Leita í fréttum mbl.is

Píkukjólar að láni?

 Melodimen+Charlotte+Perrelli+struts+off+to+the+Globen

Jájá, auðvitað blogga ég meira um Júró.

Nú fötin.  Jesús minn.  Ég vissi ekki að það væri samnýting á fötum í keppninni.  Það kom mér "skemmtilega á óvart".

Fyrst kom Perrelli í þessum flotta silfurkjól sem náði henni nánast upp í júnóvott, og ég hugsaði alveg: Vá þessi skilur ekki eftir nema hálfan sentímeta fyrir ímyndunaraflið".  Og svo var það búið.  Fatnaður konunnar hefði þar með ekki verið ræddur hér á þessari bloggsíðu, hefði ekki hver glyðran ég meina konan af annarri mætt í kjólnum hennar Charlottu.  Allir námu þeir rétt við júnóvott, kæmi mér ekki á óvart að þessi fatastíll fengi nafnið "Píkustíllinn".

En Regína og Friðrik voru flott, ekkert út á þau að setja.  Meira að segja bleiku skórnir voru dúllulegir.

Þó ég hafi gaman að draga þessi "söngvakeppni" sundur og saman í háði, þá var ég í alvöru stolt af okkar fólki.  Þau voru svo "pró".

En aftur að píkukjólunum.  Ég skil alveg þörf sumra kvennanna þarna í gærkvöldi til að klæða sig áberandi illa fyrir neðan mitti, miðað við að sumar þeirra héldu ekki lagi og beinlínis görguðu í míkrófóninn.  Þá getur það verið bráð nauðsynlegt að færa athygli áhorfandans frá míkrófóni og að einhverju öðru.

Sáuð þið "If you wanna have fun don´t run"?  Ég segi ekki meira.  Eða síðhærða manninn sem gargaði eitt ljótasta lag sem samið hefur verið?

Jösses í vondum fíling.  Þvílíkar eyrnamisþyrmingar.

Hvað ætli Merzedes menn  séu að hugsa núna? 

Dem, dem, dem, að vera ekki friggings fluga á vegg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Skórnir hennar Regínu voru bara geðveikislega flottir.

Og Daninn ummmmm... segi nú ekki annað, en sleiki út um í staðinn. Væri nú gaman að sjá hann í næstum engum fötum. Múhahahahha

Góðan dag á þig.

Hulla Dan, 23.5.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég tók sérstaklega eftir bleiku skónum, ekki minn stíll en æðislegir á henni!  Lagið (man ekki frá hverjum) þar sem var stelpuhópur á sviðinu, allar hálfnaktar, þar var greinilega verið að reyna að draga athyglina frá söngvaranum því að hún var rammfölsk

Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega flottir skór..........

if you wanna have fun dont run sungið af steppdanskonu.... Hún réði ekki við nýja hlutverkið það er ljóst. Vonandi er hún betri í steppdansi.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér fannst kjóllinn hennar Perelli ógeðslega flottur. Vildi að ég passaði í svona kjól!

Þá mundi ég sko syngja

Hrönn Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 08:53

5 identicon

Rödd Portúgala var flott og enginn píkukjóll þar á ferð.Síðkjóll enda gat konan sungið.Regina og Friðrik voru fín .Samt fynnst mér Skjöldur sá sætasti í Evrovisonhópnum hinum íslenska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:54

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorrí, hver er Skjöldur?

Hrönnsla: Þetta er svona söngkjóll, klæðist þú honum þá bresturðu í söng

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 09:09

7 Smámynd: Linda litla

Ég spyr líka..... hvar var Skjöldur ? Ekki sá ég hann ?

Mér fannst keppnin flott, en þetta er alveg rétt hjá þér. Það voru ansi margar í svona pjöllukjólum, það er eins gott að ekki var kalt þanra inni hja´þeim. Það hefði kostað blöðrubólgu á liðið.

Linda litla, 23.5.2008 kl. 09:12

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hugsaðu þer Jenný hvað myndi sparast mkið ef allar notuðu sama kjólinn....hægt að komast af með 3 kjóla:  S-M-L

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 09:16

9 identicon

Myndatökumaðurinn var alla vega ánægður með alla þessa snípsíðukjóla, ég sá mikið af rössum og lærum í nærmynd í gær :þ

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:29

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já!

Hún vann á brjóstunum síðast sú sænska '99. N'u á semsagt bara að taka "allan pakkan" heyrist mér!?

Jenný, ég vona þó að einhver "skjólgarður hafi samt verið fyrir túninu heima"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 09:30

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

"Píkukjólar" - þetta er frábært nýyrði yfir þetta fyrirbæri sem ég veit ekki annars hvað ætti að kalla. Varla er hægt að kalla þetta "flík"?

Og sá síðhærði í leðurbuxunum - jeminneini. Ég fékk nú bara hláturskast þegar hann rak í rokurnar. Röddin kannski ekki slæm, en hann hefði nú mátt vera lagvissari, blessaður.

Skórnir á Regínu voru æði.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.5.2008 kl. 11:26

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Unglingarnir mínir í júrópartíinu hlógu allir þegar ég spurði hvort við ættum ekki að skreppa og klæða þessar aumingja konur í buxur. Ég get svariða að eitt atriðið þarna var nú bara eiginlega klám! Krakkarnir gáfust upp þegar falski gaurinn í leðurbuxunum mætti, fóru inn í herbergi í Playstation og lokuðu hurðinni. Þarf að segja meira?

Snípsíða tískan er greinilega komin aftur og nú alveg í alvöru snípsíð... Ég sit hjá í ár.

Laufey Ólafsdóttir, 23.5.2008 kl. 11:51

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hann Skjöldur er sminkan þeirra rekur að ég held ráðgjafa þjónustu sem heitir 101...ráðgjafastofu í stíl og förðun..

Æi mér finnst þetta soldið þreytt tíska ...þessi píkutíska. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.