Laugardagur, 31. maí 2008
Hland fyrir hjarta
Úff hvað ég verð stundum þreytt. Mér finnst eins og sumir hlutir ætli aldrei að breytast.
Og það er búið að velja Ungfrú Ísland fyrir þetta árið. Er ekki hægt að velja þessa frauku til fimm ára? Sennilega ekki því hún má að líkindum ekki eignast barn. Það hlýtur að fella allar konur í verði sem taka upp á þeim ósið.
Og svo völdu þeir vinsælustu stúlkuna. Það hlýtur að vera fyrir Geir Haarde og aðra sem fá ekki endilega þá fegurstu með heim.
Þeir hljóta ennþá að velja Fröken Orablú, þessa með leggina.
Og fyrst þeir eru á annað borð komnir í partavalið, þá legg ég til að kjörnar verði; Ungfrú læri, brjóst, rass, mitti, nef og augu.
Fallþungi kvenna er, að því er virðist, stöðug uppspretta ánægju fyrir hluta þjóðarinnar.
En á haustin gleðjast bændur. Þá er það fallþungi lamba sem gildir og það gefur þó eitthvað í aðra hönd, þegar vel tekst til.
Til að fyrirbyggja að fólk fái hland fyrir hjartað af hneykslun vegna okkar sem sjáum ekki glóru í fegurðarkeppnum í nútímanum, þá vil ég taka fram að allar þessar stúlkur eru fallegar og eflaust hæfileikum prýddar til hægri og vinstri.
Cry me a river!
Alexandra Helga valin ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ungfrú Ísland - Herra Ísland....ég æli!
Hvernig væri að breyta forsendunum og Ungfrú/Herra Ísland bæru titil fyrir að GETA og GERA eitthvað til fyrirmyndar í staðinn fyrir genasamsetningu?
skilettaiggi
Andrea, 31.5.2008 kl. 13:06
Kommon lady. Fegurð og hæfileikar hafa ekkert með hvort annað að gera.
" læri, brjóst, rass, mitti, nef og augu " er bara málið.
Kveðja úr sveitinni.
Þröstur Unnar, 31.5.2008 kl. 13:07
Hehehehe, mín bara ekki búin að fá neitt komment sem tengist beiskju, offitu eða öfund sem þú hlýtur að búa yfir ... Það má lítið gagnrýna nektarsýningar, fegurðarsamkeppnir og slíkt án þess að reynt sé að þagga það niður með nokkrum vel völdum spælingum ... Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2008 kl. 13:45
Hehe, Gurrí, það eru allir fegurðarfrömuðirnir úti í góða veðrinu. Eða þá að manni er hugsuð þeigjandi þörfin.
Þrölli: Fokk jú 2
Andrea: Svei mér þá, skietteggi heldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 13:49
Best fannst mér þegar vinkona mín hún Unnur Steinson fór og keppti í ungfrú heimi og kom heim með tvo titla: Ungfrú vinátta og ungfrú stundvísi!!! Þetta finnst mér eitt það ömurlegasta í heimi...Fara og keppa í fegurð en koma heim með að vera alltaf fyrst í röðinni!
Garún, 31.5.2008 kl. 15:02
Garún: Ég brjálast
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 15:31
Ég bara einhvern á svo erfitt að skrifa upp á það að svona keppnir séu ok....þetta bara er einhvern veginn gegn öllu því sem mér finnst í lagi!! Ég hef þó reynt að skilja afstöðu þeirra sem þekkja þessa keppni af eigin raun, samt finnst mér þetta óeðlilegt!
Hefur keppnin ekki líka misst svolítið vinsældir.....ég man eftir þegar var sýnt frá þessu í sjónvarpinu og þetta var mikið sjó og svo voru allir keppendur kynntir á opnu í mogganum líka einhvern tímann...einhvern veginn fara þessar keppnir alveg fram hjá mér núna! Kannski eru viðhorf að breytast og fólk hefur minni áhuga en áður á svona löguðu..
Sunna Dóra Möller, 31.5.2008 kl. 15:33
Lágkúran tekur engan endi. og um daginn sá ég einhvern þátt á skjánum þar sem var piparsveinn að velja annarsvegar konur um fertugt og hinsvegar konur um tvítugt, ég gat ekki klárað þáttinn vegna velgju yfir þessum ósköpum
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 15:48
Sunna: Jú ég held að þetta sé að breytast svona smátt og smátt. Sem betur fer. Auðvitað deili ég ekki á þessar ungu stúlkur. Það er hugmyndafræðin á bak við sem gerir það að verkum að mér verður óglatt.
Guðrún: Mikið erum við sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 16:03
Þar er ég algjörlega sammála þér Jenný, hugmyndafræðin er einmitt það sem er ógeðfellt. En auðvitað er ekki hægt að deila á þessar stúlkur! Hugmyndafræðin er það sem á að berjast gegn!
Sunna Dóra Möller, 31.5.2008 kl. 16:08
Er myndin af ungfrú Ísland? Nei ég bara spyr! Lifi alltaf í þeirri von að ungfrú Ísland verði eitthvað annað en aflitað hár, sílikon á ólíklegustu stöðum, fáránlega hvíttaðar tennur, tanaðar, og aðeins meira en skinn og bein! Í einu orði: EKTA íslenskur kvenmaður!!!!
Himmalingur, 31.5.2008 kl. 16:14
Hilmar: Góður.
Sunna: Og við höldum áfram að berjast þar til sigur er unnin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 16:22
Hilmar. Hvað er ekta íslenskur kvenmaður?
Kannski sú sem hefur alist upp á hrútspungum, slátri eða súrum hval, 180 pund og með falskar? Nee,,bara spyr.
Þröstur Unnar, 31.5.2008 kl. 16:26
Vissulega snýst þetta um staðalmyndir, en er það svona slæmt? Fólk hefur gaman að því að keppa í þessu og það getur gefið þeim atvinnutækifæri. Svo er víst til fólk sem horfir á þetta. Ég skil ekki af hverju þið getið ekki bara hleigið að þessu, ég meina þetta er svo hallærislegt að það er bara fyndið.
valderama (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:44
Valerama: Hver segir að við hlægjum ekki?
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 17:04
Nú jæja, ef fólk getur fengið hland fyrir hjartað útaf einhverju en samt hleigið af því er það náttúrulega hið besta mál.
valderama (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 17:15
Að síðustu málsgreininni þinni í bloggfærslunni sagðri: Mikið dj... finnst mér svona keppni outdated fyrirbæri. Ætla að vona að þeim fjölgi landshlutunum sem hætta að taka þátt í þessu og á endanum verði sjálfhætt.
Annars risaknús til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 17:41
Það væri yndislegt ef hægt væri að finna upp á einhverju öðru til að meta ungt fólk t.d. með því hvað þau láta ofan í sig, þú ert það sem borðar!
Edda Agnarsdóttir, 31.5.2008 kl. 17:46
5 ár í senn,góð hugmynd. Ungfrú stundvísi hahahahahaha.Ég gæti fengið þann titil í dag hahahahahaha.Er sérlega stundvís.Snilldar færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:08
Fyrir konur.
fegurðarsamkeppnir eru klárt aðalega fyrir konur.Eins og að vera á túr.
Við karlar eigum ekki að skipta okkur af. þetta er þeirra mál. hver er fegurst, hver hefur mesta sénsinn í tískuna, Tískan er fyrir konur, flottustu konurnar bera sig fyrir aðrar konur, ekki eins flottar, til að gera þær öfundssjúkar.
Þetta hefur ekkert mað karla að gera...
Hlýfið okkur körlum við þessum kvennamálum.....
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 31.5.2008 kl. 20:05
Þröstur Unnar: Þarftu að spyrja??????
Himmalingur, 31.5.2008 kl. 21:28
Djöf.. er áhuginn mikill hér á þessari síðu hér á þessari keppni, eða kannski meiri áhugi að drulla vel yfir aðar að mér sýnist eins og venjulega. Talandi um að hugmyndafræðin væri ömurleg er MJÖG léleg rök og allt þetta tal um hva þessar keppnir séu slæmar er erfitt að átta sig á. Í fyrsta lagi getur auðvitað hver og einn haft sína skoðun enn alltaf er það sama nöldrið í ykkur hér og áhuginn viðist alltaf aukast á þessu blessaða væli:) Þið virðist vilja hafa vit fyrir öðrum og endalausir dómar hvað sé gott eða slæmt enn ALDREI nein rök sem mark er takandi á.
Í þessari FURÐULEGU veröld sem við búum í er endalaus keppni bæði í gamni og alvöru og hvortsem þú eða ég erum sátt eður ei þá verður það um ókomna tíð.
ALLAVEGNA eruð þið að standa ykkur vel í drullumallskeppninni og spurningin er hver vinnur :)
Daníel (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 01:27
Daníel: Þú stendur þig aldeilis ekki illa í drullumallskeppninni.
Hefur þú mikið á móti því að fólk hafi skoðanir á fyrirbærum eins og fegurðarsamkeppnum?
Láttu þér annars líða vel.
Anna: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.