Leita í fréttum mbl.is

Á banalegunni

 thecolormoney0jx

Ég álít að blogg sé talmál, eins og ég hef áður sagt. Mér finnst ekki tiltökumál að afbaka, sletta og láta eins og fífl á blogginu og fæ ekki móral yfir því heldur.

En ég vil að dagblöðin sem ég les séu skrifuð á réttu máli.

Í visi.si stendur að Paul Newman "sé á banalegunni". Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að maður liggi banaleguna.  Það er kannski bara ég en þetta að "vera á banalegunni" fær mig til að halda að það sé einhver sérstakur gangur sem heiti banalegan.  Sjá hér.

En hvað um það, PN liggur fyrir dauðanum.  83 ára.  Þessi fábæri leikari og húmanisti er með lungnakrabbamein.

Það vill svo til að í gærkvöldi var ég að horfa á mynd með honum á RÚV, "Blaze, Blaze" frá 1988.  Hún var krúttleg, en þar lék hann eldri mann, fylkisstjóra, sem var óður á greddunni og náði sér í strippara.  Skiljið þið hvert ég er að fara?  Hann var frábær þó þessi mynd hafi nú ekki sest að í hjartanu á mér.

En munið þið eftir "The colour of money"?.  Þvílík snilld.

Og svo kaupið þið auðvitað Newman´s own vörurnar því þær renna allar til góðgerðamála.

Farin í heimsókn á BANALEGUNA.

Sjáumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þarf einmitt að kíkja á legur í bílnum. orðnar einskonar banalegur

Brjánn Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Góður

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta sló mig líka - og það harkalega. Málfari í fjölmiðlum hefur hrakað gríðarlega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hrikalega sammála! tholi ekki svona steypu i fjølmidlum. Sumt sem madur heyrir í útvarpinu er bara útí høtt og ekki er thad skárra i blødum oft á tídum..lágmark ad fólk kunni rétt málfar ádur en thad skrifar fréttir eda greinar i blød.

Ennnnn....leidinlegt ad kallgreyid "sé á banalegunni" og skítt ad ekki sé hægt ad skipta um thá legu eins og á bilunum,hann er frábær leikari og Colour of money bara frábær

María Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sumarafleysinga maðurinn sem var í fyrra er kominn aftur til starfa. Við verðum að vera duglegar að leiðrétta, annars deyr tungumálið út.  Helgarkveðja á þig elsku Jenný.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 16:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og afskaplega vond gæði.  Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 16:53

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

PN styrkti líka íslensk börn myndarlega. Það er oft skelfilegt að lesa blöðin.....vantar greinilega prófarkalesara.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 16:56

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Paul var æskuástin mín...ég sá bíó mynd með honum og heillaðist....fór 10 sinnum að sjá myndina, grenjaði svo úr mér augun af ástarsorg...hann var þá um fertugt og ég 10 segið svo að ég hrífist ekki af eldri mönnum

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 18:11

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það verður sjónarsviptir af kallinum

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2008 kl. 18:31

10 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Brillíant leikari og á til dæmis frábæra spretti í Hudsucker Proxy.   En svei mér þá, ég hélt hann væri yngri miðað við útlitið á manninum í gegnum tíðina.

Þórdís Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 20:08

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það verður þá stutt á milli þeirra vinanna og skólafélaga,  en Sydney Pollack kvaddi þennan heim fyrir viku síðan. - Þeir, ásamt Joanne Woodvard, eiginkonu Paul , og vini þeirra Kent Paul vini mínum, voru öll skólafélagar, í den. - Og hafa unnið mikið saman í gegnum árin. - Það verður mikill sjónarsviptir af þessum mikla listamanni. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.6.2008 kl. 02:28

12 identicon

Ég skaut upp kryppu þegar ég sá umrædda ambögu. Þakka þér fyrir að taka málið að þér. Ég, sjálfskipaða málverjan, á nefninlega frí á sunnudögum.

Paul Newman hefur tekist að vera í sviðsljósinu í meira en hálfa öld án þess að það sýkjast af fylgikvillum þess: Þau Joanne Woodward eru fyrirmyndarfólk, hvernig sem á þau er litið.  

Linda María (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband