Sunnudagur, 8. júní 2008
Þú ert með lús!
Jenný Una hefur fengið kisu. Hún hefur verið "svo leið aþþí hún á ekki kisu" í marga daga. Og í dag var náð í krúttið sem er reyndar strákakisa og Jenný skírði hann Núll. Hvaðan nafnið er komið veit ég ekki, en þar er langt síðan að hún ákvað það.
Og við vorum að passa þau systkin í gær meðan mamman og pabbinn fóru út að borða í tilefni brúðkaupsafmælisins. Hér eru foreldrarnir á leiðinni á Domo.
Allt gekk eins og í sögu og þegar Hrafn Óli var sofnaður í litla rúminu sínu vildi Jenný taka okkur Einar í hárgreiðslu. Hér er hárgreiðslukonan í banastuði.
Hún byrjaði á mér, reif teygjuna úr hnútnum á hausnum á mér, fitlaði ofurvarlega við hárið á ömmu og kvað svo upp dóm:
Amma, þú ert ekki með lús! Svo var það Einar, skoðískoðískoð og svo hátt og skýrt: Þú ert með lús, þa verður að kaupa meðal. Einari var nærri því ekki skemmt, en hann var í krúttkasti og það dró úr mesta sársaukanum.
Og svo;
Freyja vinkona mín er best en hún var að grenja og skæla í dag.
Amman: Var það ekki vegna þess að þú varst að slá hana (búið að hundskamma barn fyrir tiltækið).
Jenný (forstokkuð): Jú, ég lemdi hana en það var alleg óart.
Á þriggja ára aldursskeiðinu eru börn ekki farin að réttlæta gjörðir sínar neitt að ráði. Það var ekki skömmustuvottur í barninu þegar hún játaði brotið.
Hvað getur maður sagt?
Annars góð,
Later!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Engum lík þessi litla skotta. Ekkert mál að viðurkenna að maður sé með lús þegar svona snillingur er á ferð
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 17:06
HAHAHAHAHA Einar hefur væntanlega bara drifið sig í vinnuna.
Ég vona að vinkonan besta fyrirgefi tiltækið.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 17:12
Grásalvi hét sá viðbjóður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 17:36
Lús, knús og krúsímús .. uppskriftin komin inn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 17:40
Mér finnst þessi saga dásamleg. - Það er alltaf verið að leita lúsar á börnum sem eru í leikskólum og full þörf á. - Því er hún bara í eðlilegu vafstri dagsins. - að sinna daglegum þörfum viðskiptavina á hárgreiðslustörfum. - Svo er það með strákakisuna hann Núll - Hvers virði er .................... Núll .. lítilli Prinsippissu ?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.6.2008 kl. 17:49
Lús fer bara í sumt hár en annað ekki! Nota hárþurrku og sléttujárn til að drepa kvikindið!
Annars allt gott af mér og mínum var á flugvellinum að kveðja lúsina mína - soldið erfitt!
Knús á þínar lúsir.
Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 17:50
Hef þrisvar þurft að kemba minn strák vegna lúsafaraldurs í skóla. Slapp þó með skrekkinn í öll skiptin. Það er greinilega einlægur brotavilji hjá dömunni. En hvað á maður að vera að skammast sín þegar maður lemdi einhvern óvart?
Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 17:51
Vá mig fór strax að klæja á ýmsum lúsarstöðum þegar ég las fyrirsögnina. Þú mátt ekki gera mér svona Jenný mín!
Himmalingur, 8.6.2008 kl. 18:13
hahahaha...stelpuskottid vonandi jafnar Einar sig á lúsinni....og já,besta vinkonan á thvi ad vera "lamin" eru bara yndisleg á thessum thriggja ára aldri...mín er akkúrat á svona skeidi...allt látid flakka og bara vidurkennt hikstalaust og horft á mann eins og kjána fyrir ad spurja "varstu ad lemja bródur thinn?"..
María Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:08
til hamingju með kisuna, kisur eru æði :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:50
Þú heppin en Einar ekki eins heppinn hehehhehe börn eru yndisleg, þau fá mann alltaf til að brosa.
Núll..... aldrei heyrt það áður HA HA HA
Linda litla, 8.6.2008 kl. 21:15
Er í krúttkasti...Jenný Una er æði!
Bergljót Hreinsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:15
Það er nú allt í lagi að lemja þegar það er óart! Hún er nú meira skottið hún Jenný
Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:07
Á mínu heimili er óþekktarkarakter sem heitir Róvart og er ábyrgur fyrir allra hana óknyttum heimilismanna sem eru ALLTAF blásaklausir, sbr. "það var Róvart!" En sem betur ver hefur Róvart verið frekar áhugalaus um hárhirðingu, kvikdýr í hársverði og tilheyrandi!
Þórdís Guðmundsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:41
hún er svo mikið krútt! Jenný Una verður að eiga kött, annað passar bara ekki
takk fyrir ofurskemmtileg blogg
halkatla, 10.6.2008 kl. 18:58
efsta myndin er alveg frábær :)
halkatla, 10.6.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.