Leita í fréttum mbl.is

Leiðinlegasta bíómyndin - einhver?

newtonjohn1975 

Svo leiðinlegt að Lorezo Odone sé látinn. 

Munið þið eftir myndinni?  Lorenzo´s oil?

Ég veit ekki með ykkur, en ég hef sjaldan séð leiðinlegri mynd.

Jú annars, ég sá mynd sem hét "The invasion of the tomatoes" og var um morðóða tómata.  Tíminn fram að hlé var ansi langur, nokkrir frömdu harakiri í sætunum fyrir framan mig.  Ætli höfundur þeirrar ræmu sé enn á lífi?

Talandi um leiðinlegar bíómyndir.

Úff,  ég hef séð margar en Xanadu með Goldielocks Nítján Tonn og Gibbagibb. Ómægodd. 

Ég kalla hér eftir leiðinlegustu bíómyndunum sem þið hafið séð.

Og allir saman nú.

Ég fer og poppa (í huganum aularnir ykkar).

Xanadu og Tómatahryllingurinn deila 1. sætinu hjá mér.

Þíjú.


mbl.is Drengur sem Hollywoodmynd var gerð um er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ég sá Lorenzo oil og fannst hún ágæt vasaklútamynd á sínum tíma. Enda kannski ekki skemmtimynd.

En.... Sex and the city verðuru að sjá, hún er æði ef þú fýlaðir þættina  

Man ekki í augnablikinu eftir leiðinlegri mynd, sem eru örugglega ekki ófáar. 

M, 2.6.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Man vel eftir Lorenzo´s oil sá hana fyrir nokkrum árum.  Það eina sem ég man eftir var að ég hugsaði í lokin mikið væri þetta gott ef satt væri.  Hafði sem sagt enga trú á sögunni.

Xanadu trúi ekki að þú hafir horft á þá vitleysu! 

Ía Jóhannsdóttir, 2.6.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ía: Horfði á hana minnst 10x með dætrum mínum.   Þeim fannst hún svo frábær.  Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Ragnheiður

Sko ég veit ekki hvað ræman heitir en hún var um Bítlana, það er í eina sinn sem ég fór út í hléi. Er alveg óhugnanlega nísk og læt mig hafa það að sitja eins og álfur alla myndina fyrst ég er búin að borga miðann !

Þarf ég að taka fram að ég fer sjaldan í bíó ?

Ragnheiður , 2.6.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: kiza

Batman & Robin, sú sem skartaði George Clooney í hlutverki Leðurblökumannsins.

Skelfileg misnotkun á góðum karakter, svo slæm að maður getur ekki einu sinni hlegið að lélegheitunum.  Gubba bara. 

kiza, 2.6.2008 kl. 11:33

6 identicon

Ef fólk þarf skemtun á tíusekúndna fresti til að halda athyglinni þá mæli ég með auglýsingunum.

Svo er til fólk sem hefur þurft að berjast fyrir lífi og limum, og lítur öðrum augum á svona mynd.

Það er nú þannig að orð okkar segja mikið um okkur sjálf. Oft meira heldur að það sem við erum að fjalla um.

Njótið svo dagsins því við vitum ekkert hvað morgundagurinn færir í skauti.

Matthildur (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:03

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Leiðinlegasta mynd sem ég hef séð er Love Story. Hélt að ég dæi úr leiðindum í Háskólabíói með vinkonur mínar háskælandi í kringum mig.

Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 12:04

8 identicon

Þori varla að segja það en segi það samt: AMALIE. Almáttugur. Mér finnst reyndar flestar franskar myndir alveg óhugnalega leiðinlegar því franska fer svo innilega í taugarnar á mér þótt ég hafi lært hana.

Ekki sammála þessu um Sex and the City bíómyndina. Hún er "allt í lagi" afþreyingarmynd ef maður hefur ekkert annað að gera en alveg óskaplega langdregin. Hélt að myndin væri að verða búin þegar það kom hlé. Miklu skemmtilegra að horfa á þættina.  Sniðugt hjá þér að auglýsa eftir leiðinlegustu myndunum. Mun hugsa áfram hvaða myndir mér hafa þótt leiðinlegar og taka þátt í þessari könnun þinni áfram, þú ert svo frábær bloggari.

Anna (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:06

9 Smámynd: Signý

Titanic! sjitt það var alveg skelfileg mynd. Ég hef heldur ekki enn náð því hvernig það gat komið fólki á óvart að skiptið skildi sökkva og nánast allir deyja...  allir grátandi í bíó yfir mynd sem maður vissi hvernig endaði

Fólk er furðulegt...

Svo einu sinni þá lagði ég og vinur minn okkur niður við það að taka hryllingsmyndir á videoleigum landsins, og í rauninni var "leikurinn" þannig að sá sem fann hryllingsmynd með absúrasta titlinnum vann... Ég vann, vitaskuld með ræmunni "I bought a vampire motorcycle" Það er alveg skelfileg mynd! Svo skelfileg að hún verður eiginlega bara góð...

"the invasion of tomatoes" er eitthvað sem ég held að ég verði að sjá þvílíkur titill!...  

Signý, 2.6.2008 kl. 12:13

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Drottinn, ég verð nú bara að nefna ótal flugslysamyndir og stórslysamyndir byggðar á sönnum atburðum þar sem fólk étur félaga sína og fleira geðslegt til að lifa af og flugvélar fljúga yfir án þess að taka eftir vesalingunum á jörðu niðri.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.6.2008 kl. 12:24

11 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Hitch eða hvað hún heitir með Will Smith!! Skelfilega skelfileg mynd alveg hreynt!! Maður fær tilgang lífsins beint í æð með leiðinlegri ræðu á fimm mínotna fresti ÆÆÆllll

Svo scary movie myndirnar almáttugur gvöð hvað mér fannst þær ekki skemmtilegar

Ylfa Lind Gylfadóttir, 2.6.2008 kl. 12:25

12 identicon

Piano

Gekk út í hléi.  Hefur aldrei gerst áður.

svo var ein "hrottaspennandi lögreglumynd" með Burt Reynolds alveg skelfing. 

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:26

13 Smámynd: Púkinn

Attack of the killer tomatoes myndin er svo léleg að hún er eiginlega góð - sama á við um Plan B from Outer Space.

Leiðinlegasta myndin almennt er samt Ishtar að mínu mati

Púkinn, 2.6.2008 kl. 13:11

14 Smámynd: Garún

Ömurlegasta mynd sem gerð hefur verið og átti að höfða til fjöldans "the cook the thief his wife her lover".  Ég man að ég tók hana á dvd og ég fann hvernig ég missti 3 ár af lífi mínu.  Rankaði við mér þar sem ég var farin að reyna að kyngja eigin tungu.  Ég mæli ekki með að fólk sjái hana.   Síðan annað með Titanic.  Afhverju hjálpaði hún honum ekki uppá flekann sem hún var á...eða þau hefðu geta skiptst á::::Skil ekki

Garún, 2.6.2008 kl. 13:15

15 identicon

Madness of King George er klárlega leiðinlegasta mynd sem ég hef reynt að horfa á. Önnur af 2 myndum sem ég hef labbað út í hléi í bíó. man ekki hver hin var. hún var sennilega leiðinlegri þar sem ég man ekki einu sinni hvað hún heitir.

Ingvar (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:33

16 identicon

Allar framtíðarmyndir eru hrein hörmung þoli þær ekki.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:44

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nú verð ég að vera ósammála fólki (ekki að mér þyki leiðinlegt að vera ósammála) og verja Titanic. Ég sá þessa mynd aldrei í bíó - sá hana reyndar ekki fyrr en 2005 - enda búin að taka meðvitaða ákvörðun um að sjá ekki svona myndir fyrr en "hypið" var hætt. Ég hef reyndar gaman af vælumyndum, enda svo "heppin" að vera svakalega apatísk og því ekki skælandi daginn út og inn yfir heimsins hörmungum og fæ því útrás yfir ræmum eins og Titanic og American Beauty (sem ég vil reyndar halda fram að sé eitt mesta meistaraverk kvikmyndasögunnar - á eftir Lista Schindlers og Citizen Kane...sem eru báðar hálfgerðar vælumyndir...en það skiptir engu).

Titanic er hreint út sagt frábær mynd. Þrátt fyrir að það hafi farið í taugarnar á mér að kellingin skyldi henda hálsmeninu í sjóinn (enda trúi ég ekki á líf eftir dauðann, hvað þá heldur svona tilgangslausar og félagslega óábyrgar "fórnir"...af hverju seldi hún ekki blingið og gaf ágóðann til líknarmála?) og að hún skuli ekki hafa reynt að draga grey Leo upp á flekann verður því ekki neitað að leikstjórn, tónlist (fyrir utan hið ofspilaða og ofmetna Celine Dion lag), leikur og tæknibrellur eru í toppklassa. Söguþráðurin er trúverðugur, fullur af boðskap fyrir alla hópa; "The Unsinkable Molly Brown", breddan sem leikin er af Kathy Bates ætti að vera fyrirmynd femínista sem og þeirra sem eru í tegslum við sinn innri uppreisnarmann (eða vildu að þeir væru það), andkapítalistar geta litið niður á Cal Hockley, unnusta Rose, hetjudýrkendur fá útrás í aðdáun á skipstjóranum og hinni frægu "hljómsveit sem hélt áfram að spila" (en þar er einmitt að finna yndislegan boðskap um að sætta sig við hinn óumflýjanlega dauða og þá staðreynd að það eina sem við getum gert er að reyna að létta öðrum lífið og gera heiminn að ögn fegurri stað í leiðinni) og verkfræðingar geta velt sér upp úr ástæðum slyssins. Við vælukerlingarnar getum svo velt okkur upp úr rómantíkinni, klámhundar fá sitt og sagnfræðingar mega una nokkuð sáttir við sitt.

Að lokum; reynið að horfa á Titanic með opnum hug - og í guðanna bænum; aldrei sjá myndir fyrr en "hypið" er horfið - þið njótið myndarinnar mun betur fyrir vikið!

P.s. versta mynd sem ég hef séð (og sú eina sem ég hef gengið út af í bíó) er (pardon my french) crap-ass ræman Family Man með hinum ofmetna (en þó nokkuð góða) Nicholas Cage. Fyrir Cage-aðdáendur mæli ég hins vegar með hinni vanmetnu NEXT. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.6.2008 kl. 13:44

18 identicon

Ég get toppað þetta!: 84 Charing Cross Road frá 1987 er sú allra versta. Allir í bíóinu gengu út í hléi nema ég og félagi minn sem ákváðum að kanna hvort myndin gæti hugsanlega orðið eitthvað leiðinlegri eftir hlé.

Þrátt fyrir leikara á borð við Anthony Hopkins, Anne Bancroft og Judi Dench náði þessi mynd alveg stórkostlegum hæðum í leiðindum sem ég hef aldrei jafnað mig á. Vegna þeirra sem ekki hafa séð myndina ætla ég ekki að ljóstra upp neinu upp varðandi söguþráðinn, en ég skora á ykkur að reyna við þetta leiðindaflykki!

Steinar K (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:52

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær.

Vitni og Píanó eru æðislegar myndir.  Var að horfa á King George´s madness á föstudaginn og fannst hún ágæt  Hehe, svona er smekkurinn misjafn.

Var að versla í matinn og keypti 2 uppáhaldsmyndir (þrátt fyrir að ég sé á móti ofbeldi), Kill Bill Vol. I og II.  Almáttugur hvað það eru frábærar myndir.

Og áfram, meiri hugmyndir.

Og Matthildur: Ég hef auðvitað innilega samúð með Lorenzo og fólkinu hans, en sumt efni verður arfaleiðinlegt í bíómynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:04

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úps þær eru svo margar - svo gleymir maður þeim!

Da Vinci Code var ein sú leiðinlegasta sem ég hef séð í seinni tíma.

Edda Agnarsdóttir, 2.6.2008 kl. 14:10

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bjarni: Ég er ekki að djóka þegar ég segi þér að ég mun leigja hana þessa.  Það er bara frábært að kunna þá list að láta sig urlast upp með einlægum brotavilja.

Takk fyrir tipsið.

Edda: Hundleiðinleg mynd DVC

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:23

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Á Fjalakattarárunum sá ég örugglega eitthvað af þeim al-leiðinlegustu myndum sem gerðar hafa verið í þessum heimi! Svo áttu þær að vera svo menningarlegar að ég sat ásamt hinum í grænu úlpunni minni, með rauðköflótta trefilinn, þvertoppinn og gleraugun og þóttist menningarleg.

Misstum okkur þó einu sinni vinkonurnar í gelgjuna og fengum ,,bad look" frá nærstöddum menningarvitum, þegar í einni myndinni var verið að taka gifsafsteypu af getnaðarlimi karls .. ,,mjög listrænt" .. og hlógum eins og hýenur... Misstum næstum Fjalakattarskírteinið útá þetta.

Well, flestar ef ekki  allar Science Fiction myndir virka eins og neglur á krítartöflu fyrir mér ..  

Ég er skotnust í góðum dönskum mannlegum myndum..   eða einhverri rómantískri franskri um góða afa og ömmu í sveitaþorpi ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.6.2008 kl. 14:41

23 Smámynd: Signý

Ó guð! Ég vissi að það var eitthvað sem hefur böggað mig öll þessi ár. Eitthvað sem ég hef reynt að gleyma og bæla niður í hugskotum mínum... Jón Bjarni minnti mig á hvað það var... Vampires and Other Stereotypes... Hræðilegri mynd er vart finnandi. Hún er andlegt ofbeldi!

Hvernig gat ég gleymt þessu...... hvernig á ég að gleyma þessu aftur?

Signý, 2.6.2008 kl. 14:51

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Góð.

Jón Bjarni: Geri það.

Signý:  Sumu er best að gleyma. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:52

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ésús minn, Ben Húr, hreinlega getur drepið mann.  Og í myndinni var einn galeiðuþrællinn með Omegaúr.  Ég sverða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:53

26 Smámynd: Einar Indriðason

Kramer vs. Kramer

Einar Indriðason, 2.6.2008 kl. 15:13

27 Smámynd: Evil monkey

Gigli.

Hún er svo vond að það er hreinlega þess virði að sjá hana, bara til að gapa, og gera svo grín að henni eftir á. Plottið er það að Jennifer Lopez er lesbía, sem er að aðstoða Ben Affleck við eitthvað heimskulegt verkefni, og viti menn, Ben Affleck er að sjálfsögðu svo agalegur sjarmör að hann nær barasta si svona að snúa blessaðri lessunni.  Svo þegar þau eru á leiðinni að húkka upp, þá labbar hún að honum í náttkjólnum sínum með lostasvip (jafn vel leikinn og hægt er að búast við af Jennifer Lopez *sigh*) og segir: "Here's comes the turkey. Gobble, gobble". GRRRR!!

Evil monkey, 2.6.2008 kl. 15:30

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Spaghetti vestrarnir með Clint (sorrí Clint aðdáendur)....meika það ekki þegar eiginmaðurinn setur þá í tækið ! Síðan sá ég mynd fyrir einhverjum árum síðan eftir Kusturica (vona að ég skrifa þetta rétt) sem heitir Hvítur köttur, svartur köttur....þá hélt ég að ég væri að upplifa síðustu andartökin....! Pink panther endurgerðin með Steve Martin er líka tilefni í leiðinlega kvöldstund !

Sunna Dóra Möller, 2.6.2008 kl. 15:33

29 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

P.S. I love you. Ömurlega væmin og asnaleg bíómynd - ekki fyrir alvöru konur (eða menn ef út í það er farið)

Nefmælt og Kokmælt, 2.6.2008 kl. 15:46

30 Smámynd: Magnús Axelsson

Ég tilnefni Erin Brockovich. Sönn saga... Julia Roberts... úfff.

Magnús Axelsson, 2.6.2008 kl. 16:22

31 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Flestar Hallmark-myndir græta mig af leiðindum. Ennfremur hafa mér fundist ótalmargar myndir leiðinlegar sem hafa annars notið almennra vinsælda. Ég hef gleymt hvað þær flestar heita, og skammast mín fyrir að láta í ljós menningarleysi mitt með því að segja hvað sumar aðrar heita.

Hins vegar hef ég hrifist af  mörgum myndum sem hafa  verið fordæmdar á alla kanta fyrir leiðindi og skort á listrænu gildi og jafnvel verið dæmdar bæði leiðinlegustu og lélegustu myndir allra tíma. Meðal þeirra má nefna Zabriskie Point eftir Antonioni og The Last Movie eftir Dennis Hopper.

Elías Halldór Ágústsson, 2.6.2008 kl. 16:39

32 Smámynd: Signý

hahaha! já Jón Bjarni það er vægt til orða tekið að segja að þetta sé andlegt ofbeldi, ég bara mögulega gat ekki fundið annað orð. Ég held að það sé einfaldlega ekki til það lýsingarorð eða setning sem gæti sagt til um það hversu slæm þessi mynd er. 

Ég nefnilega hef óskaplega gaman af lélegum bíómyndum, svona svipað og ég hef mjög gaman af vondri tónlist. En þessi mynd er hreint torture.

....Annars kemur mér á óvart hvað mörgum finnst Titanic góð mynd... þetta er als als ekki góð mynd og hún eldist alveg hræðilega illa. 

Og svo eru allar myndir með Juliu Roberts slæmar...ALLAR...já líka pretty woman! 

Signý, 2.6.2008 kl. 16:44

33 identicon

Ég verð nú bara að segja að mér fannst Xanadu og Attack of the Killer Tomatoes svo lélegar að þær urðu stórskemmtilegar.  Í svipaðan flokk fellur t.d. hin bráðfyndna Hercules in New York með talsettum Arnaldi Svartanegra! 

Þegar kemur að myndum sem eru bara leiðinlega leiðinlegar þá dettur mér strax í hug horbjóðurinn Pretty Woman en hún og Dirty Dancing deila toppnum hjá mér.  Næst kæmi ógeðið I Know Who Killed Me með Lindsay Lohan.  Svo held ég að velflestar Adam Sandler-myndir sem og rómantískar "gaman"myndir draumaverksmiðjunnar kæmust næsta auðveldlega á minn lista.

...désú (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 16:46

34 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Mér fannst Lorenzos Oil mjög góð á sínum tíma, veit ekki hvað ég myndi segja í dag.

Róbert Þórhallsson, 2.6.2008 kl. 17:17

35 identicon

Íslenskar myndir finnst mér yfirhöfuð hundleiðinlegar,illa leiknar og leikarar þá flestir illa talandi.Bestu myndirnar eru að mínu mati Ítalskar,Argentínskar,Norskar,tildæmis.Svo er nú það.

Númi (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:13

36 identicon

Ein besta mynd sem ég hef séð er myndin ,Secondhand Lions.Með þeim Michal Cane,Robert Duvall og Haley Joel Osment.Hún er dásamleg.Mynd sem allir ættu að sjá

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:46

37 Smámynd: Linda litla

Horfi nú ekki mikið á bíó myndir, en ég fór á einvherja Quinten Tarantino (örugglega vitlaust skrifað) mynd í bíó held ég í fyrra og hún gjörsamlega var að drepa mig úr leiðindum. Gekk samt ekki út, var með vinkonu minni og hún var á bíl, ekki nennti ég að labba heim.

Linda litla, 2.6.2008 kl. 18:50

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get svarið það ég er í kasti.

Elías: Hvernig gat ég gleymt Hallmark.  Hékk heilan vetur yfir Hallmark í þunglyndi, drap mig næstum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 19:01

39 identicon

War of the worlds er klárlega ofarlega á þessum lista.

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:09

40 Smámynd: Jens Guð

 Að fenginni reynslu forðast ég myndir með Olavíu Newton John og ekki síður ef músík er með Bee Gees.  Titanic er viðbjóður,  rétt eins og Die Hard-myndirnar.  Piano er aftur á móti flott mynd.

Jens Guð, 2.6.2008 kl. 20:14

41 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég sá Xanadu. Var einmana í útlandinu og ákvað að skella mér á bíó eitt kvöldið. Borgaði mig inn, myndin byrjaði, Olivia birtist, opnaði munninn og út kom: Þýska!

Ég hafði ekki vitað það fyrr að Þjóðverjar "döbba" allar myndir.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.6.2008 kl. 20:16

42 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, ha... ég sá "Havana" í Mónakó á frönsku. Fólkið fallegt, en skildi ekki mikið með stúdentsfrönkuna mína.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.6.2008 kl. 20:25

43 Smámynd: Ransu

"The attack of the Killer tomatoes" er alger snilld.  Ég sá reyndar ekki "The attack of the killer tomatoes, Part II", en ég hef heyrt að hún sé ekki eins góð og sú fyrri.

Sá Olíu Lorenzos og féll ekki í kramið hjá mér frekar en þér.

Ég man eftir svaka leiðinlegri mynd með Dustin Hoffman og Warren Beatty sem heitir "Ishtar". Ég þurfti að sjá hana tvisvar bara til að athuga.

Svo er "Battlefield earth" með John Travolta er að verða klassískt leiðinlegasta mynd ever. Ég sá hana í bíó og trúði vart eigin upplifun, að ein mynd gæti dælt út  þetta miklum leiðindum. Liggur við að það kallist snilld.

Ransu, 2.6.2008 kl. 20:27

44 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eitt er léleg mynd, annað leiðinleg. Myndir gerðar eftir leikritum, stundum nánast bara myndaðar af sviðinu, oftar en ekki leiðinlegar, en samt sjaldnast lélegar, ílla leiknar eða neitt slíkt.Man eftir að hafa gefist upp á Casanova með Donald Sutherland í bió, en fannst hún svo fyndin seinna meir er ég kíkti aftur á hana á myndbandi. Sumar myndir Hrafns Gunnlaugs góðar til að drepa gleðina í hjarta manns, nenni ekki að muna hvað þær heita, sömuleiðis sem ameriskar gamanmyndir svokallaðar, hafa haft öfug áhrif.

Svo eins og gengur, er ég ekki sammála sumu hér, t.d. um spagettivestrana, mjög merkilegt tímabil í ameriskri kvikmyndasögu og svo fannst mér Ben Húr frábær mynd, bókin líka mjög góð!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.6.2008 kl. 20:41

45 Smámynd: Þröstur Unnar

Hva, gerir fólk ekkert annað en að glápa á vídejó?

Þröstur Unnar, 2.6.2008 kl. 21:21

46 identicon

Stuttmyndir ýmiskonar sem feminisk samtök hafa gert eru alveg einstaklega leiðinlegt áhorfsefni.  Þessar myndir eiga það sameiginlegt að vera hlaðnar áróðri að vart hefur sést annað eins í kvikmyndagerð.  Niðurbrjótandi og þunglyndisvaldandi.  Framsetning efnis er með þeim hætti að maður snýst bókstaflega gegn málstaðnum.  Virkilegt shit.

Þessa mynd fílaði ég bara nokkuð vel:

http://www.youtube.com/watch?v=oftOCN1jkNo

Guðmundur þór (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:40

47 Smámynd: Baldur Fjölnisson

The English Patient, Legends of the Fall og Sleepless in Seattle eru allt hreint tröllslega leiðinlegar myndir og erfitt að gera upp á milli þeirra að því leyti.

Baldur Fjölnisson, 2.6.2008 kl. 21:54

48 Smámynd: Himmalingur

Leiðinlegasta mynd ever og eftir að hafa horft á þá mynd varð ég að tífalda skammt minn af gleðipillum og aldrei verið eins nálægt því að hreinlega fremja hara kiri er: MYRKRAHÖFÐINGINN!!

Himmalingur, 2.6.2008 kl. 21:58

49 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er nú búin að sjá nokkrar sem eru svo lélegar að þær heðfu betur farið í talsvtöðvar en á DVD og sumar enda í kvikmyndahúsum líka.

Listinn minn yrði ansi langur hérna er nokkrar

Grizzly park

Timber Falls

Comeback´s

Taxi 4

Pistol Whipped

Dark Floors

Rise

Daddy Day Camp

I know Who Killed Me

Civic Duety 

Black XMS

Hostel 2

Funny Money

Wicker Man ( endurgerðin )

og svona mætti lengi telja  

Ómar Ingi, 2.6.2008 kl. 21:58

50 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég held ég verði að segja Guðfaðirinn. Ég sofnaði í miðri fyrstu myndinni og treysti mér ekki í hinar tvær. Svo kemur Titanic fast á eftir.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:29

51 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En sennilega er leiðinlegasta mynd allra tíma

CHARIOTS OF FIRE !

Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds bara við að hugsa um hana. 

Baldur Fjölnisson, 2.6.2008 kl. 22:52

52 identicon

ðe önnberabul lægtness off bíing  algjör skelfing

Linda (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:30

53 identicon

"I bought a vampire motorcycle" er snilldar mynd. Ég mæli með henni fyrir alla, konur og karla, nema kannski þá sem hafa ekki gaman af því að sjá mótorhjól sjúga blóð úr manneskju og samtal manns við saur.

Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:33

54 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Allra leiðinlegasta mynd sem ég hef séð er "Ace Ventura" og svo "Scary Movie".  Labbaði út úr bíó af báðum myndunum og fæ grænar þegar ég hugsa um þennan hrylling. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:49

55 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég man eftir einni mynd, man ekki hvað hún hét en fólk tók með sér birgðir af vasaklútum á hana.......

....ég fór að drepast úr kvefi og grét allan tíman - bara ekki á réttum forsendum!! Það var leiðinlegasta mynd ever... hvað mig varðar.

Dem!! Verst ég man ekki hvað hún hét! Hugsaðu þér - ef hún verður endursýnd.........

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 00:07

56 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er komin með góðan lista af leiðinlegum myndum til að horfa á.

Takk fyrir frábæra umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 00:59

57 identicon

Sæl Jenný, ég hef tvisvar gengið út í hlé.  Fyrra skiptið var á King Kong þeirri með Jessicu Lange, þar fór ég ein og ómeðvirk út, en hið seinna var út af myndinni voru Guðirnir geimfarar 2, þar sem eiginmaðurinn var í brjáluðu skapi og fattaði ekki jókinn og ég fylgdi mínum fúla manni þó mig langaði ekki til.  Annars hefi ég oft skipt um rás vegna óbærilegra leiðinda eða jafnvel slökkt á sjónvarpinu.  En þar sem bíóferðir hafa verið sjaldgæfar síðustu 25 árin man ég sérstaklega eftir þessum tveim. Lifðu heil.

Sólveig M. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 04:08

58 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

alien vs predator og brazil

Alexander Kristófer Gústafsson, 3.6.2008 kl. 08:50

59 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er ein af þeim sérvitringum sem er hrifnust af kvikmyndahátíðamyndum. Þó hef ég einu sinni gengið út af margverlaunaðri kvikmyndahátíðamynd. Hún er japönsk (held ég frekar en kínversk) og heitir Falinn dreki og tígur í leynum, eða eitthvað svoleiðis. Ég beið endalaust eftir að eitthvað gerðist annað en endalaus bardagalist, en sú bið var árangurslaus. Það var þó nokkuð liðið á seinni hálfleik þegar ég labbaði út, - gjörsamlega búin að fá nóg.

Ég man bara eftir tveimur skiptum þar sem ég hef labbað út úr bíó áður en myndin var búin. Hitt skiptið var fyrir 1 eða 2 árum. Þá gekk ég út af mynd, þar sem reynt var að særa illa anda úr andsetnu fólki. Algjör viðbjóður. 

Laufey B Waage, 3.6.2008 kl. 09:11

60 identicon

Fyrir um átta árum síðan sá ég mynd í Háskólabíói,sem hét :Steiktir grænir tómatar,,man vel eftir henni skilur mikið eftir.Jenný prófaðu að kíkja á þá Tómatamynd.

Númi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:03

61 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Brazil er besta mynd allra tíma. Punktur.

Elías Halldór Ágústsson, 4.6.2008 kl. 10:53

62 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hrafninn flýgur var ekki slæm mynd eða leiðinleg, þótt hún væri röng á margan hátt. Framhaldsmyndin Í skugga hrafnsins var hins vegar ein leiðinlegasta mynd allra tíma (og ennþá rangari en hin fyrri á flestan hátt).

Elías Halldór Ágústsson, 4.6.2008 kl. 11:07

63 identicon

Saving Private Ryan (og reyndar flestar Spielberg myndir) og Underground eru efstar hjá mér. Hryllingur. Gekk útaf þeim báðum.

Konni (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:35

64 Smámynd: halkatla

Appollo 13

annars gef ég leiðinlegum bíómyndum aldrei séns. veit samt um margar en þessi skagar uppúr því ég fór á hana í bíó og sofnaði.

Brazil var líka leiðinleg en Hrafninn flýgur er rosalega góð, ekki í skugga hrafnsins samt 

halkatla, 4.6.2008 kl. 13:29

65 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég gæti gubbað yfir öllum myndunum þar sem forseti Bandaríkjanna er í aðalhlutverki sem einhverskonar hetja

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 14:14

66 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er mjög hrifin af Hrafninn flýgur Anna Karen en ekki af seinni myndinni.

Margrét: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:16

67 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Númi: Seiktir grænir er ein af mínum uppáhaldsmyndum.  Algjörlega frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:17

68 Smámynd: Jóhann Hlíðar Harðarson

Það er alveg með ólíkindum að enn skuli enginn hafa nefnt "Shakespeare in Love". Sú var verri en vond, vitlausari en allt vitlaust og leiðinlegri en allt leiðinlegt.

Jóhann Hlíðar Harðarson, 4.6.2008 kl. 14:47

69 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhann Hlíðar: Já ég verð að vera sammála þér, ég var með VÆNTINGAR gagnvart þeirri mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 15:27

70 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hér er sams konar umræða ...

Elías Halldór Ágústsson, 5.6.2008 kl. 08:19

71 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Elías, við þjáumst ekki ein.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 08:22

72 identicon

Sæl/sæll Langaði að senda ykkur heimasíðu sem heldur utan um fréttir af meðferðargangi á Litla Hrauni, svona til að benda á að það eru jákvæðir hlutir að gerast, endilega skoðið og segið ykkar skoðun :)

www.edrumenn.blogspot.com

Starfsmaður LH (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:02

73 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Lost in translation............. var ótrúlega leiðinleg

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband