Leita í fréttum mbl.is

Að kjósa ekki rétt

Ég fékk hroll niður eftir bakinu þegar ég las um hleranirnar í Mogganum í morgun.

Ég var ekki búin að jafna mig á hrollinum þegar ég las þessa viðtengdu frétt þar sem Björn Bjarnason segir enga ástæðu til að biðja þolendur njósna íslenskra stjórnvalda afsökunar.

Björn segir njósnirnar vera þátt úr sögu kalda stríðsins.

Það má réttlæta allan fjandann með huglægum skýringum um "stríð" sem aldrei var neitt nema paranoja og hugarástand Rússa og Bandaríkjamanna.

Var fólk á hlerunarlistanum ógnun við öryggi íslenska ríkisins? 

Myndi það mögulega fremja hryðjuverk?

Eða meiða saklausa borgara?

Það er eitthvað meira en lítið að hrjá þá sem í krafti valds síns láta njósna um samborgara sína vegna gruns um að það hugsi á óæskilegan máta, kjósi ekki rétt, makki ekki rétt.

Það er sorglegt að Björn Bjarnason sjái ekki hversu ólíðandi þessir gjörningar voru.

En honum rennur kannski fyrst og fremst blóðið til skyldunnar.

Hverja ætli sé verið að hlera núna?  Hvaða óvinum ríkisins þarf mögulega að fylgjast með og njósna um í dag? 

Ég myndi svo gjarnan vilja vita það.


mbl.is Dómur sögunnar á einn veg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

 Dudurudududu Jón spæjó.

Góð færsla hjá þér Jenný.

Dreymi þig vel.

Hulla Dan, 27.5.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. ég þori ekki að segja neitt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er náttúrulega bara hystería hjá Kjartani.

Tékkum á trukkabílstjórunum í dag.

Þröstur Unnar, 27.5.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vitanlega stendur Bíbí með pabba sínum. Hroki hans er svo algjör að hann telur lög og almennar siðareglur ekki eiga við þegar hann á í hlut.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Ragnheiður

Var ekki "stórvarasamur" veðurfræðingur á listanum  Djí sem þeim myndi leiðast að hlera minn síma, ég ansa helst ekkert í hann

Hvaða afbrot gerði þessi veðurfræðingur sig sekan um ? Vondar veðurspár ?

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Sigga Hjólína

Ég held að "fórnarlömbin" hafi talið að íslenska ríkið sæji sóma sinn í því að fara sömu leið og Norðmenn þ.e. að biðja alla afsökunar.

Það er ekki búið að skrá öll gögn sem Þjóðskjalasafninu hafa borist frá hinum ýmsu stofnunum og embættum og tilheyra síðustu fjórum áratugum og því eru þessi skjöl sem Kjartan nefnir í Morgunblaðinu hugsanlega toppurinn á hlerunar-ísjakanum.

Sigga Hjólína, 27.5.2008 kl. 22:18

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þessi færsla Elíasar er góð...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góð færsla hjá þér Jenný mín og bestu kveðjur til þín elsku vina mínknús knús og kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Himmalingur

Lýðræðið í sinni tærustu mynd börnin mín!!!!!

Himmalingur, 27.5.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Linda litla

Það er eins gott að segja ekki of mikið, fékk að sjá það á blogginu mínu þegar ég skrifaði að ég hefði átt fyrra barnið nýorðin 15 ára..... það er einvher sem vill taka viðtal við mig út af því. Eins og ég segi, ekki segja of mikið!!

Linda litla, 27.5.2008 kl. 23:35

11 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er nú bara sjálfsagt að hlera alla mögulega 'terrorista' , byltingarsinna og aðra ofbeldisseggi.

Viðar Freyr Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 13:06

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðlaugur: Þetta er ekki fallegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband