Leita í fréttum mbl.is

"Af hverju drakkstu svona mikið?"

 Alfur

SÁÁ blaðið var í pósthólfinu mínu í morgun.  Og ég las það upp til agna.

Ég er ein af þeim tugþúsund Íslendingum sem á SÁÁ líf mitt að launa.  Ég er hvorki meira né minna en sannfærð um að ég sæti ekki hér og rifi kjaft alla daga, hefði þeirra ekki notið við.

Blaðið er stútfullt af fróðleik.  Dæmi:

"Af hverju drakkstu svona mikið pabbi" er viðtal Mikahels Torfasonar við pabba sinn sem hann keyrði í meðferð fyrir einhverjum árum.  Þá fékk ég verk í móðurhjartað.  Það er vont að meiða börnin sín.  Ég lifi með því, get ekki breytt því en ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að endurtaka það ekki.

Það er grein um nikótín og alkahólista.  Helst æði oft í hendur, eins og undirrituð ætti að vita. 

Gunnar Smári skrifar frábæra grein um "Samfélag á fyllibyttustiginu" og Hörður Svavarsson skrifar um nýja greiningartækni í barna- og unglingageðsjúkdóma.

Og svo mætti áfram telja.

Frá og með morgundeginum og alla helgina er Álfurinn til sölu.  Ágóði sölunnar rennur til rekstrar unglingadeildarinnar á Vogi.  Ekki veitir af.  Við höfum nýlega lesið um að 20 fíklar, ungar mæður, hafi látist frá áramótum.  Það þarf að gefa í hérna.  Almenningur, með kaupum á Álfinum og svo ættu ráðamenn að hysja upp um sig og sjá til þess að SÁÁ sé ekki stöðugt í tilvistarkreppu vegna skorts á fjármagni.

Þessi alki kaupir álfinn og ég vænti þess að það gerir allir sem hér lesa.  Alkahólismi snertir okkur öll, á einhvern hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Já mikið mikð sammála að SÁÁ bjargi mannslífum, ég er einn af þeim og þegar blessaður álfurinn kemur út þá er hann á stírinu á mótorhjólinu og á mælaborðinu í bílnum, klöppum fyrir SÁÁ.

Guðjón Þór Þórarinsson, 28.5.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég kaupi álfinn á hverju ári og mun gera það líka núna! Þannig finnst mér ég leggja smá á vogarskálar þessa málaflokks sem alltaf berst í bökkum fjárhagslega er svo lífsnauðsynlegur nánast hverri einustu fjölskyldu á Íslandi í dag!!

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég kaupi álfinn..þ.e. rekist ég á sölumann hans. Minnir að enginn hafi komið í fyrra ?

En ég var að senda þér póst

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mun kaupa álfinn, ekki spurning!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gott mál - kaupi álfinn ef hann rekst á mig!

Edda Agnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég kaupi álfinn eins og síðustu ár ekki spurning en veistu hvort er hægt að kaupa SÁÁ blaðið ? mig langar að lesa það líka.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 14:39

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiður: Blaðið er borið í öll hús.  Hefði átt að vera í póstinum í morgun.  Ef ekki þá hringirðu í göngudeild SÁÁ og þeir senda þér það, er ég viss um.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kaupi álf - það er svo kjút að hafa einn á mælaborðinu í bílnum brosandi til mín og mér til yndisauka. Ætli það sé ekki verið að selja álfa í Kringlunni/Smáranum o.fl. ???? ..

Knús og til hamingju með sólina og edrúlífið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2008 kl. 15:19

9 Smámynd: Andrea

Kaupi aldrei álf- sorrý en ég hef enga trú á unglingadeild sáá
hluti skýringar má finna í þessari umræðu http://venus.blog.is/blog/venus/entry/546645/#comments

Andrea, 28.5.2008 kl. 16:45

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea: Þú um það.

Stelpur: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 16:47

11 identicon

Verst er þegar fólk er á því stigi að það neitar að horfast í augu við raunveruleikann - ég þekki eina svoleiðis. Allir í kring sjá sannleikann nema hún, líka börnin hennar. Öllum í kring líður illa og henni líka. Ömurlegt ástand. Og það er ekkert hægt að gera, það finnst mér verst. Það getur enginn hjálpað henni af því að hún vill ekki hjálpa sér sjálf. Hvað er hægt að gera?

Ég mun kaupa álf, ekki spurning!

Erla (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:55

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erla: Það er því miður ekkert hægt að gera ef fólk er ekki tilbúið til þess að leita sér hjálpar.  Því er nú ver.  Innilegar stuðningskveðjur til þín og þinna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 18:02

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

æ, kannski ég sé bara með hroka. ég hef keypt álfinn, en eftir að ég sá nýju höfuðstöðvar SÁA og allan flottræfilsháttinn þar, missti ég áhugann á álfakaupum.

Brjánn Guðjónsson, 28.5.2008 kl. 19:57

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Af hverju eiga Samtök sem reka sjúkrahús fyrir fíkla og alka að hokra út í horni?  Ég hef sjálf verið í hópum í Voninni (nýja húsinu) og þar er enginn flottræfilsháttur.  Ekki hlut ofaukið.  Þetta verður þú að rökstyðja nánar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 20:22

15 Smámynd: Andrea

Þó það nú væri að það væri flott þarna!  Batteríið fær fleiri hundruð milljónir til rekstursins.
Á meðan eru aðrar meðferðarstofnanir að sýna betri árangur en lepja dauðann úr skel

Andrea, 28.5.2008 kl. 20:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andreaa: Ertu búin að kíkja?  Og hvaða árangur er betri, segðu mér?  Ég er ein augu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 21:14

17 Smámynd: Andrea

Hlaðgerðarkot, Krýsuvík, Götusmiðjan

Andrea, 28.5.2008 kl. 21:41

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla ekki að missa mig út í tuð við þig Andrea, en Hlaðgerðarkot, ábyggilega ágætt, rekið af trúarsamtökum.  Ég persónulega vel læknismeðferð fram yfir handaryfirlagningu (og ég veit að þeir hjálpa fólki, persónulegur smekkur). Er Krýsuvík orðið almennt meðferðarúrræði með afvötnun og alles?  Það vissi ég ekki.  Götusmiðjan er flott, en hún viðurkennir ekki alkahólisma sem sjúkdóm, ég skrifa ekki upp á það.

Og svo vil ég gjarnan vita hvaðan þú hefur þá staðreynd að árangur sé betri á þessum stöðum sem þú nefnir?

Hvernig mælir þú árangur?  Í dögum, mánuðum, árum?

Og eru þessir staðir samanburðarhæfir?  Er einhver þeirra með afvötnun t.d.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 21:47

19 Smámynd: Andrea

Ég ætla ekki heldur að missa mig út í tuð við þig Jenný. Ég hef kannanir sem þykja viðurkenndar.
Hlaðgerðarkot vinnur ekki með "handayfirlækningar" og hefur náð árangri með fólk sem SÁÁ hefur löngu gefist upp á og það eru ekki svo fáir. Enda er sú meðferðaraðferð sem þar er viðhöfð afskaplega einsleit og hentar ekki fjöldanum.

Umheimurinn er að átta sig á því að alkahólismi er ekki sjúkdómur og Þórarinn Tyrfings hlýtur að catch up bráðum

Andrea, 28.5.2008 kl. 22:01

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehemm, God has spoken!  Umheimurinn er að fatta.  Jájá, munurinn en ég, sem er enn að setja spurningamerki við fullt af hlutum.  Dæs.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 00:08

21 Smámynd: Andrea

Er ekki allt í lagi að við erum ekki öll sammála? Þannig verða framfarir oft- fólk tekur málin og veltir þeim fram og aftur

Þú sérð ekki neitt athugavert við starfssemi SÁÁ og ég hef helling við hana að athuga
Er það ekki bara allt í þessu fína?
Þurfum ekkert að skella hurðum

Andrea, 29.5.2008 kl. 09:28

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea: Það er gott og blessað, og mér t.d. lífsnauðsynlegt að geta debatterað, þar erum við sammála.  Ég er ekki að skella hurðum en mér finnst þú full yfirlýsingaglöð í þessu máli þegar þú fullyrðið að árangur sé betri annars staðar. 

Annars góð og nú legg ég til að við látum þessu lokið. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2987311

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband