Fimmtudagur, 5. júní 2008
Krúttfrétt ársins - só far
Þessi frétt er sú krúttlegasta sem af er árinu og fær því Dúlluverðlaun þessa einkafjölmiðils.
Dúllurassgötin í Félagi kaþólskra eru búnir að segja upp viðskiptum sínum við Símann. Ég gerði það líka en það lágu viðskiptalegar forsendur til grundvallar minni ákvörðun.
En ástæðan fyrir því að Félag kaþólskra leikmenn dissa Símann eru auglýsingarnar með Jóni Gnarr.
Ég sé þetta fólk fyrir mér í geðveiku pirringskasti síðan í vetur, þegar Júdasarauglýsingin var sýnd, alveg urlað í fleiri mánuði og svo flippaði liðið út þegar Galileó auglýsingin birtist núna á dögunum.
Síminn er að hækka afnotagjöldin núna, þegar önnur símafyrirtæki keppast við að lækka. Síminn hefur aldrei þekkt sinn vitjunartíma.
Ég verð að játa að auglýsingarnar með Jóni Gnarr, þar sem ekkert er til sparað hljóta að kosta bæði handlegg og fót, pirra mig illa. Það er greinilega ekki verið að iðka mikla ráðdeild í auglýsingaframleiðslu hjá þessu fyrirtæki.
Ég persónulega hefði yfirgefið Símann þegar ógeðisauglýsingin með Merzedes Club var í hverju auglýsingahléi á sjónvarpstöðvunum. En þá hefði ég gert það vegna hallærislegs músíksmekks fyrirtækisins, en ég var sem betur fer löngu farin yfir til Hive (sorrí Tal).
En þessi fýla kaþólikkana undirstrikar þá trú mína og vissu að það vanti algjörlega húmorinn í vel flest trúarsamtök. Mússarnir sprengja upp sendiráð af því þeim líkar ekki teiknimyndaserían af Múhamed. Kaþólikkarnir eru ekki villimenn en þarna liggur sama húmorsleysið til grundvallar fýlunni.
Meiri andskotans vitleysan.
Farið í guðs friði. AMEN
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Verð nú að segja það að þessar auglýsingar fá mig til að hneggja pínu af hlátri og gefa mér þannig gleðilegri dag.
Ég held að guð minn góður sé alveg að sinna mér samt.
Þröstur Unnar, 5.6.2008 kl. 08:55
Ekkert er hafið yfir húmor. Ég sé ekkert athugavert við þessar auglýsingar hvað það varðar. En bruðlið í þeim fer afskaplega í taugarnar á mér.
Jesú hefur væntanlega verið húmorist, guð hlýtur að vera það, því mér er sagt að við séum sköpuð í hans mynd.
Allir á hnén. Úje
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 09:03
Ég er soldið á sömu línu og Þröstur....... ég flissa að þeim og nú hefur Félag kaþólskra undirstrikað endnu og igen mátt auglýsinga og vekja í leiðinni meiri athygli á þessari tilteknu. Í staðinn fyrir að dissa bara grínið!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 09:07
Gleymdi einu.
Eru FKL að spila í fyrstu-deild, veistu það?
Þröstur Unnar, 5.6.2008 kl. 09:12
Tek undir með Hrönn, betri kostur að dissa grínið. Aftur á móti er ekkert grín í MC auglýsingunum. Ég lét mig hafa það (en bara einu sinni) að horfa á þetta auglýsingamyndband með MC. Ég þori ekki að skrifa á bloggi það sem mér finnst um meðlimi MC eftir að þessi auglýsing birtist, þau færu örugglega í mál við þig, mig og blog.is.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:36
Jón Gnarr er snillingur, en öllu má ofgera. Sama með Hilmi Snæ, ég er farin að snúa mér undan. Þetta er ætíð svona, að sama fólkið er notað endalaust.
Anna: Ég er líka hrædd við málsókn vegna MC OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 09:56
hehehehehehe.Ég er trúarspíra.Mér finnst þessar auglýsingar ferlega skemmtilegar.En það er af sérstökum persónulegum ástæðum.GUÐ hefur góðann og mikinn húmor. Það eru mennirnir sem eru svo alvarlegir og viðkvæmir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:31
Sammála henni Birnu. Ég er reyndar ekkert sérstaklega trúaður, en er alveg sammála henni með það að það eru mennirnir sem eru hörundsárir, ekki Guð.
Hins vegar vantaði aðeins meiri blaðamennsku í fréttina.
T.d. hversu margir af þeim eru þegar í viðskiptum við Símann? (Má gera ráð fyrir að helmingur þeirra sé annarsstaðar, sbr markaðshlutdeild Símans?) Eða hvernig þessi tala stenst samanburð við aðra Íslendinga sem yfirgefa Símann þessi dægrin, ég veit um ansi marga sem hafa skipt með GSM til Nova og/eða heimasíma og net til Tal, svo dæmi sé nefnt.
Kristján (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:45
Mér finnst vanta að Hilmar komi nakinn fram í auglýsingunni.
Góður húmor í þessu, en sammála með bruðlið.
M, 5.6.2008 kl. 10:58
Æi mér finnst þetta lummó auglýsing. Sammála varðandi bruðlið og svo er komið alveg nóg af Jóni Gnarr í bili! Getur hann ekki látið sér nægja að sitja bakvið borðið í auglýsingum?
Ég verð aðeins að fá að taka upp hanskann fyrir allavega einn meðlim MC. Hann Egill er alveg ótrúlega ljúfur drengur og algjörlega ólíkur þeim karakter sem hann leikur í þessari hljómsveit. Metnaðarfyllri mann í starfi er erfitt að finna! Það má ekki taka þetta grín þeirra í þessari hljómsveit of alvarlega.
Erla (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:20
þessi auglýsing var víst tekin erlendis og ekkert til sparað.....bruðl. Humorinn ok.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.