Leita í fréttum mbl.is

Homo sapiens með attitjúd!

Ég held að Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri hjá Húsdýragarðinum í Reykjavík, þjáist af einhverju.

Ég trúi að það gæti verið að hún þjáðist að vinnuleiða..

Eða

svefnleysi...

eða þá bara almennu fúllyndi sem gerir henni ókleyft að vera kurteis við blaðamenn þegar þeir inna hana eftir upplýsingum.

"Við erum ekki endur", segir Unnur þegar hún er spurð að því hvort Húsdýragarður okkar Reykvíkinga taki við fuglum sem fólk finnur á vergangi.

Mér finnst auðvitað bráðnauðsynlegt að vita að fólkið í Húsdýragarðinum sé ekki af andarkyni.  Það er gott að Unnur er búin að koma þessu á hreint.

"Starfsfólk Húsdýragarðsins mælir eindregið með því að fólk leyfi fuglsungunum að vera í friði í náttúrunni.  Þar eiga þeir best heima enda eru foreldrar unganna oft ekki langt undan til að sinna afkvæmum sínum þegar friður gefst til."

Hættið svo að bögga mannfólkið sem vinnur í Húsdýragarðinum og hættið að bjarga þeim fuglum sem þið finnið og eru á vegangi.

Ég held að ég fari ekki með barnabörnin í Mannfólksgarðinn á næstunni.  Mér finnst vanta eitthvað upp á viðhorfið.  Það er attitjúd í gangi.


mbl.is Ekki „bjarga" fuglsungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bloggaði um þetta í morgun Jenný.  Mikið er ég sammála þér. 

Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sammála! Smá skrýtið vimót í gangi.....ég býst við að flestir viti vel að fólk er ekki endur......og endur eru ekki fólk !

Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lítill er hennar ljóri,
lauslátur deildarstjóri,
ekki er næs,
enn er gæs,
og henni uppá hrúturinn Móri.

Þorsteinn Briem, 4.6.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

dýragarðsins sjórn-endur eru bara víst endur

Brjánn Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: M

M, 4.6.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Liberal

Þannig að starfsfólk Húsdýragarðsins á að taka á móti öllum dýrum sem þér, og öðrum, dettur í hug að fara með þangað, möglunarlaust.  Bara af því að þér finnst það?

Getur kannski verið að þessi kona, sem þú hraunar svo yfirlætislega yfir, viti kannski hvað hún syngur?  Að kannski sé ekkert sérlega sniðugt að koma með alla unga sem þú (og aðrir) telja vera umkomulausa, í húsdýragarðinn?  Í fréttinni segir nefnilega að oft fari foreldrar unganna frá þeim í talsverðan tíma, en það þýðir ekki að þeir hafi verið yfirgefnir.

En auðvitað veist þú betur, þú ert jú svo meðvituð um hegðun fiðurfénaðar og uppeldi.

Og svo líka dónaskapurinn í embættismanni að vera ósammála þér og voga sér að hafa aðrar skoðanir en þú.

Svo las ég yfirlitið yfir þig... vinstri græn... útskýrir margt. 

Liberal, 4.6.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Við erum ekki endur? Hvers lags svar er það eiginlega?

Helga Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 12:32

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Liberal: Anda djúpt og slaka á.  Ég hef enga skoðun á hvort rétt sé eða rangt að fara með fiðurfé í húsdýragarðinn.  Ég hef ekki hundsvit á því en ég hef skoðun á því hvernig konan talar og við því er ég að bregðast.

Ég dáist að víðsýni þinni í sambandi við stjórnmálaflokka.

Steini Briem: Góður.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 13:25

9 identicon

Það er sennilega gott fyrir þig að anda jafn djúpt og Liberal því þessi færsla er einhver sú alvitlausasta sem ég hef lesið í langan tíma

Þú hefur enga skoðun á málinu en segir samt að konan sé með attitude og ókurteis vegna þess að hún segir "við erum ekki endur"!

Það er samt greinilegt að það þarf að koma þessu skilaboðum fólks sem virðist hafa einstaklega gaman af því að safna saman fuglsungum og dömpa þeim á Húsdýragarðinn þar sem þeir eiga líklega minni möguleika á að komast á legg en ef fólk léti þá í friði.

Datt þér aldrei í hug að viðtalið hefði verið mun lengra en blaðamanni fannst þessi setning bara svo fyndin að hann hafði hana með?

Í stað þess að hugsa um innihald fréttarinnar tekuru eina setningu og býr til einhverja slæma manneskju úr þessari konu.

"Við erum ekki endur" er greinilega nóg fyrir þig til að stimpla konuna sem hrokagikk með vinnuleiða, leggur henni til skoðanir og sniðgengur Húsdýragarðinn!

Hefur þú eitthvað persónulega á móti konunni eða þekkiru meira til þessa máls en kemur fram í fréttinni.

Karma (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:24

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að sjálfsögðu þekki ég ekki konuna.  Og ef viðtalið hefur verið lengra á ég að vita það.  Ég hef afskaplega litla skoðun á fuglsungunum aðra en þá að fyndi ég einn á förnum vegi þá dytti mér fyrst áf öllu í hug að fara með hann í Húsdýragarðinn.  Nú er það komið á hreint að það stendur ekki til boða og það hefði svo sannarlega mátt koma því á framfæri á kurteisari máta.

Og hana nú karma

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:29

11 identicon

já. hvert á fólk nu að fara með fuglsgreyin? ekki er hægt að fara með þá í kattholt.  ekki kostar nu fóðrið i fuglana, bara gefa þeim orma og málið dautt. ef ég myndi finna unga á vargangi þá myndi ég bara taka hann heim ef hann er ekki velkomin i húsdýragarðinn. en já asnalegt að segja "við erum ekki endur" það sjá nú það allir. hljómar eins og henni finnist asnalegt að fólk se að koma með ungana i húsdýragarðinn.

eva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:44

12 identicon

Þú skrifar einfaldlega þannig að þetta virkar persónulegt. Kallar starfsfólk Húsdýragarðsins m.a. bölvað hyski í kommenti á annarri síðu.

Hvar er ókurteisin að segja þessi 4 orð?

Hún segir "við erum ekki endur" þú kallar hana ókurteisa, hyski.

Mæli með að þú sért aðeins kurteisari sjálf áður en þú ferð að kasta steinum úr glerhúsi.

Karma (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:54

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kalla ekki nokkurn mann hyski í þessari færslu.

Ég verð ekki kurteisari en þetta Karma minn í þessu málefni.

En þakka þér fyrir að kíkja inn og taka þátt í umræðunni.  Þitt sjónarhorn er jafn merkilegt og mitt.

Eva: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 15:29

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sama í hvaða tóni þessi setning er sögð ,,við erum ekki endur" .. þá virkar hún arrogant (hrokafull á íslensku) og manneskjan er að setja sig á hærri stall en við "vitleysingarnir" sem erum að reyna að bjarga ungum. Kannski klaufalegt hjá henni.

Það má alveg koma því frá sér á kurteislegri máta að það sé ekki æskilegt að fólk komi með unga í Húsdýragarðinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 15:37

15 identicon

Ég las þessa frétt og ég skildi konuna nú þannig, miðað við samhengið, að þau ættu frekar erfitt með að halda lífi í ungunum þar sem þau gætu ekki sinnt þeim eins og náttúran ætlast til. Ég las ekki á neinn hátt hroka út úr svarinu aðeins að við ættum að gefa fuglunum séns í náttúrunni því þeir ættu ekki mikinn séns í Húsdýragarðinum og geri ráð fyrir að konan tali af reynslu.

Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:41

16 Smámynd: Linda litla

Ótrúlegt að hún skuli svara svona.... hvaðan kom bara þetta svar ??

Linda litla, 4.6.2008 kl. 16:08

17 identicon

Ég sagði ekki að þú hefðir sagt þetta í þessari færslu né gaf það í skyn. Þú sagðir það í kommenti á annarri síðu og það er ekkert skárra.

Annars skildi ég konuna eins og Steinunn Aldís en auðvitað getur fólk túlkað allt á þann hátt sem hentar þeim best.

Karma (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 16:21

18 Smámynd: Himmalingur

Hæ! Vildi bara segja: FIÐUR nei ég meina FRIÐUR!!

Himmalingur, 4.6.2008 kl. 17:38

19 Smámynd: Gunnar Ágúst Ásgeirsson

Ég vil líka biðja fólk um að hætta að fara með þessa unga upp í Blómaval. Ég meina...fínt að baða þá...en ekki jafn mikið og er gert þar

Gunnar Ágúst Ásgeirsson, 4.6.2008 kl. 17:58

20 identicon

Ég las fréttina og hlustaði á viðtalið við konuna, sem var hin kurteisasta og ekki með neina stæla.  Hún benti réttilega á, að það getur verið erfitt aðkoma andarunga á legg og það að hún bætti því við að starfsfólk Húsdýragarðsins er ekki endur, þótti mér bara undirstrika hversu erfitt getur verið fyrir mannfólkið að ala andarunga.  Hvað var svona ókurteist eða hrokafullt við það ?  Ef Jenný Anna kallar þetta hroka, hvað kallar hún þá alvöru hrokagikki ?

Anna (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 18:55

21 identicon

Rosalega þurfa sumir að finna sér líf fyrst þið hafið svona mikinn tíma til að röfla um 4 einföld orð!! Orð sem þið hafið ekki hugmynd um hvernig átti að taka. Ég þekki Unni mjög vel og ekki er hægt að kalla hana hrokafulla undir nokkrum kringumstæðum. Hún er hér einfaldlega að benda afskiptasömum landanum á að ekki allir ungar sem sjást á vappi þurfa að láta "bjarga" sér. Ég veit að starfsmenn Húsdýragarðsins reyna að hjálpa þessum dýrum (enda miklir dýravinir!) en þeir einfaldlega virðast ekki þrífast fjarri náttúrulegum heimkynnum sínum. Þetta er það eina sem átti að lesa úr orðum Unnar.

Áróra (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:18

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna. Ég heyrði ekkert viðtal, ég las fréttina.

Áróra: Ef fólk hefur aðra skoðun en þú, er þá líf þess ekki fullnægjandi?  Ésús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 19:31

23 Smámynd: Ellý

Myndskeiðið sem fylgir núna er nú öllu vinalegra en skrifaða fréttin. Þetta er bara til þeirra sem eru að grípa unga hist og her þótt það sé ekkert sannað að þeir séu yfirgefnir.

Ég kannast við þetta með villtar kanínur til dæmis. Mamman kemur bara á nóttinni til að gefa þeim en þá sér fólk hana ekki og heldur að þeir séu að svelta og tekur þá úr hreiðrinu til að "bjarga þeim". Reyndar eru líka sumir ræktendur álíka illa upplýstir og halda að ungarnir séu farnir af spena mun fyrr en raun gefur.

 Allavega var stúlkan sem talað var við á myndbandinu voðalega almennileg og segist boðin og búin til að taka við ungum sem þurfa hjálp.

Ellý, 4.6.2008 kl. 21:02

24 identicon

Hahahha, ef þett er hroki þá heiti ég Guðmundur :)

Eva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:24

25 identicon

Ég er voða fegin að ég lét ekki nægja að lesa bara bloggið þitt Jenný heldur horfa líka á fréttina (eftir að hafa lesið bloggið).  Annars hefði ég dottið í að dæma konuna sem hrokafulla - en konan í viðtalinu var allt annað en hrokafull að MÍNU mati.  Bara mjög kurteis og alúðleg og viðtalið bar með sér að hún ber mikla virðingu fyrir dýrum og lífi þeirra.  Einmitt rétta konan í réttu starfi og með hjartað á réttum stað.

Björk (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband