Leita í fréttum mbl.is

Neðanbeltisblaðamennska

Ég sef alltaf eins og ungabarn eftir að ég varð edrú.

Eigin safi er besta svefnmeðalið, ég lofa.  En.. í nótt bar svo við að ég velti mér og velti, ég var sum sé andvaka.

Hvað hafði gerst?  Hvað hafði truflað í mér svefnrytmann?  Var það aldurinn?  Eða stjórnmálaástandið (það væri þokkalegt því þá væri ég búin að vera vakandi í heilt ár eða svo)? Var það kannski Júróvisjón sem var að halda fyrir mér vöku?

Nebb ekkert af þessu var inni í myndinni, málið var að ég var að drepast úr kulda.  Sumar hvað?

Svo las ég í 24 Stundum um að Jakob Frímann Magnússon skuldaði skatta.

Ég er ekki hrifin af borgarstjóra og hans mannaráðningum né þessum lánlausa meirihluta sem er að ó-stjórna borginni út í hafsauga, en..

hvern fjárann varðar fólki um að Jakob Frímann skuldi skatta?  Hvað er verið að básúna út til almennings svona upplýsingum?  Er það ekki einkamál mannsins ef hann er með skattaskuld á bakinu og hvort  veð hafi verið tekið í húsinu hans?

Mér finnst þetta svo neðanbeltis og ljótt að ráðast að einkamálum fólks, sem hafa akkúrat ekkert með vinnu mannsins að gera.

Ég t.d. skulda 6,348 krónur í skatta.  Það upplýsist hér með.

Mér finnst svona "blaðamennska" ekki til mikillar fyrirmyndir.

Það er í lagi að gagnrýna verk og vinnulag stjórnmálamanna og þeirra handlangara, en í guðanna bænum ekki standa með pennann að vopni ofan í einkaskúffu fólks.

Fjandinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála!

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Anna Guðný

Heyr, heyr,. Algjörlega sammála. Ég hef líka skuldað skatta en sem betur fer var ég ekki nógu áhugaverð manneskja til að það kæmi frétt um það í fjölmiðlum.

Eigðu góðan dag.

Anna Guðný , 24.5.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Brynja skordal

Sammála þér hitnar vel þegar þú ferð að horfa á júró í kvöld og sofnar heit og fín eftir spenningin

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála!

Edda Agnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Andrea

DV hefur snúið frá neðanbeltisfréttamennsku og farið að vera alvöru blað (eða það finnst mér a.m.k), kannski 24 stundir ætli að finna sér sérstöðu á markaði með því að taka við af gamla DV.

Það er allavega að sjá miðað við þennan fréttaflutning.
Skítlegt af þeim

Andrea, 24.5.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi

Lovísa , 24.5.2008 kl. 11:36

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Einmitt! Sumar hvað??? Ég er búin að skjálfa hér úr kulda sjálf. Brrrrr....

Takk fyrir knúsið frá Dúu í gær

Laufey Ólafsdóttir, 24.5.2008 kl. 11:37

8 identicon

Okkur kemur lítið við hvað eða hvort nágranninn skuldar.Góða helgi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:55

9 Smámynd: Linda litla

shit shit shit shit.... verð að skila skattaskýrslunni

Linda litla, 24.5.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Nú get ég þakkað þér það frú Jenný að ég mun ekki sofa væran blund á meðan þú átt slíka skuld til samfélagsins ógreidda. Sameinumst hjálpum þeim búum til betri heim hvað.

Er það ekki bara í takt við tímann að allt neðanbeltis gengur hvað best í landann. Hef reyndar gert í því að reyna að sniðganga upplýsingar sem þessar, og mitt heimili er "séð og heyrt laust" legg að jöfnu að hafa það reyklaust og séð og heyrtlaust. Eitur í bein í óliku formi.

Blessuð hýbýlaprýðin, dottaðu bara ekki ofan í pottana á meðan þú sinnir þínu hlutverki á "bak við eldavélina" likt og Guðni Ágústsson orðaði svo viturlega um árið.

Allavega ég á erindi bak við mína eldavél og jú ég skulda víst einhverja óværu líka.

Einar Örn Einarsson, 24.5.2008 kl. 12:05

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála!

Huld S. Ringsted, 24.5.2008 kl. 12:06

12 identicon

Já þetta var undarleg "frétt".

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 12:19

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var einmitt að pæla hverjum kæmi þetta við.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 12:30

14 Smámynd: Ragnheiður

Ég get, öfugt við flestar konur, verið bæði framan og bakvið eldavélina. Bakvið heitir Framsóknarmegin.

Annars er ég sammála þessu, einkamálum fólks á ekki blasta svona fram til þess eins að finna höggstað á fólki.

Ég skulda ekki baun í skatta -þá er það komið á hreint  

Ragnheiður , 24.5.2008 kl. 12:52

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það er spurning hvort 24 Stundir stefnir í að verða eins og gamla DV.

Einar Örn: Til hamingju með afmælið eftir helgi.

Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.5.2008 kl. 13:30

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég gapti af undrun og hneykslan þegar ég sá þessa frétt....hverjum í veröldinni kemur við hverjir skulda skatta......Jakob gaf skýringar á þessu en hefði alveg eins getað sagt við blaðamann..þér kemur þetta ekki við fremur en öðrum....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.5.2008 kl. 13:50

17 Smámynd: Tiger

Já, ótrúlegt hvað "fréttamennskan" er stundum á hrikalega lágu plani. Oft sem blaðamenn eru að seilast langt út fyrir það sem kallast mætti siðferðislega rangt. En, þeir telja að þetta selji og það sem selur það taka þeir fyrir - no matter what. Skítlegt bara..

Tiger, 24.5.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.