Leita í fréttum mbl.is

Kæri Gallup

Í kvöld er ég búin að horfa á tvær bíómyndir.  Ójá.

Hvor annarri betri.  King George´s madness og American Splendor.  Mæli með báðum.

En þessi færsla er ekki um það, heldur vil ég lýsa yfir áhyggjum mínum með hverfandi fylgi íhaldsins í borginni (jeræt), og ég nærri því meina það.

Það verður að vera einhver andstæðingur í næstu kosningum, fyrir okkur í VG með Samfó, auðvitað, til að kljást við og það verður ekki spennandi kosningasjónvarp ef enginn er andstæðingurinn.

Þess vegna er ég hérna með beiðni til Gallups vinar míns.

Kæri Gallup,

Villtu hætta að hringja í fólk og mæla fylgi íhaldsins.

Það snarminnkar í hvert skipti sem þú lyftir símanum.

Og borgarstjórinn verður ekki bara blurraður.  Hann hverfur endanlega.

Skammastín Gallup og hættu að mæla fylgið í Borg Firringarinnar.

Kveðja,

Ég


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ætli Ólafur borgastjóri sé í megrun? Tíkin er skrýtin í Ráðhúsinu!

Edda Agnarsdóttir, 1.6.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Tiger

Hahaha .. VG og samfó næst - brilljant bara og nákvæmlega eins og það á að vera! En, núverandi staða er ekki beint óskastaða fyrir Sjálfstæðismenn - en þetta vildu þeir, nú er valdabröltið og stólagræðgin að koma aftan að þeim! Gruna að blessaður borgarstjórinn eigi eftir að fara verst út úr samstarfinu við Sjálfstæðismenn (karlgreyið hefur þegar farið mjög illa út úr samstarfinu en eins og þú segir, hann á eftir að hverfa alveg)...

Eigðu ljúfa nótt mín kæra og yndislegan Sunnudag!

Tiger, 1.6.2008 kl. 01:47

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ÉG er nú hræddur um að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar áður en að næstu kosningum kemur svo þetta á nú allt eftir að breytast, þú átt eftir að taka gleði þína að nýju og Sjallarnir fá áreiðanlega sitt 40%+ fylgi! Tvö ár í þetta, hvað skildum við vera að gera þá Jenný mín?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 01:56

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hmm, ég er sjálfstæðismanneskja út í fingurgóma, en meira að segja mér er fyrir löngu ofboðin þessi hringavitleysa í sirkustjaldinu við tjörnina okkar. Ég held að þau séu öll búin að "rústa" sinni pólitísku framtíð, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, nema kannski Hanna Birna. Vilhjálmur fékk að baða sig sem borgarstjóri í mjög stuttan tíma, eftir mjög langa bið, og hann fór illa með það bað. Gott að hann er að komast á aldur og getur ekki skandalaserast meira!!

En nei, ég vil nú ekki VG og Samfó í borgarstjórn, Jenný, sorry...... ekki meiri skuldasöfnun í Reykjavík.....

Lilja G. Bolladóttir, 1.6.2008 kl. 07:21

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Spurning hvort að BB eigi ekki að fara að kanna símamálin hjá Gallup :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 08:19

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nú er svo komið að ég er farin að vorkenna öllu þessu góða fólki, hvort sem það er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hlýtur að vera slítandi vinna að berjast um stólana.   

Ía Jóhannsdóttir, 1.6.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Laufey B Waage

Ætli það sé nokkur hætta á öðru en andstæðingurinn verði á sínum stað. Þeir eru strax farnir að bregðast við. Á forsíðu mbl í dag er Gísli Marteinn að reyna að höfða til mín og fleiri VG, með því að lofa byltingu í lagningu reiðhjólastíga. Kosningasjónvarpið verður örugglega spennandi.

Vá hvað það væri frábært, ef þessi nýjasta Gallup-könnun yrði að veruleika (nema hvað hlutfallið milli VG og Samfó mætti vera jafnara).

Annars finnst mér þessar skoðanakannanir fyrir kosningar allt of margar. Við ættum kannski að taka okkur saman og blekkja Gallup kallinn og þykjast ætla að kjósa íhaldið. Nei annars það er vond hugmynd. - Það er svo mikið af fólki í landinu sem kýs bara vinsælasta flokkinn. 

Laufey B Waage, 1.6.2008 kl. 10:21

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég þekki of mikið af sjálfstsæðifólki sem getur ekki hugsað sér að kjósa flokkinn næst 2010 og er að líta yfir til samf og VG! Ég held að það sé draumsýn hjá þessum borgarfulltrúum D að staðan batni......og að geta treyst á íslenska minnisleysið....þetta er bara búið að ganga fram af svo mörgum, því miður!

Ég sjálf hef kosið D og gerði það síðast í borginni. Get ekki hugsað mér það aftur ef að ekkret breytist (Villi hættir t.d og Ólafur F með honum ) og fólk axlar ekki ábyrgð á þessu ömurlega ástandi!  

Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.