Föstudagur, 23. maí 2008
,,en það er gott að vera perri í Kópavogi
Björn Bjarnason hefur gefið grænt ljós á Geira Gold.
Geiri má halda áfram að versla með konur. BB elskar frelsið og haftalaus viðskipti, trúi ég.
Og þá er bara eitt að gera í stöðunni, en það er að rífa fram hreingerningargræjurnar og skúra viðbjóðinn, rykföllnu hugmyndirnar og fáfræðina úr ráðuneyti dómsmála.
Sjá:
"Í hádeginu í dag munu nokkrar konur taka að sér að hreinsa út skítinn úr dómsmálaráðuneytinu. Full þörf er að lofta rækilega út og þrífa út gamaldags viðhorf sem kemur í veg fyrir að ráðuneytið sinni skyldum sínum og berjist gegn mansali." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Drífa Snædal og Sóley Tómasdóttir skrifa undir."
En mikið ósköp vildi ég mikið til vinna til að hafa orðið hissa þegar ég las fréttina um ógildingu Björns Bjarnasonar á ákveðun bæjarstjórnar Kópavogs varðandi bann við nektardansi í bænum. Þá hefði ég þó enn haft einhverja von um rættlæti frá ráðuneytinu og getað orðið fyrir vonbrigðum.
Það fyrsta sem ég hugsaði hins vegar var hvort Geirinn hefði eitthvað á Björninn, æi svona mafíósó eitthvað.
Svona er ég vænisjúk þegar heiðursmenn eiga í hlut.
..en það er gott að vera perri í Kópavogi
Sóley, Drífa og co. Áfram svona.
Boða tiltekt í dómsmálaráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Gamaldags siðapostulahugsuinn er í gangi hjá Sóley og er Ísland í þörf að losna við hana.
Ég hrósa sjaldan Björn Bjarna en hann hefur gert gott í þessum málum enda er hann ekki siðferiðiskrossfari eins og afturhaldssami og andfeministinn sóley sem er á móti kvennréttindum.
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 12:24
Alexander: Ég veit þinn hug í málinu. Ég hélt hins vegar að BB væri mikill siðferðispostuli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:26
Þetta mál snýst ekki um siðfræði, heldur lögfræði. Umsögn lögreglustjórnas gekk langt út fyrir allan þjófabálk. Hún var ólögmæt og ekki á henni byggjandi. Hvað sem andstæðingum nektardans finnst þá er ekki hægt að troða lögin fótum í þessu máli frekar en öðrum.
Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:40
Björn Bjarni felldi löginn sem bönnuðu ofbeldismyndir svo hann er varla siðapostuli ólikt vinstri grænum og mörgum kommúniskum sjöllum
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 12:44
Geiri og gullni fingurinn
gleður margan penisinn.
Bjargi mér, nú Bjössi minn
hann bónus fær á lap-dansinn
Brjánn Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 12:46
Stefán Bogi: Að sjálfsögðu á ekki að fótum troða neitt. En ég bíð spennt eftir að fræðingar útskýri málið nánar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:46
Brjánn: Þú ert brilljant.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:47
Björn er bjáni í mínum huga,en hann væri meiri bjáni ef hann léti það viðgangast að ákæruvaldið uppfylli ekki þau skilyrði sem því eru sett.
Þess vegna var framkvæmda- löggjafar- og dómsvald aðskilið.
Hann er einfaldlega að segja sínum mönnum að VANDA SIG 'I VINNUNNI.
Og það er bara gott hjá honum.
Leitt að það skyldi vera þetta tiltekna mál.
Og svo ég vitni nú í þig Jenny, GET A LIFE!
Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 12:49
Haraldur: Already got one. Þess vegna ráðlegg ég öllum sem á vilja hlusta að fara að ráðum mínum
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:55
Ok auðvitað þarf að fara að lögum..en ef lögin eru gölluð þá á að breyta þeim..ég veit það fyrir víst að flestar konurnar sem vinna þarna eru ekki í draumadjobbinu
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:07
Mér finnst þetta frábært framtak hjá þeim stöllum. Vona bara að það takist að skola út skítnum.
Steingerður Steinarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:35
Mér verður nú meir hugsað til bæjarstjórans, sem hafði ríka þörf fyrir að sækja staðin, einhvers staðar er hann þarna á sveimi!
En einhver hefur já misstígið sig með framkvæmdina á þessu, nema einhver smuga hafi fundist sem rökstyður einhver vegin þennan, varlega sagt, hallærislega rekstur!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 14:40
.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:41
En blessuð konan sem var nakin á lista sýningu á hestinum í Hafnarhúsinu þarf ekki að hjálpa henni Adolf góði
afinns@simnet.is (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:54
Þarf nú ekki að hreinsa út á fleiri stöðum en dómsmálaráðuneytinu? Ég er nú aldeilis viss um að þess þurfi víðar.
Helga Magnúsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:22
Það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Fyrst verður að gera hlutina löglega en ekki eftir einhverri pressu frá frústreðerum Rauðsokkum.
Í öðru lagi er verið að bjóða þarna upp á þjónustu sem örugglega slakar spenning í mörgum karlmönnum - eru þá ekki kolvitlausir annarsstaðar.
Algjörlega á móti mansali og slíku og ætti að vera virkt eftirlit með hvort slíkt sé í gangi. En á móti er stór hópur kvenna sem kýs að vinna svona vinnu og telur sig hafa góða þóknun fyrir þótt öðrum þyki það ómannsæmandi og slíkt.
Það þarf semsagt fyrst að breyta lögum - fylgja þeim eftir og stunda eftirlit.
Svona múgæsing sem maður sér oft gerir bara verra, þetta er svona Úlfur úlfur dæmi. Fólk heldur, þykist vita, grunar og ályktar út í loftið. Það er bara stórhættulegt og svona byrja hinir og þessir ofsatrúar-ofstækisfólk að finna nýja og nýja hluti til að hneykslast yfir eða æsa sig.
Vilja banna þetta og hitt og alltaf eykst það - þangað til að við búum eins og værum í Texas og það viljum við ekki.
Finnst oft sem kvenfólk sem hefur mikið út á kjöltudans að setja vera mikið til ófrítt og óhamingjusamt og finnst eins og verið sé að svíkja þær um eitthvað.
Ef þetta er val einhvers aðila að stunda slíka iðju og á meðan það er ekki ólöglegt (veit ekki hvernig lögin nákv. standa þarna) þá kemur fólki það ekki við.
En auðvitað á að lögsækja menn sem verða uppvísir að mansali eða vera millgönguaðilar um vændi eða slíkt.
Því má ekki gera mönnum upp sakargiftir - menn eru saklausir þar til sekt sannast.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:28
En dæmigert að það séu konurnar sem taki að sér þrifin ;)
Hafa einhverjar sannanir fundist fyrir því að dóp-og-mansal eigi sér stað á Goldfinger? Held að við verðum bara einfaldlega að hlýða lögunum í þessum málum enn sem er.
Svo á móti má líka segja að það að loka stöðunum og gera hlutinn ólöglegan, lætur hann ekki hverfa. Sjáið bara dópneysluna í dag, virðist ekki sem staðreyndin að sá gjörningur sé ólöglegur stoppi fólk neitt í að gera það sem því langar...
Flókið mál þetta, vantar opna og fordómalausa umræðu um þetta.
kiza, 23.5.2008 kl. 16:32
Það þyrmir yfir mig þegar ég les röksemdafærslur sumra karlmanna fyrir vændi og súludansstöðum og þ.h.
Sigurður: Þú skrifar: "Í öðru lagi er verið að bjóða þarna upp á þjónustu sem örugglega slakar spenning í mörgum karlmönnum - eru þá ekki kolvitlausir annarsstaðar". Ert þú þeirrar skoðunar að kynbræður þínir séu brjálaðir menn sem þurfi að svala fýsnum sínum til að vera ekki hættulegir? og "Finnst oft sem kvenfólk sem hefur mikið út á kjöltudans að setja vera mikið til ófrítt og óhamingjusamt og finnst eins og verið sé að svíkja þær um eitthvað. " Nú spyr ég: Trúir þú þessu í alvörunn, þ.e að það sé öfundsýki í konum út í kynsystur sínar sem eru svo "heppnar" að fá að glenna sig fáklæddar framan í karlmenn og/eða selja sig þeim til svölunar? Þá þekkir þú konur ekki mjög vel.
Afinns: Adolf góði what?
MG og þið öll: Nákvæmlega. Ef lögin leyfa þessa meðferð á fólki og smuga er í þeim sem gerir það að verkum að hægt er að græða fé með þessum hætti og stuðla að mansali þá ber að breyta þeim ekki seinna en strax.
Takk fyrir umræðurnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 16:35
Sieg heil jENNý!Fuck lýðræði og kvenfrelsi !
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:39
Jenný sérðu ekki kaldhæðnina í því að þú ert með gamaldagsáróður sem nýnasistaflokkar flokkar eins og bpp í englandi nota? sjá blogg mitt um þetta http://lexkg.blog.is/blog/lexkg/entry/548464/
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:40
The banning of gross pornography and the creation of a morally correct society where our children and safe from vileness and perversion
Pography is a degrading insult to women and an attack on the family unit. For far too long now pornographic films and movies have been shown on the TV and at the cinema, our newspapers are full of it and it is openly on view in thousands of retail outlets, all promoted by alien moneymen wanting to denigrate our Race. Let's bring back some decency into our society and ban this filth!
Þetta kemur úr munni kvenkyns breska nýnasista og hljómar grunsamlega líkt rökunum sóley og jenný, skiptu út kynþáttahatrinu og gyðingum fyrir karlmenn og valla!
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:42
Ef mig langaði að dansa nakinn á einhverri búllu þá kemur engum það við, allra sýst henni Sóley og co.
Ef einhver er að selja þræla þá kemur öllum það við... svona er þetta bara.. frjáls og óháður nektardans kemur engum við.. hver og einn ræður hvað hann/hún gerir...
DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:43
Umþ eina munurinn á kommunisma fasisma og nasisma er nafnið og vinstri grænir eru hættulega nálægt því að vera kommunistaflokkur
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:45
Alexander kvennfrelsi. Í fyrsta lagi eru líka karlmenn sem strippa og það er alveg jafn sorglegt. Fólk á ekki að vera til sölu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:45
EN ef einstaklingur vil það? Af hverju átt þú að banna fólki sem vil strippa að strippa? Því þú fílar það ekki?
Ég fíla ekki hiphop ætti ég að banna það?
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:47
Ég fíla ekki vinstri græna og það er hægt að færa góð rök fyrir því að sá flokkur er á móti lýðræði og tjáningarfrelsi, ætti ég að vilja láta bana hann?
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:49
Alexander: Hemja sig. Þú ferð á límingunum yfir þessu hjartans máli þínu. Þú reynir sífellt að gera andstöðu fólk við klám og vændi (t.d.) að hákristilegu viðhorfi og lífssýn sem tíðkast í biblíubelti USA. Ekkert er fjarri sanni. Það er bara ólíðandi að fólk hagnist á neyð annarra t.d. með því að selja það. Það er mýta að konur elski að vinna á súlustöðum með öllu því sem því fylgir. En auðvitað eru undantekningar.
Nanna Kristín: Sammála, kyn þess sem höndlað er með skiptir ekki máli.
DoktorE: Rosalega tekst henni Sóleyju vel upp í málflutningi fyrir kvenfrelsi, þið farið á límingunum félagarnir.
Kiza: Það er uppgjöf og ekkert annað fólgin í því að yppa öxlum og láta sem bann leysi ekki mál. Í banninu felast skilaboð. Klárlega og það á að vera kriminelt að höndla með fólk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 16:51
Þú reynir sífellt að gera andstöðu fólk við klám og vændi (t.d.) að hákristilegu viðhorfi og lífssýn sem tíðkast í biblíubelti USA.
Hérna eru heimildir um samband milli platfeminista og kristna hommahattandi hægrihópa í bandaríkjunum gegn klámi á
http://www.prattle.net/winter99/unholy.html
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:53
En auðvitað eru undantekningar.
Einmitt og þess vegna er ekki hægt að banna það, og hvað heldurðu að margir elski að vinna í dominios á megaviku annars?
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:55
Meira um samband platfeminista og hommahatandi/andkvenréttissinaða kristna hópa í bandaríkjunum
http://www.blackwell-synergy.com/doi/abs/10.1111/j.1747-4469.1987.tb00554.x
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:56
Kiza: Það er uppgjöf og ekkert annað fólgin í því að yppa öxlum og láta sem bann leysi ekki mál. Í banninu felast skilaboð. Klárlega og það á að vera kriminelt að höndla með fólk.
Uppgjöf að þín hægri bandarísk kristnu gildi eru á leiðini út :P
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 16:57
Alexander er maður sem er hlynntur dauðarefsingum er nokkur von nema að hann sé hlynntur vændi líka.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 17:06
Alexander: Nú verður þú að slappa af, þú færð aðsvif eða eitthvað ef þú heldur svona áfram.
Nanna: Er hann það? Hver á heima í biblíubeltinu í skoðunum þá. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 17:09
Bíddu við, heldur þú þá því fram að flestar sem vinni hjá Geira séu í mannsali ?
Og getur þú sannað eða á einhvern hátt fært rök að þessar stúlkur séu seldar?
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:10
Ég er hlyntur lögleiðingu vændis,frelsi í fóstureyðingum,frelsi í vopnaeignum,tjáningarfrelsi,neyslu eiturlyfa og já ég er hlynntur dauðarefsingum.
Sumir glæpir eru nógu agalegir til þess að einstaklingur afselur sér réttindum til að lifa að mínu mati.
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 17:11
Ég hef aldrei falið þá skoðun að ég er hlynntur dauðarefsingum og mun ekki gera það,aftur á móti eru margir hræddir að segja það opinberlega að þeir eru hlynntir dauðarefsingum.
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 17:14
Sé ekki samhengið Alexander í öllu þessu frelsi. Á ekki að vera frelsa til að drepa? Hvar skilur á milli að þínu mati?
Sigurður: Ég hef hvergi sagt að vændi sé stundað á Goldfinger, en ég get fullyrt að súlustaðir víða um heim eru gróðrastía fyrir mansal og vændi. Þess vegna vil ég ekki að það séu súlustaðir á Íslandi.
Að sjálfsögðu veit ég ekki fyrir víst hvað gerist í einkadansklefunum hjá Geira í "opna" rýminu. Veist þú það?
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 17:15
Sé ekki samhengið Alexander í öllu þessu frelsi. Á ekki að vera frelsa til að drepa? Hvar skilur á milli að þínu mati?
Þegar einstaklingur vil ekki hlutinn eða er ekki andlega hæfur til þess að meta afleiðingar þess tildæmis einstaklingur með þá hugmynd að hann vil láta borða sig (ég er hlyntur líkandrápum reyndar líka tildæmis fyrir ólækandi krabbamein á lokastigi)
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 17:17
Að sjálfsögðu veit ég ekki fyrir víst hvað gerist í einkadansklefunum hjá Geira í "opna" rýminu. Veist þú það?
Nei og?
Alexander Kristófer Gústafsson, 23.5.2008 kl. 17:18
Persónulega finnst mér hundleiðinlegt á strippbúllum... algerlega óþolandi, persónulega hef ég aldrei keypt sex.. ég vil alvöru.
En klárlega er betra fyrir alla aðila að hafa vændi uppi á borðum, löglegt með lækniskoðunum reglulega.
Að banna þetta er að bora þessu ofan í undirheima, þar verðurerfiðara að fylgjast með, erfiðara að gæta réttar fólks...
Það gengur ekki að einhverjir aðilar vilji þetta bannað.. svona out of sight out of mind... það er ekki rétta leiðin.. það er kolröng leið sem skapar enn meira vandamál... staðreynd
DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:42
Varðandi bannið þá skil ég þína skoðun að þar séu send skýr skilaboð til þjóðfélagsins varðandi 'siðferðislega hegðun'.
Hinsvegar hef ég meiri áhyggjur af því að þá muni starfsemin færast algjörlega á svarta markaðinn og verða að neðanjarðarbransa. Þá er ennþá erfiðara að hafa upp á þeim sem stuðla að mansali og vændi, og þeir eiga ennþá auðveldara með að halda fórnarlömbum sínum föstu taki. Málið er að þessi bransi er ekki að fara neitt á meðan eftirspurn er enn í gangi.
Persónulega finnst mér sjálfsagt að fólk starfi við hvað sem það vill gera, svo framarlega sem það sé löglegt og skaði engann (eða sem fæsta) Hinsvegar er alveg rétt að það er mjög erfitt að greina í sundur hver er að stunda þetta út frá sínum vilja og hver er undi þumals einhvers annars, þar sem fórnarlömb mansals eru langoftast heilaþvegin af þeirri hugmynd að lögreglan muni einfaldlega fangelsa þau ef þau reyna að flýja, eða þá að þrælahaldararnir nái í fjölskyldu þeirra og börn og slátri þeim (nú eða enn verr; selji þau til hæstbjóðanda).
Ef það væri einhver bullet-proof leið til að halda þessum stöðum uppi með 100% fullvissu um að þar væri allt 'uppi á borði' (hehe) þá sé ég í raun og veru ekki mikið að því. En þangað til þá verður þetta ávallt tvíeggjað sverð.
kiza, 23.5.2008 kl. 19:23
Björn Bjarnason elskar alræði stórfyrirtækjanna yfir lífi og limum einstaklinganna. Björn Bjarnason elskar alræði lögreglunnar yfir lífi og limum borganna. Björn Bjarnason elskar einokun hinna voldugu og ríku á valdi og auðsuppsprettum.
Allt þetta er augljóst af öllum hans ákvörðunum í þeim embættum sem hann hefur gegnt.
Breytingar á gjafsóknarákvæðum voru hannaðar af einhverjum sem er annað hvort illgjarn eða treggáfaður. Ég á erfitt með að sjá hvort sé verra.
PS Þessi Kristófer virðist vera fáviti.
Elías Halldór Ágústsson, 28.5.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.