Leita í fréttum mbl.is

Híróhító hittir Massímótó

 geisha8xl

Það vita allir að í Japan er hver fermeter dýrmætur og fólk býr nánast í frímerkjastórum íbúðum víðast hvar. 

Algjör skápabúskapur og þá er ég ekki að tala um homms and lesses, börnin góð, meira alvöru skápa.

Svo segir sagan, má vera að það séu lygimál, að japanskar konur séu smáar, hljóðlátar og afskaplega kurteisar.  Kurteisi mun vera þjóðaríþrótt. (Væri hugmynd að senda íslensku þjóðina í hollum til Japan og læra listina kurteisi?).

En heimilislaus kona í Japan bjó í skáp á heimili ókunnugs manns í heilt ár án þess að hann yrði hennar var.

Eftir að matvæli fóru að hverfa kom maðurinn upp eftirlitsmyndavélum og þá fannst þessi hljóðláta kona.

Híróhító dauðbrá þegar hann sá Massímótó á mynd og hrópaði stundarhátt: Halló Hafnarfjörður það er kona í kústaskápnum!

Mér finnst þetta fjári smart að hafa geta látið fara svona lítið fyrir sér og það svona lengi.

Og sorglegt í leiðinni.  Að þurfa skríða inn í skáp hjá vandalausum og híma þar í heila 12 mánuði.

En ég vorkenni þessum manni lítið sem ekkert.  Ég meina, hann var hamingjusamlega ómeðvitaður um konuna í kassanum.

En ég vildi að þetta hefði endað með að HANN hefði hent sér á hnén og beðið HENNAR og þau lifað hamingjusöm til æviloka.

Köttur út í mýri and so f..

Er það rugl í mér, en eru ekki alltaf að berast geggjaðar fréttir frá Japan?

Mig fer að langa alvarlega til þessa lands.  Mér hefur reyndar alltaf dreymt um að fara þangað, en þetta ýtir undir hungrið.

Farin að safna yenum.

Óhó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Krúttleg/Sorgleg Krúttleg/Sorgleg

Get ekki ákveðið mig, eina sem ég veit er að ég get ekki opnað eða lokað kústaskáp hlóðlaust, ansi hrædd um að það yrði einhver vör við ef ég þyrfti að dúsa þar

Andrea, 31.5.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Linda litla

Og hvað ?? Hvernig endar sagan ? Rak hann hana úr skápnum, eða býr hún þar enn ??

Linda litla, 31.5.2008 kl. 03:57

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ótrúleg sagaen Baldur frændi minn Hjaltason ferðast mikið til Kína,Japan og þar um kring og hann segir að þessir staðir séu ótrúlega fallegir og menningin þar sé stórkostleg

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 08:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda: Sammála, enda er ég alltaf á leiðinni.

Linda litla: Nú þetta komst upp og konan auðvitað tekin föst fyrir húsbrot.

Andrea: Já þetta vekur blendnar tilfinningar.  Ég er eins og fíll í postulínsbúð sjálf, þó ég sé ekkki mikil á velli.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.