Leita í fréttum mbl.is

Alkablogg

ðæ 

Eftir að ég varð alki, fyrir ekki svo mörgum árum ef ég miða við vel flesta sem drekka árum saman áður en þeir missa stjórn, voru ekki nein 5 glös á viku inn í myndinni.  Öllu réttara er að ég hafi skutlað í mig 5 rauðvíns á kvöldi ásamt bjór og rúllandi efnum.

Það er eins gott að ég hef ekki liðagigt því þá væri það bigg tæm bömmer hjá mér að geta ekki notað 5 glös af léttvíni til fyrirbyggingar eða lækningar.

En ég er með ógeðslega hressa liði.  Þeir beinlínis garga af heilbrigði.

Alkinn ég bara heppin þarna.  En í dag hefur engin heppni verið að fylgja mér, ef ég á að segja alveg satt.

Sumir dagar eiga ekki rétt á sér.  Þeir eru klúður frá því að maður opnar augun og stundum þar til maður lokar þeim.

Gef mér æðruleysi.

Þessi dagur hefur verið sérstaklega afbrigðilegur og ég blásaklaus, eins og ávallt.

Ég var að þrífa eldhúsið og það rann skarpheitt vatn úr krananum.  Allt í einu datt kraninn eða rörið sem vatnið rennur út bara í vaskinn og það myndaðist þessi dásamlegi gosbrunnur sem sprautaði vatni upp um alla veggi, eyðilagði kaffipoka, Maldonsaltið mitt, og þvoði mér í leiðinni.

Ég hentist til og ætlaði að skrúfa fyrir en þá datt ég á minn eðla afturenda og ég meiddi mig í löppinni.

Ég ætla ekkert að vera gera þetta verra en það var og þess vegna ætla ég ekki að segja ykkur að ég týndi heimilissímanum og læsti mig nærri því úti, því ég fann ekki lyklana lengi vel.

Dæs.

Nei, nei, þetta er orðið gott.

Alkinn rennvoti.


mbl.is Áfengi minnkar líkur á liðagigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hættulegt að þrífa hahahahahaha.Varstu í hælaskóm?.Ekki minnkaði mín liðagigt við áfengissullið hahahahaha,Vonandi ertu ekki meidd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æi Jenný mín þú máttir nú ekki við því að meiða þig í löppinni eftir allt saman. Annars sit ég hér og brosi, nei hlæ að óförum þínum, bara vegna þess hvernig þú skrifar þig út úr þessu.  Djöfuls kvikindi er maður!  Hætt að hægja, næstum því. Knús á þig vinkona. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hló nú líka eins og Birna og Ía...  Sé þig fyrir mér á pinnahælum við eldhúsþrifnaðinn og síðan svífandi í loftinu áður en þú skallst á þinn eðla botn! 

Ætli maður sé sloppinn við liðagigtina, komin yfir fimmtugt, ekki greind enn og næ aldrei fimm glösum á viku. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er nú öldungis gott að þú varst ekki búin að innibyrða fljótandi og rúllandi - þá hefði mórall verið með í farteskinu...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þetta kallast sennilega hættur á heimilum..vona að þú sér ekki stór slösuð kæra Jenny.

En varðandi liðagigtina þá yrði ég bara að vera slæm því ég kann ekki að drekka þennan vökva 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 5.6.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er liðagigt í ættinni. Fer beint í ríkið eftir vinnu. Hvað ertu að vasast í þessum heimilisverkum alltaf hreint? Bæði leiðinleg og stórhættuleg.

Helga Magnúsdóttir, 5.6.2008 kl. 18:02

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thad á ekki af thér ad ganga! vona ad løppin lafi og thad sé langt i næsta óhappadag hjá thér 

en hvernig er thad,er ekki bjórinn fyrirbyggjandi vid lidagigt thá?? nei nei,bara spyr . bølvadur óthverri nema i hófi sé, ég er ágæti i hófi lika 

María Guðmundsdóttir, 5.6.2008 kl. 19:40

8 identicon

Þú drepur mig frú Jenný! Má hlæja (sko ef manni finnst þetta fyndið hrakfall)?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:21

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hlæ eins og asni og er að spá í hvernig "hamfarirnar" hefðu komið út hjá þér, hefðirðu búið á Selfossi, húsið hefði farið á hvolf.   

jenný kúl
Custom Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 21:37

10 Smámynd: Laufey B Waage

Þú ert kannski bara búin með þinn lífstíðarskammt af 5 glösum á viku - og ert þess vegna svona góð í liðunum. Ég þarf greinilega að taka mig á í drykkjunni.

Vonandi er þér batnað í fætinum, - og þínum eðla afturenda.  

Laufey B Waage, 5.6.2008 kl. 23:54

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Ég er búin með kvótann, ekki spurning.  Enda búin að sætta mig við stöðuna og brosi framan í heiminn.

Bölvaður afturendinn er enn aumur þó eðal sé.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 09:03

12 identicon

Þessi hrakfallasaga þín staðfestir það sem ég hef alltaf sagt, heimilisþrif eru stórhættuleg og þess vegna passa ég mig á að halda þeim í algjöru lágmarki...

Burkni (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.