Leita í fréttum mbl.is

Blóðbað í borginni

Fáránleiki tilverunnar er dásamlegur stundum.

Það hreinlega gleður mitt litla hjarta að geta hlegið innilega að morgni dags.

Þegar Tarzan var sýndur í Jerúsalem varð að síkka lendarskýluna á auglýsingaspjöldum í borginni.  Vó, stuttar lendarskýlur geta myrt milljónir manna.

Og nú á að fjarlægja orðið sex af auglýsingaspjöldum um myndina "Sex in the city".

Aldrei of varlega farið.  Orðið kynlíf er stórhættulegt.  Bara að sjá það og lesa hvetur til stóðlífis og raðfullnæginga úti á götu.

Það hvetur til siðferðislegrar hnignunar í þjóðfélagi sem má ekki vamm sitt vita.

Fólk getur ekki gengið um með hann beinstífan.

En af því að á þessum slóðum eru menn sérfræðingar í hermennsku, morðum og árásum á minnimáttar, sem sagt algjörar hetjur, þá má breyta nafni myndarinnar í Blóðbað í borginni. 

Þá ættu allir að vera sáttir og siðferðinu er reddað.

Ójá, mikill djöfulsins viðbjóður þetta kynlíf.  Það hefur mörgum manninum orðið að aldurtila.


mbl.is Ekkert „sex“ í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Óborganegt

Svo var önnur fre´tt, jafn fáránleg en bara sorgleg.

Veikur maður dæmdur í fangelsi, fyrir stuld á súpu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég vissi að dómskerfið okkar nær ekki utanum stórsvindl, þjófnaði að ekki sé talað um alvarlegri glæpi EN mér datt ekki í hug, að svona lagað gæti gerst í beinu framhaldi af niðurstöðum SAMA dóms, að félag og eigendur þeirra, sem BERIR VORU að því SANNANLEGA að breyta innkaupsnótum, sleppa.

Lalli og félagar eru krimmar sem dómskerfið okkar nær utanu og skilur.

Líkt og þegar snærisþjófar voru dæmdir til húðláts og Brimarh´´olmsvistar.

Er lífið ekki stórfenglegt, svona þegar grasið er að spretta, blómin að rétta úr sér og ryðjast uppúr beðunum?

Miðbæjaríhaldið

hissa og á stundum gersamlega bit

Bjarni Kjartansson, 22.5.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh mikið er gott að geta hlegið einstaka sinnum. En það er nú ekki svo óralangt síðan við máttum ekki nota orðið samfarir, kynlíf og bls. 83 var sleppt í líffræðinni. Heheheh  

Ía Jóhannsdóttir, 22.5.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni: Lestu þessa færslu mína frá í gær.  Okkur er Brimarhólmur greinilega báðum hugleikinn.

Ía: Það er bls. 82. Kommon, má ekki gleyma stórkostlegum sögulegum staðreyndum vúman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott pæling. Flissaði af sannri ánægju yfir kaldhæðninni.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jenný: Takk fyrir, er enn ekki kominn niður á jörðina af einskærri bræði.  Er frekar viðkvæmur í dag, þar sem ungur drengur um 32 ára, æskuvinur sonar míns, liggur á nástrái eftir að hafa tapað í baráttu við Krabba kúkalabba.

Ætla síðar að blogga mér til hugarhægðar um það allt saman.

eftir jarðaförina og allt það.

líður skelfilega illa.

er ekki fullorðinn í návígi við svona sorg.

ástvinir hans og börnin, blessuð börnin kona góð.

ÞAð verður allt svo skelfilega lítílmótlegt, við dánarbeð ungra manna, sem höfðu allt til að bera en fá ekki að ma´ta sig við lífsbaráttuna og uppeldi barna sinna.

Æ

Fyrirgefðu.

Bjarni

íhald

Bjarni Kjartansson, 22.5.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæri Bjarni: Las einmitt um veikindin inni hjá þér fyrir einhverjum mánuðum.  Sendi þér og þínum innilegar samúðarkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 10:40

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hæ Jenný mín! Kíkti hérna inn því ég saknaði þín kreisí tími!

Þeir eru svo sannarlega viðkvæmir þarna í Jerúsalem... og það með allt annað undir teppi hjá sér. Ég segikkimeir. Þvílíkt og annað eins!

Knúslur á þig mín kæra! 

Laufey Ólafsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:47

8 Smámynd: Brynja skordal

 Hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 10:56

9 identicon

Þessi síðasta setning í færslunni þinni, getur þú útskýrt aðeins nánar? 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Afsakið en ég verð að kommenta á færslu sem er hér aðeins neðar, vona að það sé í lagi, þar sem ég hef verið í bloggútlægð og hef ekki geta fylgst með...

En í fáfræði minni þá hélt ég að það væri ekki hægt að dæma þig fyrir stuld ef þú gætir sannað það að það hafi verið af illri nauðsyn?

Er það bara fáfræði í mér?

Líklegast

Ylfa Lind Gylfadóttir, 22.5.2008 kl. 12:40

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

„Ójá, mikill djöfulsins viðbjóður þetta kynlíf. Það hefur mörgum manninum orðið að aldurtila.“

Merkileg setning þetta. Ég hélt að það hefði þó komið fleiri til lífsins en hitt, þó orðið „reiðarslag“ sé kannski ekki alveg út í bláinn.

Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 13:54

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú svo, að það er misjafnt hvað fer fyrir brjóstið á samfélagi. Og það er misjafnt hvað samfélagi er heilagt. Ýmislegt er þó til sem er sameiginlegt hjá öllum í þessu samhengi, það er m.a. það að að það ekki talið fallegt að hæða það sem samfélagi  er heilagt, það særir. Og það sem særir blygðunarkennd samfélagsins er fjarlægt eða breytt.

Að ímynda sér hvað þeim finnst um ball-lendarskýlur Íslenskra stúlkna... er eflaust eitthvað sem þú gætir átt athygliverðar samræður um í Jerúsalem. Særð blygðunarkennd......þetta er nú hugtak sem er mörgum ofarlega í huga hér á landi yfir ótrúlegustu hlutum.

Ekki hæða það sem fólki er heilagt. Þetta er ekki gott innlegg í þá umræðu sem er í gangi.

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 13:55

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Reiðarslag......frábært

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 13:56

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 14:15

15 identicon

Heheheheheheh !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:16

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Djöf... auðvitað var það bls. 82, maður er farin að kalka LÍKA

Ía Jóhannsdóttir, 22.5.2008 kl. 15:21

17 Smámynd: halkatla

íslendingar eru óforbetranlegir pervertar, það hef ég alltaf sagt. Og í minni stærðfræði er talan "6" ekki til

halkatla, 22.5.2008 kl. 15:47

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég segi aldrei *** skrifa það ekki einu sinni

Huld S. Ringsted, 22.5.2008 kl. 16:37

19 Smámynd: kiza

Já þetta er ansi kjánalegt miðað við hvað fólk er væntanlega orðið de-sensitized af ofbeldi þarna.. Eitt lítið (en yfirgripsmikið) orð orðið að kynlífsbyltingar-trigger? :P

Kex & the City?

Ex & the City?

FedEx & the city..?

Vona nú að þeir ráði úr þessu
(og þakka kommentin á blogginu mínu :)

kiza, 22.5.2008 kl. 17:13

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kiza: Sömuleiðis og tillögurnar flottar.  Haha.

Haraldur: Mér er heilagt að fá að skrifa um kynferðislega bældar ofbeldisþjóðir.  Eitthvað að því?  Get a live.

Takk öll fyrir frábær innlegg.

Farin að xxxx

Segi svona

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.