Leita í fréttum mbl.is

"Ignorance is a bliss"

 900

Ég held að kreppa sé fyrst og fremst hugarástand.  Hvergi verður kreppan áþreifanlegri heldur en í áhyggjunum sem heltaka þann sem hefur látið hræða úr sér líftóruna vegna versnandi árferðis.

Ég er svo sannarlega ekki að gera lítið úr því að nú dynja djammreikningarnir yfir almenning sem alla jafna hefur ekki verið að tjútta á eyðslufylleríi út um víðan völl. 

Ég get bara talað fyrir mig.  Ég finn ekki mikinn mun á efnahagsástandi heimilisins frá því sem var á "þenslutímanum".  Einfaldlegar vegna þess að ég tók ekki þátt í dúndrinu. 

Ég hef ekki keypt glæsibifreiðar, flatskjái, stærra húsnæði, sumarbústað(i), farið í grillpartý á Kínamúrnum, hangið í sparifötunum á þyrlupöllum heimsins, né stundað annað lúxuslíferni, eftir því sem ég kemst næst (ef undan eru skilin dragt eða þrjárBlush).  Ónei, hér er lifað eðlilegu lífi.  Og það geri ég áfram.  Moða úr því sem ég hef og læt hræðsluáróðurinn um kreppuna sigla ljúflega framhjá mér, án þess að hann fái að menga í mér hugarfarið.

En ég hef reyndar orðið uppvís að smá "lúxus"líferni.  Eftir að ég fékk sykursýkina og breytti algjörlega um mataræði, tók ég upp á því að versla í matinn í Hagkaup.  Það var kjöt- og fiskborðið sem átti sök á því.  Líka grænmetisdeildin, jájá, mun betra grænmeti heldur en í lágvöruverslununum.

Þetta siðleysi í heimilisrekstri hef ég ástundað forstokkuð og án nokkurrar iðrunar.

En nú verð ég að endurskoða málið upp á nýtt.  Ég hef engan veginn efni á þessum flottræfilshætti lengur.  Ég er nefnilega farin að lesa strimlana úr búðinni og það er ekki skemmtileg lesning.

Það er sagt að "ignorance" sé alsæla, það er nokkuð til í því.  En þar fylgir böggull skammrifi.  Það er nefnilega ekki hægt að búllsjitta sig þegar þú hefur vitneskjuna í höndunum.

Þess vegna er ég farin í Bónus eða Krónuna.  Ugla sat á kvisti.

Úje.


mbl.is Hagkaup og Nóatún hækka mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Ég er nú svo óforskömmuð að mér dettur ekki í hug að fara taka niður fyrir mig í grænmetinu svo ég mun halda áfram að skunda inn í hagkaup og kaupa mitt hagkaups grænmeti! Annað er bara rugl.

Svo getur maður bara farið og keypt allt hitt í Bónus og Krónunni...

Signý, 29.5.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Signý ég er að gera mig betri en ég er.  Grænmetið og kjötið verður áfram keypt you know where

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 29.5.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hver þarf grænmeti?

Brjánn Guðjónsson, 29.5.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég fer sjaldan sem aldrei í Hagkaup en of oft í Nóatún, hér á þessu heimili er nokkuð gagnslítið að bjóða almennt upp á grænmeti. Fæ svona kindarlegt augnaráð.

Er hinsvegar farin að versla mest allt korn/mjöl þessháttar..og svo auðvitað ýmsa hænsnaparta í Bónus

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er Bónus kona, enda ekki Hagkaup hér í bæ, en ég held stundum framhjá með Nóatúni, þegar mig langar í góðan fisk.  Knús á þig dúllan mín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 14:25

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Játa á mig Hagkaupsferðir kinnroðalaust.

Helga Magnúsdóttir, 29.5.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er svo........ gamaldags? heitir það það? Ég fer í fiskbúðina eftir fiski, mjólkurbúðina eftir osti og í Nóatúni kaupi ég grænmetið allt annað verzla ég í Bónus - enda Jóhannes kaupmaðurinn minn á horninu

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 14:40

9 Smámynd: Líney

Bónus  er hið eina  sem er í boði á mínu svæði,þannig er það nú bara.

Líney, 29.5.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband