að töluvert hafi séð á lögregluþjóninum, hann hafi bólgnað á nefi og víðar í andliti".

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:16

55 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sússa: Það þarf ekki að sannfæra mig um að maðurinn sé sekur.  Langt því frá.  Ég er bara ósammála aðferðinni og sé ekki breytingu þar á í fyrirsjáanlegri framtíð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:20

56 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þvílík grimmd sem er í gangi hér á blogginu hennar Jenný. Það er hreint með eindæmum hvað fólk hitar sig upp í æsing til varnar lögreglunni - nú spyr ég eru ekki einhverjir bloggarar hér allt of tengdir þessu máli ?

Mér sýnist það á skrifum einhverra að þeir þekki meir til en aðrir. Fórnarlambið er fífl, þekktur ofbeldismaður og vinur hans tekur myndirnar eins og þetta sé sviðsett fyrir inngöngu á you tube.

Segjum að svo sé, allt sviðsett, þá er hægt að ræða hlutina út frá því.

En þetta er frétt á mbl og myndbandið fylgir með svo skoðanir og skilningur fólks á að fara eftir því. Það er lágmark að sýna kurteisi í umræðum sem þessum og finnst mér Jenný eiga heiður skilin fyrir að þora yfirleitt að koma fram með svo heit og viðkvæm mál. Hér á að vera vettvangur skoðanaskipta en ekki fúkyrða og svínslegra athugasemda gegn persónu fólks.

Reynið ekki að breyta fólki með dónaskap - reynið áhrifamáttinn með kurteisi það síast inn smátt og smátt - skiptir engu máli hvaða skoðanir fólk hefur.

Ég ætla síðan að láta í ljós skoðun mína á þessu myndbandi. Það er ljótt. Piparúðinn spilar þar stærstu rulluna fyrir mig.

Edda Agnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:27

57 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jón Bjarni - skoðun mín er mynduð út frá sýninni af myndbandinu og ég er sannfærð um það að margar leiðir eru til í svona uppákomum og ég dæmi ekki um það hvað er rétt og hvað er rangt - heldur bara út frá því sem ég sé á myndbandinu. Kannski þarfnast þetta skoðunar og líka rannsóknar með þau tæki sem hægt er að nota og þá er hægt að beita þessu öðruvísi þegar tæknin er orðin svo góð að lögreglan getur lært af myndböndum sem tekið er. Það er að mínu mati eitt besta kennslugagn til sjálfskoðunnar að skoða myndband af sjálfum sér við störf sín og fara yfir með handleiðara og láta yfirvöld  taka ákvarðanir um valdbeitingu og hvernig!

Edda Agnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:42

58 Smámynd: Signý

Aldrei hef ég kallað fasismi, enda finnst mér það frekar þröng skilgreining. Ég er hinsvegar algjörlega á móti því að lögreglan noti vopn sín ótæpilega, sem hún gerir.

Ég hef nú bara einfaldlega þá reynslu af lífinu að ég hef ekki alltaf verið barnanna best. Ég kem úr heimi sem er miður fallegur og allt þar fram eftir götunum. Ég veit hvernig lögreglan getur unnið, og er lítið um fína drætti þar. Án þess þó að draga allt lögreglumenn í sama dálkinn þar sem þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir.

Ég hef oft orðið vitni að nokkrum handtökum í gegnum ævina, bæði slæmum og "góðum" handtökum. Ég hef orðið vitni að handtöku þar sem maðurinn vildi als ekki láta handtaka sig, lögreglan talaði hann til. Það tók að vísu tíma sinn en þar virkilega voru menn að vinna vinnuna sína að heilindum. Enda greinilega vanir menn.

Það er nefnilega bara þannig að lögreglan hefur ýmsar aðferðir, lærðar, fyrir mismunandi aðstæður. Í þessum tilteknum aðstæðum sem eru í myndbandinu eru þarna 4 lögregluþjónar, og fullt af ungu fólki í mis góðu ástandi, ásamt því að þarna er maður sem greinilega er ekki alveg á meðal okkar og hefur, að mér skilst gengið í skrokk á fólki og semog öðru.

Erfiðar aðstæður, vissulega. En þarna átti lögreglan ekki að úða framan í einn eða neinn, enda er ástæðan fyrir lögregluna enginn, alveg sama hversu þekktur ofbeldismaður þetta er eða að hann hafi lamið einhverja 2 eða 3 eðahvað það var. Hann hafði ekki ógnað lögreglunni, hann bendir framan í einn af þeim, annar lögreglumaðurinn rífur upp meisið og hótar honum og strákurinn bakkar, hann slær aldrei til lögreglumannsins fyrr en eftir að hann hefur verið meisaður.

Það er ekkert sem réttlætir það, en þar sem ég hef reynslu af meisúða þá eru viðbrögðin hjá drengnum ekkert útúr kortinu þar sem hann er bæði undir áhrifum og brjálaður í skapinu og það er virkilega vont að fá þetta í augun... en að því sögðu... þá átti lögreglan að halda áfram að gera það sem hún var að gera sem var að tala drenginn til, það hefði tekist, fyrir rest... það gerir það alltaf. Alveg sama hversu miklir "fávitar" "hálfvitar" eða "aumingjar" menn eru. 

Þetta er nefnilega ekkert í fyrsta skipti sem lögreglan lendir í svona aðstæðum... hvernig hefur lögreglan leyst það hingað til?... you should ask yourselfs....

Signý, 9.6.2008 kl. 15:43

59 identicon

Þú ert ekki í lagi.

Maðurinn var búinn að skalla einn mann í andlitið og berja annann áður en lögreglan kemur á svæðið.

Hann hlýðir ekki tilmælum lögreglu og fær piparúða að launum.

Þetta er bara mjög fínt. Afhverju ætti lögreglan að leggja líf sitt og limi í hættu við að hantaka brjálaðan mann sem hlýðir engu með því að nota ekki piparúða. 

Þá myndi enginn ganga í lögregluna ef að það má ekki nota öryggistæki til að verjast glæpamönnum. Eins myndi ég ekki vilja búa hérna ef lögreglan kæmi ekki fram af hörku við brjálaða menn sem hlýða ekki hennar tilmælum. 

Andri (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:51

60 identicon

Í sumum tilvikum er það eflaust möguleiki að tala menn niður, það verður bara að meta það í hvert sinn. En ég hafna því algjörlega að það sé alltaf möguleiki. Hvað á lögreglan þá að þola mörg kjaftshögg á meðan "samtalinu" stendur? Það var komið eitt, átti að gefa greyinu svona 3-4 í viðbót?

Það er einkennilegt viðhorf sem maður sér gjarnan birtast gagnvart löggæslustörfum að lögreglumenn eigi að gegna hlutverki boxpúða vegna réttlátrar reiði borgaranna. Þetta er vinna eins og hver önnur og við gerum öll kröfu um að koma þokkalega heil heim úr vinnunni, svona líkamlega í það minnsta.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:52

61 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bjarni: Ég hef ekki hugmynd um hvaða starfsaðferðir lögreglan hefur notað áður en úðaskrattinn varð að uppáhaldsleikfangi.

En þeir unnu vinnuna sína án þess að hafa þetta dásamlega hjálpartæki.

Hefur lögreglunni farið aftur?  Kann hún ekki "gömlu aðferðirnar" ennþá.  Ég spyr mig.

Og mér er svo nákvæmlega sama hvort þú telur mig dæmda úr leik eða ekki.  Það er þitt mat og það breytir ekki möndulhalla jarðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:54

62 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Takk fyrir þitt innlegg.  Það málefnalegt og flott eins og þér er líkt.

Hallgerður: Halló, velkomin í heita pottinn þar sem allt er látið fjúka.

Andri: Ég er í fullkomnu lagi, áttuð á stað og stund.  En þú?  Er þú ekki aðeins of æstur?

Jón Bjarni: Ég spyr af einlægri forvitni. Ert þú lögreglumaður, núverandi eða fyrrverandi eða tengdur þeim geira að einhverju leyti.  Ég spyr af því þú virðist ansi fróður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:56

63 identicon

Það virðist sem þetta myndband sé einvörðungu sett inn til höfuðs lögreglunni til að reyna að koma höggi á hana.  Virðingarleysið við lögregluna er algjört hjá ákveðnum hópi fólks, sennilega fólks sem hefur gert eitthvað af sér eða á erfitt með að hlýða lögum og reglu. Fólk sem er  með minnimáttarkennd.

Gerir fólk sér grein fyrir því í hverju starf lögreglumanns felst ? Eitt hættulegasta starf sem til er en ákveðinn hópur fólks virðist alltaf standa gegn henni og styðja múgæsinginn. Síðan þegar eitthvað kemur fyrir það  þá vill þetta fólk að lögreglan komi til aðstoðar eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þessi maður var sannarlega búinn að vinna fyrir þessari handtöku.

 Styð lögregluna eindregið í þessu

Með lögum skal land byggja !

 Kv. Kalli.   

Kalli (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:57

64 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff það vantar ekki viðbrögð hér. 

Það er nokkuð ljóst að lögreglan notar stundum aðferðir sem almenningur á erfitt með að sætta sig við.  Tæknin gerir okkur kleyft að sjá það sem við sáum ekki hér áður.  Það er ekki langt síðan að út kom myndband með unglingsstrák sem var tekin hálstaki af lögreglunni.  Þetta skapar mjög svarta og neikvæða ímynd af lögreglunni.  Við erum að sjá eitthvað sem við vildum ekki vita af.

Það sem mér finnst mikilvægt er að lögreglan fræði almenning um hvaða reglur þeir hafa til að nota vopnum og ofbeldi. Og þegar slíkt kemur upp að lögreglumenn taki ábyrgð og útskýri hvað átti sér stað.  Mér finnst persónulega að ofbeldi skuli forðast eins og mögulega er hægt, enda oft á tíðum um að ræða einstaklinga sem eru ekki með sjálfum sér.  Spurningin er hvernig er hægt að yfirbuga fólk án þess að meiða það.  Hálstak er ekki lausnin ég veit það.   

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.6.2008 kl. 15:59

65 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jón Bjarni - ég get ekki komið með skoðanir á "efið"! Ég get velt fyrir mér hlutunum og sagt sjálfri mér það að eitthvað hafi gengið á, áður en þetta myndskeið byrjar samkvæmt fréttinni. En af hverju á ég að gera það?

Þetta eilífa "ef" verður alltaf og því má ekki rugla við staðreyndir - nú gætir þú sagt að "staðreyndin" væri öðruvísi og það er ég að vísu búin að sjá hér á blogginu á undan, en því miður er ekkert sem færir sanninn heim um að það sé rétt - ég bíð eftir staðreyndum málsins og tek þá slaginn eða umræður um málið ef mér sýnist svo.

Ekki veit ég hvort þú ert að tala til mín í tengslum við gagnrýni á lögregluna, en ef svo er að þá hef ég ekki gagnrýnt hana fyrir þetta. En lögreglan er ekki hafin yfir gagnrýni. Ég er hér fyrst og fremst vegna þess að mér ofbauð grimmdin sem kemur upp í sumum málum hér á blogginu gagnvart persónu fólks.

En það breytir ekki þeirri skoðun minni að myndbandið er ljótt.

Edda Agnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 16:01

66 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar og Nanna Katrín: Takk fyrir málefnaleg innlegg. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 16:02

67 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er í raun ekki ósáttur við að beita piparúða á ofbeldismann sem sýnir mótþróa við handtöku, eftir að hafa framið fleiri en eitt ofbeldisbrot stuttu áður.

annað vakti þó forvitni mína. hví var manninum skipað, með hrópum, að leggjast í jörðina? var ekki hægt að segja honum að snúa sér við með hendur aftan við bak?

Brjánn Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 16:16

68 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér með þakka ég öllum sem eru með málefnaleg innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 16:18

69 identicon

annað vakti þó forvitni mína. hví var manninum skipað, með hrópum, að leggjast í jörðina? var ekki hægt að segja honum að snúa sér við með hendur aftan við bak?

Heldurðu að maðurinn hefði eitthvað frekar gert það?? Þetta er skipun og það er líklega öryggisatriði fyrir lögreglumennina ef maðurinn liggur í jörðinni frekar ef hann stendur því þá á hann auðveldara með að "athafna" sig..

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:21

70 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Vá allt að verða vitlaust fyrir vestan greynilega uss,ætla ekki að tala mikið um þetta veit hver á hlut af máli og er það ekki rólegasti patreksfirðingurinn,en gama að fólk hafi svona líka skoðanir á hlutunum.

Annars finnst mér mjög leiðinlegt að það koma aldrey framm í fjöðmiðlum þessar góðu fréttir frá þessum annars fallega stað. 

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.6.2008 kl. 16:21

71 identicon

Ég sá einu sinni fjórar löggur yfirbuga bróður minn sem þurfti að handtaka eftir slagsmál. Þeir þurftu að nota "gömlu góðu" aðferðina því hann var ósamvinnuþýður og ógnandi og lítið annað að gera en að taka hann með valdi.

Hann fór úr axlarlið, nefið brákað, góðaraugu og allskonar skrámur og hrufl. Einn lögregluþónn puttabrotnaði og fleiri af þeim voru marðir og skrámaðir og þetta tók sko sinn tíma.

Ég vildi að þeir hefðu haft piparúða á þeim tíma til að gera hann óvirkan og lágmarkan tjónið á honum og sjálfum sér.

Siggi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:22

72 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Áður en menn mæla með notkun Taser rafbyssa, ættu þeir að lesa þetta blogg.

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/551769/

Við Íslendingar viljum ekki ofbeldi... hvorki frá hinum almenna borgara né lögreglunni.  Eða hvað ??  Maður spyr sig eftir sum kommentin hér fyrir ofan.

Stundum fara samt menn yfir strikið og stundum gerir lögreglan það líka.  Þá er leyfilegt að gagnrýna.  Tja, nema við búum í lögregluríki.

Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 16:36

73 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir orðaskiptin Jón Bjarni. Reynsla fólks í svona málum eins og þín er ómetanleg og mikilvægt að miðla því til annara án íhlutunar eða fórdóma á þeim sem minna vita.

Edda Agnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 16:37

74 identicon

Gott hjá lögreglunni ! Þeir eru þarna að vernda borgara frá brjálæðingi og mér finnst bara gróft að kalla það fasisma.

Stefán (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:40

75 Smámynd: Himmalingur

Vildi bara segja hæ Jenný mín! Og eftir að hafa séð allt hér fyrir ofan segi ég bara bæ!

Himmalingur, 9.6.2008 kl. 16:42

76 identicon

Ég er alveg sammála því að fólk á að geta rætt hlutina án þess að fara út í þann dónaskap sem sumir hér kjósa að gera.

Ég ætla svosem ekki að hafa þetta langt en ætla bara að ítreka við Signýu að lögreglunni er heimilt að beita valdi við störf sín og valdbeiting lögreglu getur verið notkun piparúða.  Neyðarvörn er allt annað dæmi. 

Sjá t.d. reglugerð um gæsluvarðhaldsfanga (fann ekki í fljótu bragði reglugerð um valdbeitingu lögreglu) :

Beita má valdi við gæsluvarðhaldsfanga þegar nauðsyn krefur:

a. til þess að koma í veg fyrir ofbeldi, hemja ofbeldisfullan mótþróa hans, koma í veg fyrir sjálfsvíg eða hindra að hann skaði sjálfan sig, eða

b. til þess að hindra flótta eða stöðva þann sem hefur flúið, þegar ástæða er til að ætla að það verði ekki gert með öðrum hætti.

Valdbeiting samkvæmt þessari grein getur, að svo miklu leyti sem það telst nauðsynlegt, falið í sér beitingu handafls, notkun kylfu eða táragass af viðurkenndri gerð.

Ég veit að valdbeitingarheimildir lögreglu eru nákvæmlega eins.  Neyðarvörn er allt annað fyrirbæri sem getur náð yfir miklu breiðara svið t.d. til okkar borgaranna ef við teljum okkur í lífshættu gagnvart aðila.

Orðalagið er aðeins öðruvísi hjá lögreglu en þar er talað um valdbeitingu við handtöku, sem á svo sannarlega við þarna.

P.s. Ég er ekki lögreglukona, er að klára lögfræði, vonandi sem fyrst.

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:47

77 Smámynd: Ingólfur

Lögregla hefur leyfi til þess að beita valdi til þess að sinna sínu starfi. Þ.e.a.s. ef fólk fer ekki að fyrirmælum hennar að þá getur hún beitt því valdi til þess að láta það fara af fyrirmælum.

Ég veit ekki hvaðan það sé komið að það eigi bara um handafl en ekki tæki lögreglunnar, svo sem piparúðann.

Þið seg segið að piparúðann megi bara nota í nauðvörn, vinsamlegast finnið fyrir því heimildir. Ég hef nefnilega ekki séð það og það sem meira er, ég trúi því ekki að það verði tilfellið með rafbyssurnar. (sem er ein af ástæðum þess að ég er mótfallinn þeim)

Lögreglan er auðvitað ekkert hafin yfir gagnrýni og ljóst að með myndavélasímum og youtube að þá verða störf hennar undir meiri smásjá.

En hvað er að störfum lögreglu þarna? Lögreglan er skipar manninum að leggjast í jörðina, ein lögga er með úðabrúsann á lofti en úðar ekki fyrr en maðurinn slær í höndina með úðabrúsanum.

Svo virðast 3 löggur ætla að koma honum í járn með hefðbundnum lögreglutökum, en þá tekst honum, með úðann í augunum, að ráðast á eina lögguna og nær síðan þannig gripi á honum að það tekur hinar löggurnar langan tíma að losa það.

Hvergi er að sjá að löggurnar missi stjórn á sér, lemji gaurinn eða beiti ónauðsynlegu valdi.

Við þetta bætist að áður en byrjað var að taka upp, var maðurinn búinn að sýna af sér mikið ofbeldi. Sem skýrir líklega hvers vegna lögreglan vildi að maðurinn legðist í jörðina áður en þeir settu handjárn á hann, þar sem líklegt væri að hann mundi veita mikla mótspyrnu.

Þess vegna get ég ekki séð annað en að störf lögreglunnar hafi verið þarna til fyrirmyndar.

Í öðru dæmi, sem líka var tekið upp og sett á youtube, var unglingur með stæla við lögregluna í 10-11 og þrjóskaðist við að fara að fyrirmælum.

Í því tilfelli missti lögreglumaður greinilega stjórn á sér og réðst einfaldlega á strákinn.

Þar var engin ástæða til þess að halda að erfitt yrði að handtaka hann, ekki var búið að biðja hann um að snúa sér við eða leggjast á gólfið svo hægt væri að handtaka hann. Það var einfaldlega ráðist á hann.

Þar fór lögreglan augljóslega út fyrir strikið. En hins vegar var engum úða beitt á strákinn. Var hún þá kannski í lagi??? 

Hins vegar 

Ingólfur, 9.6.2008 kl. 16:49

78 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts, það er aldeilis hitinn hér..   .. Allt að verða vitlaust og sumir býsna ruddalegir í málflutningi svo ekki sé meira sagt.  Ég var að reyna að rýna í þetta myndband og get ekki dæmt hver er verri löggurnar eða "bófinn." Ég þekki ekki söguna alla. Þoli ekki rudda hvort sem þeir eru löggur eða bófar. Löggan þarf auðvitað að halda bófunum frá almennum prúðum borgurum svo þeir fái frið, en það er augljóslega umdeilt hvaða tækjum og tólum skal beita.

Ég skora á fólk að sýna almenna kurteisi þó því sé heitt í hamsi.   ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.6.2008 kl. 16:50

79 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sússa. ég er ekki sammála þér. eðlilegra hefði verið að segja honum að setja hendur aftan við bak eða á hnakka. síðan hefði einn lögreglumaður staðið framan við hann, miðandi á hann spreybrúsanum, meðan annar væri aftan við hann og setti hann í járn. síðan, hefði maðurinn gert sið líklegan til að sýna mótþróa við járnunina, hefði verið eðlilegt að spreyja hann. ekki fyrr.

Brjánn Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 16:54

80 Smámynd: Signý

Einar: það segir einnig í þessari frétt sem þú linkar í

"Lögreglumenn segja á móti að rannsóknir á þessum dauðsföllum hafi nær undantekningalaust leitt í ljós að byssurnar hafi ekki valdið þeim, heldur ofneysla eiturlyfja eða aðrir þættir."

En þetta er eins kjánaleg fullyrðing og þær gerast, því ef þetta á að standa þá hefur heldur enginn dáið úr áfengisneyslu né bílslysum af þeirri einföldu ástæðu að það stendur ekki í dánarvottorðum þar sem dánarvottorð telja aðeins upp líkamlega orsök þess að menn deyja en ekki ytri, þess vegna deyr fólk sem hefur verið teisað ekki af völdum byssunar sjálfrar, heldur deyr þetta fólk úr hjartaáfalli, heilablæðingu, öndunarstoppi og þar fram eftir götnum. Og segir meira en segja þarf um þessar byssur.

Það er undarleg staðreynd að allt það fólk sem látist hafa í samskiptum sínum við lögreglu þar sem þessar byssur eru leyfðar skuli taka upp á því að drepast akkúrat á sömu stundu og þegar lögreglan skýtur fólk með þessu, 0.0021amp eða 50þús volt breytir þá engu. Sýnir okkur einungis hversu hættulegt vopn þetta er.

Plús það að allar rannsóknir sem segja þessa byssu "hættulausa" eða "bjarga" mannslífum koma allar frá löndum þar sem andstaða við noktun vopnanna er mikil vegna akkúrat þess aðþær eru stórhættulegar. Málið er nefnilega það að þessi lönd eru löngu hætt að verja notkun vopnanna sem eitthvað "nauðsynlegt öryggistæki" snýst ekkert lengur um það, því þetta er farið að snúast um peninga og þá staðreynd að ef það sannast með óyggjandi hætti að þessar byssur geti verið deadly at times þá liggja frammi óteljandi skaðabótakröfur á hendur t.d kanadíska, bandaríska og enska ríkinu, þar sem þessar byssur eru leyfðar. Það er dýrt spaug.

Ég einfaldlega skil ekki þá hugmynd að fólki geti mögulega fundist þessar byssur sniðugar eða eitthvað sem það vill að lögreglan fái. Fyrir hverja er lögreglan eiginlega að vinna? 

Er hún að vinna fyrir mig eða er hún að vinna fyrir ríkið?...  

Signý, 9.6.2008 kl. 16:55

81 Smámynd: Huld S. Ringsted

Er fólk gjörsamlega að sleppa sér? Ég gafst upp eftir nokkur skítaskot í kommentum hérna. Auðvitað átti maðurinn það skilið að verða handtekinn eftir öll lætin í honum en að nota piparúða á einn mann á móti 4 kannski of mikið. Hvað gerði löggan hérna einu sinni þegar þeir voru kannski tveir að kljást við nokkra ofurölvi á sveitaballi, þá var enginn piparúði.

Greyin mín reynið að sýna bloggeiganda smá kurteisi þó að þið séuð ekki sammála henni. 

Huld S. Ringsted, 9.6.2008 kl. 16:58

82 identicon

Fyrir fólk sem finnst gaman að lesa um rafbyssur þá er hér ein sem er unnin upp úr málum sem Amnesty International hefur bent á í málflutningi sínum.  Athyglisverðar niðurstöður hér á ferð.

 http://www.policeone.com/writers/columnists/Force-Science/articles/1702148-New-study-TASERs-as-safe-as-weapons-can-be-not-instruments-of-death/

Lilly (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:04

83 identicon

Anna Einarsdóttir: Hvað á maður að lesa út úr þessu bloggi sem þú varst að benda á? Ef þú lest kommentin þá má sjá að sá sem er að mótmæla þessum rafbyssum viðurkennir að þær séu 99,9% öruggar. 600.000 skotnir og 300 til 600 "meint dauðsföll". það er 0.01% áhætta. Ja hérna.

Ciemens (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:21

84 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ciemens...... virðir þú mannslíf einskis ?

þrjúhundruð til sexhundruð mannslíf !

Þótt ekki létist nema EIN manneskja á Íslandi af völdum rafbyssa, dygði það mér til að vera á móti þessu vopni.

Hvern á líka að skjóta með þessu ?  Fyllibyttur, útlendinga, unglinga eða ímyndaða hryðjuverkamenn ? 

Hversu margar lögreglur hafa látist í starfi á Íslandi undanfarin 100 ár ?  Hvað er það sem kallar á vopnaburð sem þennan ???

Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 17:35

85 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Önnu, ekki spurning. Eitt mannslíf er einu of mikið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 17:49

86 identicon

Anna Einarsdóttir: Það stendur "meint dauðsföll" sem þýðir ósannað. Og miðað við þessa tölfræði yrði langt að bíða þess að einhver hlyti skaða af hér á landi, ef skaðsemin er þá einhver. Ég er viss um kylfurnar séu ekki 99,9% öruggar ef tölfræðin yfir öryggi þeirra yrði skoðuð.

Ciemens (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:50

87 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég leyfi mér að afrita af öðru bloggi, læknisfræðileg rök gegn rafbyssum;

".......en ég veit út frá þekkingu minni í læknisfræði að öll rafstuð geta sett hjartað í slæman takt - banvænan.  Þar skiptir öllu máli hvar í hjartsláttarferlinu stuðið lendir og því eru hjartastuðtæki notuð í svokallaðri synchron-iseraðri stillingu þegar hægt er að nema einhverja reglu á taktinum.  Hitti stuðið á svokallaðan endurskautunarfasa sleglanna er hætt við að takturinn breytist í svokallað sleglatif (ventricular fibrillation) sem er algerlega gagnslaust, veldur meðvitundarleysi samstundis og dregur til dauða á 3-5 mínútum ef ekki er stuðað aftur í réttan takt eða hafið hjartahnoð og öndunaraðstoð". 

Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:00

88 identicon

Bíddu aðeins við ... fékk ekki maðurinn skýr fyrirmæli frá lögreglunni og hann hunsaði þeim.  Sökin er hans en ekki lögreglunnar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:03

89 identicon

Anna Einarsdóttir: Það sem vantaði framan á þessa tilvitnun hjá þér var þessi setning hér: "Ég hef ekki kynnt mér þessar byssur sérstaklega..." Ég held að við verðum að treysta þeim sem hafa rannsakað þessar byssur sérstaklega betur en þeim sem ekki hafa kynnt sér þær.

Ciemens (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:10

90 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ciemens. 

Það sýnir þroska þinn að gera bara lítið úr mér. 

Fyrst þú ert svona ógurlega upplýstur, af hverju svarar þú þá ekki spurningum mínum um "hvers vegna þarf rafbyssur og hvern á að skjóta með þeim" ??

Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:26

91 identicon

Anna Einarsdóttir: Ég biðst afsökunnar ef ég hef gert lítið úr þér, það var ekki ætlunin. Ég er bara að benda á að þeir sem tala mest um þessar byssur vita minnst um þær. Ekki trúa öllum áróðrinum gegn þessum tækjum sem þú lest.

Ciemens (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:31

92 Smámynd: Ingólfur

Ég er mótfallinn rafbyssunum þar sem þær geta valdið dauða, og ef lögreglan hérna fær þær, að þá finnst mér að þær eigi að vera síðasta úrræði, fyrir utan víkingasveit með skotvopn, að nota þær.

Ég hef hins vegar ekki heyrt af því að piparúði drepi fólk.

Ég sé ekkert athugavert við það að lögreglan noti úðann þegar sleigið er til hennar, sérstaklega þegar viðkomandi hefur ítrekað fengið tækifæri til að hlýða og sér að lögregla er tilbúin til þess að nota úðann.

Ég bara skil það ekki að sumir séu á móti því. 

Ingólfur, 9.6.2008 kl. 18:34

93 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við höfum líka sérsveit með á fimmta tug sérsveitarmanna.

Dugir það ekki bara ágætlega.  Ég treysti þeim til að bera vopn.
Ég treysti ekki almennum lögreglumönnum til slíks.  Það er ástæða afstöðu minnar.

Ég hef lokið máli mínu.  Góðar stundir.  

Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:37

94 identicon

Ingólfur Harri: Mannréttindasamtök héldu því fram að hundruðir manna hafi látist af völdum piparúða á tíunda áratugnum. Vísindin hafa svo afsannað þær kenningar. Vísindin eru löngu búin að sanna öryggi rafbyssa. Þetta er bara svo heppilegur sökudólgur fyrir þrýstihópa.

Ciemens (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:46

95 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Piparúði var ekki kominn til sögunnar þegar ég var í lögreglunni. Maður lenti þó oft í því að reyna að hemja dýrvitlausa menn og kom oft heim í rifnum fötum, með sprungnar varir og blár og bólginn. Kannski hefði piparúðinn komið sér vel þá, ég vil ekki leggja mat á það.

Hvað teiserbyssurnar varðar er ég alfarið á móti því að þær verði teknar í notkun. Ég hefði ekki viljað verða fyrir því að verða mannsbani í vinnunni og ég held að síkt vilji enginn lögreglumaður. Þá er betra að verða fyrir einhverjum pústrum.

Helga Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:46

96 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jurgen: Ég taldi mig ekki vera að snúa út úr.  Mér finnast skoðanir mínar á málinu koma klárlega fram í öllum þeim athugasemdum sem ég hef gert hér í kommentakerfinu.

Ég vil ekki sjá neinn sem mér þykir vænt um og bara alla þurfa að standa í illdeildum og ofbeldi.  Ég er hins vegar algfarið á móti því að almenna lögreglan sé með piparúða í beltinu.  Allt of margir "triggerhappy" í þeim hóp.  Og þá er ég ekki að lýsa frati á lögregluna einfaldlega að benda á þá staðreynd að fólk er mishæft í djobbinu.

Heiðarlegri en svo get ég ekki orðið.

Ég skrifaði þessa færslu með sama hugarfari og flestar aðrar, beint frá eigin hjarta og velti því ekki fyrir mér hvort hún yrði vinsæl eður ei.  Ég ætti ekki annað eftir en að fara að ástunda þá glötuðu iðju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 19:06

97 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála Önnu með sérsveitina.  Hún getur borið svona vopn, almenna löggan ekki.

Helga: Takk fyrir þitt innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 19:07

98 Smámynd: Hulla Dan

Ætlaði bara að segja HÆ...
Sé að þú hefur haft nóg að gera í dag.
Pínu slæmt að geta ekki haft sínar skoðanir á sinni eigin síðu án þess að fólk sé beinlínis dónalegt.
Þú ert frábær að mínu mati og kemur hlutunum vel frá þér, jafnvel þó ég sé ekki alltaf sammála.
Vona að þú eigir gott kvöld.

Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 19:13

99 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er bara fjör hjá þér Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2008 kl. 19:35

100 Smámynd: Hin Hliðin

Tazer, óháð rannsókn.

http://spectrum.ieee.org/dec07/5731

Hin Hliðin, 9.6.2008 kl. 19:41

101 Smámynd: Ingólfur

Auðvitað á fólk að koma skoðunum sínum á framfæri án þess að vera dónalegt við hvert annað.

En meirihlutinn af yfir 100 athugasemdum hafa verið málefnalegar, og því rangt að dæma alla umræðuna bara út frá þeim sem ekki kunna mannasiði.

Það er alveg hægt að gagnrýna það að almenn lögregla hafi piparúða vegna hættu á of- eða misnotkunar á því tæki. Hins vegar er það staðreynd að almenna lögreglan hefur þennan úða í beltinu og má nota hann.

Lögreglan hefur ábyggilega ákveðnar reglur um notkun á þessum úða og mér finnst að í þeim ætti að vera ákvæði um hvenær megi beita úðanum, t.d. ef hætta er á að viðfangsefnið sýni ofbeldi eða mótþróa. Þarna var hann búinn að ráðast á tvo menn og hlýddi ekki lögreglu.

Einnig ætti það að vera skylda lögreglunnar að vara við notkun úðans. Sem hún gerði vel og greinilega í þessu tilfelli. Það er ekki einu sinni víst að úðinn hefði verið notaður nema vegna þess að maðurinn slær til úðabrúsans.

Að gagnrýna þetta finnst mér satt að segja draga úr vægi gagnrýni á lögregluna þegar gagnrýnin er réttlætanleg.

Ingólfur, 9.6.2008 kl. 19:45

102 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingólfur Harri: Það er ekki hægt að setja standarda fyrir hvenær má gagnrýna og hvenær ekki.  Þolþröskuldur okkar er mis hár og það er bara í góðu lagi.  Lögreglan hefur mikið vald og það getur ekki skaðað hana að fá gagnrýni.  Það er glórulaust að ætla það.  Ég amk. sé enga ástæðu til að blogga ekki um það sem ég sé á myndbandinu.

Jurgen: Takk fyrir þín innlegg.

Ég kvarta ekki yfir málefnalegum innleggjum, þvert á móti fagna ég þessari umræðu hérna.  Hún er nauðsynleg. 

Þeir sem kunna ekki mannasiði verða að eiga það við sjálfa sig, það truflar mig ansi lítið satt best að segja.

Takk fyrir góða umræðu, sem má gjarnan halda áfram.  Til er ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 19:49

103 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Hvert erum vid ad stefna sem thjód yfirhøfud? Ég bara á bágt med ad taka afstødu. Veit sem er ad ofbeldi medal almennings hefur aukist grídarlega og thar af leidandi adferdir løgreglu væntanlega lika. Hallast samt ad thvi ad thad hlýtur ad vera á heildina litid minna ofbeldi ad spreyja thessu á manninn heldur en ad slást vid hann uppá gamla mátann eins og einhver sagdi ad ofan,meidslin vid slika framgøngu mun meiri en vid thetta. En mér hryllir samt vid thvi ad hingad sé komid á okkar kæra Islandi en timarnir breytast og mennirnir med liklega.

Verd svo ad bæta thvi vid hvad mér finnst ØMURLEGA lélegt ad sumt fólk geti ekki tjád sig um sinar skodanir án thess ad vera med skítkast vid Jenný lísir vidkomandi betur en nokkurn tíma henni sem kemur thó med allt sitt á málefnanlegan hátt.

Kvedja til thin Jenný,eigdu gott kvøld

María Guðmundsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:16

104 Smámynd: Ingólfur

Ég ætla ekki að fara að banna þér að gagnrýna lögregluna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé ekki hafin yfir gagnrýni og þegar hún fer yfir strikið að þá á almenningur að láta heyra í sér.

Ég er bara að benda á það að ef lögreglan sætir ósanngjarni gagnrýni, sem mér finnst vera tilfellið  hérna, að þá mun hún síður taka mark á því þegar gagnrýnin á fullkomlega rétt á sér.

Það verða svona Úlfur Úlfur áhrif.

En get ég fengið það hjá þér, hvert nákvæmlega var feilspor lögreglunnar.

Var það að hafa yfir höfuð að taka upp úða brúsann, eða að úða úr honum þegar maðurinn slær til hans? 

Ingólfur, 9.6.2008 kl. 20:24

105 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í fyrsta lagi er ég á móti því að almenna lögreglan noti piparúða.

Í öðru lagi þá sé ég ekki á myndbandinu að löggan hafi haft ástæðu til að nota hann þar sem maðurinn er á leið frá löggunni.  Ergó: Nauðvörn ekki í gangi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 20:47

106 identicon

Almenna lögreglan ekki að nota piparúða??  Hvað með kylfurnar??

Hvers vegna ekki??

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:55

107 identicon

Fyrirgefðu vilt ekki að almenna lögreglan sé með piðarúða!!Hver á þá að vera með hann?? Rannsóknarlögreglumenn sem yfirheyra fólk eða?? Almenna lögreglan er sú lögregla sem kemur fyrst á vettvang alveg sama hvers eðlis útkallið er..Ef að þeir þurfa ekki að geta varið sig hver þá. Mér finnst sorglegt að lesa þessa bloggfærslu hjá þér og hún lýsir aðeins fáfræði þinni á störfum lögreglu og hvað er rétt og rangt. Lögreglan starfar eftir lögum, lögreglan setur ekki lögin í landinu heldur er starf hennar að sjá til þess að lögum sé framfylgt. Þú ættir kannski að fá koma á næturvakt í miðborginni? Færir eflaust fljótt grenjandi heim til þín. Það er auðvelt að sitja í vernduðu umhverfi og gagnrýna og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort þú skaðist þessa vaktina eða næstu. Líka benda á sem ekki allir virðast skilja hér sem eru að tjá sig að það var margt undan gengið áður en þetta myndband var tekið upp..Einhver vildi vita hversu margir lögreglumenn hefðu látist við skyldustörf, tveir lögreglumenn hafi látist við skyldustörf á Íslandi, einn slasast mjög alvarlega að hann hefur aldrei borið þess bætur..Og margir margir aðrir slasast..

Kv.Góð kunningi lögreglunnar

Úlfur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:56

108 identicon

Ég rakst á nokkrar rannsóknir á þessum rafbyssum fyrir þá sem hafa áhuga. Ég sé að það hafa nokkrir hérna skrifað um þær. Ég held að það sé gott fyrir bæði þá sem eru með og á móti að lesa þetta:

http://www.ecdlaw.info/outlines/Wake%20Forest%20DOJ%20Injury%20Study%20Press%20Release%201082007.pdf

http://www.braidwoodinquiry.ca/presentations/dr_jeffrey_ho.pdf

http://www.cprc.org/docs/bcopcc_final.pdf

Lína (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:59

109 Smámynd: Himmalingur

Það verður bara að viðurkennast að Jenný hefur mannkærleika og skynsemi að leiðarljósi í sinni röksemdafærslu. Hafi hún þökk fyrir það. Hættið síðan að böggast í henni með vinstri græna. Ef það eru einu rök ykkar þá eruð þið að skíta í yfirfulla klósettskál og ættuð að snúa ykkur að einhverju öðru. Til dæmis prjóna. Virkilega afslappandi. Mæli með því fyrir alla löggumenn og konur!

Himmalingur, 9.6.2008 kl. 20:59

110 identicon

Tek undir það sem Úlfur segir hér að ofan.

Það er auðvelt að gagnrýna vinnubrögð lögreglu þar sem setið er fyrir fram tölvuskjá í vernduðu umhverfi.

Að taka ávkörðun úti á vettvangi sem lögreglumaður er örugglega ekki alltaf auðvelt, og hvað þá í hita leiksins með fullt af æstu liði í kring sem er ölvað og er að espa aðra upp í slagsmál, en það ÞARF samt á einhverjum tímapunkti að taka ákvörðun.

Við höfum öll okkar skoðanir en að hin almenni lögreglumaður beri ekki piparúða og kylfur er út í hött. Ef hinn almenni lögreglumaður getur ekki varið sig hver á þá að verja hann?? Sérsveitarmenn fara ekkert í öll útköll, það er hin almenni lögreglumaður sem sinnir flest öllum útköllum og það gæti verið of seint að kalla til sérsveit þegar skaðinn er skeður.

Verðum stundum aðeins að hugsa lengra en nef okkar nær og setja okkur í spor annarra, í þessu tilfelli lögreglumannana sem vinna oft á tíðum gríðarlega erfiða vinnu sem alls ekkert allir gætu gert..

Sússa (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:05

111 Smámynd: Ingólfur

Jenný, það er engin krafa fyrir notkun á piparúða að hann sé bara notaður í nauðvörn.

Það skiptir heldur engu máli hvort maðurinn hafi verið á leið frá lögreglunni. Það var verið að handtaka hann og því kom ekki til greina að leyfa honum að fara frá lögreglunni. Því elti löggan og fjarlægðin á milli þeirra sú sama.

Svo er hann ekki meira á leið frá lögreglunni en það að hann sær til hennar.

Ingólfur, 9.6.2008 kl. 21:07

112 identicon

En er það ekki enn komið til skila að maðurinn hafði ítrekað beitt ofbeldi um kvöldið og nóttina og löggan hafði enga ástæðu til að telja að því framferði væri lokið, enda mun hann eiga langa ofbeldissögu að baki,  og því almenningi og honum fyrir bestu að hann væri tekinn úr umferð.  Þar sem engar líkur, miðað við fyrri reynslu, voru taldar á því að hann gæfist upp með góðu og löggan hefur annað að gera en tala brjálaða ofbeldismenn til þegar misfullt fólk þyrpist saman var þeta eina úrræðið.  Hefðu þeir hins vegar kosið að láta sem ekkert væri úr því þeirra eigin öryggi var ekki ógnað benda líkur til að fleiri en þeir tveir sem þegar hafa lagt fram kæru hefðu borið blátt auga og blóðugt nef frá því.  Og auðvitað hefði mátt kalla til sérsveit.  Til Patreksfjarðar er margra klukkustunda ferðalag frá höfuðborginni.  Hversu mörg hefðu glóðaraugun þá verið orðin?

Ergó: Hér var heilt sveitarfélag í nauðvörn og piparúðinn bjargaði ofbeldismanninum, almenningi og löggunni frá mun alvarlegri meiðslum.  Og þetta veistu auðvitað, ágæta Jenný, hvort sem þú vilt viðurkenna það eða ekki. 

En einu sinni þekkti ég mann sem hafði að lífsviðhorfi:  Ég skil það ekki, vil ekki skilja það og skal ekki skilja það. Og þó ég skilji það skal ég aldrei viðurkenna það.

Tobbi (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:15

113 Smámynd: Himmalingur

Vá maður! Það tók mig 1/2 tíma að skrolla hér niður til þess að senda inn ath, svo loksins á enda er komið þá er ég búinn að steingleyma hvað ég ætlaði að segja. Jæja segi bara: HÆ!

Himmalingur, 9.6.2008 kl. 21:17

114 identicon

Jamm slökum öll á og verum vinir..

Og prjónum..

Góðar stundir

Úlfur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:19

115 identicon

Hvað finnst ykkur um þetta? Þetta er tekið af www.jonas.is. Það er vert að taka fram að það er fullorðinn einstaklingur sem skrifar þetta. Svona er færslan:

"Sá myndband á Eyjan.is af lögregluóeirðum á Patreksfirði. Þar snöpuðu þrjú löggufífl fæting við mann, sem sýndi ekki mótþróa. Þeir hlupu á eftir honum og úðuðu á hann pipargasi, felldu hann og lögðust ofan á hann. Lágu lengi ofan á honum og görguðu "Þórdís drullaðu þér frá." Myndbandið sýnir, að íslenzkar löggur hafa nú þegar fleiri vopn en þeir ráða við. Ekki er á þau vopn bætandi og allra sízt rafbyssum. Nú þarf að fara að taka vopnin af fíflunum og senda þá á námskeið í mannasiðum hjá Sæma rokk. Það er ekki hlutverk löggunnar að snapa fæting við samfélagið og framleiða óeirðir."

Hvað finnst ykkur um þetta? Er þessi maður ekki í lagi? Var það ekki myndatökumaðurinn sem kallaði "drullaðu þér frá Þórdís"? Hugsið ykkur, einu sinni var sá sem skrifaði þennan texta, jónas Kristjánsson, ritstjóri á DV.

Lína (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:38

116 identicon

Mér skilst að maðurinn hafi verið hættulegur sjálfum sér og öðrum og þó sérstaklega síðarnefnda hópnum.  Ekki þarf að eyða löngum orðum í þá skyldu lögreglunnar að taka slíka menn úr umferð.

Þótt lögreglumenn beri þessa skyldu, þá ber þeim ekki skylda til að leggja líf sitt og limi í hættu í þágu almennings.  Það er því eðlilegt að þeir noti þau valdbeitingartæki sem þeir hafa þegar það á við. 

Ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á þetta myndband.  Ef frásögn fjölmiðla af atburðunum sem gerðust á undan myndatökunni er sönn, þá get ég ekki séð neitt athugavert við valdbeitingu lögreglunnar.  Það eina sem mér fannst hæpið var að lögreglumaðurinn, sem notaði táragasið, stóð fullnærri hinum ölóða manni eftir að hann sprautað gasinu.  Þannig gaf hann hinum óða færi á einni árás til viðbótar áður en hann varð óvígur.   Lögreglumaðurinn hefði að mínu mati átt að standa lítið eitt fjær og setja a.m.k. eina bunu til viðbótar framan á manninn.

Þeir sem þekkja mig og mín skrif vita að ég er mjög gagnrýninn á þá beitingu lögregluvalds sem tíðkast á Íslandi.  En þessar aðfarir gagnrýni ég ekki og tel þær bæði eðlilegar og sjálfsagðar.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:21

117 identicon

Langaði bara að segja frá einni sannri sögu um lögreglumann sem var ásamt öðrum að handtaka mann sem hafði sýnt af sér mjög ofbeldisfulla hegðun - erfitt var að róa manni og að lokum þurfti fjóra að snúa manninn niður.  Við þetta varð lögreglumaðurinn sem ég nefndi í upphafi fyrir árás þess ofbeldisfulla sem leiddi til þess að hann smitaðist af lifrabólgu.  Þetta atvik og fleiri hafa orðið til þess að lögreglan er farin að nota önnur úrræði við handtöku ,,útúrruglaðra" manna og kvenna, sem er gott mál því þá minnka líkurnar á að löggan eða ,,aumingja litlu" ofbeldismennirnir slasist, því ólíkt t.d. lifrabólgu, axlarmeiðslum, fótbrotum o.fl. þá er maður rosalega fljótur að jafna sig af piparúða.

Hef meira að segja prófað það sjálf þegar ég var stödd í metro (neðanjarðarlest) í París og löggan þurfti að nota gas á útúrruglað lið þar (ég var þó ekki ein af þeim ) en mikið djöfull var ég fegin þegar þetta gerðist þó það hafi komið á okkur, allt betra en að lenda í þessu liði........

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað löggan sætir mikilli óréttmætri gagnrýni - auðvitað þarf að hafa vakandi auga með þeim sem fara með valdið - en að gagnrýna notkun piparúða er ekki það rétta.  Piparúði getur komið í veg fyrir að verri hlutir gerist.  Og mikið djö.... væri gaman að sjá sérstakan gagnrýnispistil um gaurinn sjálfan og hans hegðun - skora á þig Jenný að rita hann!!!

kv.  Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:45

118 identicon

Tek undir með þér Hreiðar, það hefði þurft eina gusu í viðbót á ofbeldismanninn.

Skil ekki að til séu einstaklingar sem vilja frekar að menn séu barðir með kylfum eða hnefum eins og tíðkaðist í "Gamla daga" ... að notuð sé gamla aðferðin að ráða menn eins og þennan Elvar til að berja á samþyrpingum sínum, þar sem betra var að hafa ofbeldismennina í júníformi frekar en að eiga það  á hættu að hitta hann öskrandi fullann og skapstyggann í hinu liðinu ;)

Ég held að þessar húsmæður í Vesturbænum sem missa sig í hvert skipti þegar einhver sé handtekinn eigi bara að þakka fyrir að þekkja ekki þann veruleika sem lögreglumennirnir okkar þurfa að lifa, til að við getum sofið róleg. 

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:52

119 Smámynd: Vigfús Pálsson

Ég hef setið hér rúman klukkutíma og lesið innleggin og svörin frá þér Jenný.

Mér finnst atburðarrásin hafi verið eitthvað á þessa leið...

1. Ofbeldismaður skallar einhvern og ber annan í klessu.

2. Einhverntíman síðar kemur lögreglan að málinu og ætlar að handtaka ofbeldismanninn.  Ótrúlegt en satt, þá hlýðir ofbeldismaðurinn ekki. 

3. Þegar friðsamlegar aðferðir við handtöku duga ekki, þá fer upptökuvél af stað.

4. Lögreglumaður tekur upp piparúðaspray og hótar því að nota það, hlýði ofbeldismaðurinn ekki.

5. Ofbeldismaðurinn reynir mjög greinilega að nálgast piparúðann hjá lögreglumanninum,  líklegast í mjög friðsamlegum tilgangi.

6. Hver láir lögreglumanninum að efast um friðsamlegan tilgang ofbeldismannsins ?  Ég er viss um að Jenný hefði sjálf reynt að verja sig í þeim aðstæðum.   Lögreglumaðurinn beitir piparúðanum.

7. Smá japl og jaml og fuður,  Lögreglan reynir að tala hann til greinilega friðsamlega.  Það ber ekki árangur.

8. Ofbeldismaðurinn ræðst á einn lögreglumann.  2 lögreglumenn koma til hjálpar.

9. 3 Lögreglumenn eiga svo sannarlega fullt í fangi með að eiga við ofbeldismanninn.

Lítum nú á tillögur þínar Jenný til varnar ofbeldismanninum.

Þú skrifar hér fyrr...

"Þarna voru fjórir lögregluþjónar.  Þeir höfðu alla burði til að handtaka manninn án þess að nota úða"

Jahá...  Það munaði sem sagt öllu með þann fjórða.  ( einhver hér sem trúir því ? )

Þú kallar þessa lögreglumenn fasista.  Þegar lítil börn í kjánaskap segja eitthvað slíkt, þá reynum við að kenna þeim betri siði.  Við fullorðið fólk sem notar slíkar samlíkingar, er ekkert hægt að gera en að yppa öxlum og hundsa.  ( Sem ég og ekki geri.  Viðhorf þitt til lögregluþjónanna finnst mér óréttlætanlegt, því er ég að rita hér.)

Ég leitaði vandlega á þessum þræði að viðhorfi þínu til fórnarlamba ofbeldismannsins.  Ekki finnst minnsti vottur að hluttekningu hjá þér til þeirra.  Mikið vona ég að þú hafir bara gleymt fórnarlömbunum í ákafa þínum að fordæma fasistana.

Vigfús Pálsson, 10.6.2008 kl. 00:28

120 Smámynd: Egill

Anna Einarsdóttir skrifað:

"Hvað er það sem kallar á vopnaburð sem þennan ???"

 http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/25/innheimtu_verndartoll/

 tja, gæti þetta verið vísbending um mál sem lögreglan í dag þarf að kljást við sem hún þurfti ekki að gera fyrir 100 árum síðan.

þurfum við að bíða eftir að einstaklingur sem vinnur í þágu okkar sem lögreglumaður/kona, sé drepin áður en við samþykkjum að þetta fólk fái hjálpartæki til að sinna vinnu sinni.

og eins og hefur verið minnst á, þá voru "gömlu" hjálpartækin, kylfur.

kylfur geta valdið varanlegum skaða ef ekki verra, piparúði er sársauki í dágóða stund og möguleg einhver aukaáhrif í nokkra daga eftir á.

og þetta er notað ef ofbeldismenn hlíða ekki fyrirmælum lögreglunnar sem er að sinna vinnu sinni.

þessi "mér finnst þetta ekki rétta leiðin" rök eru þreytt og standa á brauðfótum, þegar fólk er að tala um hluti sem það skilur ekki, og hefur ekki uppá neinar aðrar betri aðferðir að bjóða.

ofbeldi er ljótt, í sama hvaða mynd það kemur, við sem erum ekki vön því finnst þetta allt svo ljótt og ógeðfellt. 

þess vegna finnst okkur auðvelt að gagnrýna hvernig það fer fram, leyfum þeim sem vinna við þetta að sjá um þessi mál, og tölum um málin á málefnalegum grunni, rök og sannanir eru gott tól í slíkum viðræðum, "mér finnst þetta ljótt" er skoðun, og tæknilega séð erum við öll sammála þeirri skoðun, það bara breytir bara engu um réttmæti framkomu lögreglunnar í þessu máli. 

Egill, 10.6.2008 kl. 00:49

121 Smámynd: Egill

annars vil ég taka það fram að það er SKILDA okkar sem þegnar þessa ríkis til að vera gagnrýnin um vinnubrögð allra opinberra starfsmanna.

hvort sem það eru lögreglumenn eða stjórnmálamenn.

eins og einhver sagði

"fólkið á ekki að vera hrætt við yfirvaldið, yfirvaldið á að hræðast fólkið"

þannig að ég sé ákveðinn ljósann punkt í þessarri umræði sem hefur sprottið hér upp hjá Jenný.

takk fyrir það Jenný!

við hin ættum að taka þetta til fyrirmyndar, það er ekki auðvelt að vera einn á móti mörgum þegar kemur að vafasömum málum. 

einhver þarf að taka þetta að sér, og við eigum aldrei að samþykkja neitt sem sjálfsagt, heldur heimta umræðu, útskýringar og allt uppá borðið takk.

skylda okkar sem þegnar í lýðræðisríki, ekki bara réttur okkar heldur skylda

Egill, 10.6.2008 kl. 00:57

122 Smámynd: Linda litla

Ég vona bara Jenný að þú verðir lamin og þér misþirmt af svona manni einn daginn. OG ÞÁ SKALTU EKKI TALA VIÐ LÖGREGLUNA. Reyndu bara að tala við hann og leiðrétta svolítið. Það sem þú ert veruleikafryrt fíflið þitt

óli (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:22

Fólk er farið að ganga of langt.... mér finnst það alveg óþolandi þegar að við megum ekki hafa okkar skoðun á hlutunum, alltaf eru einvherjir sem að halda að þeir viti betur, það getur vel verið en við megum hafa okkar skoðun. Án þess að fólk verði æst yfir því.

Þessi "Óli" gekk of langt, þetta er bara orðið barnalegt.

Ætlaði annars bara að kasta á þig kveðju Jenný.....

Linda litla, 10.6.2008 kl. 01:51

123 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta var ofbeldis maður sem verið var að handtaka, það er rétt og það er vel.

Hitt er annað að lögreglan má aðeins nota vopn SÉ HENNI ÓGNAÐ, viðkomandi hafi í frammi ÓGNANDI tilburði, ef þessari löggu þótti sér ógnað má ég þá mæla með viðtalstímum hjá geðlækni vegna vænisýki....

Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 04:23

124 identicon

Það er sorglegt þegar Haraldur Davíðsson hér að ofan, ásamt öðrum bloggurum, tekur afstöðu með glæpamönnum þessa lands. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti landsmanna vill að lögreglan taki ofbeldismenn og aðra glæpamenn föstum tökum. En glæpamennirnir eiga sér nokkra málsvara á blogginu.

Þorri (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:07

125 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorri: Ef vinnuaðferðir lögreglu er gagnrýnd þýðir það þá í þínum augum að fólk sé að taka málstað glæpamanna?  Held ekki.

Linda: Takk fyrir.

Egill: Þú hittir naglann á höfuðið; "fólkið á ekki að vera hrætt við yfirvaldið, yfirvaldið á að hræðast fólkið".  Takk fyrir þitt innlegg.

Vigfús: Mér leiðist skelfilega þegar fólk er að gera mér upp skoðanir eins og þú gerir með því að halda fram að ég hafi ekki samúð með þolendum mannsins sem var úðaður.  Það er auðvitað ekki rétt, en burtséð frá því þá er það fólk ekki til umræðu hér.

Jónhann Örn: "Þú ert ekki einn í "tilgangurinn helgar meðalið hópnum".

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 09:06

126 Smámynd: Hin Hliðin

Haraldur.  Þessi úðabrúsi er ekki bara sjálfsvarnartæki heldur líka valdbeitingartæki.  Þ.e. tæki til að nota þegar beita þarf valdi til að knýja fram hlíðni (eins og í þessu tilfelli).

Betra hefði verið að hafa Tazer, þá hefði þetta gengið hraðar fyrir sig.

Hin Hliðin, 10.6.2008 kl. 09:08

127 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Margrét: Ég verð að sjálfsögðu ekki við áskoruninni um að blogga um þennan mann frekar.  Álit mitt á honum hefur komið glögglega í ljós hér í athugasemdakerfinu.  Finnst þér í alvörunni einhverju við að bæta?  Og þú hefur ekki lesið mikið af blogginu mínu ef þú heldur því fram að ég taki ekki málstað þeirr sem eru þolendur ofbeldis, og þeirra sem eru til stöðugra vandræða í samfélaginu.

Úff, þreytandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 09:09

128 identicon

Hvað er eiginlega að þessum feministum.  Nú má ekki orðið handtaka ólátamenn fyrir þeim.  Þessir feministar eru með nefið ofan í öllum vösum.  Nú vilja þær fara að stjórna Lögreglunni líka.  Við verðum að stöðva þessa feminista.

Logi (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:18

129 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Logi: Þú átt við vandamál að stríða myndi ég ætla.  Í þremur og hálfri línu kemur orðið femínisti þrisvar sinnum fyrir.  Ættirðu ekki að láta líta á þetta hjá þér?

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 09:33

130 identicon

Þvílíkur FASISM!

Það er ekki nema eðlilegt að sauðdrukkinn ofbeldismaður haldi þremur lögreglumönnum á snakki eina vornótt!

Hvers konar aumingjagæska er þetta.

marco (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:04

131 Smámynd: Haukurinn

Af hverju eru handtökur lögreglunnar alltaf titlaðar sem lögregluofbeldi? Hvernig heldur fólk yfirleitt að slíkt fari fram? Með kakó í bolla og erlendum upphituðum snúðum?

Held að nú sé kominn tími til að fólk fari aðeins að gera sér grein fyrir þeirri almennu skálmöld sem virðist orðinn raunveruleikinn í íslensku þjóðfélagi. Agaleysi, virðingarleysi og móðursýki ræður ríkjum og almennt séð virðist lítið bera á heilbrigðri skynsemi - bæði í samfélaginu sem og í bloggheimum.

Ég ætlaði ekki að detta í þá fallgryfju að fara að ráðast á þá sem hér hafa skrifað á undan, en ég verð að viðurkenna að sérfræðikunnátta fólks sem hvorki hefur tilfinningu né reynslu af undirheimum eða misyndismönnum landsins fer eilítið í taugarnar á mér.

Aukinheldur, af hverju er enginn að spá í það sem gerist áður en 'vor stafræna æska' virkjar háþróuð myndavélaapparöt sín og hefur upp raust sína í sífelldum hvatningarópum til slagsmálahundsins sem og endurteknum "GAS, GAS, GAS" hrópum?

Annars vildi ég almennt þakka þér fyrir ágætis pistla Jenný, þó svo þessi hafi ekki verið í uppáhaldi. ;)

Haukurinn, 10.6.2008 kl. 13:38

132 identicon

má ég vera memm líka?

Ofbeldi á Íslandi hefur alltaf verið gríðarlegt. Það mikið, að meira að segja afar og ömmur kalla þetta bara hraustamanna stæla. Það var flott að vera hraustur í denn, og allt í lagi að vera Blind-haugafullur á balli og það tilheyrir að verða fyrir pústrum. En sorry, sannleikurinn er sá að við erum bara villidýr með ömurlega eyjaskeggja eyðieyju "menningu". Ég sá að mér og flutti í burtu og hef ekki séð ofbeldisverk framið í stórborginni minni, og varla að ég hafi séð ógnandi hegðun í 5 ár. En á Íslandi er ofbeldið second nature, so please enjoy it while you last.

mbk,

JFK

JFK (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:04

133 identicon

Einar Einarsson þú undarlegi maður,  haltu þig við málefnið.

Logi (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:21

134 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Logi: Finnst þér Einar undarlegur?  Þú kannski þekkir fáa karlmenn sem eru femínistar eða styðja jafnréttisbaráttuna?  Ekki málið, það er urmull af þeim út um allt.  Ég skal kynna þig fyrir nokkrum.  Bætir lífið I promise you

Einar: Það er hið besta mál að vera undarlegur, láttu mig vita það.  Við rúlum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 22:48

135 identicon

Leiðari Moggans í dag á kannski erindi hingað inn:

Miðvikudagur, 11. júní 2008

Aðferðir lögreglu

Nokkrar umræður hafa farið fram um meint harðræði lögreglu, í kjölfar þess að myndir af lögreglumönnum á vettvangi hafa komið fyrir almennings sjónir.

Myndbirtingarnar eru afleiðing af breyttri fjölmiðlun. Annars vegar beinum útsendingum sjónvarpsstöðvanna, eins og frá ólátunum við Rauðavatn. Hins vegar af því að nú getur nánast hver einasti maður tekið upp myndskeið á símann sinn og sett á netið umsvifalaust. Slíkar upptökur, annars vegar frá uppákomu milli unglings og lögreglumanns í 10-11-verzlun og hins vegar frá handtöku ofbeldismanns á Patreksfirði, hafa fengið mikla skoðun og umræðu á netinu.

Það er rétt, sem Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að við slíkar myndbirtingar er ekkert að athuga. Það er aðhald í því fólgið fyrir lögregluna að vita að aðferðir hennar kunna að verða myndaðar hvar og hvenær sem er.

Stundum, til dæmis í 10-11-málinu, orkar framganga lögreglunnar tvímælis. Dæmi eru um það frá undanförnum árum að lögreglumenn hafi hlotið dóm fyrir að ganga of langt og ekki hafa þó legið fyrir myndbandsupptökur í öllum þeim málum. En oftast leiðir skoðun á þeim myndum, sem um ræðir, í ljós að lögreglan hafi verið í fullum rétti. Menn geta hins vegar verið brattir og ekki kunnað að skammast sín, eins og sá sem nú kvartar sáran yfir að hafa verið harðræði beittur, nýbúinn að berja menn og nefbrjóta!

Kærum á hendur lögreglunni vegna meints harðræðis fækkar, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Hins vegar fjölgar árásum á lögregluna og það er áhyggjuefni. Lögreglumenn eru oft í hættu staddir við störf sín. Það er staðreynd að hinn almenni borgari, sem t.d. kvartar undan ólátum og ofbeldi í miðborginni um helgar, fær stundum þau svör að lögreglan leggi ekki til atlögu við ofbeldismenn í þvögunni, vegna þess hve líklegt sé að skríll ráðist á lögreglumenn.

Það er ekki hægt að una við að fólk ráðist að lögreglumönnum við skyldustörf. Og skilningur verður að ríkja á því að lögreglan þarf að beita menn, sem eru ógnandi og taka ekki tiltali, ákveðinni hörku þannig að þeir séu hvorki ógn við lögreglu né almenning. Spurningin er hins vegar hvort lögreglan er nægilega vel tækjum búin til að taka á ofbeldismönnum. Til að tryggja öryggi lögreglumanna og almennra borgara getur þurft að gera betur í þeim efnum.

Lilly (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:39

136 identicon

Getur verið að moggabloggið sé að fullorðnast? Mér finnst þessi umræða bara mjög málefnaleg (allavega svona "heilt yfir" ef ég tek Stebbafr á þetta) fyrir utan einstaka skoffín sem getur ekki setið á sér að uppnefna blogghöfund í stað þess að svara honum með rökum. Ég held samt að það sé misskilningi byggt að líkja starfsaðferðum lögreglu á Vestfjörðum við evrópska stjórnmálastefnu sem var í tísku á fyrri hluta síðustu aldar, kynntu þér eðli hennar betur og ekki gera þetta aftur.

Afstaða Jennýar og annara sem finnst langt gengið í þessu tilviki er annars skiljanleg. Þetta eru ekki fallegar myndir sem birtast af þessum vettvangi. En handtökur á ósamvinnuþýðum ofbeldismönnum eru í eðli sínu ekki fallegar athafnir heldur. Fólk verður að átta sig á því að við sumar aðstæður getur verið að ekkert "gott" úrræði sé í boði, bara misjafnlega slæm. Löggan á Patró greip ekki til piparúða vegna þess að það væri gott eða æskilegt úrræði heldur vegna þess að það var það illskásta í stöðunni. Það er dálítið barnalegt að ætla að það sé hægt að tala við menn út í eitt, það var reynt og dugði ekki til. Sumir hafa einhverja nostalglíu fyrir "gömlu aðferðunum" fyrir daga piparúðans. Það getur ekki byggst á raunverulegri þekkingu á því hvað fólst í þeim aðferðum, það er mun hættulegra fyrir alla hlutaðeigandi ef það á að snúa menn niður með valdi. Sérstaklega er það hættulegt fyrir brotamanninn sjálfan. Kannski byggist þessi skoðun á því að í gamla daga var ekki annarhver maður með myndavél á sér og ekkert Youtube var til þess að koma myndböndum á framfæri við alheiminn þannig að upplýstur samanburður á gömlum og nýjum valdbeitingaraðferðum er ekki til staðar.

Ef það hljómar kaldranalega að segja að stundum helgi tilgangurinn meðalið þá verður bara svo að vera. Þessi heimur er ekki allur blómailmur og hamingja, stundum getur verið nauðsynlegt að beita hörku og fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Það að taka sér þetta vald er samt vandmeðfarið og það er alls ekki hafið yfir gagnrýni þegar því er beitt. Stundum á gagnrýnin rétt á sér, atvikið í 10-11 um daginn á lítið skylt við lögreglustörf og ýmislegt hefði kannski mátt betur fara í "Norðlingaholtsbardaganum" hér um daginn, en í þessu tilviki held ég að rétt hafi verið að málum staðið.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:20

137 identicon

Ég var eitt sinn í fyrirsvari fyrir hagsmunafélag sem sóttist eftir sjálfsvarnarbúnaði þar sem okkar menn voru alltaf einir að störfum og oft á afviknum stöðum. Við leituðum upplýsinga frá hagsmunafélögum sambærilegum okkar og einnig til öryggisfyrirtækja og opinberra stofnana á alþjóðavísu með ráðleggingar. Það var samdóma álit aðila frá Evrópu að vopnun t.d. með gasúða (piparúða) leiddi aðeins til þess að harðsvíraðir árásarmenn myndu vopnast einn frekar. Hinsvegar var ráðlegging Ameríkumanna sú að einangra okkur eins og okkur væri mögulegt og vopnast  síðan til að verjast árásarmönnum.Við gátum alls ekki einangrað okkur vinnunnar vegna og tókum því ákvörðun um að vopnast ekki heldur.Reynslan hefur hinsvegar sýnt okkur að það eru í mörgum tilfellum sömu aðilarnir sem lenda í átökum flestir sleppa hinsvegar svo árum og áratugum skiptir. Þeir hafa ekki áhuga á að lenda í veseni. Eða eins og oft er sagt þeir(þær) eru bara dipló og sína kænsku.

Svo eru alltaf nokkrir sem koma inn í starfið og falla strax í þá gryfju að spila sig stórt og sýna vald. Þeir eru yfirleitt ekki lengi við störf.

Og í þessu samhengi held ég að ekki hefði þurft nema einn rjálæðing til að gera útaf við lögreglumennina þar sem þeir voru saman komnir í einum hnapp að undanskylinni einni konu í búning.

Styttingur (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.