Leita í fréttum mbl.is

Ég elska mánudaga

Mánudagar eru góðir dagar, allir dagar eru góðir dagar.  Klisja?  Nebb, ekki í mínu tilfelli.

Þegar ég var í pillunum og búsinu voru mánudagar skelfilegir vegna þess að þá fór "venjulegt" fólk hvunndagsstellingarnar.  Tókst á við vikuna, vonandi með gleði.

Ég sat eftir starandi á vegginn, haldandi um höfuðið og biðjandi einhvern mér æðri (sem ég hafði enga trú á að væri að hlusta) um að koma mér í gegnum daginn.  Jájá, ekki gaman hjá Jenný Önnu.

Þessi mánudagur hefur svolítið setið eftir í sinninu eftir að ég varð edrú.  Einhver aðkenning að blús.  Gamall bömmer að minna á sig.

En ég hef blásið á fortíðardraugana og fagna nú nýjum dögum án tillits til hvað þeir heita.

Í dag er gott veður, en öll veður eru góð að mínu mati.  Þessi er t.d. ljómandi fínn til matarinnkaupa.

 Hann er líka tilvalinn til þess að fara og ná í litla stelpu á leikskólann og knúsa hana smá.

Ég hreinlega elska mánudaga.  Þið væntanlega líka?

Úje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Í minni vinnu renna allir dagar í eitt.  Við vinnum þó það sé 1.maí, sumardagurinn eða helgar.  Dagarnir okkar eru merktir tölustöfunum "dagur 3" eða "dagur 26" eða eitthvað slíkt.  Svo oft veit ég ekki að það hafi verið mánudagur fyrr en löngu eftir.  En til að halda í eitthvað norm þá hef ég alltaf haldið svolítið uppá "dag 15" og "dag 22" í tökuplaninu.  Var reyndar að kíkja og í síðustu tveimur myndum voru þeir báðir miðvikudagar.  Já ég fíla miðvikudaga. 

Garún, 2.6.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Krútt

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mánudagar eru kúl.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu daganna Jenný Anna, þeir koma ekki aftur

Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Svetlana

mánudagar...

Svetlana, 2.6.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Andrea

Mánudagar eru viðbjóður

Andrea, 2.6.2008 kl. 10:26

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svetlana: Þú rússneska kona (er það ekki annars?) fáðu þér vodka í hádegismat og hússtörfin verða lauflétt

Lalalalala er geðgóð og nýpúðruð og böðuð.  Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er einmitt ein af rútínufíklunum sem fagna oft venjulegum mánudegi. Njóttu dagsins.

Laufey B Waage, 2.6.2008 kl. 11:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea: Brostu framan í heiminn og þá mun ... jú nó vott

Laufey: Þá erum við tvær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:06

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnast mánudagar yfirhöfuð alltílæ....Þessi var þó gremjulegur í upphafi ..... en er að skána....!

Sunna Dóra Möller, 2.6.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.