Leita í fréttum mbl.is

Ég get ekki lifað án þín

Stundum verður hörmung mannsins svo stór að ég skelli upp úr.  Frekar en að fara að grenja sko.

Í Taívan núna í vikunni var maður sem tók hugtakið "ég get ekki lifað án þín" alla leið.

Hann skreið inn í líkkælinn til að sameinast unnustunni í dauðanum.

Sem betur fer var manninum bjargað, annars hefði þessi saga sennilega ekki komist í fréttirnar.

En hafið þið tekið eftir því hversu klikkaðar fréttir komast í blöðin núorðið?

Konurnar sem stigu óvart inn á helgisvæði karlanna á Grikklandi og brutu þar fleiri þúsund ára kvennabann.  Hm... gott hjá þeim.

Japaninn sem ég bloggaði um í morgun og var ástfanginn af símsvara.

Einhver sem "naut ásta" með bílnum sínum, líka í Asíu minnir mig.

Og nú þetta.

Fólk þarf orðið að vera rosalegir rugludallar til að komast í fréttir.  Svo étur maður þetta upp.

En börnin góð, haldið ykkur frá líkgeymslustöðum.

Hurðin gæti hrokkið í lás.

Muha

Jájá.  Annars góð.

Later.


mbl.is Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....þetta er hrikalega fyndið ....sorrí en ég hló að þessum óförum mannsins! Ég er víst ekki komin lengra í þroska og samúðarferlinu !

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, ég og það miklu meira en þig grunar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æ er þetta ekki sætt - þeir eru svo rómantískir þarna í austri!

Edda Agnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2987304

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband